Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. júlí 1963 HÖÐVIUINN ÞJÓÐFÍLAGSINS eirri kenningu er nú oft hampað að auðvaldsþjóð- félagið hafi tekið stakkaskipt- um, að eðli þess sé breytt, að kapítalisminn hafi fundið leiðir til að sigrast á eðlis- bundnum mótsögnum sinum, að sdð þjóðfélagi hans blasi leið, skrykkjótt kannski en ó- slitin þó, til aukinnar velmeg- unar allra þegna þess, „Icið- in til betri lífskjara'*. |7ngum kemur til hugar að Hi neita því að ólíkt er nú umhorfs í flestum auðvalds- löndum en var á dögum kreppunnar miklu, að hinn endumærði kapítalismi eftir- stríðsáranna er að mörgu leyti geðfelldari en sú ófrýni- lega skepna, sem tröllreið mannkyninu, meðan hin al- þjóðlega verkalýðshreyfing var á gelgjuskeiði og áður en þriðjungur mannkynsins hafði tekið upp búskaparhætti sósí- alismans og þannig með fordæmi sínu neytt auðvaldið til að bæta ráð sitt. En þetta ætti þó ekki að villa um fyrir neinum. Eðli auðvaldsþjóðfé- lagsins er óbreytt; því er um megn að sigrast á eðlislægum andstæðum sínum. Hvergi er það augljósara en einmitt i auðugasta landi veraldar og því landi þar sem kapítalisminn er kominn lengst á veg. Bandaríkjunum. Fimm milljónir vinnufúsra og vinnuþurfandi Bandaríkja- manna geta enga vinnu fengið og eru flestar bjargir bannað- ar. Þeir eru dæmdir undir sligandi ok iðjuleysisins og ekki aðeins þeir, heldur böm þeirra og bamabörn. Menn hafa ýmsar skýringar á reið- um höndum, t.d. þær sem nefndar eru í þeim greinar- kornum sem hér birtast: að æskufólki fjölgi örar en áður vegna aukinnar fr jósemi eða að ör tækniþróun, vinnuhagræð- ing og sjálfvirkni, hafi leitt til svo aukinna afkasta, að stöðugt minnki þörfin fyrir vinnufúsar hendur. En af þeim skýringum verð- ur aðeins dregin ein á- lyktun: Það þjóðfélag sem þannig býr að þegnum sínum, að þeir verði utangarðs og óalandi, fylgi þeir boðorð- inu um að uppfylla jörðina og takist um leið af hugviti sinu og snilli hagda sinna að nýta þá fjársjóði sem þeir fcngu í vöggugjöf, — það þjóðfélag á engan rétt á sér. — ás. Earl, hafði ekki haft vinnu í tvö ár. Hann hafði farið til Cleveland og meira að segja til Kent.ucky í vinnuleit en enga fundið. Hann var vanur jarðýtuekill og hafði fengizt við rafvirkjun, sagði hann. Það var honum til láns að hann átti börn, því að það veitti honum aðgang að alvinnubótavinnu fyrir einn dollara á klukku- stund. Sú vinna var í geymslu- skemmu fyrir offramleiðsluaf- urðir sem ætlaðar voru honum og öðrum atvinnuleysingjum. Hefði hann verið barnlaus. hefði hann enga atvinnubóta- vinnu fengið; í Vestur-Virgin- íu ríkir hugarfar fátækralag- anna. Hann vann sér inn 40 dollara á viku. Hann hafði ekki ráð á að kaupa föt á böm sín, en skólasystkini þeirra höfðu gefið þeim föt. Syderfjölskyldan neytti einnar kjötmáltíðar á mánuði. Fátækt Earl Syder hafði mikinn hug á að böm hans fengju þá menntun sem hann skorti sjálf- an, en það var einmitt sá menntunarskortur sem hann taldi eiga sök á íátæktinni. (Wirtz ráðherra neitaði því annars að nokkur fátækt væri í Bandaríkjunum. Aðrir telja að 30 milljónir bandarískra þegna séu fátæklingar. Það fer eftir því við hvað er miðað). En hvaða líkur eru á því að Snyderbörnin geti aflað sér menntunar, lokið