Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssón. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentshiiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. f Stytting vinnudags F^yrir um það bil tveimur árum samþykkti Al- -*■ þingi að kjósa nefnd manna 'til þess að athuga lengd vinnutíma hér á landi og ráðstafanir til þess að gera átta stunda vinnudaginn raunhæf- an. Skilyrði þess er að sjálfsögðu, að laun séu með þeim hætti, að unnt sé að framfleyta meðalfjöl- skyldu af tekjum átta stunda vinnudags, en með þeirri verðbólguþróun, sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár, hefur stefnt í þveröfuga átt. Eðli- leg hvíld og hæfilegur tími til að sinna áhugamál- um og taka þátt í félagslegu menningarlífi, er hins vegar einn þáttur hinna almennu lífskjara. Öhóflega langur vinnudagur gengur út yfir þrek og heilsu manna áður en varir, og er því hættu- legri en flestir gera sér grein fyrir á líðandi stund. Það er staðreynd, að vinnutírhi hér á landi, hefur síðustu ár verið að lengjast og mun nú jafnvel algengt, að hann sé allt frá 11 og upp í 14 stund- ir á dag. Þrátt fyrir það hafa stærri heildartekjur vegna yfirvinnu ekki fært mönnum að sama skapi batriandi lífskjör. Svikamylla verðbólgunnar hef- ur svipt launafólk ávinningnum jafnhraðan. ■ vfo «f| liCi—, im&s 9*0 fpegar svo er komið, að hvorki kauphækkanir né * heldur óhóflega langur vinnutími megna að færa launþegum bætt kjpr, verður slíku ekki til ineins annars jafnað" en vinnuþrælkunar. Blöð stjórnarflokkanna eiga að sjálfsögðu erfitt með að kingja opinberlega þessum staðreyndum, enda er sá eldurinn heitastur, sem á sjálfum brennur. Það yrði sem sagt harla erfitt fyrir málgögn sfjórnarinnar að afneita orsökunum: viðreisninni sjálfri með sínum tveim gengisfellingum, sölu- sköttum, vaxtaokri og öðru því um líku. En þrátt fyrir það verður ekki komizt fram hjá vandamál- unum. í ræðu sinni um síðustu áramót viður- kenndi forsætisráðherra að stjórninni hefði mis- tekizt með öllu að ráða niðurlögum verðbólg- unnar, og ekki fer á milli mála, að það verkefni hefur ekki verið leyst enn. Og nefndarskipun sú. sem Alþingi samþykkti á sínum tíma til þess að leita að leiðum til þess að stytta vinnutímann, sýnir einnig ljóslega, að þar er á ferðinni alvar- legt vandamál, en ekki áróðursefni, sem stjórnar- andstaðan hafi fundið upp af einskærri illgirni. Otöðvun verðbólgunnar og aukinn kaupmáttur ‘ö atvinnuteknanna eru meðal forsenda þess að unnt sé að tala um raunhæfar ráðstafanir til þess að stytta vinnudaginn. Síðustu daga hefur mátt sjá stjórnarblöðin halda því blákalt fram, að „laun hafi hækkað miklu meira en verðlag" und- anfarið, eins og Morgunblaðið kemst að orði í leiðara sínum s.l. sunnudag, þrátt fyrir að op- inberar skýrslur sanna hið gagnstæða. En ef leggja á þennan málflutning stjórnarblaðanna til grundvallar starfi þeirrar nefndar, sem fjallar um leiðir til þess að stytta vinnudaginn, munu launþevar tæplega geta vænzt mikils úr þeirri átt. — b. ÞJÚDVILJINN Miðvikudagur 4. september 1963 Hefur kært lögmann og banka fyri Eins og frá er skýrt á öðr- um stað í blaðinu. hefur verka- maður hér í Reykjavík kært viðskipti sín við Jóhannes Lár- usson liæstaréttarlögmann og Búnaðarbanka Islands til saka- dómaraembættisins. Tclur kær- andinn að um refsiverða féflett- ingu sé að ræða er skipti