Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 10
10 SlöA mmmm Sunnudagur 8. september 1963 Ritstjóri: Unnur Eiríksdóttir BRAUTIN Þessi saga gerðist í gamla daga. Betlari barði að dyrum á húsi einu og bað um húsa- skjól. — Ef þú leyfir mér að gista héma á nóttunni með- an ég er að betla á sveita- bæjunum hér í nágrenninu, mun ég ekki ætlast til neins annars, sagði hann við kon- una, sem kom til dyra. — Enginn vel upp alinn betlari biður um mat þar sem hann fær húsaskjól, og hann bið- ur ekki um húsaskjól þar sem hann fær mat. Faðir minn var betlari og faðir hans á undan honum. svo ég veit hvernig betlari á að haga sér. Húsfreyjan sagði að hann mætti sofa fyrir framan eld- inn þegar hann kæmi heim úr betliferðunum á kvðldin. Maðurinn þakkaði henni, og gekk svo á brott eftir þröng- um, hlykkjóttum gangstígn- um milli húsanna. Dóttir húsfreyjunnar var þarna viðstðdd, og hún horfði forvitnislega á manninn þeg- ar hann gekk frá húsinu, og hún hugsaði með sér að ef hann væri ekki svona tötra- lega klæddur og bæri ekki betlipokann á bakinu, væri hann allra myndarlegasti piltur. Dóttirin hét Líban, og hún var mjög falleg stúlka, með skær augu og rjóðar varir og þykkt, brúnt hár. En þrátt fyrir fríðleikann voru litlar horfur á að hún mundi nokk- urn tíma giftast. Ungir menn Velt þá enginn, að eyjan hvíta átt hefur daga, þá er fagur frelsisröðull á fjöll og hálsa fagurlelftrandl gelslum steypti? Veit þá enginn, að oss fyrir Iöngu aldir stofnuðu bölið kalda, frægðinni sviptu, framann heftu, svo föðurland vort er orðið að háði? Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkíð þorir guði að treysta, hlckki hrista, , hlýða réttd, góðs að bíða? Fagnr fer dalur og fyllist skógi og frjSIátr menn, þegar aldir renna. sh^MCT hnfeur og margir f htoldu imtö ismmn Ma, én þessu trúlð. $ ffÖNAS HALLGRÍMSSON. komu öðru hvoru til þess að biðja Ljban, en móðir stúlk- unnar gaf þeim öllum sama svarið. I>eir urðu að klifra upp í hátt tré, sem stóð tæp- ast á klettabrún þama rétt hjá. Þar átti hrafninn hreið- ur og hafði hann eitt sinh stolið skærum frá konunni. Skærin áttu þeir að sækja og tvö af eggjum hrafnsins. Margir höfðu reynt, en þeg- ar þeir voru komnir að hreiðrinu fundu þeir að greinamar voru alveg að brotna, svo að þeir neydd- ust til að hætta við allt sam- an og létu ekki sjá sig fram- ar. Þessvegna leit helzt út fyr- ir að Líban yrði að búa hjá móður sinni alla ævi, og hjálpa henni að spinna. Og það var einmitt það sem móðir hennar vildi, því að hún fékk mikla peninga fyrir bandið sem þær spunnu. Um kvöldið kom betlarinn aftur, og pokinn virtist hanga galtómur á öxl hans. Þð| af- þakkaði hann mjólkurbollann, sem húsfreyja bauð bonum. — Það eina, sem ég vil þiggja hér er húsaskjólið, og að þú geymir og ábyrgist fyr- ir mig það sem ég kem með í pokanum mínum, sagði hann, — síðan tek ég það allt með mér þegar ég fer alfarinn. Hanri fór nú að leita í pok- anum sinum, og fann loksins eina litla matbaun. — Þetta ætla ég að biðja þig að geyma fyrir mig, sagði hann og rétti konunni