Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. september 1963 ÞIÓÐVIUINN SÍÐA HVÍLDAR- DACINN HUSNÆÐI OG HERMANG Vöruval Stjórnai-völdin hafa hælt sér mjög af því, að þau bjóði al- menningi upp á f jölbreytilegra úrval af neyzluvörum en dæmi séu um áður. Ráðherrarnir benda á að búðahillumar svigni undir hvers kyns varn- ingi, hér sé hægt að fá allt sem nöfnum tjái að nefna, frá augnskuggum til bifreiða, og falar séu margar tegundir af hverri vöru í skrautlegum um- búðum og með hugvitsamieg- um auglýsingatiltektum. Hefur Alþýðublaðið sagt að annað eins vöruval sjáist vart á hyggðu bóli, til að mynda gangi danskar húsmæður hér um götumar, mæni inn um búðargluggana og hljóði há- stöfum af aðdáun og öfund, þær sem missi þá ekki heils- una af ílöngun í kalda búð- inga. Var þetta eitt helzta kosningamál Alþýðuflokksins í sumar, og minnti viðskipta- málaráðherrann einna helzt á stimamjúkan og sjálfumglað- an yfirþjón sem leiðir gesti sína að hlöðnu veizluborði. Ekki á boðstólum En það em til fleiii nauð- synjavörur en kaldir búðing- ar; til að mynda þarf fólk að búa í húsnæði. En í þessu glæsilega viðreisnarþjóðfélagi, þar sem hinn fjölbreytilegi markaður er talinn ímynd allra sannra dyggða og verð- leika, er leiguhúsnæði ekki boðið fram í sellófanumbúðum með auglýsingamyndum. Það heyrir auðsjáanlega ekki til þeim daglegu þörfum sem við- skiptamálaráðherrann og fé- lagar hans hafa tekið að sér að hafa á boðstólum. Því horfa nú ótaldar fjölskyldur fram á það að þurfa að snæða kalda búðinga úti á víða- vangi með haustinu. Dag hvern er að finna 40—50 aug- lýsingar í Reykjavíkurblöðun- um þar sem fólk fer fram á að fá húsnæði til leigu, her- bergi eða íbúðir. Sumir hafa verið að auglýsa frá því snemma í vor án þess að haf a hlotið eitt einasta svar, og snúi menn sér til fasteigna- miðlara og fari fram á leigu- húsnæði er svarið aðeins vor- kunnsamur hlátur. Þá sjaldan leiguhúsnæði er boðið í blöð- um fylgja strangir skilmálar um að leigjendumir megi hvorki hafa með sér börn né önnur húsdýr. Samt munu berast fjölmörg svör við hverri slíkri auglýsingu, en flestum er aldrei anzað; aug- lýsingamar eru aðeins upp- boð sem hækka leiguna í sí- fellu, þótt þess sjáist engin merki í vístölu framfærslu- kostnaðar. Þjóðleikhús- kórinn 10 ára Þann 9. ágúst s.l. gaf Þjóð- leikhúskórinn kr. 2.750,00 í minningarsjóð Dr. Victors Urbancic, en hann' hefði orðið sextugur þann dag hefði hann lifað. Á þessu ári átti Þjóðleik- húskórinn líka 10 ára afmæli, en Dr. Urbancic var söngstjóri kórsins frá upphafi og þar til doktorinn lézt fyrir 5 árum. Starf Þjóðleikhúskórsins hefur alla tíð verið nátengt Þjóðleik- húsinu, enda hefur kórinn frá stofnun sungið við alla söng- leiki Þjóðleikhússins, óperur og óperettur og mörg leikrit. Þá hefur kórinn einnig sungið með Sinfóníuhljómsveit Islands og á vegum Ríkisútvarpsins og hald- ið sjálfstæða hljómleika. Núverandi stjóm kórsins skipa: Þorsteinn Sveinsson, héraðs- dómslögmaður, formaður, og hefur hann verið það s.l. 8 