tugum þúsunda króna. Nokkur atriði kærunnar sem að fran\an greinir fara hér á eftir, en kærandi er Ágúst Sig- urðsson, Drápuhlíð 48. (millifyr- irsagnir blaðsins): Með afsali 15. sept 1958 keypti ég rishæð hússins nr. 48 við Drápuhlíð og seldi sam- tímis braggaíbúð mína nr. 7 við Bústaðaveg. Ut af viðskiptum þessum risu mikil málafelri, aðallega vegna leyndra galla, er reyndust vera á rishæðinni. Með hæstaréttar- dómi frá 14. maí 1962 voru mér dæmdar bætur fyrir þá, kr. 35720.00, ásamt vöxtum og 15 þúsund krónum í málskostnað. Nam þetta samtals 61 þúsund krónúm. Málskostnaður gleypti skaðabæturnar Kostnaður minn vegna mála- rekstursins varð hins vegar 64 þúsund krónur. svo að ég tap- aði á þessu 3000 krónum auk allrar fyrirhafnar minnar og skapraunar í rúm þrjú ár. Hinir leyndu gallar í risíbúðinni voru aðallega fólgnir í óforsvar- anlegri einangrun hennar svo nær óbúandi var í henni vegna kulda. Varð ég þó að hafa þetta lengi svo búið. þar eð mig skorti alveg fé til aðgerðar og nægilegt bankalán var hvergi að fá. - í 'desembermónuðí 1960 sáum við hjónin auglýsingu í einu dagblaði bæjarins frá manni, sem kvaðst geta veitt peninga- lán. 'Reyndist þetta vera Jó- hannes Lárusson hdl., og náð- um við sambandi við hann. Kvaðst hann geta útvegað 150 þúsund króna lán hjá manni sem ekki léti nafns síns getið, og væru margir um boðið. Sagðist hann láta okkur vita síðar, hvort við kæmum til greina í þessu sambandi. Heyrðum við svo ekkert frá Jó- hannesi fyrr en 20 febrúar 1961, er hann hringdi til mín og boð- ar mig til samtals við sig á skrifstofu sinni í Kirkjuhvoli þennan dag. Er ég kom þar á tilsettum tíma. kvað Jóhannes mig geta fengið þetta 150 bús- und kr. lón gegn víxli með mér sem samþykkjanda og konu minni sem útgefanda og veði í íbúð okkar. Ætti víxill- inn að greiðast á 5 árum. með 15 þúsund krónum á 6 mánaða fresti, puk vaxta og kostnaðar. Afföllin 65 þúsund krónur Afföll af láninu til lánveit- anda kvað hann vera 65 þúsund krónur, en sjálfur fengi hann aðeins 2% af láninu, eða 3000 kr. fyrir milligöngu sína. Ég taldi mig til neyddan að ganga að þessum hörðu kostum, vegna óhjákvæmilegrar aðgerðar á í- búðinni. Daginn eftir 21. febrú- ar 1961, kl. 7 til 8 um kvöldið, kom svo Jóhannes heim til okkar með víxil og tryggingar- bréf tilbúið til undirskriftar og rituðum við þá nöfn okkar á þessi skjöl. 1 tryggingarbréfinu var víxillinn tryggður með 4. veðrétti í íbúðinni. á eftir sam- tals 57500 krónum, sem hvíldu á 1., 2. og 3. veðrétti, og hvíldu þá á rishæðinni alls Rr. 207500.00, sem er heldur meira en fullt söluverð hennar sam- kvæmt endanlegu : mati, sem fram fór á henni. Virtist því lánveitandinn, hver sem hann var. taka á sig talsverða á- hættu með lánveitingunni. Engir vottar undirrituðu þarna tryggingarbréfið, en í veðmálsbók sést, að Jóhann- es Lárusson og kona hans, Erla Hannesdóttir, sem ekki var þarna viðstödd, hafa vottaó undirskriftir okkar. Jóhannes sagði mér að vitja peninganna til sín kl. 4 næsta dag, sem var 22. febrúar 1961, og gerði ég það. Greiddi hann mér þá 76 þúsund krónur af andvirði víx- ilsins, en tók mismuninn, 72 þúsund krónur í afföll, forvexti til 6 mánaða og fteira. Jóhann- es minntist, er þetta gerðist aldrei á Búnaðarbankann. en í tryggingarbréfinu er tekið fram, að af víxlinum eigi að greiða venjulega vexti Búnaðarbank- ans. Víxillinn