haunina. Konan tók við hauninni og lét haria út i horn hjá rokknum sínum. Betl- arinn braut saman pokann sinn og hafði hann fyrir kodda. Svo lagðjist hann fyrir framan eldinn og sofnaði vært. Þegar Líban og móðir hennar vöknuðu næsta morg- un reis betlarinn á fætur og labbaði í burtu með pokann sinn á hakinu. Liban fór að taka til morgunverð handa sjálfri sér og móður sinni, og ,þá ko:m litla dílðtta hænan sem hún átti s'jálf, til þess að kroppa brauðmolana upp af gólfinu. Hún fór út í horn- ið, bar sem rokkurinn stóð, og gleypti matbaunina, sem þar var geymd. — Mamraa, kallaði Líban. nú er hænan búin að éta matbaunina, sem þú áttir að ábyrg'fast. Hvað heldurðu að betlarinn segi þegar hann kemur heim? — Ó, hann gleymir áreið- anlega að spyrfa um hana. Flýttu þér að spinna dálít- ið því maturinn er enn of heitur til að borða hann, svar- aði móðirin. Það fyrsta, sem betlaririn spurði um þegar hann kom heim var baunin. — Hvar er matbaunin, sem þú geymdir og ábyrgðist fyr- ir mig, húsfreyja? sagði hann — Hænan át baunina, svar- aði konan. — Hvaða hæna át baunina sem þú Iofaðir að geyma? — Það var dílótta hænan. sem stendur fyrir framan þig. — Fyrst hænan át ba’Unina. sem var mín eign, á ég auð- vitað hænuna. sagði betlar- inri, og stakk hænunni í pok- anri sinn. — Þú hefur ekkert leyfi til að slá eign þinni á þessa hænu, sagði konan reið. FramhalS. Letidýr Karl-býflugan er oft kölluð let- ingi. Það kemur til af því að hann vinnur ekki. Hann er þann- ig skapaður að hann getur hvorki varið sjálfan sig né stungið. Það þarf meira að segja að fæða hann og sjá um afkvæmi hans. Glerið er vökvi Gler err hart viðkomu, en samt sem áður er það vökvi. Ef það er lát- ið standa í sérstakri stöðu nokk- urn tíma, síga frumagnirnar nið- ur á við. Þessvegna er það að gamlir gluggar eru þykkari að neðan en ofan. Skógurinn sem varð að steini í sumum hlutum heims eru til svokallaðir steinskógar, eða tré sem orðið hafa að steini. Þetta voru einu sinni venjuleg tré, sem grófust undir kletta, en hafa nú fundizt á ný. Einn er til í Arizona og er kallaður „Skógurinn sem varð að steini“. Rani sem vopn Jafnframt þvi sem fílar nota ran- ann til að drekka með, geta þeir einnig notað hann sem vopn. Vit- að er til þess að ef menn hafa reynt að hertaka fíla, þá hafa fíl- amir gert sér lítið fyrir og spraut- að stórri vatnsgusu framan í and- stæðing sinn. Myndir fró lesendum Kæra Óskastund! — Ég sendi þér mynd sem ég hef teiknað. Kær kveðja. — Hinrik Halldórsson, Framnesi, Neskaupstað. Keisarinn á verði Það er í frásögur fært, að nótt eina eftir langan og blóðugan bardaga, hafi Napó- leon mikli dulbúið sig sem óbreyttur hermaður til að líta eftir, hvort allir varð- menn gerðu 'skyldu sína. Utarlega í herbúðunum kom hann að einum varð- manninum sofandi. Þreytan og svefninn höfðu yfirbugað hann, svo að hann gætti ekki skyldu sinnar. Napóleon tók byssu hermannsins, án bess að hann yrði þess var, og tók sér sjálfur stöðu á verð- inum. Þar stóð hann f tvær klukkustundir. eða þangað til varðmaðurinn vaknaði. Þegar