Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1963, Blaðsíða 4
SlÐA ÞIÖÐVILIINN Föstudagur 19. júli 1963 Ctgefandi: Ritstjórar: Orðrómi hnekkt Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Félagsleg nauðsyn j^orræna húsnæðismálaráðstefnan sem hér var haldin á dögunum hefur beint athygli manna að þeirri staðreynd hvílíkir eftirbátar frænda okk- ar á Norðurlöndum við erum í því félagslega nauð- synjastarfi að byggja íbúðir. Á þessar staðreyndir hefur verið bent hér í blaðinu, og hafa þá svör stjómarblaðanna helzt verið þau að óréttmætt sé að bera ísland saman við önnur Norðurlönd; við höfum ekki átt nein hús sem verðskulduðu slíkt heiti á sama tíma og frændur okkar bjuggu í veglegum borgum, og því sé ekki óeðlilegt þótt hér sé meira ógert en þar. Víst hafa verkefni okk- ar verið stór, en vandinn hefur fyrst og fremst ver- ið sjálfsskaparvíti. Það stafar sannarlega ekki af hinni miklu nauðsyn íslendinga að lánskjör eru hér miklu verri en í nokkru nálægu landi, upp- hæðirnar minni, lánstíminn styttri og vextir hærri; þvert á móti ætti slík fjármálastefna helzt rét't á sér í landi þar sem teljast mætti óþarfur munaður að byggja öllu fleiri íbúðir. Ekki er það heldur tákn um hina miklu þörf okkar að inn- flutningsgjöld og tollar á byggingarefni eru hærri i hér en víðasthvar annarstaðar, þannig ,að. ríkis- valdið virðist telja það verkefni sitt að skattleggja | íbúðarhúsabyggingar eins og. ;lúxusgyðsl,p, JO.g, ekki bætir það úr skák að byggingarframkvæmdir hér j hafa einkennzt af skipulagslausu einkapoti og j músarholusjónarmiðum á sama tíma og frændur; okkar á Norðurlöndum telja sjálfsagt að beita á-| ætlunum, skipulagi og samvinnu og ná því miklu betri árangri. j Y’andi okkar stafar fyrs’t og fremst af því að hér er ekki viðurkennd sú regla sem að verulegu leyti er ríkjandi annarstaðar á Norðurlöndum, að bygging íbúðarhúsa sé félagslegt verkefni sem þjóðarheildin og stofnanir hennar verði að vinna að sameiginlega, þótt eignarrétti á íbúðunum sjálf- um sé síðan hægt að haga á ýmsa lund. Félagsleg sjónarmið eiga að vísu ekki upp á pallborðið hjá valdhöfunum hér um þessar mundir, en þó hefur Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri Morgunblaðsins ekki ennþá lagt til að stofnað verði almennings- hlutafélag um Vatnsveituna til þess að græða á j uppsprettunum í Gvendarbrunnum. Bygging íbúða er hliðstætt félagslegt verkefni og að sjá almenningi fyrir vatni, holræsum, götum, raf- magni, síma, póstþjónustu og öðrum nauðsynjum sem allir ættu að vera sammála um að halda beri utan við grundroða gróðakerfisins, og raunar verð- ur ekki bent á aðra nauðsyn brýnni en þá að búa í sæmilegri íbúð. Þeim mun meiri sem vandi okkar íslendinga var talinn, því sjálfsagðara var að við leystum hann með sameiginlegu félagslegu átaki,1 þar sem þarfir landsmanna væru mælikvarðinn en ekki gróðahagsmunir einstaklinga og skammsýn, fjáraflapólitík banka og stjórnarvalda. Verði nor- ræna húsnæðismálaráðstefnan í Reykjavík tilj þess að leiða valdhöfunum fyrir sjónir hvílíkir skussar og miðaldamenn þeir eru ennþá á þessu sviði hefur hún verið til nokkurs haldin. — m. I Fullvíst er talið að Pólski- Pétur sé dauður og grafinn Sögusagnir um að hinn al- ræmdi húsaleiguokrari i Lon- don, Peter Rachman, sé enn á lífi eru að öllum líkindum úr lausu lofti gripnar, Blaðið Sunday Times sendi menn sína til að rannsaka máiið á sjúkra- húsinu þar sem Rachman gaf upp andann og slær blaðið því nú föstu að okrarinn sé örugg- lega bæði dauður og grafinn. Að undanfömu hefur gert vart við sig orðrómur um, að Peter Rachman — eða Big White Chif Man, eins