í Búnaðarbankanum Eftir þetta átti ég ekki tal við Jóhannes fyrr en í ágúst- mánuði 1961, nokkru fyrir fyrsta gjalddaga víxilsins, er ég spurði hann hvar ég ætti að greiða afborgun og vexti af víxlinum. Sagði þá Jóhannes, að víxillinn væri í Búnaðar- bankanum og bæri mér að snúa mér þangaft með greiðslur, og gerði ég það. Átti ég þá tal við Hilmar Stefánsson. banka- stjóra. og skýrði honum frá þessum viðskiptum/ mínum við Jóhannes. Virtist bankastjórinn verða mjög undrandi yfir þessari meðferð á mér og sagði eitt- hvað á þá leið, að ménn ættu aldrei að hafa nein viðskipt? við svona menn og lofaði jafn- framt, að ég skyldi fá að greiða víxilinn á 10 árum í stað 5 ára. Greiddi ég í þetta skipti 10 þúsund krónur af víxlinum, en með vöxtum og kostnaði alls kr. 16991,00. Peningunum frá Jóhannesi, 76 þúsund kr., hafði ég þá orðið að verja öllum í að- gerðir á íbúð okkár og varð því að fá 18 þúsund króna lán í Landsbankanum með ábyrgð kunningja míns. Tókst mér á þennan hátt að gera þessi skil á víxlinum. Eftir þetta átti ég eingöngu við Tryggva Péturs- son um framlengingar og greiðslur af víxlinum og voru afborganir eftir þetta ýmist litlar eða engar. og víxillinn oft framlengdur til eins mánað- ar i senn með 1000 króna af- borgun. Víxillinn er nú að eft- irstöðvum 129 þúsund krónur og í vanskilum frá 3, júní sl. og til irinheimtu á mig rijá Benedikt Guttormssyni starfs- manni Búnaðarbankans.. Formaður lögmannafélagsins I ágústmánuði 1962 átti ég tal um þetta mál við form. Lögmannafélags íslands. Ágústs Fjeldsted, hrl., og bað hann að rétta hlut minn, ef unnt væri. Hann tók því vel og kvaðst ætla að hafa tal af Jóhannesi um þetta. Boðaði svo Ágúst mig til sín alllöngu síðar og sagðist þá hafa talað við Jó- hannes. Hefði hann ekki borið á móti því að frásögn mín væri sannleikanum samkvæmt; sagði Jóhannes vilja hafa tal af mér og sættást á málið. Rannsóknar óskað Síðar greinir kærandi frá bVi m.a. að hann hafi komizt að þyí að Búnaðarbankinn keypti umræddan 150 þús. króna^víiTiI' strax á útgáfudegi hans og þá án nokkurra affalla til bankans sjálfs. En í lok kærunnar segir svo: Er ég kom á skrifstofuna tii Jóhannesar var hann í fyrstu mjög gramur yfir því að ég hafði snúið mér til formanns lögmannafélagsins, en sefaðist von bráðar og bauð mér 6000 krónur. Tók ég við þessari fjár- hæð. en kvaðst kæra málið til sakadómara, því þetta væru engar bætur. Virtist þá koma á Jóhannes og sagöst hann ætla að tala um þetta við lán- veitandann. Hringdi hann svo, til mín daginn eftir og boðaði mig þá enn til sín á skrifstof- - una. Greiddi hann mér þá 1000 kr. í viðbót og kvað ..manninn" hafa samþykkt þetta með bví skilyrði, að málið fseri þá ekki lengra. Ég lofaði engu um það. Síðan hefi ég ekki talað við Jó- hannes um þetta mál og heldur ekki við Ágúst Fjeldsted. En hvernig sem þetta h£fur gerzt, virðist mér augljóst. að ég hafi í þessum viðskipum verið féflettur á refsiverðan hátt, um að minnsta kosti 62 þúsund krónur ásamt vöxtum af þeirri fjárhæð frá 22. febrú- ar 1961, að frádregnum fyrr- nefndum 7000 krónum frá Jó- hannesi Lárussyni fyrir miili- göngu formanns Lögmannafé- lags Islands. En með því nú, að aðstöð for- mannsins bar ekki meiri árang- ur en þetta, og að nú liggur næst fyrir að bankinn láti innan skamms selja ofan af okkar húsnæðið, sé ég mér ekki fært