Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 10
JQ SlÐA MðÐVELlINN Miðvikudagur 4. september 1963 — Þú sýnist dálítið hræddur, sagði Hank. — Þannig leið svertingjunum í bflnum. Ella starði agndofa stundar- kom; svo kom hún við handlegg- inn á Hank. — Svona, sagði hún. — Hættu þessu, undir eins. Þú hagar þér eins og kjáni. — Farðu frá, Ella. — Af hverju ertu svona reið- ur? sagði hún. Adam Cramer brosti. — Veiztu það ekki? sagði hann. — Nei, það veit ég ekki. Al- máttugur. ég hefði afls ekki átt að fara út í kvöld. — Það er lóðið. Það er þess vegna sem hann Hank héma er reiður. Er það ekki, Hank? Ég býst við að þú hafir látið í það skína að þú værir að gera skyldu þfna. En sannleikurinn er sá að hugsjónir og stjómmál koma þessu ekkert við. Þú vilt slást við mig, af því að ég er úti með gömlu vinkonunni þinni. / — Það er lygi, sagði Hank Kitchen. — Þú þorir ekki að viðurkenna það, svo að þú þykist vera á öðru máli en ég. Vertu nú hreinskil- inn, vinur. Verum nú hrein- skilnir. Þú veizt að þetta er al- veg tilgangslaust. Þú heyrðir til krakkanna inni og þú heyrðir til fólksins í gær. Fólkið vill mig. — Þú ert lydda. sagði Hank Kitchen. Adam Cramer hélt áfram að brosa. — Ég segi að þú sért loddari og lygari sem æsir fólk upp til að hafa nokkra skildinga uppúr því. Þú misnotar unglingsstúlku sem er að minnsta kosti tíu ár- um yngri en þú og ekki sérlega vel, gefin og hún gleypir við bér. af því gð hún heldur að þú sért mikill maður. En þú ert ekki mikill maður. Þú, ert ómerkileg- ur ræfill að norðan! Adam Cramer hreyfði sig ekki. Hann andaði ekki örar. Hann stóð bara þama og brosti. Hank Kitchen gaf frá sér fyr- irlitningarhljóð og sneri sér að Ellu. — Við skulum koma, sagði Hórgreiðslan Hárgreiðsln og snyrtlstofa STEINC og DÓDÓ Laugavegi 18 III. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsia við allra íhæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarsírætis- megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14636 — Nuddstofa á sama stað. — hann. Ella fann að hún var ofsareið á áður óþekktan hátt. — Þú .. byrjaði hún, en hún hafði svo á- kafan hjartslátt að hún kom ekki orðunum upp. — Við skulum koma, Efla! Ef þú vilt gera mig afbrýðissaman og allt það, þá samþykki ég það, ég er afbrýðissamur. Hvað sem er., Jæja? — Ég hata þig! sagði EUa. — Ég er leið á að hlusta á þig og sjá þig kássast uppá annað fólk og meðhöndla mig eins og — Reyndu ekki einu sinni að tala við mig framar. Hún hljóp kringum bflinn og settist inn. Hún skellti hurðinni ofsalega. Hank Kitchen1 gekk hægt að Adam Cramer. — Þú ert hepp- inn í þetta sinn, sagði hann. — En ef ég kemst að því að eitt- hvað hafi komið fyrir Ellu — og þú veizt hvað ég á við; og láttu ekki eins og þú vitir það ekki — ef nokkuð sflkt á sér stað. þá skal ég drepa þig. Adam Cramer settist undir- stýrið og ræsti bílinn. — Ella, hrópaði Hank Kitchen. — Veit pabbi þinn að þú ert úti með þessari heybrók? EUa leit í aðra átt og sagði ekki neitt. — Ég skal segja honum það. Við skulum sjá til hvað honum finnst um það. Adam Cramer setti í fyrsta gír og ók af stað. — Ég skammast mín svo, sagði Ella. — Ég meina það. Ég veit ekki hvað ég á að segja. — Aflt í lagi. Hann