Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJðÐVILIINN Sunnudagur 8. septembef 1963 Otgcfandi: Samelningarflokkur alþýðu — SÍsíalistaflokk- ' urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjóísson, Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja; Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Veröfrygg- ing o kaup Iferðbólgan geisar um landið eins og fellibylur og sannar að það voru heimskuleg lokaráð þeg- ar afnumdar voru vísitölugreiðslur á kaup — í því skyni að vinna bug á verðbólgunni! Vísitölu- greiðslurnar voru mikilvæg trygging fyrir laun- þega, þær veittu öryggi sem kom fram í því að kaupgjaldssamningar voru einatt gerðir til langs tíma. Nú eru samningar yfirleitt aðeins gerðir til nokkurra mánaða í senn, og raunar er algengast að samningar séu í sífelldri uppsögn þannig að hægt sé að boða vinnustöðvanir með viku fyrir- vara. Flest verklýðsfélög hafa tvívegis gert kaup- gjaldssamninga á þessu ári, og augljóst er að óhjá- kvæmilegt verður að gera að minnsía kosti eina samninga í viðbót á þessu ári og þá með mjög stór- felldum breytingum. Verðlags- og kaupgialdsmál eru þannig orðin einn samfelldur glundroði. 17'ísitöiugreiðslur á kaup voru ekki aðeins veiga- " mikið öryggi fyrir launþega, þær. voru ednn- ig óhjákvæmilegt aðhald fyrir stjórnarvöldin. Það er frumskylda hverrar- ríkisstjórnar, að tryggja sem stöðugasta veðlagsþróun í þjóðfélagi sínu, og vísitölukerfið var í senn mælikvarði á árangur stjórnarstefnunnar og svipa sem knúði ráðherrana til að gegna skyldustörfum sínum. Eftir að þessu aðhaldi var svipt burt hefur tekið við óðaverð- bólga sem magnaet hefur með hverju ári og hverj- um mánuði og ágerist nú raunar með hverjum degi. Stjórnarherrarnir virtust í fyrstu ímynda sér að þeir hefðu fundið lausnarorðið með því að gefa verðbólgunni lausan tauminn; hana mætti í senn hagnýta til þess að (skerða raunverulegt kaup launamanna og koma jafnvægi á utanríkisvið- skiptin; en nú standa þeir ráðþrota frammi fyrir afleiðingum sinnar eigin stefnu. Á íslandi er nú efnahagslegur glundroði af því tagi sem naumas’t þekkist annarsstaðar nema af völdum styrjalda eða ógnarlegra náttúruhamfara. örgunblaðið segir í gær að skrif Þjóðvilj ans M, um þetta efni sanni að blaðið fallist á þá stefnu stjórnarvaldanna að koma þurfi í veg fyrir kapphlaup verðlags og launa og miða launahækk- anir við framleiðsluaukningu. Það þarf í senn af- glapahátt og óskammfeilni til þess að lýsa „stefnu“ ríkisstjórnarinnar á þennan hátt meðan þjóðin sekkur hraðar og hraðar niður í kviksyndi verð- bólgunnar. Og skiptingin á framleiðsluaukning- unni, sem skiptir árlega nokkrum prósentum, er sannarlega aðeins hluti vandamálsins; það er létt- vægt deihiatriði hvort þióðarframleiðslan aukist á ári um 4 eða 5 ^af hundraði, þegar rætt er um að næst þurfi búvörur að hækka um a.m.k. 50 af hundraði! Sú óhjákvæmilega nauðsyn sem nú blas- ir við og allir hljóta að skilja, nema þá áróðursaf- glapar stjórnarblaðanna, er að þegar í stað verði tekin upp full verðtrygging á kaup. Þá fyrst þegar tryggt er að raunverulegt. kaup haldist óskert er hægt að fara að deila um lágu prósenturnar. — m. Tillaga að samþykkt um afgreiðslu- tíma verzlana í Reykjavík og fleira Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrrad. komú tillögur að samþykktum afgreiðslutíma verzl- ana í Reykjavík til fyrri umræðu í borgarstjórn í fyrradag, en þær eru samdar af þeim Páli Lín- dal og Sigurði Magnússyni að tilhlutun borgar- ráðs. Þar sem hér er um að ræða mál sem mjög varðar allan almenning þykir Þjóðviljanum rétt að birta tillögur þeirra Páls og Sigurðar í heild eins og þær liggja nú fyrir borgarstjörn til af- greiðslu. 