framhalds- skóianámi? Svo margar þeirra barnmörgu fjölskyldna sem ég ræddi við höfðu látið í 1 jós svipaðar óskir, en urðu að játa að elztu synir þeirra eða dæt- ur hefðu verið tekin úr skóla til að vinna fyrir nokknim dollurum við bílaþvott eða önnur þess háttar íhlaupastörf. Þessi börn sem enga starfs- kunnáttu hafa geta ekki fengið fasta vinnu. En þau munu sjálf eignast böm sem ekkert kunna til verks og '---koll af kolli, Öfugmælið Allt bendir til þess að fjórð- ungur þeirra unglinga sem nú eru í menntaskólum muni helt- ast úr lestinni fyrir átján ára aldur. Og þar sem vinnupláss- um fyrir ófagl^erða fækkar ört, fjölgar þeim stöðugt sem ekki ljúka skólanámi. Við það bæt- ist að margir unglingar eru nú við nám í starfsgreinum sem eru að hverfa. á sama tíma og fólk vantar í aðrar greinir. En á hitt ber einnig að líta að enginn er viss um að fá vinnu þótt hann hafi lokið framhalds- skólanámi. Blökkupiltar og stúlkur sem ég ræddi við í Pittsburgh kvörtuðu yfir að þau hefðu enga von um að fá vinnu, sem þau héldu að þau hefðu áunnið sér rétt til með því að ljúka skólanámi. Þau kenndu þetta að nokkru leyti kynþátta- misréttinu, en minntu þó jafn- íramt á að mörg hvít skólasyst- kini þeirra væru jafn illa sett. Piltarnir gerðu sér vonir um að geta í hernum lært iðngreinir sem iðnfélögin í Pittsburgh meina þeim aðgang að. Stúlk- urnar vonuðust til að geta krækt sér í mann. Hinn „ame- ríski draumur" hljómaði sem háðuglegt öfugmæli. SÍÐA J Ekkert rúm í gistihúsinu SMÁSAGA EFTIR EDNA FARBER „Enginn" er fæddur í Einsk- ismannslandi. 1 United Press birtist þessi fregn 25. okt. 1941: Barn er faett í Einskismanns- landi fyrir sunnan Bmo, þar sem 200 Gyðingar hafa lifað landrækir á landræmu milli Þýzkalands og Tékkóslóvakíu í tvær víkur, og hlaut nafnið Niemand (Enginn), í dag. Hún hafði saumað hvert spor með eigin höndum. Bókstaflega, og sporin voru svo smá, að þau urðu varla greind með beru auga. Hver flík var ný af nál- inni. 1 því var nú varla nokk- urt vit, með tilliti til þess hve laun manns hennar vom lítil- fjörleg, auk þess sem viðbúið var að hann missti þau, og svo þessar skelfingar, sem farnar v’oru að dynja yfir. Elísaþet frænka hennar hafði boðizt til að gefa henni föt af sínu barni, sem það var vaxið upp úr, en því hafði hún neitað, kurteis- lega, en ákveðið. „Þakka þér fyrir, Lísa mín,“ hafði hún sagt. „Líklega er það gikksháttur hjá mér að þiggja þetta ekki, og jafnvel heimsku- legt, og líklega get ég ekki gert þér það skiljanlegt. En ég vil helzt að allt sé nýtt, sem hann á að klæðast í. Ég vil sauma það allt sjálf. Hvert spor.“ Elísabet frænka Maríu var tvöfalt eldri en hún. Hún féllst á þetta, það var gott að koma henni í skilning um hvaðeina. Og gott að mega leita til henn- ar með öll vandamál, því hún viidi allt bæta og hafði lag á því. „Nei, þú skalt ekki halda, að mér þyki það heimskulegt. Margur heldur mann af sér. Ég hugsaði alveg eins og þú, þeg- ar ég átti von á honum Nonna mínum.“ Svo hló hún ertnislega og sagði: „Af hverju ertu svona viss um, að það verði dreng- ur? Þú ert alltaf að tala um það.“ María haíði setið hljóð og þolinmót við sauma sína, hvert sporið öðru smærra, svipurinn bjartur og alvarlegur. „Láttu mig vita það.