er bara skotinn í« þér, það er allt og sumt. — Uss, nei, það er hann ekki. Ég er búin að þekkja ffank í mörg, mörg ár og hann er ekki skotinn í mér eða neinni annarri stelpu. Ekki í alvöru. á ég við. Hann er svo upptekinn af fót- bolta og körfubolta og for- mennskunni .... ég hef aldrei nokkum tíma séð hann svona. Það var satt. Nú þegar reiðin var farin að réna, hin vandræða- lega gremja, þá gerði hún sér ljóst að hún hafði aldrei séð Hank í þessum ham. — Mér geðjast að honum, sagði Adam Cramer. — Hvað segirðu? — Ég sagði að mér geðjaðist að honum. EUa hristi höfuðið. — Þá hlýt- urðu að vera eitthvað skrýtinn. Ég hef aldrei vitað nokkum mann eins mddalegan og and- styggilegan og hann var við þig rétt áðan. Hann hagaði sér alveg eins og .... skepna. — Já, svona er það þegar mað- ur er ástfanginn. — Hann er ekkert ástfanginn. Almáttugur, skilurðu þetta ekki. Hann veit ekki einu sinni hvað það er. Hann hefur aldréi heyrt það nefnt. Hann Hank! EUi var orðin hrædd um að Adam myndi gleyma því að hún 1 var sæt og gimileg, að hann myndi skipa henni í flokk með Hank og þess- um bólugröfnu krökkum hjá Rusty. Adam Cramer hló lágt — Gleymum því. sagði hann. — Ef ég get það, þá ættir þú að geta það. — En eins og hann lét — — Hugsaðu ekki um það. Hank er skynsamur strákur og með sterka skapgerð. — Það er nú líkast til. Sterka eins og naut. Hann á að vera klárasti strákurinn í skólanum — en það varð nú ekki mikið úr honum þegar hann rejmdi að deila við þig. — Eitt verðurðu að muna, Ella. sagði Adam Cramer, að Hank er — hvað er hann gamall? — Sautján. — Sautján. Hann er ekki ann- að en krakki. Og hann stóð sig mjög vel af krakka að vera. — Þá finnst þér ég auðvitað vera krakki líka. — Síður en svo, sagði hann. Hann ók hægt og rólega niður þrönga, dimma götuna. — Lík- amlega og andlega ertu fullorðin. Ég var ekki að tala um aldur í þeim skilningi. Ég þekki þrítuga kvenmenn sem eru ekki annað en unglingar. Hann þagnaði til að fá sér sígarettu. munda kveikjarann, soga reykinn djúpt niður í lungu. EUa fann að fyrri ótti hennar vék fyrir betri ótta; þeim sem hún hafði fundið til undir svefn- inn á hverju kvöldi. — Jæja, að minnsta kosti er ástæða til að biðja afsökunar hans vegna. Við Hank höfum ekki verið neinir mátar upp á síðkastið, hann er ekki fylginautur minn eða neitt svoleiðis — en þrátt fyrir það bið ég afsökunar. — Afsökun veitt. En vertu ekki að húka þama úti í homi. Ég bít ekki. EUa færði sig nær og leyfði honum að leggja handlegginn yfir öxl hennar. Fingur hans snertu beran handlegginn fyrir neðan ermastuttu peysuna. — Kanntu á bfl?' spurði hann. — Svona dálítið. — Þá geturðu skipt fyrir mig. Hún skipti úr þriðja í fyrsta þegar þau stönzuðu við þjóðveg- inn sem lá yfir brúna. Þá beygði Adam Cramer til vinstri. 