og Vest- ur-Indíumennimir sem hann okraði ó kölluðu hann — sé enn á lífi. Menn hafa furðað sig á því að hann lét ekki eftir sig nema nokkur skitin hundruð þúsunda punda. Þekkti náungann Rætt hefur verið um það að Rachman hefði smyglað mikl- um fjárhæðum til New York, Sviss eða Tel Aviv og farið sjálfur á eftir. Orðrómur þessi var ræddur í þinginu fyrir skömmu en nú er talið fullvíst að ekkert sé hæft í honum. Sunday Times hefur rætt við hjúkrunarkonuna sem annaðist Rachman eftir að hann var lagður á sjúkrahúsið. Henni voru sýndar sex myndir og var ein af Rachman. Er hún var Andric skrifar bók um Svíþjóð Júgóslavneski rithöfundurinn Ivo Andric, sem hlaut nóbels- verðlaunin 1961, dvelst um bessar mundir í Svíþjóð. þar sem hann safnar efni í bók. Hann segir í viðtali við blaða- menn að hann hafi ekki haft mikií kynni af Svíþjóð áður en hann fékk nóbelsverðlaunin, en hann hafi síðan reynt eftir föngum að kynnast landi og þjóð og ætli nú að setja sam- an bók um Svíþjóð. beðin að benda á hann benti hún umsvifalaust á réttu mynd- ina. Öflugur lífvörður Enda þótt Rachman sé dauð- ur eru margir hans líkar á lífi. Ýmsir hafa lært af honum og stunda húsaleiguokur og hafa sterka menn til að innheimta leiguna af dauðhræddum leigj- endum. Hin alræmdu Rent Act- lög veita mörgum slordónanum tækifæri til að komast yfir gíf- urleg auðævi með því að okra á hjálparvana leigjendum. Síðustu árin sem Rachman lifði var hann vanur að hafa um sig öflugan lífvörð er hann var á ferð um þau fátækra- hverfi í vesturhluta London sem voru að mestu hans eign. 1 þessum hluta borgarinnar mun hann halda áfram að vera til sem óhugnanleg þjóðsagna- persóna. „Monty“ ræðst enn á NATÓ Montgomery marskálkur réðst um daginn enn einu sinni á NATO og Banðarikin. Hann gerði það í ræöu í lá- varðadeildinni, þar sem hann krafðist að brezka stjórnin skyldi hafna tillögum Banda- ríkjastjórnar um að komið verði upp sameiginlegum kjarnaher NATO. Hann nefndi þá fyrirhugun ,,fúlegg“. Hann sagði að sú fyrirætlun að manna ofansjávarskip vopnuð flugskeytum og sveitum frá hinum ýmsu aðildarríkjum bandalagsins væri fáránleg. Áhafnir skipanna myndu berjast innbyrðiis, en láta óvininn afskiptalausan, sagði Montgomery. Misréttið gagnvart svertingjunum ekki eina kynþáttavandamál Bandarikjanna Það vill gieymast þegar rætt er um kynþáttavanda- málin í Bandaríkjunum, að það eru fleiri en svertingj- ar sem verða fyrir barðínu á misréttnu. Þannig er andúð á Gyðingum mjög ríkur þáttur í hugarfari margra Banoaríkjaminna. ekki sízt þeirra sem betur eru stæðir. F.n það er þó enn einn kynþáttur sem lengst hefur orðiö að þola ofsóknir í Bandaríkjunum. Þaö eru frumbyggjar landiins, Indíánarnir. Texasblaðið „The Dallas Morning News“ minnir á þetta vandamál og er það að sjálf- sögðu gert til að sýna fram ^ á að það sé ekki einungis í suðurríkjunum, að kynþóttum sé mismunað, heldur sé vanda- málið sameiginlegt öllum Bandaríkjamönnum og reyndar jafngamalt landnámi Evrópu- manna í Ameríku. Blaðið segir: boðsmaður Bandaríkjastjómar fyrir málefni indíána): Indíánar hafa að jafnaði gengið á skóla helmingi skemmri tíma en aðrir Banda- ríkjamenn. Indíánar lifa að jafnaði að- eins tvo þriðju þess árabilssem aðrir Bandaríkjamenn. Atvinnuleysið meðal indíána er sex sinnum meira en það er að jafnaði meðal samborg- ara þeirra. Tekjur indíána eru innan við þriðjung af meðaltekjum Banda- ríkjamanna yfirleitt. — I fréttadálkum blaðanna er á hverjum degi minnzt á kynþáttavandamál. En flestir Bandaríkjamenh gleyma því vandamáli af þessu tagi. sem elzt er í sögu landsins. Nærri því 500 árum eftir að Kólum- bus sá hina