Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 10
|0 SlÐA ÞIÖÐVIUINN -------------^-------- --------——————— Sunnudagur 28. júlí 1963 það sé fyrsta skrefið í áttina til kynblöndunar alls hvíta kyn- stofnsins í Ameriku. Shipman hafði aldrei dottið slfkt og þvilikt í hug. Hann kinkaði kolli eins og við- utan og sagði — Jahá. Það var skrýtið að heyra svona ungan mann tala svona. Þegar hann var á aldur við Adam Cramer, þá hafði hann einkum áhuga á stúlkum og sjálfstaeði-----handa sjálfum sér. Hann leit á stjóm- mál sömu augum og stærðfræði og heimspeki. Hann hafði áreið- anlega aldrei verið svona alvar- legur á svipinn! — Þess vegna er þetta svona mikilvægt. sagði gesturinn. — Jahá. Tja, ég á dagblað- ið í bænum — þér vitið það sjálfsagt — og við börðumst gegn þessu frá upphafi. Svo gerðum við út sendinefnd, send- um bænarskjal og gerðum bók- staflega allt sem hægt var að gera, en við hefðum svo eins getað haldið að okkur höndum. — Þetta var að rifjast upp fyr- ir honum. Um tíma hafði hann verið dálítið gramur, en baráttan var vonlaus eins og ævinlega. — En ég lít þannig á málið. Það eru um það bil fjögur þúsund íbúar í Caxton og af þessum fjórum þúsundum eru svo sem þrjú hundruð og fimmtíu svert- ingjar. Sko, þeir koma ekki hing- að lengur, vegna þess að við notum þá ekki lengur í verk- smiðjunni nema sem dyraverði, og hvað ættu þeir annað að gera? Ég á við að fólkið fær ekki húsnæði eins og áður. Það er of dýrt. Og hvað skeður þá? Það sama og áður — þeir flytj- ast yfir til Oakville. Þar er rík- isrekstur, það vitið þér sjálfsagt, og þar geta þeir fengið vinnu. En þar með er þetta úr sögunni. Ungi maðurinn hristi höfuðið Hreyfingin gerði það að verkum að Veme Shipman varð feginn því, að skrifborðið var á milli þeirra. — Ef mér leyfist að segja það, herra minn, þá er vandamálið miklu flóknara en Hárqreiðslan Hárgreiðsln- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Langavegi 18 HL h (lyfta) Sími 24616. P E B M A Garðsenda 21, sím] 33968. Hárgrejðsla. og snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötn 10. Vonarstrætis- megin. — Símf 14662. HARGREBÐSLtlSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Gnðmnndsdóttir) Langavegi 13 — sími 14656. — Nnddstofa á sama stað. — svo. Skiljið þér það ekki? Stjóm- in ætlar að nota Caxton sem eins konar prófstein. E'f sam- skólagangan heppnast héma, þá fyrirskipa þeir hana alls staðar í suðurríkjunum. Shipman tók útúr sér pípuna. — Ég hef ekki. . — Ef hún heppnast héma, þá er það upphafið að endinum, trúið mér. Við höfum rannsak- að þetta mál og talað við menn í Washington og það er þetta sem þeir hafa í huga. Þið haldið að þeir láti staðar numið við menntaskólann? En því fer fjarri. Næst koma gagnfræða- skólamir. Og áður en varir fer allur aðskilnaður að hverfa. Þér þekkið svertingja eins vel og ég, jafnvel betur, og þér vitið hvað gerist ef þeim er réttur litli fingurinn. Hvað segið þér um Alabama og strætisvagnana þar? Eða allt heila standið í Norð- urríkjunum? Er það glæsilegt? — Tja, það er nú dálítjð öðru vísi. — Vitaskuld. Og hvers vegna? Vegna þess að af öllum svert- ingjum Bandaríkjanna eru ekki nema fimmtán prósent í Norður- ríkjunum. Ég þarf sjálfsagt ekki að segja yður frá öllum þeim erfiðleikum, sem þau fimmtán prósent hafa valdið .. Rödd unga mannsins var róleg og styrk, en það var eitthvað að gerast í rödd hans. Shipman gat ekki sagt hvað það var. En hann fann það Hann byrjaði að segja, að hann vissi fullkomlega hvemig ástand- ið væri, en aftur var gripið fram í fyrir honum. — Það er ekki annað en leggja saman tvo og tvo, herra Ship- man. Kosningaréttur þeirrá verð- ur rýmkaður. Þeir eru að vinna að því í Washington. Og munið það, að þótt hér séu aðeins þrjú hundruð negrar, þá eru þeir fimmtán milljónir í Bandaríkj- unum öllum. Vissuð þér það? — Ég vissi að talan var eitt- hvað nærri því, já. — Jæja, en hér er ef tjl vill dálítið, sem þér vissuð ekki. Sam- kvæmt skýrslum eru svertingj- ar aðeins níu prósent af allri í- búatölu Bandaríkjanna. Allri í- búatölunni, skiljið þér. En hver haldið þér að prósenttala þeirra sé í Suðurríkjunum? 