Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA — ÞIÖDVILIINN —-----------—----------------------------- — Föstudagur 19. júlí 1965 — Vandrasði? Hann brosti. — Ég held nú siður. Mig langar bara að vera út af fyrir mig, það er allt og sumt. — Jæja, Mabel harmar það sjálfsagt ekki. Þér verðið eftir- lætisgesturinn hennar! Hann greip um hönd gömlu konunnar og brosti. — Ég er yður mjög þakklátur, frú Lam- bert, sagði hann. — Og ef þér verðið á fótum í kvöld, þá get- um við kannski horft saman á sakamálaleikritið. — Ég verð á fótum. Það er of heitt til að sofa hvort sem er. — Ágætt. Konan kinkaði kolh, renndi augunum yfir herbergið og fór síðan út. Hann beið þess að fótatakið fjarlægðist, síðan sneri hann lyklinum í skránni, gekk að glugganum og dró hlífamar nið- ur. Hitínn var kæfandi; ekki beint r;l;ur, en þó fyllti hann herberg- ið og kreisti raka úr hverri svita- holu líkama hans. Hann fór úr jakkanum, losaði um bandið og tók það yfir höfuðið: reif sig úr blám, svitavotri skyrtunni og fleygði henni á rúmið; henti fötunum frá sér eins og þau væru eitruð. Það hvein í vatnspipunum þeg- ar hann skrúfaði frá kalda kran- anum og góða stund seytlaði rauðgulur vökvi úr ryðguðum rörunum; síðan kom linkuleg vatnsbuna. Hann opnaði pappa- tðskuna og sótti þangað raf- magnsrakvél. Hann leitaði að í- stungu í baðherberginu en fann enga, svo að hann tók annan Xampann úr sambandi og tengdi rakvéhna fcar. Hann baðaði sig í skyndi, fór aftur inn í svefnherbergið og fór í einu skyrtuna sem eftir var, kryplaða en hreina. Hann hristi dökkgráu flannelsbuxurnar og fór í þær líka. Hann virti sjálían sig fyrir sér í speglinum. Myndin sem birtist honum var af fremur fríð- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINH og DÓDÓ Laugavegi 18 m. h '(lyfta) Sími 24616. P E R M A. Garðsenda 21, súnl 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Simj 14662. HÁRGREIÐSLtJSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugawegi 13 — simi 14656. — Nuddstofa á sarna stað. — um, myndarlegum ungum manni, sem maður hefði getað rekizt á í smærri háskólum í Nýja Eng- landi. Hárið var dökkbrúnt, næst- um svart og slétt. Nefið ögn bog- ið, en ekki þó áberandi, og var- irnar fremur þykkar. Hann lauk við að greiða sér, brosti til spegilmyndarinnar og fór að taka upp úr ferðatösku sinni. 1 henni voru tvennar stuttar nærbuxur, ein nærskyrta, þrenn- ir sokkar, upplituð, brún sport- skyrta, einlit grænt bómullar- bindi (snyrtilega samanrúllað) og nokkrir vasaklútar. Hann tók þá upp og fleygði þeim í miðskúff- una á kommóðunni. 1 töskunni voru ennfremur nokkur stór, brún umslög, sem hann með- höndlaði með meiri alúð. Hann opnaði efsta umslagið og tók upp hvítan ritvélarpappír og setti pappírinn varlega á riðandi smá- borð við vegginn. Enn einn hlutur var í ferða- töskunni. Shtin 32,20 lögreglu- skammbyssa. Hann tók hana upp og losaði um festinguna. Hólkur- inn opnaðist. Hann stakk hend- inni niður í hliðarvasann á tösk- unni, tók upp fimm koparkúlur, renndi þeim inn í hólkinn og smellti honum aftur. Hann gekk að borðinu og sett- ist. Nokkrar mínútur starði hann á blöðin. Svo tók hann upp lang- an, bláan kúlupenna og skrifaði: Karl prófessor Blake. — — Nei, sagði hann lágt og vöðlaði blaðinu saman. Kæri Max — Hann skrifaði þar til blaðið var þéttskrifað. Þá braut hann bréfið vandlega saman og stakk því í hvítt snyrtilegt umslag og skrifaði utan á það nafnið Max Blake og sömuleiðis alla titlana á eftir nafninu og hið flókna heim- ilisfang. Síðan gekk hann að gluggan- um og dró hlífina upp. Fyrir neðan var kona að aka bamavagni yfir götuna, þungstíg og luraleg. Karlmenn hölluðu sér upp að bílum, reyktu og hreyfðu varim- ar í þögulum samræðum Þeir hreyfðu sig með hægð eins og blátt mistrið sem hvíldi yfir fjarlægum fjöllunum, með hægð eins og skýin, eins og þeir væru að bíða. Og loftið var heitt og mollulegt. Lítil grá borg, á Iitinn eins og púður. 