hermaðurinn vakri- aði, þekkti hann Napóleon og varð hverft við sem von var. — Herra, ég hef fyrirgert lífi mínu, mælti varðmaður- inn við keisara sinn og hers- höfðingja. — Nei. svaraði Napóleon, eftir svo erfiðan dag er hægt að fyrirgefa, þótt jafnvel dugandi hermaður sofni. En næst verður þú að velja þér heppilegri hvíldartíma. Hermaðurinn komst svo við af þessu drenglyndi keis- arans, að henn gleymdi því aldrei. SKRÍTLA Fangavörðurinn: — Nú er ég búinn að vera fangavörð- ur hér í tíu ár, og mig Jang- ar til að halda daginn hátíð- legan. Hvernig veizlu finnst ykkur að ég ætti að halda? Fangamir; — Opið hús. herra faneavörður, nnifi þús. / Mikill kostn- aBur, en tal- inn borga sig Stórfyrirtæki heimsins leggja mikið fé í auglýs- ingastarfsemi hverskonar, enda vita eigendur og for- stöðumenn að sá peningur, sem lagður er í auglýsingar er fljótur að koma marg- faldur í kassann aftur. Ög í þessum efnum eins og mörgum öðrum er mest í Ameríku, þar nemur aug- lýsingakostnaður stærstu fyrirtækjanna og auðfélag- anna gífurlegum upphæð- um. En hvaða fyrirtæki í Bandaríkjunum ver þá rpestu fé um þessar mund- Ir í auglýsingar blaða? Svar: Enn mun auðfélag- ið General Motors eiga met- ið, en það varði á síðast- liðnu ári um 1420.000.000 króna í blaðaauglýsingar einar. I öðru sæti er Ford Motor Oompany, sem eyddi í sama skyni í fyrra 1250.- 000.000 króna. Lokunartlminn Framhald af 4. síðu. reksturs á viðkomandi stað um tiltekinn tíma. 12. gr. Brot gegn sambykkt bessari varða sektum allt að ....... kr. Með mál út af brotum á sam- þykktinni skal farið að hælti opinberra mála. 13. gr. Samþykkt þessi öðlast gildi ........ n.k. Frá og með þeim tíma falla úr gildi öll leyfi, er borgarráð hefur veitt til kvöldsölu. Auk framangreindra tillagna um lokunartíma verzlana í R- vík leggja þeir Páll og Sigurð- ur til í sambandi við þetta mál að eftirfarandi málsliður bæt- ist aftan við 7. tölulið 79. grein- ar heilbrigðissamþykktar Rvík- ur. 5,1 nýlenduvörubúðum og öðr- um sölustöðvum þar sem neyzluvörur eru seldar getur heilbrigðisnefnd bannað neyzlu varanna á staðnum." Loks leggja þeir til að upp- haf 79. greinar lögreglusam- þykktar Reykjavíkur orðist svo: i.Veitingastaði þar sem fram fer sala heitra máltiða, heitra sérrétta eða fjölbreyttra kaffi- veitinga. skal heimilt að hafa opna frá kl. 6.00 til kl. 23.30. enda sé slík sala meginhluti rekstursins að dómi heilbrigðis- nefndar og þar fari ekki fram sala sælgætis." Ennfremur leggja þeir til að aftan við 79. greinina komi ný málsgrein svohljóðandi: i.Um lokunartíma veitinga- staða þar sem sala heitra mál- tíða, heitra sérrétta eða fjöl- breyttra kaffiveitinga er ekki meginhluti rekstursins að dómi heilbrigðisnefndar fer efti>- sömu reglum og um almennar verzlanir.*4 ReykvíSfingar! Norrænu sundkeppninni lýkur 15. september. Sundeild KR skorar á alla þá Reykvíkini-a. sem enn hafa ekki synt 200 metr- ana, að Ijúka því nú þegar. Gerum hlut Reykjavikur sem stærstar hcildarsigri iandsins. SUNDDEILD K «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.