1 átt frá borginni. Burt frá bænum og að skóginum. Hann ók í tíu mínútur, beygði síðan inn á hliðarstíg og ók svo .sem tvo kil/fenetra eftir honum. — Þegar heimurinn líður und- ir lok, sagði hann næstum hvísl- andi, þá verður það næstum svona. Hefurðu nokkurn tíma verið alein á kyrrlátum stað og ímyndað þér að allir aðrir væru dánir? ; Það hafði EUa raunar gert, en það var ein af hennar leyndu hugsunum og hún varð hissa á því að heyra hann tala um þetta. — Já. — Er það satt? Reyndu það núna. Lokaðu augunum og hugs- aðu: Enginn er til í heiminum, enginn nema við tvö. Borgimar eru auðar og aUar vélar þagn- aðar, og ekkert heyrðist nema vindurinn næða um húsin.. EUa ímyndaði sér. — Það er skrýtin tilfinning finnst þér það ekki? — Jú. Adam Cramer kveikti í ann- arri sígaettu. Tóbakslyktin var viðkunnanleg og glóðin kom ólgu á tilfinningar EUu einhverra hluta vegna. Smátt og smátt varð hún að öllum þeim leikstjömum sem hún hafði öfundað úr sæti sínu úr dimmum bíósal og þessi stund var ímynduð veröld and- varpa hennar. Hún gat ekki hugsað um föður sinn og undar- lega hegðun hans, eða móður sína og ekki heldur um allt þetta skrýtna og flókna sem Adam Cramer hafði verið að segja. Hann var ekki raunverulegur. Hann var aðeins tæki til að sýna henni sem snöggvast hvað til var utan borgar hennar, utan aldurs hennar, utan hinnar fátæklegu reynslu hennar. Ekkert af þessu var henni þó Ijóst sjálfri. Þegar hann sneri sér í sætina og tók utanum hana, þurrkaði hún aUar hugsanir burt úr huga sínum. — Viltu að ég kyssi þig? EUa lokaði augunum. Adam Crame aðskildi varimar og þrýsti þeim að vörum hennar, ekki mjúklega í þetta sinn. Hún fann hitann frá líkama hans, rakan hitann frá munni hans. Síðan varð kossinn svolítið annað. Varir hans aðskildust meira og hún fann tungu hans á hreyf- ingu. Lucy hafði sagt henni þetta, en samt fór dálítill hrollur um hana. Tunga hans snart tungu hennar og fór langt inn. Hann þrýsti henni fastar að sér þar til brjóst hennar þrýstust fast að barmi hans og þá fóru hendur hans líka á hreyfingu. Ella titraði. Hún fann undar- legan sársauka; og þegar Cramer þokaði fingrunum að peysunni hennar, varð hún hrædd. Hún varðist andartak, en til þessa hafði hún aðeins kynnzt feimnislegum kossum Hanks og hún vissi ekki hvemig hún átti að verjast. Fingur Adams Cramers brunnu á brjóstum hennar. En i/ún gat ekki stöðvað hann. Og hún fann að hún vildi ekki stöðva hann heldur. Eitthvað innra með henni sagði: Það má ekki ske. og eitt- hvað annað sagði sefandi: Ef það skeður. þá er það ekki þér að kenna. Þú sagðir honum að gera það ekki. En hann hætti ekki. AUt rann út í móðu fyrir EUu á þessu andartaki. Hugur henn- ar varð ein benda af ótta og þrá og smán, kvöl og nýjum kennd- um sem hana hafði aldrei gmnað að væm til; en fyrst og fremst var það hungrið, óttablandin þrá eftir að hið ljóta gerðist. Þegar þetta stóð sem hæst, tók nóttin enda. Adam Cramer færði sig frá henni og lét fallást þung- lega afturábak í sætið. Hann hndaði þungt og hann skalf líka. — Fyrirgefðu, sagði hann hálf- kæfðri röddu. — EUa, mér þykir þetta leitt. EUa sat grafkyrr; reyndi að úti- loka hugsanir sínar. — Ég ætlaði ekki að ganga svona langt Viltu fyrirgefa mér? Hún fann enn snertingu fingra hans við nakið holdið. svitann, lþngunina, sem nísti hjarta henn- ar. — Það skal aldrei koma fyrir aftur, sagði hann. — Ég lofa bví. Enn sagði hún ekkert. Hann kom við hana, en hætti samstundis. — Ég vildi bara að þér geðjaðist að mér, sagði hann og hún hafði aldrei heyrt þennan sérstaka hreim í rödd hans. — Það er aUt cg sumt. — Af hverju hættirðu? sagði hún aUt í einu. Hún hafði ekki ætlað að segja það. — Ég mátti til. hvíslaði hann. — Af hverju? Hún sá fingur hans hniprast saman og verða að hnefum; í tungsljósinu var sem andlit hans fengi á sig hörkusvip. Án þess að mæla orð ræsti hann bílinn og ók út á þjóðveg- inn aftur. 