1 Askans- as, Alabama, Florida, Louisana, Tennesse? — Ég veit það ekki með vissu. — Jæja, setjum dæmið svona upp: Af fimmtán milljónum í Bandaríkjunum eru yfir sjötíu og fimm prósent einmitt hér í Suðurríkjunum. Meira en sjötíu og fimm prósent. Ungi maðurinn reis á fætur. Með jafnréttislög- unum er ekkert líklegra en þeir komi allir hingað. Og kosninga- réttinn hafa þeir í bakvasanum! Og þá fáum við svei mér að finna fyrir breytingum .. Shipman var farið að hitna í vöngum; löngu gleymd kennd var að vakna með honum. Ég hef aldrei hugsað um þetta á þennan hátt, viðurkenndi hann. — Ég veit það, sagði ungi maðurinn. Það gera það fæstir. Þeir gera sér þetta ekki Ijóst. Það er gallinn á Suðurríkjun- um — fólkið er of opið og heið- arlegt og ætlar engum illt. Það trúir því bókstaflega ekki að ríkisstjómin myndi blekkja það. En það er einmitt það sem er að gerast núna. — Nú, sagði Shipman reiðilega. Við reyndum að stöðva þetta. Við gerðum það sem í okkar valdi stóð. Nú er þetta orðið að fjandans lögum. — Er það? spurði gesturinn. — Hvað eigið þér við með — er það? — Auðvitað eru það lög. Fari það kolað, ríkissak- sóknarinn ........ — Ég hélt þetta væri lýðræði, sagði Adam Cramer mjúklega, næstum sakleysislega. Og ég hélt að lýðræðisstjórn væri stjórn sem byggði á sameinuðum vilja fjöldans. — Auðvitað, auðvitað. — Og er það sameiginlegur vilji fjöldans í Caxton að svert- ingjar blandist hvítum ungling- um undir einu og sama þaki? Læri með þeim, éti með þeim, sofi jafnvel hjá þeim? Nei. Herra Shipman, það er hægt að breyta lögum; það er hægt að hætta við ákvarðanir — það hef- ur oft og iðulega gerzt. Verka- lýðsfélögin hafa kennt okkur það. Shipman sló úr pípu sinni. Það verður enginn hægðarleik- ur fyrir yður að kenna mér að trúa á verkalýðsfélög, piltur minn. Það get ég sagt yður fyr- irfram. — Ég notaði þau aðeins sem dæmi, sagðj ungi maðurinn í skyndi. — Ég átti við það, að sameinað átak, sameiginlegur vilji getur haft jákvæð áhrif. Það var einmitt þetta sem skapaði lögin í fyrstu, var það ekki? — Ég skil yður ekki fyllilega. — Nú, haldið þér kannski, að þessi tíu gamalmenni í dóm- stólnum hafi af tilviljun fengið þá hugmynd að svertingjar gengju í skóla með hvítum? Nei, hreint ekki. Það voru stjórnmálamenn gyðinga bakið NAACP sem komu því af stað, herra Shipman. og þeir kunna að ýta á eftir. En þeir voru samaA í hóp, skiljið þér. Þeir höfðu samtakamáttinn. Ég geri ráð fyrir að ef hópur komm- únista — sem hafa það mark- mið, eins og þér vitið, að kyn- blanda og eyðileggja Bandarík- in — ef þeir geta búið til lög- in, þá geri ég ráð fyrir að hóp- ur hvítra Bandaríkjamanna geti fengið þeim breytt. Það var barið að dyrum. Shipman starði andartak, sneri síðan höfðinu til. — Já? Hvað er það? Edna Mennen kom inn í her- bergið. Hún leit ekki á Adam Cramer. — Ég ætlaði bara að minna yður á, að þér ætluðuð að þjálfa hundana, sagði hún. — Ég fékk Lucas fil að hætta við verk sitt. Hann er að bíða. — Segið honum að hætta að bíða, sagði Shipman eftir and- artaks þögn. — Eða, nei annars — segið honum að þjálfa hund- ana sjálfur. Hann hefur hvort sem er meira vit á því eri ég. — Sjálfsagt. — Og, frú Mennen — ég vil ekki láta ónáða mig fyrst um sinn. Engin símasamtöl. Gamla konan dró djúpt and- ann. — Gott og vel, sagði hún, leit síðan á Adam Cramer og fór út. — Lokið dyrunum! Shipman beið þess