Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. júli 1963 ÞJÖÐVIUINN Margí hefur gerzt f Grúsíu. — Vladimír skáld Majakovskí fædd- ist þar fyrir sjötíu ár- um, 19. júlí 1893. Hann þrammaði um fjöll og dali þessa fagra lands og hafði yfir kvæði hátt og snjallt. í borginni Kútaísí gekk hann í menntaskóla, og byltingarárið 1905 varð hann þess heiðurs aðnjótandi að kósakki barði hann með svipu er til óeirða kom í bænum. Skömmu síðar flutti fjölskyldan, sem þá hafði misst fyricvinnuna, til Moskvu, og dró fram lífið á lélegum ekknastyrk. Fyrir þá peninga varð ekki keypt annað en brauð og ódýr pylsa og var mark- að fyrir hve stóran bita mátti skera af á hverj- um degi. VLADIMIR Majakovsks i húsakynnum fréttastofunnar ROSTA. Myndin var tekin skömmu fyrir andlát hans. MAJAKOVSKÍ 1893-1963 Majakovskí gekk í skóla, en las litið annað en róttæk póli- tisk rit, Hann var mikill vexti og tókst því að ganga 1 rúss- neska sósíaldemókrataflokkinn. er hann var aðeins fimmtán ára gamall. Hann gerðist at- hafnasamur áróðursmaður, var tvisvar handtekinn, og í seinna skiptið sat hann ellefu má- uði inni. Fæddur fútúristi Eftir þessa fangelsisvist voru Májakovski flestir skólar lok- aðir. Hann snéri sér þá að myndlist. Á þeim vettvangi kynntist hann greindum ungl- ingi sem hét Davíð Búrljúk og urðu þeir mikir vinir. Kvöld eitt sóttu þeir konsert hjá Racmaninoff og leiddist afskap- lega. Á eftir gengu þeir sam- an út í nóttina og hefur Maja- kovskí sagt svo frá síðar, að á því kvöldi hafi hinn rúss- neski fútúrismi fæðzt. Að á- eggjan hins nýja vinar tók hann aftur til við ljóðagerð. en við hana hafði hann glímt nokkuð í fangelsinu. Margir vindar rótuðu upp öldum á vötnum rússneskra bókmennta um þessar mundir. Herská skynsemisstefna hinna róttækari bókmennta var á undanhaldi eftir ósigur bylt- ingarinnar 1905. Margir höf- undar verða til þess að afneita gildi hugsjóna. Aðrir finna hjá sér mikla þörf til þess að endurnýja trúarbrögðin. Mystík er höfð í miklum há- vegum. Dauðinn er jafnan á næstu grösum, enda þótt enn væri langt i atómsprengjuna. Og á þessum tímum þegar allt gott og fagurt virðist i órafjarlægð, stökkva rússneskii fútúristar fram á sviðið, ungir menn og uppreisnargjarnir. Sú leið sem þeir velja sér er af- neitunin. Og þó fyrst og fremst afneitun á öllu því sem borgaranum er nokkurs virði Þeir hrækja framan í feitt smetti hans með ótakmarkaðri fyrirlitningu. Undir hásæti guðs hans setja þeir hand- sprengju. Þeir hlæja eins og hross að ást hans. Peningum Majakovslti ungur að árum. Majaltovskí i hlutverkii Ivans Nov í kvikmýnd scm gerð var í Lundúnum eftir einni af skáldsögum Jacks London. hans þeyta þeir í skolpræsið. En þar með láta þeir ekki staðar numið. List og bókmenntum fortíðarinnar kasta þeir líka fyrir borð á gufuskipi samtið- arinnar. Afneitunin var þeim hugsjón. Hún var þeirra feg- urð. Og þeirra fegurð birtist , einnig í harklegum tilraunum með tungu og ljóðform. Og ef þeir fóru um eitthvað við- urkenningarorðum. þá var það helzt hraði flugvélanna, músík bifreiðanna og önnur tæknileg fyrirbæri. Máttugt orð Majakovskí bjó í kytru nokk- urri þar sem ekki voru önnur húsgögn en einn nagli til að hengja á hina frægu gulu blússu og svo píphatt. Og hann varð leiðtogi fútúrista. Ásamt Búrljúk og Kamenskí terðaðist hann um Rússland og gaf smekk almennings á kjaft- inn. Sátu þeir uppi á sviði f furðulegum flíkum við te- drykkju, og öðru hvoru stóð einhver þeirra upp og hreytti fram í áhorfendur hneykslan- legu kvæði eða hæpnum full- yrðingum um menningu og feg- urð. 1 Sovétríkjunum gætir til- hneigingar til að gera lítið úr þýðingu fútúrismans og áhrif- um hans á Majakovskí. Hins- vegar má færa að því mörg ágæt rök, að skáldið Maja- kovskí sótti margan góðan grip í vopnabúr fútúrismans. Hann tók af herðum hans bagga þrælunnins, standardíséraðs skáldamáls og gaf honum þau barefli sem dugðu til að mylja málmgrýti hins óunna máls — en skaphiti hans gat síðan brætt það til þjónustu við hið nýja Ijóð. Hitt er svo rétt, að Maja- kovskf var að ýmsu leyti