fyrstu Indíána, eru þeir þannig staddir (heimildar- maður er Philleo Nash, um- Kyifum var beitt gegn Báddatráarmönnum Dómur í Vestur-Þýzkalandi: Osaknæmt aí henda nöktu kveníélkl át Er refsivert að varpa nak- inni stúlku út úr bifreið? Dóm- stóllinn í Limburg svarar þeirri spurningu neitandi — að minnsta kosti þegar um er að ræða stiílku sem neitar að klæða sig. Nótt eina fyrir skömmu urðu menn í borginni Herborn varir við alsnakta stúlku á harða- Frakkar rjúfa Telstar-sap vmnu Sjon v drpsdagskrá sem í síð- ustu viku átti að senda frá Bandaríkjunum um endur- varpstunglið Telstar II kom ekki fram í Evrópu, vegna þess að Frakkar tilkynntu fyriiwara- laust að þeir myndu ekki láta móttökustöð sína taka við henni. Dagskráin átti að fjalla um Eisenhower, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Engin skýr- ing hefur verið gefin á því hvers vegna franska stjórnin ákvað að banna bandaríska út- varps- og sjónvarpsfélaginu Columbia Broadcasting System að nota hina frönsku móttöku- stöð. hlaupum og þótti þeim að von- um háttalag þetta all-undarlegt. Aðspurð sagði stúlkukindin að maður sem ætlað hefði að aka henni heim hefði kastað henni út úr bílnum og fötum hennar á eftir. Maðurinn var síðan dreginn fyrir rétt sakaður um að hafa hellt stúlkuna ölóða, nauðgað henni og losað sig síð- an við hana þannig að heilsu hennar gæti stafað háski af. Mannauminginn sagðist hafa hitt stúlkuna um kvöldið og boðist til að aka henni heim, bar sem síðasta lestin væri far- in. Hún hefði drukkið ósleiti- lega og orðið mjög þreytt. Lauk svo að hún sofnaði í bílnum með höfuðið á öxl hans. Á leið- inni stanzaði hann og fór inn í veitingahús til að fá sér hress- ingu. Er hann kom aftur var hún komin úr öllum fötum. Hann bað hana að klæða sig hið skjótasta en allt kom fyrir ekki. Hann ók henni þó heim. Er þangað kom bað hann hana að fara út úr bílnum og kastaði fötum hennar á eftir. Unga stúlkan man ekki eftir neinu sem gerðist fyrr en hún stóð fyrir framan hús sift. Sér- fræðingum ber saman um að stúlkan hafi ekki verið með sjálfri sér vegna ölæðisins. Um það gat maðurinn ekki vitað. Hann var sýknaður. SAIGON 17/7. — Lögreglan í Suður-Vietnam beitti kylfum snemma í dag til þess að berja niður mótmælagöngu Búdda- trúarmanna. Það voru munkar og nunnur Búddatrúarmanna, sem voru fyrir mótmælagöngunni. Lögreglan mun hafa handtekið um 150 manns í óeirðum þess- um. Búddistar ásaka hinn kaþólska forseta Ngo Dinh Diem fyrir trú- arbragðaofsóknír og kúgun. Kunnur búddistaklerkur hótaði því í gær, að ef ekki yrði geng- ið að kröfum Búddista innan 40 stunda, myndu munkar og nunnur fremja sjálfsmorð fyrir^ framan opinberar byggingar.'- Eins og menn muna af fréttum lét munkur nokkur brenna sig í hel 11. júní. Var það gert til að mótmæla trúarbragðakúg- un í landinu. Öeirðirnar í dag hófust, er hokkrir munkar og nunnur gengu mómælagöngu frá litlu hofi í útjaðri bæjarins. Fylgdi þeim um fimm hundruð manna hópur. Gangan stefndi til hofs r.okkurs innar i bænum, en þar hefur prestur einn boðað tveggja daga hungurverkfall. Lögreglan hafði girt hofið af með gadda- vír, en göngumenn reyndu að brjótast í gegn. Beitti þá lög- reglan kylfum sem fyrr segir. Blóð rann í stríðum straumum. I óeirðunum tóku þátt allmarg- ir andstæðingar Búddista, og er talið, að lögreglan hafi ver- ið búin að tryggja sér aðstoð þeirra. Hrópuðu þeir, að Búdda- trúarmenn væru óróasegir, sem væru á snæium kommúnista. v^mÞÖR ÓUPMUNPSWN l)&s-iu^a£ii7;v ■Sirfu. 71970 INNHEIMTA LÖ0F8ÆQ/4TÖQF ’HANS PETERSEN H.F. Jmi 2-03-13 Bankastræti 4. * i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.