1. gr. Samþykktin tekur til hvers konar smásöluverzlana i Rvík, , þ.á.m. sölutuma, svo og einnig til brauð- og mjólkurbúða. Borgarstjórn getur með sam- þykki ráðherra ákveðið, að í'yr- irmæli þessarar samþykktar taki að nokkru eða öllu leyti til afgreiðslutíma annarra fyrir- tækja, sem hafa bein viðsldpti við almenning. t.d. rakarastofa. hárgreiðslustofa, Ijósmynda- stofa, viðgerðarverkstæða o.s. frv. Undanþegnar ákvæðum sam- þykktarinnar eru þó lyfjabúð- ir, bifreiðastöðvar og benzín- stöðvar. Ekki ná ákvæðin held- ur til sjálfsala, blaðasölu á göt- um. merkjasölu og annars slíks. Ef ágreiningur rís um skiln- ing á ákvæðum samþykktar þessarar, úrskurðar borgar- stjóm það, að fenginni umsögn lögreglustjóra, en skjóta má úr- skurði til ráðherra, og er úr- skurður háns endanlegur. Z. gr. Daglegur afgreiðslutími smá- söluverzlap'a og annarra, solu- staða. er samþykkt þessi tekur til, skal vera sem hér segir, , nema öðruvísi sé sérstaklega á- Jsveðið írsamþykktinni:-. Virka daga skal heimilt að opna sölustaði kL 8.00 og lokað skal þeim ekki síðar en kl. 18.00. Á föstudögum skal heimilt að halda sölustöðum onnum til kl. 22.00. Á laugardögum skal heimllt að halda þeim opnum til kl. 14.00. á tímabilinu frá 1. mai til 30. september. en til kl. 16.00 á tímabilinu 1. október til 30. apríl. Síðasta virkan dag fyrir að- fangadag jóla skal heimilt að hafa verzlanir opnar til kl. 24.00. Borgarráð getur að fengnum tillögum lögreglustjóra heimil- að. að sölustaður verði opnaður fyrr en segir f grein þessari. 3. gr. Borgarráð getur heimilað til- teknum fjölda verzlana að hafa opið til kl. 22.00 alla daga; nema þá, er um getur i A-lið 7. gr., sbr. og C-lið sömu greinar. Fjölda slíkra verzlana og nánari tilhögun alla ákveður borgarráð að fengnum tillögum stjórnar Kaupmannasamtaka tslands og Kaupfélags Reykia- víkur og nágrennis. Að því skal stefnt. að íbúar í skipulögðum ibúðarhverfum borgarinnar geti náð til verzlunar. þar sem á boðstólum er sæmilegt úrval helztu nauðsynjavara, enda sé verzlunin ekki óhæfilega langt frá heimilum þeirra. 4. gr. Mjólkur- og brauðbúðir mega vera opnar kl. 8.00—18.00 virka daga nema laugardaga en bá skal lokað eigi síðar en kl. 16.00. Á sunnudögum og eins öðnjm dögum. er taldir eru f B-lið 7. gr.. skal lokað eigi síðar en kl. 16.00. Sala á sælgæti og gosdrykki- um er óheimil í mjólkur- oa brauðbúðum. 5. gr. Borgarráð getur að tengnum tillögum lögreglustjóra og heil- brigðisnefndar, leyft. að vikið sé frá ákvæðum 2. gr.. þegar um er að ræða sölutuma eða sambærilega sölustaði, og fer þá um afgreiðslutíma þeirra, svo sem segir í 3. gr., 1. mgr. Sölustaðir þeir, er um getur í 1. mgr. skulu algerlega að- greindir frá verzlun eða birgða- geymslu verzlunar og má sala þar einungis fara fram um sölu- op. Þar skal heimilt að selja kort. frímerki, dagblöð, tímarit, rit- föng, rafmagnsöryggi, nýja á- vexti, ís, innpakkað sælgæti, tóbak, eldspýtur, öl. gosdrykki, heitar pylsur og annað slíkt Heilbrigðisnefnd ákveður. hvað selja megi á hverjum stað og ákveður nánar, hvernig um- búnaði ?kuli hagað. Á hverjum sölustað skal komið fyrir á stað, þar sem viðskiptamenn geta greinilega séð. skrá um, hvað selja má á staðnum, og skal sú skrá staðfest af trúnað- armanni nefndarinnar. Borgarráð getur og heimilað, að söluturnar með biðskýli, er starfa samkf/æmt sérstöku sam- komulagi við borgarráð, megi vera opnir til kl. 23.30 alla daga nema þá, er um gétur í A-lið 7. gr. sbr. og C-lið. Heilbrigðis- nefnd ákveður, hvaða vörur bar megi hafa til sölu sbr. 3. mgr. og setur nánari skilyrði um umbúnað allan. 