Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 1
! ! Sunnudagur 14. júlí 1963 — 28. árgangur — 155. tölublað. Bygging ibúSarhúsnœSis i SviþjóS: Lánin eru 85 til 100 % af áætluoum kostnaoi,veitt til 40-60 ára 1959 69.300 íbúðir 1960 68.300 íbúðir 1961 73.800 íbúðir 1962 75.124 íbúðir Eins og lesendum Þjóðvilj- ans er kunnugt, er nýlokið hér í Reykjavík norrænu hús- næðismálaþingi, þar sem full- trúar Norðurlandanna gáfu upplýsingar um ástand í hús- næðismálum í hverju landi fyrir sig, þróun byggingamála og þá einkum íbúðabygginga, byggingakostnað, lánveitingar og vaxtakjör o.fl. sem að þessu lýtur. Svo sem vænta mátti komu þarna fram ýms- ar mjög merkar upplýsingar og er ekki hvað sízt athyglis- vert fyrir okkur Islendinga að kynnast því. hvernig tekið er á þessum málum meðal ná- granna okkar á hinum Norð- urlöndunum. Þjóöviljinn mun kynna les- endum sínum nánar ýmislegt það sem fram kom á þessari ráðstefnu. 1 dag birtum við upplýsingar, sem fram komu hjá sænska fulltrúanum á ráðstefmmni. Þróunin síðustu 4 ár Eftirspurn eftir húsnæði er geysimikil í Svíþjóð, einkum vegna fjölgunar fólks í borg- um og iðnaðarmiðstöðvum. Jafnframt gerir fólk kröfur til stöðugt hærra og betra húsnæðis. íbúðahúsnæði í Svíþjóð má yfirleitt teljast heldur þröngt á okkar mæli- kvarða, og mikið byggt af mjög litlum húsum, 1—2ja herbergja. Síðast liðin fjögur ár hafa fullgerðar íbúðir skipzt sem hér segir eftir stærð: Tæplega fimmti hluti (19—20%) hefur verið 1 her- bergi og eldhús (23 ferm. til 41 ferm.), rúmlega fimmti hluti (22—23 %) hefur verið 2 herb. og eldhús (59 ferm.), um þriðjungur (29—32 %) hefur verið 3 herbergi og eld- hús (73 ferm.) og loks er um þriðjungur (28—30 %) 4 herb. og eldhús (92 ferm.) Tala fullgerðra ibúða í Sví- þjóð s.l. fjögur ár hefur verið sem hér segir: Á yfirstandandi ári mun ætlunin að Ijúka við um 90.000 íbúðir en það er um 20% aukning frá síðasta ári. Lánskjör og vextir Ríkislán til íbúðabygginga nema frá 85—100% af áætluð- um byggingarkostnaði, en venjulega fer kostnaður þó eitthvað fram úr áætlun og verða húsbyggjendur þá sjálf- ir að sjá fyrir því fjármagni sem á vantar. — Lánin eru veitt til 40 og allt upp í 60 ára, og hafa vextir af ríkis- lánum yfirleitt verið 3.5% frá 1958, en voru áður 3,5—4.5%. & ¦& TÍr Og nú geta menn borið þessar upplýsingar sem hér liggja fyrir saman við þá að- stoð, sem hið opinbera veitir mönnum hér til þess að koma sér upp íbúðarhúsnæði — og dregið sínar ályktanir af því. I Bræla á síldarmiuunum ¦ > Lítil sem engin síldveiði veiðiskipin legið í landvari. vert magn síldar á nokkrum : hefur verið fyrir Norðurlandi Varðskipið Ægir, sem er við stöðum þar, t.d. vestur af | undanfarna sólarhringa vegna sildarleit fyrir norðan, hefur Kolluál og út af Sporða- • brælu á miðunum. Hafa sild- síðustu dagana lóðað á tals- grunni. ¦ A bryggjunni góiviirisdag Skáldverk norrænna sam- tímahöf unda gef in út vestra Skáldsögur eftir Laxness og Gunnar Gunnarsson á meðal verkanna Áriö 1954 samþykkti Norðurlandaráð að stuðla að þýðingum og útgáfu norrænna samtíðarbókmennta á heimsmálunum, en ekki varð þó úr því að hefjast handa um þetta verkefní á vegum ráðsins. Nú hefur hins veg- ar náðst sarnkornulag við bandarískt útgáfufyrirtæki um útgáfu á norrænum bókaflokki og er ætlunin að í honum verði m.a. verk eftir Laxness, Gunnar Gunn- arsson, Jóhann Sigurjónsson, Guðmund Kamban og Agnar Þórðarson. ÞJóðviljanum barst í gær fréttatilkynning frá menntamála- ráðuneytinu um þetta efni og fer hún hér á eftir: „A þingi Noröurlandaráðs árið 1954 kom fram tillaga um, að stofnað skyldi til útgáfu um- fangsmikils úrvals norrænna bókmennta í þýðingu á höfuð- tungur, fyrst og fremst ensku. Athugun sem fram fór á vegum Norrænu menningarmálanefnd- arinnar, þótti hins vegar leiða í Atvinnuleysi í USA - Sjá 6. síðif Ijós, að tillaga þessi væri naum- ast framkvæmanleg í upphaflegri mynd. Var talið vænlegast, að áfram yrði haldið af hálfu hvers lands að vinna að aukinni út- breiðslu bókmennta þess á heimsmálum og á þessu sviði stefnt að eins mikilli samvinnu Norðurlandaþjóðanna innþyrðis