2 Ella McDaniel leit á klukkuna og andvarpaði. Hún hafði verið viss um að liðinn væri klukku- tími síðan hún leit á hana síð- ast, en hún var ekki nema 4,10, þannig að aðeins sautján mínút- ur höfði mjakaðist áfram. Hún óskaði þess að hún gæli snúið klukkunni upp að vegg. en auð- vitað kom það ekki til mála. Herra Higgins myndi ekki skilja það. Hún tók upp svamp og í fimmta skipti síðan síðastj gest- urinn hafði komið þurrkaði hún svarta marmaraborðið. Síðan fægði hún kranana vandlega og gekk að blaðagrindunum. Það var ekkert nýtt og ekkert myndi bætast við fyrr en næsta þriðju- dag og hún var búin að lesa allt nema bíla-tímaritið og Harp- ers. Hún raðaði heftunum, stokk- aði þau upp. 4.19 e. h. Hún geispaði. Þetta var erfið- asti tíminn. Frá klukkan eitt til þrjú voru viðskipavinir og hún hafði nóg að gera við að útbúa maltmjólk og sódadrykki og af- greiða kók; og klukkan hálfsjö fóru krakkamir að líta inn og hún hafði einhvem til að tala við. En tíminn þama í milli var afleitur. Þá varð henni ljóst hvað h'f hennar var í rauninni dauflegt. Hún vildi óska þess að það væri kominn sunnudagur og hún og Hank hefðu sætzt (einhvem veginn) og væru niðri við ána, Hank ber að ofan í upplituðu bláu buxunum og hún í búningn- um sem pabbi kærði sig ekki um að hún væri í innanum fólk. Óskin rættist og bún síóð þama grafkyrr og horfði á þetta eins og kvikmynd. Ella var lítil og béttvaxin. Hún var fastholda. Og litarháttur hennar var þannig, að hún virt- ist alltaf svoh'tið útitekinn. Fót- leggimir á hinum skólastelpun- um voru hvítir, beinir með leista- fömm um öklana, en hennar voru brúngulir og kálfamir mjókkuðu niður á við í sterk- legar sinar. Af þessum sökum var henni illa við að vera í hinum sjálfsögðu, hvítu leistum, en hún mátti nú til samt. Jafn- vel fullorðnar konur í Caxton á- litu það ósæmandi að ganga um með bera ökla. Brjóstin faldi hún venjulega undir viðrí hvitri silkiblússu, sem var hluti af skólabúningnum, og slétt, dökkt pils huldi, reyndar með minni árangrí, granna mitt- ið og ávalar mjaðmimar. Æsandi hárgreiðsla var næstum hið eina sem hún gat leyft sér, enda lagði hún rækt við hana. Andlit hennar sýndi sextán ár- in; en með nokkurri fyrtrhöfn og dálitlum farða tókst henni ein- stöku sinnum að sýnazt eldri. Hún áleit sjálfa sig Doris Day gerðina, gagnstætt Marilyn Monroe gerðinni, og hún gerði ráð fyrir því að það væri þetta bamalega útlit sem gerði Hank svo feiminn við hana stundum. Auðvitað var það skiljanlegt. Sautján ára strákar voru nsestum alltaf feimnir. En samt sem áður fór hún á mis við afskaplega margt, það vissi hún. eora Dilla- way, sem var ekki eins lagleg, hafði hérumbil látið Jimma Ser- entino nauðga sér eltt kvöld í Stjömuskini bíla bíóinu, og Sally Monk talaði grunsamlega fátt um stefnumótið sitt við Thad Deman. Hún fylltist skyndilegri reiði eins og svo oft þessa viku, og um leið varð hún dáhtið döpur. Hún hefði getað sætt sig við það allt saman vegna þess að Hank var vinsælasti strákurinn í Caxt- on menntó. En þegar hún komst að því að hann hefði farið með Rhodu Simms til Rustys og þau hefðu ekki komið heim fyrr cn klukkan eitt um nóttina, þá varð allt ónýtt. Rhoda var hávær og strákamir blístruðu á eftir henni, en hún var ekki alltaf í hrein- um nærfötum og hún haíði þanp ósið að spýta útúr sér sígarettu- tóbaki. Hún hafði líka fleiri ósiði. Jæja, þetta sannaði að minnsta kosti eitt. Hank var kannski stór og myndarfegur, en