Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.09.1963, Blaðsíða 6
r w g SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Miðvikudagur 4. september 1963 Flugumenn reyndu að myrða suður-afríska flóttamenn Flugumenn Verwoerds í Suður-Afríku láta nú skammt stórra högga á milli á brezka yfirráða- svæðinu Bechuanalandi. Fyrir skömmu rændu þeir lækninum dr. Kenneth Abrahams og fluttu hann nauðugan til Suður-Afríku. Nú fyrir helgina var svo gerð tilraun til að ráða af dögum 28 flótta- menn frá Suður-Afríku, þar á meðal tvo kunna andspyrnuleiðtoga. Má vart við öðru búast en þol- inmæði Breta fari nú senn að verða á þrotum. tveir yrðu dauðir áður en 36 stundir væru liðnar. Það er engum vafa undirorpið hver.iir hér hafa verið að verki og munu útsendarar Verwoerds gera ailt sem í þeirra valdi stendur til að drepa / annaðhvort Suður-Af- ríkumennina tvo eða ræna þeim og flytja bá aftur til Suður- Afríku. Heppni Tvelr foringjar Suður-Af- rísku frelsishreyfingarinnar sem komizt hafa undan til brezka yfirráðasvæðisins Bechuana- lands eru nú undir strangri gæzlu lögreglunnar þar. Menn þessir eru meðal þeirra fimm andstæðinga Verwocrds sem tókst fyrlr skömmu að flýja úr hinu illræmria fangclsi í íó- hannesarborg scm af almenn- Ingi er nefnd Bastillan. Síðan hefur lögregla Ver- woerds haft síg alla í frammi til að hafa tmndur í hári þeirra. Lögreglan Bechuanalandi gætir mannatina vendileag til‘ þess að hindra að það endu-- taki sig sem gerðist þegar vopnaðir menn rændu þekktum suður-afriskum lækni sem flúið hafði til Bechuanalands og fluttu hann nauðugan til Höfða- borgar og settu hann í fangelsi. Sprenging 1 ráði var að flytja Suður- Afríkumcnnina tvo, lögmanninn Harold Wolpe og listamanninn Arthur Ooldreich, á óhultari stað fyrir helgina, en þá gerð- ist það að leiguflugvélin sem flytja átti þá brann til kaldra kola eftir dularfulla sprengingu. Daginn sem þetta gerðist hafði maður nokkur hringt tíl blaðs eins í Jóhannesarborg án þess að segja til nafns og skýrt frá því að ..glæpamennirnir" —------------------------------------—<$> Sjö ára og ætlaði að fara til Afríku s Fyrir skömmu var lögregl- unni í Bergen tilkynnt að sjö ára rirengs væri saknað. Lög- rcglumennirnir hófust þegar handa um að leita að honum en ekki leið á löngu þar til skeyti kom frá vöruflutninga- skipi að nafni Norma og var þar skýrt frá 1 því að drengur- inn væri þar um borð. Skioið Olíuleiðsla gegnum Alpafjöll? Brezk, bandarisk, hollenzk og vestur-þýzk olíufélög eru um þessar mundir að athuga mögu- leika á að Icggja oliulciðslu þvert í gegnum alpana. Viðriðin mál þetta eru Esso, Mobil, BP, Shell og fjögur vest- ur-þýzk félög. Stjórnarvöldun- um í Austurríki hefur þegar verið skýrt frá fyrirætlunum þessum. Ætlunin er að leggja olíuleiðslu frá norðanverðu Ad- ríahafi yfir alpana til Suður- Þýzkalands. Búizt er við að 40 — 50 milljónir olíulesta geti runnið gegnum lelðslurnar ár- lega. fór til Oslóar og skilaði pilti af sér en sjálfur stóð ferðalangur- inn i þeirri meiningu, að hann væri á lcið til Suður-Afríku. Drengur þessi heitir Ame Haune og kveðst oft hafa farið skemmri férðaiðg’" á sviþáðán hátt. Þegar barnaverndarnefnd- in tók á móti honum á hafn- arbakkanum í Osló spurði hann eftir því hvort hann færi ekki flugleiðis heim og varð stór- hrifinn þegar honum var sagt að svo væri: „Ágætt, í flugvél hef ég aldrei komið áður“. Árna tókst að villa á sér heimildir með því að skrökva því að hann væri sonur