“ Svo leit hún á frænku sína, og sagði hlýlega: „Þó að hann gerði ekki nema komast í hálfkvist við hann Jóhannes þinn, þá væri ég ánægð.“ Elísabet leit á vögguna, þar sem Jóhannes svaf. „Ef ég mætti svo segja, verður því ekki neitað, að hann er ekki óefnilegur eftir aldri." En svo bætti hún við eins og til að afsaka sig: „Við Sakarías erum raunar ekki ung. Og það er sagt að börn foreldra, sem eru orðin miðaldra, séu oft efnilegri en önnur börn.“ María, sem var átján ára, brosti fallega við þessu. „Jósep minn er miðaldra" sagði hún hreykin. Svo roðnaði hún fal- lega af æsku og saklej'si, því Jósep hafði orðið nærri því enn meira hissa en hún, þegar hún segði honum frá því, að þau ættu von á barni. Báðum sýnd- ’st þeim þetta hljóta að vera kraftaverk æðri máttarvalda. Það var Elísabet sem hafði komið þeim saman á sínum t’ma, slíkt miseldrj sem annars var með þeim. Engum hafði sýnzt þetta vera hæfilegt gjaf- orð fyrir hana, en samt vtssu allir, að hún var óvenju þrosk- uð og fullorðinsleg eftir aldri, kom oft á óvænt með skemmti- legri fyndni, en þess á milli var hún þögul og undarlega þurr á manninn, eins og oftviil verða hjá þeim sem hafa mikla lífsreynslu, og þekkingu. Jósep var henni allt i einu, eiginmað- ur, faðir, bróðir. Það var ó- metanlegt. Þeim kom ágætlega saman. Og eftir það að lifið í þessum undarlega heimi hafði snúizt á þá sveif að verða svona hræðilegt, hættulegt og hroðalegt, var það henni meira virði en nokkru sinni fyrr að hafa hann hjá sér. svona traustan og vænan og skiln- ingsgóðan. Hann var skjól hennar og skjöldur. Hún vissi um yngri menn, sem ekki höfðu getað stillt sig, — þeir hurfu um nótt og sáust aldrei síðan. Jósep lét ekkert á sig fá. En á hverjum morgni er hann fór að heiman, sagði hann við hana: „Farðu ekkert að heiman fyrr en ég kem aft- ur. Og ef þú þarft að fara í búðir, skaltu biðja Elísabetu frænku þína að íara með þér. Farðu aldrei einsörhul út“. „Heldurðu að það væri nokk- ur áhætta?“ sagði' hún. „Hver ætti svo sem að viija gera mér mein?“ Því barnshafandi kon- ur nutu sérstakrar 'vefndar hjá þessum stjórnarvöldum. Þau vildu fá sem mest af sveinbörn- um til þess að aldrei skyldi skorta efni í hersveitir. „Þeir vilja ekki okkar börn“, sagði Jósep beisklega. Og þau höfðu lítið um sig, hlýddu lögum, komu aldrei meðal fólks. Tveir menn af lægri miðstétt. Margt hræðilegt var sagt gerast, ólýsanlegir atburðir, en hún gat ekki skil- ið að neitt slíkt ætti eftir að henda hana, né mann hennar né hið ófædda barn hennar. Það hlaut að greiðast úr þessu. Annað mátti ekki eiga sér stað. Hún hafði nóg að gera allan daginn. Stofurnar voru tvær, og hún þvoði þær og snurfus- aði, keypti í matinn, sauð hann, saumaði. Það var enginn hægðarleikur að fá í matinn, heldur varð hún að hlaupa búð úr búð til þess að ná í, þó ekki væri nema lítinn bita af smjöri, egg handa Jósep, eða kjötbita, ólseigan og bragðill- an. Oft var það þegar hún kom heim úr þessum ferðum og var komin upp þessa þrjá stiga og inn í litlu íbúðina í þessari þröngu götu, að svitinn rann í taumum um andlitið, varir og enni, og henni var þröngt um andardráttinn, þó hún væri bæði heilbrigð og ung. Samt _var alltaf jafngaman að geta sýnt Jósep hvað hún hafði getað