hann var ekki annað en drengur. Hann var lítill drengur og Ella var kona og af því stöfuðu einmitt vand- ræðin. Hún velti fyrir sér hvort allai konur yrðu bara að doka við og bíða þess að drengimir næðu þeim. Hún þurrkaði svart marmara- borðið og hélt áfram með óskina sína. Hank hafði verið að tala við hana eins og alltaf þegar þau voru ein; allt í einu þagnaði hann. Regnið hafði gefið öllu silfurgljáa og það var kul í loft- inu. Hank leit um öxl. Ekkert vai að sjá nema engið, stórvaxið grasið, niðandi áin. Og þau tvö saman. Hann gekk nær henni. — Ella, sagði hann. — Mig langar til að segja þér dálítið. Mig langar til að þú vitir að þú ert dásamlega falleg og gimileg stúlka. Síðan tók hann hana í fang sér og dró hana að sér og kyssti varir hertnar með áfergju....... Hún lá við hliðina á honum í röku grasinu, sagði honum að bún hefði aldrei verið kysst, kysst í alvöru, þegar bjallan hringdi. Ella deplaði augunum og leit upp. Ungur maður í dökkum fötum stóð í dyrunum. Hann var há- vaxinn með slétt, svart hár og hann horfði á hana. Hann lokaði dyrunum og bjall- an hringdi aftur. — Halló, sagði hann. Ella brosti hikandi. Hún sagði — Hæ, en málhreimur hennar gerði kveðjuna að einhverju sem líktist — Ha, og hún varð vand- ræðaleg, vegna þess að þetta var aðkomumaður. Sennilega að aust- an. Það var auðséð. Hann gekk að afgreiðsluborð- inu, til hennar og brosti á móti. — Ég er að velta því fyrir mér, ungfrú hvort þú getir látið mig hafa eitthvað af skiptimynt. Mig vantar heilmikið af sentum. — Andartak, sagði Ella. — Ég skal athuga það. Hún ýtti á hlutlausa hnappinn á peninga- kassanum. — Allt í lagi, sagði hún. Aðkomumaðurinn var setztur á stóL Hann' fékk tvo dollara- seðla. — Máttu missa tuttugu stykki? — Ég býst við því. Hún tók upp lófafylli af sent- um, taldi tuttugu og setti þau í hlaða á borðið. Hún gat ekki ímyndað sér hvað neinn hefði að gera við svo mörg sent, en hún kunni ekki við að spyrja. Langlínusamtal útheimti mikla skiptimynt, en það var hægt að nota fjórðungsdoUara í sjálf- virka símann. — Þökk fyrir. Allt í einu var orðið mjðg hljótt: ekkert heyrðist nema suðið í rafmagnsviftunni sem snerist letilega og tifið í klukk- unni og hennar eiginn andar- dráttur. Augu ókunnuga mannsins virt- ust hvíla á henni, en þau voru hlýleg og vingjamleg. Það var ekkert að óttast. Herra Higgins kæmi aftur eftir nokkrar mín- utur. — Var það nokkuð fleira? spurði hún. — Tja, sagði ungi maðurinn. — Ég held næstum ég gæti þeg- ið kaffiboUa. Rödd hans var skýr og sterk, en alls ekki vit- und hörkuleg. Þetta var mjög þægileg rödd. Ella kinkaði kolli og gekk að glerkaffivélinni. Hvíti einkennis- Lúðvík frændi hvernig stend- ur á því að við erum sriðugri en dýrin. Það er af þvi aó vlð hðfum þumalfingurinn og getum þcss vegna notað alls konar verk- færi. Nú skal ég sýna yklutr. Lúðvík frændi hvað var það aftur sem þú sagðir okkur um þumaifingurinn? Ég sagði ekkert. Farið þið strax I rúmið. S K OTTA Ég er ekki hissa þótt foreidrar þínir hafi farið út til að borða. r / sumar- ferðalagið Kvensíðbuxur íyrir aðeins krónur 195.00. Nælonteygjubuxur, af- bragðs efni, fyrir aðeins kr. 395.00 og 545.00. Barna- unglinga og fullorðinsstærðir. Aðalstræti 9. Sími 18860. Verðlækkun GRÓÐURHÚSAGLER 3ja mm. 60x45 cm. kr; 48.50 pr fermeter 4ra mm. 66x60 cm. kr: 69.50 pr. fermeter. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR. MARS TRADING COMPANY H.F. Klapparstíg 20 — Sími 173 73. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 196° Simi 249H4 •^W^BJÖRNSSON * CO. p 0. BOX 1IU • RÉYKJAVlK bifreiðaleigan HJÓL “'".2TZ™ Gerizt áskrifendur að Þjóðvifjanum \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.