mat- sveinsins um borð. Það var ekki fyrr en líða tók að mið- nætti, að svikin komust upp. Menn fóru að nefna það víð matsveininn hvort honum þætti ekki vera komið mál til þess að koma syni sínum í háttinn en hann vissi ekki til að hann ætti neinn son Um borð. Ámi mun vera yngsti laumufarþegi sem sögur fara af. Samkvæmt fréttum frá Þjóð- frelsishreyfingunni { Suður- Víetnam hafa skæruliðar þar í landi skotið níður eða laskað 179 flugvélar élnræðisstjórn- arinnar á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Allar þessar flugvél- ar voru skotnar eða laskaðar í suðurhluta landsins. Flugvélin sem brann átti að flytja þá Wolpe og Goldreich ásamt 28 öðrum flóttamönnum frá Suður-Afríku til Dar Es Salaam í Tanganyiku. Eftir brunann sagði Goldrelch í.ð har.n væri sannfærður um að bruninn hefði orsakazt af sprengju' sem komið hefði verið fyrir í vélinni til að eyðileggja hana. Kvað hann slg ogj félaga sína heppna þar sem .tímakerfi sprengjunnar hefði greinilega brugðizt þannig, að hún sprakk fyrr en ætlazt hafði verið til. — Ætlunin var að hún springi meðan við værum á leiðinni, sagði Goldreich. Spjót þjóðarinnar Goldreich og Wolpe komust undan böðlum Verwoerds á flótta sem stóð í hálfan mánuö. Klæddir sem prestar komust þeir yfir landamærin til Swazi- lands en þaðan fóru þeir flug- leiðis til Bechuanalands. Hinn illræmdi dómsmálaráð- henna Suöur-Afríku, J. B. Vor- ster hcfur lýst því yfir að þeir væru tveir mikilvægustu leiö- togar andspyrnuhreyfingarinn- ar ólöglegu sem nefnd er Un- konto We Size — Spjót þjóðar- innar. Heitið var 1000 pundum (um 100.000 ísl. kr.) fyrir upp- lýsingar sem leitt gætu til handtöku annars hvors flótta- mannsins. Verður hraðinn of mikill? Myndin er af flugvélinni Concorde sem Bretar og Frakkar ætla sér að smíða í sameiningu. Con- corde er farþegaflugvéíl sem mun fljúga hraðar en hljóðið. Ekki hafa allir verið á einu máli um ágæti slíks hraða í farþegflugi, og telja ýmsir flugmálafrömuðir, að mörg og mikiÞ'æg vandamál Séu cnn óleystí þessum efnum. Minnst milljón ólöglegra fóstureyðinga ár hvert Rúmlega fertugur læknir var fyrir skömmu tekinn höndum í Hamborg. Maður þessi heitir Albert Suhr og hefur játað að 18 ára skrifstofustúlka frá Her- ford hafi látizt eftir ólöglega fóstureyðingu sem hann fram- kvæmdi. — Ég hef framkvæmt meira en 2000 slíkar aðgerðír, segir Suhr í játningarskjali sínu. — Konumar hafa streymt til mín. frá Vestur-Þýzkalandi og ýms- um heimshornum. Ég hef gert aðgerðir á frægum kvikmynda- leikkonum, þýzkum borgar- stjóradætrum og jafnvel dóttur erlends forsætisráðherra. í fyrrahaust var hann dæmd- ur í nokkurra mánaða fangelsí og missti rétt til lækninga < þrjú ár vegna ólöglegrar að- 4 Klofningur í NATÓ Verður Guðmundur I með eða á móti griðasáttmála? Bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune hefur skýrt frá því að NATÖ-ríkin séu klofin í af- stöðunni til tillögunnar um ao Varsjárbandalagið og NATÓ geri með sér griðasáttmála. Segir blaðið, að búizt sé við að ísland muni ásamt Portúgal styðja sjónarmið Bandaríkjamanna, en þeir eru á báðum áttum. Blaðið hefur það eftir frétta- ritara sínum í París. Don Cook, að klofningurinn hafi greinilega komið i ljós á síðasta fundi fastaráðs NATÓs. Bretland, Belgia, Luxemborg, Danmörk, Kanada og ltalía eru því fylgj- andi að griðasáttmálinn verði gerður en Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Tyrkland og Grikk- land andvig þeirri samnings- gerð. Á báðum áttum eru