og fært þætti. Upp úr þessu hófust með at- beina Norrænu menningarmála- nefndarinnar, athuganir menn- ingarmálafulltrúa norrænu sendi- ráðanna í Washington á leiðum til samvinnu um útgáfu nor- rænna bdkmennta á ensku fyrir bandarískan og e.t.v. einnig brezkan bókamarkað, og þá í smærri stíl en áður hafði verið rætt um. Hefur verið unnið að þessu máli síðan snemma á ár- inu 1959, og er nú svo komið, að samkomulag hefur tekizt við bandarískt bókaforlag, The Uni- versity of Wisconsin Press, um útgáfu norræns bókaflokks þar i landi. Var samningur þess efn- is milli fulltrúa Norðurlandaríkj- anna fimm og bókaforlagsins undirritaður í Washington í aprílmánuði s.l. Samkvæmt samníngnum er gert ráð fyrir, að gefnar verði út a. m. k. fimmtán bækur, þrjár frá hverju landi, á fimm ára tímabili. Hverju Norðurlandaríki er ætlað að standa straum af þýðingar- kostnaði sinna bóka, svo og að inna af hendi tiltekna fyrirfram- greiðslu til höfunda, en annan kostnað af útgáfunnni er for- iaginu ætlað að bera. Gert er ráð fyrir, að forlagið semji sér- staklega við rétthafa hverrar bókar um réttindaatriði og höf- undarlaun, og svo fremi að þeir samningar heimili, skuldhindur forlagið sig til að leita sam- vinnu við brezkan bókaútgefanda um sölu bókanna i Bretlandi. Valdar hafa verið bækur til útgáfunnar, og var um val ís- lenzku bókanna leitað ráða heimspekideildar Háskóla Is- lands. Er fyrirhugað, að Is- lenzku útgáfubækurnar verði þessar: 1. Heimsljós eftir Halldór Kiljan Laxness. " Svartfuel eftir Gunnar Gunn- arsson. Framhald á 2. síðu. A góðviðrisdögum liggur leið margra, ungra og gamalla, nið- ur að Reykjavíkurhöfn, því að þar er venjulega ýmislegt skemmtilegt að sjá. Unga fólk- inu er þó ráðlegra að halda þangað aðeins í fylgd með full- orðnum og alltaf er sjálfsagt að gæta fyllstu varúðar. — Mynd- in var tekin á dögunum á einni af gömlu bryggjunum í Reykja. víkurhöfn. — Ljósm. Þjóðv. A.K. 1 SCerling arfjöllum Flestum fslendingum mun ekki þykja of mikið sólskinið eða veðurblíðan hér á landi á sumrin. en komið getur þó fyr- ir á stöku stað og einstaka sinn- um, að menn grípi til þess að búa sig í sumarhitanum líkt og sá sem sést hér á myndinni, en hún var tekin fyrir skömmu í Kerlingarfjöllum. Á 3. síðu segir frá skiðanámskeiðum o$r dvöl á þessum stað, sem er að verða æ vinsælli sumsrdvala?- staður skíðaáhugamanna og fjallagarpa. Farmenn fá 7,5% kauphækkun ¦* Sjómannafélag Reykjavíkur hefur fengið fram 7,5% hækkun á kaupi íarmanna, en hins vegar eru samning- ar enn lausir og verður viðræðum haldið áfram við fulltrúa skipafélaganna um kjör sjómanna. ir Sjómannafélagiö lagði fyrir nokkru fram frumvarp að nýjum samningum og er það í athugun hjá sam- eiginlegri nefnd deiluaöila. Þessi undirnefnd er skipuð 3 mönnum frá hvorum aðila og er verkefni hennar að kanna hvaða breytingar verða á kjörum sjómanna sam- kvæmt tillögum Sjómannafélagsins og hve mikil út- gjöld það myndi hafa í för með sér fyrir skipafélögin. Tvö tilboð í f ramkvæmd- irí Njarðvikurhöfnina Á alþingi í vetur var sam- þykkt að heimila 70 milljón króna lántöku til fram- kvæmda við landshöfnina í Njarðvíkum, og var verkið boðið út snemma í vor. Reiknað hefur verið með, að framkvæmdir gætu hafizt í sumar, og munu tvö tilboð hafa borizt í að vinna verk- ið. Bæði þessi tilboð eru frá ís- lenzkum fyrirtækjum, en einn- ig munu hafa borizt allmargar fyrirspurnir um verkið erlend- is frá. Fyrirtækið Efrafall, sem að undanförnu hefur séð um hafnarframkvæmdir í Þorláks- höfn, sendi tilboð upp á 38'—46 milljónir króna. Tilboð frá Byggingarfélaginu Brú hljóðaði upp á 80—86 milljónir, og er því mikill munur á þessum tveim tilboðum sem sjá má. Ætlunin er að Ijúka fyrir- huguðum framkvæmdum við landshöfnina á næstu þremur ár-um, en í sumar hefur verið ráðgert að vinna fyrir 6—7 milljónir króna. Fundur í blaða- mannafélaginu á morgun Blaðamannafélag Islands held- ur almennan félagsfund í Nausti upp á morgun, mánudag, kl. 4 síðdegis. Launa- og samninga- málin verða til umræðu og er áríðandi að félagsmenn fjöl- J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.