ár. Svava Þorbjarnardóttir ’gjald- keri og Ingibjörg Þorbergs, rit- Eí hefur sigl- ingar til Hull og Antwerpen Undanfarið hafa fjögur af skip- um Eimskipafélagsins haldið uppi áætlunarsiglingum til nokkurra hafna í helztu viðskiptalöndum landsmanna. þ.e. Kaupmanna- hafnar, Leith, Rotterdam, Ham- borgar og New York. Eimskipafélagið hyggst nú einnig taka upp reglubundnar þriggja vikna ferðir til Antwerp- en og Hull fyrst um einn til reynslu, og verður m.s. Reykja- foss í þessum ferðum það tima- bil, er áætlun hefur verið gerð fyrir. sem er frá 5. október beg- ar skipið fer frá Ántwerpen til 10. janúar n.k. Ákvörðup um siglingamar eft- ir þann tíma verður tekin síðar, þegar reynsla er fengin á þeirri áætlun, sem nú hefur yerið gerð. Á misvíxl tímum er ekki sérlega gróða- vænlegt að leigja út íbúðir; það er bæði seinlegt, erfitt og leiðigjarnt að hækka leiguna í sífellu til jafns við verð- bólguna; rétta leiðin er sú að byggja og selja, og festa greiðsluna í snatri í nýrri byggingu áður en verðgildið rýrnar. Og viðreisnin sér fyrir því að jafnan er nokkur mark- Þannig virðist að því stefnt að jafnt húsbyggingar sem vegagerð á Islandi verði eins- konar aukasporslur þeirra gróðafélaga sem hafa það fyr- ir aðalverkefni að þjóna her- námsliðinu. Dollarar Það hefur verið dregið í efa valdsmenn koma einmitt mál- um sínum fram með því að hagnýta sér eftimókn her- mangsfélaganna í dollara og egna þau hvert gegn öðm, en undanfarið hafa árlegar tekj- ur af hemámsþjónustu numið um hálfum miljarði króna. Þessar aðstæður vom einnig hagnýttar út í æsar í sam- bandi við ráðagerðimar um Þannig á leiguhúsnæði ekki heima á hinum fullkomna neyzlumarkaði ríkisstjórnar- innar. Aftur á móti linnir ekki sölutilboðum í blöðunum, eftir auglýsingunum að dæma virð- ist framboðið á söluhúsnæði vera ámóta mikið og eftir- spurnin eftir leiguhúsnæði. En þarna ganga framboð og eftir- spurn á misvíxl, því einatt em boðnar fram 5 og 6 herbergja íbúðir sem sagðar eru kosta um og yfir tvær milljónir •króna. Einir saman ársvextir af slíkri upphæð nema þre- földu árskaupi Dagsbrúnar- manns fyrir eðlilegan vinnu- tíma. Því aðeins eru slíkar í- búðir boðnar að þær ganga út, en þær eru ekki ætlaðar fólk- inu sem auglýsir eftir leigu- húsnæði og spyrst daglega fyrir um einhverja kosti með vaxandi örvæntingu. Gróðahagsmunir Ríkisstjómin lýsir neyzlu- markaði sínum sem mikilli hagsbót fyrir almenning, hinni fullkomnustu þjónustu. En hvað stoða módelkjólar frá Paxís, blóðappelsínur frá Suð- urafríku og niðursoðið dósa- vatn frá New York, ef ekki fæst húsaskjól? Hvarvetna í löndunum umhverfis okkur líta stjórnarvöldin á það sem eitthvert brýnasta verkefni sitt að sjá almenningi fyrir hentugu húsnæði, hinar full- komnustu stofnanir annast skipulagsstörf og framkvæmd- ir á því sviði, og sjálfsagt er talið að veita löng lán með lágum vöxtum til þessara þarfa, svo að húsnæðið geti orðið á skaplegu verði, jafnt til leigu sem sölu. I Skandin- avíu er þetta talið svo mikil- vægt að menfi spara