svo Bandaríkjamenn. Hollendingar og Norðmenn, það cr að segja þeir eru fylgjandi samn- ingi „ef tekst að ná samkömu- Iagi“. Scgir blaðlð að varla sé viö öðru að búast en að íslend- ingar og Portúgalir muni styðja sjónarmið Bandaríkjamanna. Vestur-Þjóðverjar, sem berj- ast gegn sáttmálanum með fuil- tingi Frakka og Suðaustur-Ev- rópuríkjanna tveggja, munu einkum óttast að samníngsgerð- in myndi hafa í för með sér eínhvers konar viðurkenningu á Austur-Þýzkalandi. Tillagan um griðasáttmála milli hernaðarbandtjlaganna er Framhald á 10. síðu. ! ! ! Kyrkingin á Spáni tók um háifa kist Delgado Martlnez. Það vakti viðbjóð um all- an heim er Franco einræðls- herra á Spáni lét taka tvo anrifasista af lífl með kyrk ingu I Carabanchel-fangelsini! i Madrid. Sjónarvottur elnr hcfur lýst þvi sem fyrir augu bar á aftökustaðnum og birtisf sú lýsing í franska blaðino I’Humanité: „Skömmu fyrir sólarupprás var Francisco Gata færður úi í fangelsísgarðinn. Böðullinn kom. Hann lagðí garrottuna um háis Franciscos. Garr- ottan er verkfæri úr járni og drepur með kyrkingu. Það samanstendur af tveimur sverum járnstvkkjum og tveim skrúfum Böðullim, kom garrottunni fyrir og byrjaði að herða á skrúfun- um. Millimetra eftir milli- metra nálguðust járnin háls Franciscos. Þegar þau höfðu veríð skrúfuð svo þétt saman að endar þeirra hvíldu ekki lengur á viðbeinum Francisc- os hætti böðullinn andartak. Síðan lyfti hann höndunum aftur upp að hólsi Franciscos og greip í jórnin. Francisco hafði enn t'ulla meðvitund Böðullinn byrjaði aftur að skrúfa og brýsti/ jámunum þéttar saman. Um bað bil hálf klukkustund leið éður en Francisco dó. Aðstoöarmenn böðutsins bóru lfkið brott. Þá var komíð að Joaquin Martinez og dauðastríð hans stóð einnig í hálfn stund" ! * gerðar sem hafði dauðann í för með sér. 1 þetta sinn hafðist upp á honum vegna upplýsinga sem var að firina í dagbók skrifstofustúlkunnar ungu. Viðhorf kirkjunnar Fyrir skömmu ijomu þær upplýsingar fram á læknaþingi í Vestur-Þýzkalandl að ein milljón ólöglegra fóstureyðinga að minnsta kosti væru fram- kvæmdar á ári í landinu en að öllum líkindum væru þær þó miklu flciri. Um þessar mundir er mikið rætt og ritað um fóstureyðíng- ar í Vestur-Þýzkalandi og taka bæði stjórnmálamenn og kirkjuleiðtogar þátt í þeim um- ræðum. Mótmælendakirkjan lítur svo á að því aðeins sé fóstureyðing réttlætanleg að líf móðurinnar sé í hættu en sú kaþólska telur að líf bamsins sé jafn mikilvægt og líf móð- urinnar. Kristnir flokkar Einstaka menn hafa lagt til að lögin um fóRtursyðíngar verði rýmkuð. til dæmis verði leyfilegt að eyða þeim fóstrum sem orðið hafa til við nauðg- un. Hvorug kirkjudeildin má heyrá minnzt á slíkt. Eins og kunniigt er ráða kirkjurnar miklu um gang móla í Vestur- Þýzkalandi. stjórnarflokkurinn er sem kunnugt er kenndur við kristindóm og hin sósíaldemó- kratíski stjórnarandstöðuflokk- ur reynir allt hvað hanp getur til að sannfæra háttvirta kjós- endur um að hann sé ekki sið- ur guði þóknanlegur. Er bvi vart við bví að búast að slakað verði á lögunum um fóstur- eyðingar og er bá hætt við að tala ólöglegra fóstureyðinga lækki ekki á næstunni. Kynþáttáésirðir Granado Gata. mn PLAQUEMlNE. LOUSIANA 2/9 — Lögreglan í Plaquemine beitti táragasi og vatnsslöngum til þess a'' dreifa hóp blnkkumanna, sem mótrnæltu kýnþáttamis- rétti Þetta skeði .síðaptliðið sunmiriarskvöld. 0g var allstór hópur blökkumanna handtekinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.