ó- líkur félögum sínum. Hann gekk ekki eins langt og þeir margir í tilraunum með orð og hljóma. Og hann verður ekki í sama mæli og þeir sak- aður um að hinar stórkostlegu og „hneykslanlegu" fullyrðing- ar hljómi tómlega, séu leikur sport, — orð hans er jafnan mannlegra, alvarlegra, mátt- ugra en orð félaga hans. Barátta Októberbyltingunni tók Maja- kovskí mætavel og sama má segja um aðra fútúrista. Þessi hrifning var að vísu nokkuð óhlutbundin hjá ýmsum þeirra — þeir voru einfaldlega kátir vegna þess að gömlum þjóðfé- lagsformum hafði verið rutt til hliðar, rétt eins og þeir höfðu umbylt öllum hefð- bundnum helgidómum ljóðsins. Um Majakovskí gegndi nokkuð öðru máli, hann hafði sjálfur töluverða reynslu af pólitískri starfsemi, sem fyrr segir, og nú hyggur hann gott til þess að virkja kraft hins nýja Ijóðs í þágu hinnar þjóðfélaglegu byltingar. Á þetta hlutverk leit hann mjög alvarlegum augum. Á fyrstu árunum eftir byltingu var mjög lítið um útgáfu- starfsemi vegna pappírsskorts, bókmenntalífið fór að verulegu leyti fram í kaffistofum og fundasölum. Frá þessum tím- um er til auglýsing: Samband fljúgandi fútúrista les ókeypis upp fyrir alla verkamenn sem hlynntir eru byltingarsinnuðu starfi. Að sjálfsögðu kom Majakovski fram á slíkum kvöldum. En hann gerði fleira — hann var helztur frumkvöð- ull að sérkennilegri biblia pauperum sem gefin var út fyrstu árin; fyrir fréttastofuna ROSTA samdi hann í félagi við önnur skáld og málara áróð- ursspjöld og texta við — og var skeytum þessum beint gegn kapítalistum, klerk- um, landabruggurum og liðhlaupum af hinum sósíal- istísku vígstöðvum. Seinna sömdu þeir félagar einnig aug- lýsingar í ljóðum og umbúðir utan um vörur hinnar fátæku rikisverzlunar. Það er til marks um afstöðu hans til þessa starfs, að. einhverju sinni sagði hann við þekktan málara sem með honum starfaði: „Ég mun neyða yður til að skrifa nafn yðar undir þessar kaffi- bætisumbúðir, sem þér hafið teiknað — ég fullvissa yður um það, að þær eru miklu meira virði en öll yðar mál- verk“. Upp frá þessu eru verk Majakovskís og byltingin óað- skiljanleg. 1 smáum og stór- um ljóðförmum bregður hann penna sínum henni til vamar — bæði gegn hinum klassisku óvinum byltingarinnar innan lands og utan. og svo gegn hinum nýju andskotum skriffinnsku og karríerisma. Verkefni skorti ekki. -----------------------------------SÍÐA § VLADIMÍR MAJÁKOVSKÍ Vinsamleg afstaðafil hesta Hófarnir glumdu hófarnir sungu Drep Drap Dráp Drýp. Drukkin af vindum gekk gatan á ísskóm Hes'turinn skall á kviðinn og um leið þyrptust að slánar og hengilmænur komnir að sópa Smiðjubrú brókum sínum ráku upp rokur: — Þarna datt hestur! — Hes’turinn datt! Smiðjubrú hló Aðeins ég einn blandaði ekki rödd mína ýlfrinu. Gekk nær og sá augu hestsins. Götunni hvolfdi — hún rann sínaleið. Ég kom nær og sá — dropi eftir dropa rann niður kinnarnar og faldist í hárinu. Og dapurleiki allrar skepnU fossaði fram af mér og dreifðist í hvísli. „Hestur — ekki þetta. Heyrðu mig, hestur af hverju finnst þér þú verri en þeir?, Barnið mitt öll erum við hálfgerðir hes’tar hver okkar er hestur á sinn hátt“. Máske var hann gamall og þurfti ekki fósfru máske fannst honum hugsun mín vesöl. Allt um það — hesturinn tók á sig rögg reis á fætur hneggjaði og gekk af s’tað. Barnið mitf rauða veifaði taglinu. Á stallinn kom hann kátur í bragði og honum fannst lífið og vinnan mikils virði. Ekki sízt vegna þess, að jafnhlað hinni pólitísku bar- áttu hlaut Majakovskí að standa í endalausri og oft mjög þreytandi bókmenntalegri bar- áttu. Mörgum mönnum, ólík- um mönnum — venjulegum smáborgurum og róttækum menntamönnum sem aldir voru upp við únn klassíska menningarskerf, þóttu verk A.b. Majakovskís og félaga hans í Lef (Vinstrifylking listanna) mjög tortryggileg. Bar þar margt til — fjandsamleg af- staða Lef tii mjög margra hluta í menningu fortiðarinnar, nýstárlegt form verkanna. MajakoVskí var kallaður gróf- ur, sagt að hann spillti smekk æskunnar og við ótal tækifæri Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.