jafnvel frekar við sig bifreiðar og kalda búðinga en fram- kvæmdir 5 húsnæðismálum. Gallinn á neyzlumarkaði í'íkisistjómarinnar á Islandi er sá að hann nær nákvæmlega jafn langt og gróðahagsmun- imir. Og á þessum verðbólgu- „Dag hvem er að finna 40—50 auglýsingar í Reykjavíkurblöðunum þar sem fólk fer fram á að fá húsnæði til leigu, herbergi eða íbúðir“. aður fyrir íbúðir sem slfellt verða dýrari og stærri og glæsilegri, á sama tíma og stjómarblöðin hagnast á árangurslausum örvæntingar- beiðnum um leiguhúsnæði. í hjáverkum Hversu gróðavænlegt pað er að byggja íbúðir í Reykjavík má marka af því að her- mangsfélög Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hafa nú um skeið stundað þá iðju af vax- andi kappi. Það em félög sem em vön því að hirða gróða sinn á þurru landi án nokk- urrar áhættu og sinna. aðeins verkefnum sem tryggja því- líkan ábata. Raunar eru þessi félög að verða mjög umsvifamikil á fleiri sviðum þjóðlífsins. Þannig leggja Islenzkir aðal- verktakar — hið sameiginlega hermangsfélag ríkisstjórnar- innar og hernámsflokkanna — Keflavíkurveginn nýja, og jafnframt því sem þeir hirða gróða sinn á hliðstæðan hátt og á herstöðinni, eignast þeir mikilvirkustu vegagerðarvél- ar sem til eru hérlendis. Virð- ist ætlunin vera sú að þrengja til muna verksvið og getu Vegagerðar ríkisins, og trúlega kemur senn að því að henni verði breytt í „almennings- hlutafélag" undir forustu her- mangaranna. — jafnvel á ólíklegustu stöð- um — að Atlanzhafsbanda- lagið láti sig einhverju skipta togstreitu hermangsfélaganna í framkvæmdum sínum hér á landi. Samt eru hagsmunir þessara gróðafélaga lykillinn að hemámsstefnunni sjálfri.<5> Það enx hvorki hugsjónir né stefnur, herfræði né stjórn- mál, seni valda því að í sífellu er fallizt á kröfur Banda- ríkjamanna og Atlanzhafs- bandalagsins — heldur doll- arar. Sálarlíf hemámssinna birtist mjög skýrt í ræðu sem Guðmundur 1. Guðmundsson flutti í ríkisútvarpið 1956. Rætt var um þá ákvörðun Al- þingis að endurskoða her- námssamninginn og víkja hernum úr landi, en hernáms- andstæðingar fögnuðu þeirri ákvörðun mjög af hugsjóna- ástæðum og með rökum sem ekki skulu rifjuð upp hér. En Guðmundur I. Guðmundsson mælti með ákvörðun Alþingis á þeim forsendum að ef her- inn færi yrðu Islendingar að halda herstöðvunum við fyrir Atlanzhafsbandalagið; brott- för hersins myndi því auka hermangið! Erindrekar Atlanzhafs- bandalagsins þekkja mjög vel þessar hvatir íslenzkra her- námssinna og hagnýta þær út í yztu æsar. Það má meðal ann- ars marka af því, hvernig her- mangið breytist ævinlega eft- ir því hverjir flokkar eiu í ríkisstjórn. Hinir erlendu stórauknar hernámsfram- kvæmdir í Hvalfirði. í svaðinu Áætlanirnar um þær fram- kvæmdir sem nú á að hefja í Hvalfirði voru lagðnr fyrir Guðmund I. Guðmundsson ut- anríkisráðherra 1957. Hann bar þær ekki undir ríkisstjóm- ina, því hann vissi fyrirfram um afstöðu Alþýðubandalags- ins. Hinsvegar ræddi hann málið við ráðherra Framsókn- arflokksins, og niðurstaðan varð sú að