að fótatakið fjar- lægðist. — Allt í lagi. sagði hann. — Það er kannski eitt- hvert vjt í því sem þér segið — í orði að minns'ta kosti — en hvað er hægt að gera? Ungi maðurinn brosti. — Töluvert, sagði hann. — Ef ykkur er alvara með að stöðva samskólagönguna —. — En hún á að hefjast á morgun, sagði Shipman og mundi það allt í einu. — Ég veit það. Hún getur hafizt. Allt í lagi með það. Það er bara betra. En eins og ég segi. ef yður er alvara — þá æt'tuð þér að hlusta á það sem ég hef að segja yður. Vegna þess að það er til leið — Já? Ungi maðurjnn gekk að glugganum og stóð þar þegj- andi nokkra stund. — Herra Shipman, sagði hann. — Ég vil ekki að þér haldið að ég sé að reyna að æsa yður upp út af einhverjum hégóma. Yður er þetta alvörumál? — Auðvitað. Ég hef alltaf haft miklar áhyggjur af þessu. En þér hafið ekki sagt neitf merkilegt ennþá. Þegar þér ger- ið það, þá skal ég hlusta. — Gott og vel, það er sann- gjarnt. Ég minntist á S.Þ.B.F. — Hvað þá? — Samtök Þjóðemissinnaðra Bandarískra Föðurlandsvina. — Jó, já. — Jæja, við höfum engan samastað hér: við höfum unnið á sjálfboðagrundvelli síðan í upphafi; gerðum aðeins það sem við gátum. En ef við gætum gert stofnskrá og aflað 'fjár- magns til starfseminnar, þá er hægt að sameina fólkið í Cax- ton í gterka blökk. Við getum magnað það tjl áfaka og — á ýmsan hátt, sem ég mun út- skýra síðar — getum við sýnt hæstarétti að jafnréttisstefnan geíur aldrei blessazf í suður- ríkjunum. Mesta spennan hvarf úr and- litssvip Shipmans. Hann brosti, kaldhæðnislega. — Ég skil, sagði hann. — Með öðrum orð- um, þér viljið fá peninga. — Ef satt skal segja, sagði ungi maðurinn. — nei. Við vilj- um fá yfirlýstan stuðning yðar núna, og fjárhagsstuðning yðar síðar — vegna þess að svoria aðgerðir er ekki hægt ,að fram- kvæma nema hafa ffármagn handa i milli. En ég ætlast alls ekki til þess að þér gleypið hrátt það sem ég segi. Ég vil ekki eyri frá yður núna. — Hvað viljið þér þá? — Aðeins þetta. Herra Ship- man, ég ætla að tala við fólkið í Caxton, fara hús úr húsi. Ég ætla að kynna mig og segja fólkinu frá S.Þ.B.F. og svo mun ég spyrja hvort það vilji ganga í samtökin. Þá þarf það að greiða tíu dollara í félags- gjald. Það er allt og sumt. Þegar ég verð búinn að fá íimmtán hundruð dollara. þá kem ég hingað aftur og’ bið yður að þrefalda þá upphæð. En *— þetta gæti líka verið út- hugsað bragð, eða hvað? Þér hugsið sem svo að auðvitað gæti ég verið kominn með fimmtán huridruð upp á vasann og svo biði ég nokkra daga og kæmi svq með sönginn minn. Kannski tryðuð þér því að ég hefði i raun og veru fengið fólk til að borga þetta fé og treystuð mér og legðuð fram yðar skerf, og þá dytti mér til dæmis í hug að hverfa. Var það ekki þetta sem þér voruð að hugsa um? — Ef til villy. — Og þess vegna skulum við hafa þetta öðru vísi. Þegar ég verð búinn að saína penirigun- um, þá afhendi ég yður þá. Og þér fáið að vita hvar og hvernig Hversvegna spyrjið inð ekki Hvað gengur á bérna? Við erum hunir að vera dug- Vonandi höfum við unnið 50 unWeyfið? legir í dag, atkvæði. S KOTT A Ég var hrædd um, að þú myndir spyrja EINMITT um þctta. Tilkynning um kærufresti til ríkisskattanefndar. Kærur til ríkisskattanefndar út af álögðum tekjuskatti, eignarskatti og öðrmn þinggjöldum, í Reykjavík árið 1963, þurfa að hafa borizt til ríkisskattanefndar eigi síðar en 11. ágúst n.k. Reykjavík, 27. júlí 1963, Ríkisskattanefnd. Sumarútsalan hefst á morgun. Fjölb’reytt úrval af nýtízlcu ullar-, terylene- og poplínkápum. Mikil verðlækkun. BernharS Laxdal — Kjörgarði Bernharð Laxdal — Akureyri SÆúADB húmar alla ’JÖLSKYLDUNA ýYNNIÐ YÐTJP MODEL 1963 Sími 24204 Su#ÍH*V^B3ÖRNSSQN & CO P O, BOX 1MÓ ■ RtYlOkVU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.