14. Það hafði verið nákvæmlega sama sagan. og hann bölvaði sjálfum sér fyrir að vona að það Hjálp, lögregluþjónn. þrjú skot í beinu faeri. S K OTTA Úsköp er hann alltaf utan við sig. S/ys át frá rafmagni Framhald af 8. síðu. drepizt. Um bmnatjón af raf- magni lágu hinsvegar ekki fyrir tölulegar upplýsingar, en á hverju ári veldur rafmagn fleiri og færri bmnum hér sem annars- staðar, A fundinum ræddi formaður rafmagnseftirlitsmálin og hvatti til aukinnar samvinnu rafvirkja og rafmagnseftírlitsmanna til varnar gegn hættum og tjóni af rafmagni og fékk það góðar und- irtektir fundarmanna. Þá var einnig á fundinum rætt um möguleika á kynnisferðum íslenzkra rafmagnseftirlitsmanna til erlendra eftirlitsstofnana og rafveitna og um tímabundin skipti rafmagnseftirlitsmanna miUi landa. Hjá hinum norska fuUtrúa kom fram mikill áhugi á þessu máli, sem hann taldi, að hefði bæði menningarlegt og ör- yggislegt gildi. ' V V-þýzkur ráðherra í heimsókn Sl. sunnudagskvöld kom hing- að til lands í opinbera heim- sókn Hans Lenz, vísindamálaráð- herra Sambandslýðveldisins V- Þýzkalands, ásamt konu sinni. Mun ráðherrann dveljast hér til 7. þ.m. Á mánudaginn heimsótti ráð- herrann Ólaf Thórs forsætisráð- herra og Guðmund 1. Guðmunds- son utanríkiisráðherra, skoðaði háskólann, þjóðminjasafnið og listasafn ríkisins, Tilraunastöð- ina að Keldum og fleiri rann- sóknarstofnanir. I gær fór ráð- herrann ásamt föruneyti í ferða- lag að ÞingvöUum, Geysi, Gull- NATO Framhald af 6. síðu. sovézk að uppruna og telja ráðamenn Sovétríkjanna áð slik samningsgerð geti orðið til þess að draga úr ófriðarhættunni og bæta sambúð ríkjanna sem að samningnum myndu standa. Verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð Guðmundar 1. Guð- mundssonar utanríkisráðherra verða þégar til kastanna kem- ur þótt Ijóst sé að ekki geri Bandaríkjamenn ráð fyrir að hann sýni af sér verulegt sjálf- stæði í skoðunum. fossi, Skálholti og Hveragerði og í heimleiðinni var komið við í Skíðaskálanum í Hveradölum. I dag flytur ráðherrann fyrirlest- ur við Háskóla íslands einsog sagt er frá í frétt annars stað- ar í blaðinu. Á morgun fer ráðherrann til Akureyrar með viðkomu í Reyk- holti í Borgarfirði og á föstudag heldur hann áfram förinni til Mývatns, ef vel viðrar. Sama dag flýgur hann til baka til Reykjavíkur og heimsækir for- seta Islands, Ásgeir Ásgeirsson, að Bessastöðum. Um kvöldið verður kveðjuhóf í ráðherrabú- staðnum. _ Heimleiðis heldur ráðherrann á laugardag. Reykvíkingar! Norrænu sundkeppninnl lýkur 15. september. Sundeild KR skorar á alla þá Reykvíkinga, sepi enn hafa ekki synt 200 metr- ana, að Ijúka því nú þegar. Gerum hlut Rcykjavíkur sem stærstan i heildarsigri landsins. SUNDDEILD K R Utför mannsins míns og föður RUNÓLFS PÉTURSSONAR Fer fram frá Dómikrkjunni laugardaginn 7. sept. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Sólveig Eiríksdóttir, Asdís Runólfsdóttir. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.