Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 2
SlÐA ÞIÖÐVILIINii Föstudagur 19. júlí 1963 íaukin vegaþjónusta Félags íslenzkra bifrei&aeigenda Vegaþjónusta F.Í.B. hófst 9. júní sl. með því að sex bif- reiðir óku úr bænum til að- stoðar á vegunum, en það er fcinn stærsti liðurinn í sumar- starfsemi félagsins. Þetta er tíunda sumarið sem F.Í.B. skipu- leggur vegaþjónustu, og hefur Haukar leggja í Fœreyjaferð Knattspyrnufélagið Haukar í Hafnarfirði fara í dag með Drottningunni til Færeyja í keppnisferð. Keppt verður í knattspyrnu og handknattleik karla. Knattspyrnuflokkurmn fer beint til Klakksvíkur í boði í- þróttafélagsins þar. 1 Klakksvík munu Haukar leika tvo leiki, halda síðan til Þórshafnar og leika þar einn eða tvo leiki. Handknattleiksflokkurinn mun leika þrjá leiki í Þórshöfn. Þátttakendur í ferðinni eru 23. Fararstjóri er Egill Egilsson. Drengimir koma heim aftur 1. ágúst. hún aukizt með hverju árinu, og svo er einnig i ár. M.a. verð- ur vegaþjónusta við Akureyri yfir þrjár mestu umferðarhelg- ar sumarsins. Aldrei verða færri en sex bifreiðir í vegaþjónustunni, en yfir mestu umferðarhelgarnar og sjálfa verzlunarmannahelgina, þegar umferðin nær hámarki, verða í þjónustu F.l.B. mun fleiri bifreiðir. T.d. hafði F.Í.B. 15 bifreiðir úti á vegunum um sl verzlunarmannahelgi. Auk viðgerðarbílanna, sem ferðast um vegina, hefur félag- ið gert samninga við ýms bif- reiðaverkstæði •'« aðra aðila að veita félagsm> . um aðstoð og fyrirgreiðslu. Bifreiðir F.Í.B. vcrða á eft- irtöldum leiðum: Reykjavík, Hvergerði, Ljósa- foss, Hveragerði, og eitthvað upp eftir Grímsnesinu eftir þörfum. Ljósafoss Þingvellir r.iður að Stardal. Stardalur Ell- iðaár og upp að Tíðaskarði. Tíðaskarð Hvalfjarðarbotn. Hval- fjarðarbotn og eitthvað upp í Borgarfjörð. Hrædd- ir við frið Það skal ekki bregðast að Morgunblaðið kemst í baráttu- skap í hvert skipti sem eitt- hvað dregur úr þenslu í al- þjóðamálum. Séu líkur á að Bandaríkin og Sovétríkin semji um einhver atriði sem dregið gætu úr viðsjám, birt- ir Morgunblaðið ævinlega rit- stjómargreinar og varar við öllum þvílíkum samningum. Þannig mælir Morgunblaðið nú gegn því dag eftir dag að Bandaríkin semji við Sovét- ríkin um takmarkað bann við kjamorkusprengingum, enda hefur blaðið áður talið allar þvílíkar sprengingar „fagnað- arefni“ ef þær væru af vest- rænum toga spunnar og vill auðsjáanlega ekki eiga á hættu að missa af fögnuði sínum á næstunni. Svo her- skáir eru ritstjórar Morgun- blaðsins að fáránlegar getsak- ir þeirra um Kínverja hljóma eins og sjálfslýsing. Má það í sjálfu sér teljast gleðiefni að leiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins skuli hafa forustu í magn- lausu smáríki en engu stór- veldi. og sannast þar enn hið fomkveðna að fátt er svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. Ekki fer á milli mála hvað veldur hinni herskáu