önglað í, hvort sem það var kaka til að hafa með kaffinu eða kjötbiti eða þó ekki væri annað en smjörklípa. Á föstudögum reyndi mest á hana að ná í fuglasteik, oftast af beinhoruðum fugli, eða nauta- ketsbita eða dilkakjöt, — þvi sabbatshelgin rann upp á föstudagskvöldi. Henni lukkað- ist það sjaldnast, en því meiri varð gleðin, ef það tókst. María hafði sauma sína í körfu sem hulin var þokkaleg- um drifhvítum dúk. Stöðugt hækkaði í körfunni. Jósep var alveg ókunnugt um það, ad st’jndum hafði hún sleppt mál- tíð til þess að geta keypt eitt stykkið i viðbót handa syni sín- um. Stundum tók hann upp eina af þessum ofurlitlu Ðik- uni, svo hlægilega litla, og hún sýndist enn rninni í þessum stóru eriiðismannshöndum. Hann hló við, tók hana upp á einum fingri, og sveiflaðí henni svolítið. Honura fannst það ekki geta verið að nokkur lifandi vera af mennsku holdi og blóði gæti komizt í svona skelíing iítið spons. En allt í einu þagnaði hláturinn og hann varð sorgbitinn. Síðan horfði hann á hana og hún á hann, og þau fóru að hlusta, þegj- andi, eftir því fótataki i stig- anum, sem þau óttuðust mest. Að þvo gólf, hreinsa potta og pönnur, elda mat, sauma, í þetta fóru dagarnir, og það nægði henni, og meira til. Hún hafði erft það frá foreldrum sínurn, bændum, að láta sér annt um að allt væri i fegursta lagi. I því var sjálfsvirðing hennar falin. Mennirnir sem komu upp stigann voru svo fljótir að María og Jósep höfðu varla heyrt neitt skóhljóð af þessum þungu stigvélum fyrr en þéir voru teknir að iemja utan hurðina með hnefunum. Jósep þaut á fætur og hún stóð upp, og bar upp að brjóstinu hönd- ina sem hélt á litlu bleiku treyjunni, sem hún var að prjóna. Síðan ruddust þeir inn. fylltu litla þokkalega herberg- ið hávaða og bölvi, þessir lura- tegu, stórvöxnu brúnstakkar. Þeir virtu Jósep og Maríu varla viðlits, heldur fóru að róta í skápum, og rifu út úr þeim borðbúnað og fatnað, og tröðk- uðu fótum. Einn þeirra þreif treyjuna úr höndum hennar og hélt henni upp við ljósið og setti síðan á hausinn á sjálf- um sér, stórann og þykkan, stakk upp i sig fingri og saug hann. „Vertu ekki að þessu‘! sagði einn af mannskapnum. „Við höfum engan tíma til að vera með nein kjánalæti." Og hann þreif treyjuna. snýtti sér i hana, og fleygði henni svo út í horn. í eldhússkápnum fundu þeir nokkrar kökur nægiiega mikið af steikarfloti og annarri feib til að steikja þetta í, og ofan á hverrj þeirra var sletta af ávaxtamauki. Jósep hafði haft tvær þejrra t.il kvöldverðar, en sjálf sagðist hún ekki vilja neitt, því þetta væri svo fit- andi. Drengurinn hefði ekki gott af því. Hinar tvær voru geymdar handa Jósep til næste morguns. „Nei, sko!“ hvein i þeim sem hafði fundið þetta. „ekki neme það þó — kökur- Þessar skepn- ur hafa kökur og svo mikið aí þeim að þeir torga því ekki.1' Hann braut aðra þeirra milli fingranna, þefaði af bitanum eins og hundur, stakk honum upp í sig og át græðgislega. „Svona nú,“ öskraði yfirmað- urinn. „Hættu þessari helvíti* fíflsku og haltu áfram að gera eitthvað. Heldurðu að við ætl- um að vera að dóla hérna f þessu rottubæli í alla nótt. Við eigum eftir að koma víða. A« fram nú. Út!“ Framhald á 10. síðtt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.