annað. herra vfir- sakadómari, en að kæra þetta mál fyrir yður og óska þess, að þér takið það sem fyrst til rannsóknar. Virðingarfyllst. Ágúst Sigurðsson. (sign.) Drápuhlíð 48. Til yfirsakadómarans, Reykjavík. Norimennirnir eru hrifnir af íslenzka skólakerfinu I Fyrir skömmu dvöldust tveir norskir skólamenn hér á Iandi og kynntu sér islenzka skóla- kerfið. Eru menn þessir Kristi- an Langlo, stórþingsmaður. og örbeck Sörheim, fræðslumála- stjóri. Ljúka þeir félagar miklu lofsorði á íslcnzka skólakerfið, og ségja það aðdáunarvert, hve mikið Islendingar Ieggi til þcss. Kristian Langlo farast meðal annars svo orð: „Ég er hrifinn af því. hve mikið Island legg- ur til skólakerfis síns. Langt er síðan átta ára skólaskylda var lögleidd. og nú er meðal ann- ars unnig að því að reisa nýtt skólahverfi samkvæmt nútíma kröfum við Laugarvatn. ekki langt frá Þingvöllum. Þar hefur ríkið fest kaup á stórri jörð“. Miklar breytingar standa nú Fram 6 og ÍBH keppa í kvöld 1 kvöld verður Bikarkeppni K.S.I. haldið áfram. Leika Fram B og I.B.H. á Melavell- inum og hefst leikurinn kl. 7.00. Þessi lið hafa tvívegis áður leikið, lauk fyrri leiknum með jafntefli, en síðari leikinn vann I.B.H. með 3—0. Fram kærði leikinn á þeirri forsendu, að línuverðir hefðu verið rétt- indalausir, og var leikurinn ó- giltur af þeim sökum. fyrir dyrum í fræðslumálam Norðmanna, er ætlunin að inn- leiða níu ára skólaskyldu, og er ráð fyrir gert, að norskir skólamenn kynni sér í sam- bandi við það skólakerfi ann- Úrslitaleikurinn í 2. deild fer fram á mánudag Lokið ér nú kærumáli, sem spannst út af leik Þróttar og Siglfirðinga í 2, deild á Siglu- firði. Töldu Þróttarar að Sigl- firðingar hefðu haft í liði sínu leikmann, sem ekki hafði náð tilskildum aldri til að leika í meistaraflokki. Kærðu þeir þetta til dómstólsins á Siglu- firði, 'sem vísaði málinu frá á þeirri forsendu, að kæran hefði borizt of seint. Þróttur áfrýjaði þeim úrskurði til K.S.I., og var þar dæmt í mál- inu og urðu endalokin þau, að Þrótti var dæmdur sigurinn ( leiknum. Er þá komin niðurstaða í báðum_ riðlum 2. deildar og hefur Þróttur unnið annan rið- ilinn og Breiðablik i Kópavogi hinn. Leika þessi félög til úr- slita n.k. mánudag á Laugar- dalsvelli kl. 6.30. Það lið, sem fer með sigur í þeim leik, tek- ur sæti Akureyringa í 1. deild- inni næsta sumar. arra Norðurlanda, svo og skóla- kerfi Englands. Eru þeir Lang- lo og örbeck hingað komnir í því tilefni. Hér hafa þeir notið fyrirgreiðslu menntamálaráð- herra og fræðslumálastjóra. Helga Elxassonar. en auk bess skoðað fjölmarga skóla. Einkum eru þeir félagar hrifnir af Laugarvatni. og hinu nýtízkulega skólahverfi, sem þar er að risa. Segir Langlo, að þetta skóiahveríi sé mjög at- hyglisverð tilraun. „Hér eru auk menntaskóla og gagnfræðaskóla stórglæsilegur húsmæðraskóli (en aldeles fantastisk husmor- skolc). íþróttakennaraskóli og nýtízku heimavistarbarnasköli". Lenz ráðherra flytur háskóla- fyrirlestur í dag Vísindamálaráðherra Sam- bandslýðveldisins Þýzkaíands Hans Lenz, sem staddur er ’nér á landi í boði ríkisstjórnarinnar, heldur fyrirlestur í hátíðasal háskólans í dag miðvikudaginn 4 september kl. 5 síðdegis. Efni fyrirlestui-sins er „Wiss- enschaft und Politik". Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestr- inum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.