afstöðu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru hræddir um að minnkandi viðsjár gætu leitt til þess að Bandaríkin felldu niður herstöðvar sínar á Is- landi. Hernámið hefur fært gróðamönnum Sjálfstæðis- flokksins ómældan gróða, auk þess sem hundruð miljóna króna hafa runnið í ríkissjóð sem mútufé. Enn stunda ýms- ir heiztu verktakar Sjálfstæð- isflokksins þjónustustörf fyrir hemámsliðið, hvort sem þeir starfa á Keflavíkurflugvelli, við Keflavíkurveginn nýja eða reisa mannvirki á Snæfells- nesi. Þeir vilja umfram allt halda þessari aðstöðu og fíkn- in er svo mikil að þeir iáta sig engu varða þótt hel- sprengjur sundrist. andrúms- loftið eitrist og tortímingar- styrjöld vofi yfir mannkyninu. Þessir menn ráða skrifum Morgunblaðsins og greiða enda fyrir þau. Sumir eiga erfitt með að trúa því að einokunarhringir og vopnaframleiðendur stór- veldanna blási að ófriðarbáli í gróðaskyni. En þegar ís- lenzkir peningamenn. sem eru eins og ósýnilegar veirur á heimsmælikvarða, bregðast við á þann hátt sem Morgun- blaðið sýnir, hvað mun þá um hina stærri og voldugri? — Austri. A eftirtöldum stöðum geta félagsmenn leitað aðstoðar. Bifreiða- og trésmiðja Borgar- ness hefur opið um mestu um- ferðarhelgar sumarsins. Gestgjafinn í Hreðavatnsskál- anum er umboðsmaður F.I.B. I Fomahvammi eiga vegfar- endur von á aðstoð. Næsti staður er Staðaskáli. Þar er umboðsmaður félagsins og mun hann hafa viðgerðarbíl á vegum í nágrenninu um verzlun- armannahelgina og næstu helg- ar. Bifreiðaverkstæðið á Laugar- bakka í Miðfirði verður opið fyr- ir skyndiviðgerðir um um- ferðarhelgamar. Á Blönduósi er bifreiðaverk- stæði norðan verðu við Blöndu- brú og heitir Vísir. Hefur F.I.B. fengið loforð fyrir því, að við- gerðarmaður verði reiðubúinn á verkstæðinu yfir þrjár mestu umferðarhelgar sumarsins. Næsta verkstæði sem F.I.B. hefur samið við er bifreiðaverk- stæðið Baugur á Akureyri, og er það staðsett niðri á tang- anum. Á Húsavík er verkstæði Jóns Þorgrímssonar h.f. Þá er ákveðið að F.I.B. hafi í förum talstöðvarbil með við- gerðarmanni í Eyjafirði, yfir þrjár helgar í sumar. Bifreiðaverkstæði Dalvíkur mun einnig veita félagsmönnum þjónustu sína yfir umferðar- mestu helgamar. SUÐURLAND 1 Hveragerði er verkstæði sem mun veita félagsmönnum aðstoð, en ekki tókst F.I.B. að semja um ákveðna daga, en þær upplýsingar er hægt að fá hjá vegaþjónustubílunum. Verkstæði Kaupfél. Árnesing; á Selfossi hefur allar helgar sumarsins opið meðan vegaþjón- ustan er starfrækt. Næsta viðgerðarverkstæði er hjá Kaupfél. Þór á Hellu, sem veita mun sömu þjónustu og K.Á. á Selfossi. Og sama er að segja um K. Rangæinga á Hvolsvelli. Bifreiðaverkstæði er skammt frá Þorvaldseyri í Rang. og hafa forráðamenn þess lofað því að greiða fyrir ökumönnum eins og h.