Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 12
Álit þriggja norskra skógrœktarsérfrœoinga: Skógræktin á Islandi á framtíðina fyrir sér Þrír norskir séríræð- ingar um skógrækt hafa dvalizt hér á landi und- anfarinn hálfan mánuð á vegum Skógræktar ríkis- ins, ferðazt um landið og kynnzt íslenzkri skóg rækt í blíðu og stríðu. Á fundi með frétta mönnum í gærmorgun létu þeir þremenning- arnir óspart í ljósi trú á giftudrjúga framfíð ís- lenzkrar skógræktar, ef vel væri að henni unnið og fjárframlög fil henn- ar ekki skorin við nögl. Einnig fóru þeir viður- kenningarorðum um það starf sem þegar hefði verið unnið í skóg- ræktarmálunum hér á landi. Sunnudagur 28. júlí 1963 — 28. árgangur 167. tölublað. Þannig var umhorfs í barnaskólabyggingunni nyju í Kópavogi eftir hvassviðriið í fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndinni hefur hluti veggjanna i annarri álmunni hrunið nær alveg. (Ljósm. Þjóðv. O.) Veggirnir hrundu í rokinu EXNHVERNTfMA á milli klukk- an 9 og 10 í fyrrakvöld hrundu þessir veggir í Kópa- vogi. Þarna á að rísa þriðji og nýjasti barnaskóli Kópa- vogskaupstaðar, sem verða átti tilbúiinn að einhverju Ieyti í haust. Skólinn er innst á Digranesháisinum, en eins og kunnugt er hefur byggð- Meistaramótii f er fram 12.—14. ág: Meistaramót íslands í frjálsum 1 stökki, kringlukasti, 1500 metra íþróttum 1963 fer fram dagana hlaupi, þrístökki 110 metra 12.—14. ágúst á íþróttaleikvang- grindahlaupi, sleggjukasti og 400 inum í Laugardal, og sér frjáls- metra hlaupi. íþróttadeild KR um framkvæmd Þriðja og síðasta daginn, 14. ág. mótsins að þessu sinni. Dagskrá mótsm3 verður sem hér segir: Fyrsta daginn, 12. ág. verðu- keppt í þessum greinum: 200 metra hlaupi, kúluvarpi, hástökki, 800 metra hlaupi, spjót- kasti, langstökki, 5000 metra hl. og 400 metra grindahlaupi. Annan dag mótsins. 13. ágúst, verður keppt í þessum greinum: 100 metra hlaupi, stangar- verður keppt í: Fimmtarþraut, 3000 metra hindrunarhlaupi, 4x100 metra boðhlaupi og 4x400 metra boð- hlaupi. Þátttökutilkynningar sendist í íðasta lagi 6. ágúst til frjáls- íþróttadeildar KR. in teygt sig þangað imieftir undanfarin ár og því Iangt orðið fyrir minnstu börnin að sækja Digranesskólann. ALLMIKIÐ hvassvirði var í fyrrakvöld, og voru veggirn- ir nýlega hlaðnir og stóðust þeir ekki veðrið, en þarna getur orðið mjög hvasst, enda áveðurs * suðaustanátt. Munu menn tæpast hafa gert ráð fyrir svo miklu roki og því ekki gerðar ráðstaf- anir fcil þess að hlífa veggj- unum eða styrkja þá. SKÓLAHtíSIÐ var hlaðlð úr vikurholsteini og veggir ann- arar álmunnar hrundu að mestu. SAMKVÆMT upplýsingum Veð- urstofunnar var allhvasst i Reykjavík í fyrrakvöld og hvassast á tímabilinu ki. 8,30 til 9, þá komst veður- hæðin uppí tæp 8 vindstig. Hvassast var þá á Stórhöfða, 9 víndstig. Við þetta cr þó því að bæta, að vindmælar Veðurstofunnar mæia meðal- talsvindhraða hverra 10 mín- útna og því getur hafa verið hvassaxa í byljum. Norðmennirnir þrír eru þeir Toralf Austin, skrifstofustjóri í norska skógræktarráðuneytinu, J. Lág, jarðvegsfræðingur, og próf. Elias Maak tilraunastjóri. Allir búa þeir þremenningar yfir við- tækri þekkingu á skógrækt og eiga að baki langt starf að þeim málum. Elias er þeirra elztur, hefur fengizt við skógræktartil- raunir 1 nær fjóra áratugi og unnið þrekvirki á því sviði, segja þeir ,sem til þekkja. J. Lág er kennari við landbúnaðarháskól- ann í Ási en Austin, skrifstofu- stjóri, hefur yfirumsjón með allri skógarplöntun í Noregi. Til ráðgjafar og leiðbcininga Hákon Bjamason skógræktar- stjóri sagði blaðamönnum í gær, að hingað væru hinir norsku gestir komnir til að veita góð ráð og leiðbeiningar, einkum að því er snertir tilraunastöð þá að Mógilsá, sem ætlunin er að verja norsku þjóðargjöfinni til — millj- ón norskum krónum sem Ölafur Noregskonungur færði íslending- um að gjöf er hanri heimsótti landið í hitteðfyrra. Hafa Norð- mennirnir þrír verið til ráðgjaf- ar um hvemig bezt yrði hagað fyrirkomulagi í skógræktartil- raunastöð þessari. Norsku skógræktarmennimir Framhald á 3. síðu. Sögulegar minjar í Skálholti Eftir vígslu hinnar nýju dóm- kirkju í Skálholti fer þeim vafalaust mjög fjölgandi nú, innlendum og erlendum ferða- mönnum, sem koma til stað- arins og skoða það sem cr þar að sjá. Því að ýmisiegt er að sjá í Skálholti: Kirkj-^ una og marga góða gripi scm þar eru geymdir, gamla og nýja, en ekki mun mönnum þykja hvað sízt forvitnilegt að ganga í kjallarann undir forkirkjunni, þar sem göml- um sögulegum minjum hcfur verið komið fyrir. I glerskáp á miðju gólfi er geymd steinkista Páls Jóns- sonar biskups, einstæður grip- ur, en á veggjum og við veggi standa allmargir legsteinar Skálholtsbiskupa. Ætlunin mun vera að koma fleiri sögulegum munuin og minjum fyrir í þessari hvelfingu, en út frá henni Iiggja hin fornu göng sem kunnugt er. — Á stærri myndinni sést hópur manna skoða steinkistu Páls biskups í glerhúsinu og leg- stcina á veggjum, en hin myndin er tekin fram göng- in. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Togarí ferst á Norðursjó Arhús 27/7 — Pólska togaran- um Makurek hvolfdi á Norður- sjó í fyrrakvöld. Skipið var þ4 statt um 11 sjómílur fyrir norðan Sænsk skip björguðu 17 manns af áhöfninni, en 6 manna er saknað í gær. Álitið er að þeir hafist við á gúmmíbáti. í gær var manna leitað af sjó og úr lofti. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.