6. gr. Borgárráð getur að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar, heimilað. að verzlanir, sem ein- göngu selja smurt brauð, öl, gosdrykki og mjólk megi vera opnar með þeim hætti, er um getur í 1. mgr. 3. gr. Enn fremur getur borgarráð með sama hætti heimilað, að fyrirtæki, er selja um söluop og hafa eingöngu á boðstólum heitar pylsur, smurt brauð, annan tilbúinn mat innpakkað- an og mjólk. megi vera opnir til kl. 23.30. Að fengnum með- mælum lögreglustjórá getur borgarráð leyft að sala fari þar fram eftir kl. 23.30, en bá skal jafnframt ákveðið. hvenær lokað skuli. / 7. gr. Um lokun sölustaða á ein- stökum helgidögum og hátíðis- dögum gilda eftirfarandi regl- ur: A. Föstudaginn langa. páska- dag, hvítasunnudag og jóladag skal öllum sölustöðum lokað allan daginn. B. Alla sunnudaga. nýársdag. annan páskadag, sumardaginn fyrsta, annan hvítasunnudag, uppstigningardag, 17. iúní fyrsta mánudag í ágúst og ann- an jóladag skal sölustöðum lokað allan daginn. sbr. bó undantekningarákvæði í 3.—6. gr. Aðfangadag jóla og gamlárs- dag skal öllum sölustöðum lok- að eigi síðar en kl. 16.00. 8. gr. I kvikmyndahúsum, leikhús- um, á íþróttavöllum. úti- skemmtistöðum og slíkum stöð- um skal heimilt. að fengnu eamþykki heilbrigðisnefndar. sð selja sælgæti, tóbak, ís, gos- drykki og annað slíkt, sem ætlr má, að neytt verði á staðnum. Einnig má selja sýningarskrár, minjagripi eða annað slíkt. sem eðlilegt telst að sé til ^ölu. ut- an þess tíma. er um getur í 2. gr., þó aldrei eftír að sýningu lýkur eða skemmtistað er lokað. 9. gr. Eftir lokunartíma sölustaða er óheimilt að selja vaming, sem verzlunarleyfi þarf til sölu á. Þó skal heimilt að afgreiða þá menn, sem komnir eru í verzl- un eða á sölustað, þegar lokað er. 10. gr. Lögreglustjóri getur heimilað í einstöku tilvikum rýmri sölu- tíma en segir í samþykkt bess- ari. þegar ákveðið er. að ágóði af sölu renni til almennings- heilla. Borgarráð getur og leyft rýmrl afgreiðslutíma, þegar um er að ræða sölu á lifandi blóm- um, sölu á garðplöntum að vori til og /sölu á jólatrjám og slfk- um vörum í desembermánuði, svo og áþekka sölu, þar sem eðlilegt telst, að rýmri af- greiðslutími sé. m i 11. gr. Fyrir leyfi. skv. 5. gr„ skal greiða gjald í borgarsjóð, kr. 10.000.00 á ári, er greiðist fyrir- fram fyrir hálft ár í senn. Ef leyfishafi er ekki jafnframt eigandi þess húsnæðis, sem sala fer fram í, skal leyfi ekki veitt. nema eigandinn ábyrgist jafn- framt greiðslu gjaldsins. Borgarráð getur veitt aðila, er rekur biðskýli fyrir strætis- vagnafarþega í sambandi við sölutum, undanþágu frá greiðslu gjalds, skv. 1. mgr. Ef leyfishafi brýtur samþykkt þessa eða skilyrði. sem borgar- arráð, heilbrigöisnefnd eða 'ög- reglustjóri setja fyrir leyfi, eða rekstur sölustaðar þykir ?kki fara vel úr hendi, má borgar- ráð svipta leyfishafa leyfinu fyrirvaralaust. enda hafi leyfis- hafi ekki látið segjast við að- vörum. Jafnframt má þá ákveða að leyfi verði ekki veitt tii álíks Framhald á 8. síðu. MARKVISS SKOTVOPN FRÁ SUHL Við afgreiðum eftirfarandl: Veiðidýrabyssur margar teg;, tvíhleypur og einhlcypur frá \ verksmiðjunum: SIMSON-,- BÍÍHAG HUBERTUS Og WOLF. Ennfremur loftbyssur, merki: HAENEL, Skotfæri tii- heyrandi loftbyssum, svo og skot- hylki með þessum heitúm- HU- BERTUS, SELLIER & BELLOT, NIMROD og OLVMPUS getið þér einnig fengið frá okkur — Tvisvar á hverju ári eigið þér kost á að sjá þessa hilnti á Kaup stefnunni í Leip?ig i sýningar- höllinni Stentzlers Hof. UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Samband íslenzkra samvi"nufé- laga, Reykiavík: Garðar Gisia son h.f., Revkjavik: Borgarfell Laugavegi 18. Reykjavik. DEUTSCHER INNEN UND AUSS Markgrafenstrasse 46. Deutsche Demokratisebe Republik (Þýzka alþýðulýðveldið). I t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.