ægt er. I Vík í Mýrdal er Brandur 5 sœkja um skjalavörzlu Fyrir nokkru var auglýst laus til umsóknar staða skjalavarðar við Þjóðskjalasafnið. Mennta- málaráðuneytið skýrði Þjóðvilj- anum svo frá í gær að fimm umsóknir hefðu borizt, og eru umsækjendur þessir: Björn Þor- steinsson, Einar Laxness, Jóhann Sveinsson frá Flögu, Nanna Ól- afsdóttir og Sigfús Andrésson. Öráðið er enn hvenær starfið verður veitt. Stefánsson umboðmaður F.I.B. og mun veita fyrirgreiðslu fé- lagsmönnum. Við Keflavikurveg er það Bif- reiðaverkstæði Sveinbjörns Da- víðssonar v/ Flugvallarveginn, sem hefur opið framanskráðar helgar. Nú hefur F.l.B. eignazt sína fyrstu bifreið sem er af Land Rover gerð, og verður hún not- uð sem nokkurskonar móður- stöð fyrir vegaþjónustuna, einnig mun bifreiðin aðstoða hjálpar- sveit skáta við leit að týndu fólki. Allar eru bifreiðir F.I.B. bún- ar talstöðvum, helztu áhöldum til viðgerða, nauðsynlegustu varahlutum, og einnig verða i flestum þeirra meðlimir hjálp- arsveitar skáta i Reykjavík sem bafa meðferðis sjúkragögn frá Slysavamafélagi Islands, til fyrstu aðstoðar. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning skal það tekið fram, að viðgerðarbifreiðirnar munu veita öllum vegfarendum aðstoð, fé- iagsmenn fá þessa þjónustu ó- keypis, en aðrir vegfarendur greiða hana. Fyrir þá aðstoð sem verkstæðin veita ber öllum að greiða. F.I.B. vill þakka öllum þeim aðilum sem styðja vegaþjónust- una á þessu sumri. Kappkostað verður að hafa náið samstarf við vegalögregluna, til þess að tryggja sem bezt öryggi umferð- arinnar. Á skrifstofu F.I.B. að Bolholti 4, er þriggja manna starfslið sem ávallt er reiðubúið að að- stoða og leiðbeina félagsmönn- um. Vegaþjónustan og efling ura- ferðaöryggis er eitt af megin- verkefnum F.I.B. Félagið hyggst auka starfsemi þessa, en til þess þarf fleiri félagsmenn. Með stækkun félagsins verður kleift að hrinda þessu í framkvæmd ásamt fjölmörgnm öðrum hags- og ábu«!»máhim bifreiðaeigenda. Skipað upp úr„Lmmarea þrátt fyrir afgreiðslubann 11 GAUTABORG 18/7 — Farmi þeim sem sænska skipið „Lomm- aren“ er með frá Suður-Afriku verður skipað upp í Gautaborg, enda þótt hafnarverkamenn þar haldi fast við ákvörðun sína að vinna ekki við uppskipun hans. Um þrjátíu ófélagsbundnir verkamenn hófu í dag vinnu við affermingu skipsins. Sænska flutningaverkamanna- sambandið hafði skorað á hafn- arverkamenn að hætta af- greiðslubanni því sem þeir settu á skipið. en þeir samþykktu í dag að hafa þá áskorun að engu. Þeir féllust hins vegar á að láta hina ófélagsbundnu verka- menn vinna að uppskipuninni gegn loforði frá útgerðarfélaginu sem á „Lommaren" um að þeim myndi ekki verða mismunað um vinnu síðar meir. W* - - ’ , 4Stií Ferðizt í Volkswagen — Akið sjálf rýjum bíl © Höfum fII leigu Volkswagen og Land-Rover Sé bifreéðin íekin á lcigu i einn mánuð eða lengri tíma, þá g-efum við 10 — 20% afslátt á leigugjaldi. — Leigjum bifreiðir okkar all.t niður í 3 tima. Megnið af ávöxtum þeim sem skipið er með frá Suður-Afríku á að fara til Danmerkur, en danskir