kröfunum skyldi ekki neitað heldur beðið á- tekta. Jafnframt samþykkti Framsóknarflokkurinn fyrir sitt leyti að heimila Atlanz- hafsbandalaginu að koma upp lóranstöð á Snæfellsnesi í þágu kafbátaflotaös, en það var fyrsti áfangi framkvæmd- anna. Formlegur samningur um lóranstöðina var gerður snemma árs 1959, en upp úr því tók Olíufélagið h.f. að endurnýja geyma sína í Hval- firði, en þeir höfðu verið , leigðir hernámsliðinu með æmum ábata í nærri áratug. Var ljóst að Olíufélagið h.f. bjóst nú við stórauknum um- svifum og vildi geta tekið þátt í þeim frá upphafi. Að sjálfsögðu hefði verið hagkvæmara fyrir Atlanzhafs- bandalagið að semja við Olíu- félagið h.f. um að hagnýta að- stöðu þess í Hvalfirði og auka hana en að koma upp nýrri stöð. En Framsóknarflokkur- inn var ekki í ríkisstjóm, heldur flokkar sem eiga fjár- liagslegar rætur í Skeljungi og B.P. Því er það þáttur í Hval- fjarðarsamningunum að þeir fái að græða á nýrri stöð; en við Olíufél. h.f. var ekki talað þrátt fyrir allan undirbúnihg- inn, eing og Tíminn hefur get- ið um með sárum harmi .jttpnf Um það hefur verið rætt í blöðum að með því að minnast á slíkar staðreyndir sé verið að draga stórmál niður í svað- ið. En hernámið á heima i þessu svaði og hvergi neiha þar. Og þar á hin síbreyti- lega afstaða hemámsflokk- anna rætur sínar. Þeir menn fást við vindmyllur sem í- mynda sér að hermangarar flokkanna þriggja láti hug- sjónir, skoðanir eða önnur mennsk viðhorf móta afstöðu sína. — Austri. Keeler handtekin —sökuð um lygar LONDON 6/9. Brczka gjálífis- konan Christine Keeler, sem fræg varð af Profumohneyksl- inu og Ward-málinu, var hand- tekin seint í gærkvöldi ásamt þremur persónum öðrum, en síðan Iátin Iaus í viku gegn 350.000 króna tryggingu. Ásamt Keeler voru þau hand- tckin Paula Hamilton-Marshall, ráðskona þeírra frú Olive Brooker og Jamaica-maðurinn Rudolph Fenton. AHt var fólk þetta látið laust gegn trygg- ingu. Réttarhöldin yfir hinum hand- teknu stóðu í þetta sinn að- eins í tíu mínútur. Þau eru sökuð um að hafa boriðjjúg- vitni í máli söngvarans Lucky Gordon frá Jamaicu. Fyrr á þessu ári var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir lík- amsárás á ungfrú Keeler en síðar kom í ljós að hann hafði verið dæmdur á fölskum for- sendum svo að hann var sýkn- aður og látinn laus. Þau fjögur sem nú hafa verið handtekin eiga að koma fyrir rétt 13. þ.m. Er Christine og förunautar hennar yfirgáfu réttarsalinn hafði talsverður fjöldi manna safnazt saman fyrir dyrum úti. Æpti fólkið ókvæðisorð að Christine. Þó heyrðist einstaka rödd ka’lla til hennar hvatning- arorð. Samkvæmt fréttum frá AFP fréttastofunni telja Verka- mannaflokksmenn að nýtt hneykslismál í tengslum við Profumo-málið muni bráðlega koma fram í dagsljósið og reynast íhaldsstjóminni erfitt viðfangs. Ennfremur er fullyrt að hin nýju málaferli gcgn ungfrú Keeler muni seinka fyr- ir skýrslu þeirri sem Dcnning lávarður er að taka saman um Profumo-málið. V É

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.