hafnarverkamenn hafa neitað að vinna að uppskipun hans. Fœreyjafiug- SS að hefjast Flugvél sú, er Flugfélag Is- lands hyggst nota í Færeyjaflug sitt, kom til landsins í gær. Flug- vélin er DC3, af svipaðri gerð og innanlandsflugvélar Flugfélags- ins, en með nokkuð öðruvísi loftskeytatækjum. Tveir flugmenn Flugfélagsins, þeir Jón R. Steindórsson og Frosti Bjarnason sóttu vélina til Englands. Flugu þeir henni heim til Islands um Færeyjar og lenti vélin í Reykjavík kl. 16.10 í gær. Leyfi er þegar fengið fyrir Færeyjafluginu, og verður fyrsta ferðin næstkomandi þriðjudag. Síll PJQHUSIAN LAUGAVEGI 18^ SfMI 19113 TIL SÖLU: 120 m‘ ný iuxusíbúð. Allt skipulag og allur búnað- ur íbúðarinnar eftir hæstu kröfum. 2 herb. ný íbúð við Ásbraut í Kópavogi. Útborgun 125 þús. kr. 3 herb. kjallaraíbúð við Mávahlíð. Sérinngangur. 1. veðréttur laus. Lítil íbúð í Gerðunum með sérinngangi. Stofa, eld- hús og snyrtiherbergi. Útborgun 80 þúsund. 3 herb. íbúð við Sogaveg. Útb. 100 þús. 3 herb. kjallaraíbúð við Lindargötu. Góð kjör. 3 herb. góð jarðhæð við Mávahlíð, 100*. 1. veð- réttur laus. 3 herb. góð íbúð í Eski- hlíð með einu herb. í risi. 1. veðr. laus. 3 herb. efri hæð við Óð- insgötu, sér inngangur. 3 herb. góð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á fyrstu hseð. 1. veðr. laus. 3 herb. hæðir 90 ferm. i timburhúsi við Engjaveg. Góð kjör. 3 herb. stór kjallaríbúð við Langholtsveg. Sérinn- gangur. i 3—4 herb. glæsileg fbúð við Safamýri, næstum full- gerð. j 4 herb. hæð með allt sér við Óðinsgötu. Verkstæð- ispláss á jarðhæð. 5 herb. glæsileg, ný, íbúð í Skipholti. 5 herb. hæð við Mávahlíð. 1. veðréttur laus. Raðhús í enda við Skeiðar- vog með fallegum garði. Timburhús 105m’ við Hverf- isgötu á 400m2 eignarlóð. Hæð ris og kjallari. Hentugt fyrir verzlun, skrifstofur eða félags- heimili. Myndin cr frá Cambridge : Maryland þar sem kynþáttaóeirðir hafa verið hvað mestar í Bandaríkjunnm að undanfömu. Fylkisstjórinn hefur sent fjöimennt lið úr þjcðverði fyikisins til borgarinnar og hefur það lagt undir sig margar byggingar bæjarins, t.d. þenn- an skóla sem myndin er af. Mim BIFREI9ALEICAN h.f. REYKJAVIK Klapparstíg 40 sími 1-37-76. KEFLAVIK Hringbraut Í06 símj 1513. AKRANES Suðurgötu 64 sími 170. 1 SMÍÐUM: 4—6 herb. glæsilegar íbúð- ir í borginni. I KÓPAVOGI: Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum. Arki- tekt Sigvaldi Thordar- son. Efri hæðir í tvíbýlishúsum í smíðum. Allt sér. Parhús í smíðum við Birki- hvamm. Arkitekt Sigvaldi Thordarson. 3 herb. íbúð 100 ferm. í smíðum við Reynihvamm • Allt sér. 3 herb. hæð i timburhúsi við Nýbýlaveg. 1. veðr. laus. Góð kjör. 3 herb. hæð við Lindar- veg. Sérinngangur. Einn- ig góð byggingarlóð á- samt teikningu. I smíðum í Garðahreppi glæsilegt einbýlishús. Kaupendnr — Seljendm Ef þið þurfið að selja eða kaupa, hafið samband við okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.