Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 6
J w g SÍÐA ARMENÍA - ÖNNUR GREIN 6ÖMUL HANDRIT í tvö þúsund ár... Fáar þjóðir eru uppi í heim- inum sem fremur verðskulda virðingu nianna og aðdáun en Armenar. 1 meir en 2000 ár hafa þeir haldið velli fyrir eldi og sverði í hrjóstrugum fjallahéruðum á mörkum Evrópu og Asíu. 1 tvö þúsund ár hafa verið gerðir út ótölulegir herflokkar til að kúga og ræna þessa þjóð og drepa hana ef hægt væri — rómverskir og grískir. persnesk- ir og arabískir. mongólskir og tyrkneskir. Og samt héldu Deir áfram að lifa, tala armenska tungu, skrífa merkilegar bæicur um sögu sína og um margar greinar vísinda, miðla öðrum þjóðum af þékkingu sínni og reynslu í kaupskap og margvís- legum iðngreinum. Og lifa ann í dag, í lltlu en merkilegu .•jnenningarþjóðfélagi f austur- *níúta hinnar fornu Armeníu, þar • sem nú er sovétlýðveldi, og svo í stórum og smáum „nýlendum" ,íll®f§M''saRan hefur neytt'þá til að stofna um allan heim — ekki slzt í nálægari Austurlöndum. M atenadaran Musteri armenskrar sögu er Matenadaran. 1 fjallshlíð stend- ur stór byggíng, grá, bung. há- tíðleg. Hér eru geymd tiu þús- und armensk handrit og tvö hundruð þúsund skjöl og bréf. Islendingur gengur inn í húsið fullur sérstakrar lotningar en um leið fremur mæðulegur á svip vegna Ámasafns. Tíu þúsund handrit. Og samt er þetta ekki nema brot af öllum þeim bókum sem Armenar hafa saman skrifað. f dag eru þekkt um tuttugu og fimm þúsund armensk handrit — fimmtán þúsund eru dreifð um allar jarðir — fjögur þús- und í Jerúsalem, fjögur þúsund í armensku klaustri í eyju heil- ags Lasarusar í Feneyjum, og svo má lengi telja. Og enginn veit hve mörg hafa farizt. Að vísu er þess ekki getið. að Ar- menar hafi gert sér skó úr handritum eða soðið af þeim súpu í hallærum. En innrásir hafa höggvið gífurlegt skarð í þennan fjársjóð: vitað er að Seldsjúkar brenndu tíu þúsund handritabækur á einu bretti árið 1170, skömmu síðar var fimm hundruð bókum hent í vatnið Sevan. Til eru margar slíkar sögur. Oftlega var reynt að fela bækur þegar óalda- flokkar riðu í garð, en máski voru þeir dauðir þegar hættan var liðin hjá. sem vissú af felu-' staðnum. Þar í safninu er geymt eitt slíkt handrit sem fundtzt hefur f helli. og var bað steingert orðið af vatnsdropum aldanna. en enn má greina bókstafi f hinni fyrstu stein- síðu Bók á hrakningi Merkileg voru örlög stærstu bókar safnsins, Tsjarintfr, en hún er 51x70 sentímetrar um sig og fór eitt kálfskinn á hverja hinna sjö hundruð blað- síðna hennar. Seldsjúkar dráou eigandann árið 1204 og rændu bókinni, sem geymir safn Matcnadaran — eljuvcrk þúsunda, varðveitt á skrifuöum blöðum. 1 fomra armenskra og þýddra grískra rita. Þá tóku Armenar úr nálægum þorpum sig saman. söfnuðu 4000 gullpeningum og keyptu út bókina og er enn til listi yfir þá menn og konur sem sýndu af sér þetta lofsverða framtak. í sjö aldir var hand- ritið geymt í klaustri í Mús, en þegar Tyrkir ákváðu að útrýma öllum Armenum árið 1915 var reynt að koma henni undan. Til að auðveldara væri að flytja þessa þungu bók var hún skor- in í tvennt, og komst annar hluturinn til Matenadaran í Erevan eftir mikla hrakninga. ’I' dágiriri að flótta menn höfðu neyðzt til að grafa hinn hlutann í jörð í kirkju- garði Armena í Erzerum (Tyrk- landi) og var honum bjargað þaðan svo lítið bar á. En sautján blöð bókarinnar höfn- uðu á Italíu — og eru þar enn. Að lifa í sögunni Armenskar bækur geyma margan fróðleik. Armenía var fyrsta landið sem faðmaði guðspjallið opin- berlega, kristin trú varð þar ríkistrú í upphafi fjórðu aldar. Skömmu síðar eignaðist þjóðin ágætan menningarfrömuð Mes- róp Mastots. en hann bjó til sér- kennilegt og fagurt letur fyrir armenska tungu og gerði hana að ritmáli. Hann og lærisveinar hans höfðu gott samband við Alexandríu og önnur mennta- setur þess tíma, þýddu biblíuna og gríska sagnfræðinga og heimspekinga og sömdu sjálfir sagnfræðileg rit. Þessar elztu bækur þeirra hafa því miður ekki varðveitzt í frumriti — en eru mörg til í afritum og er elzta dagsetta handritið frá níundu öld. Einhver fyrsti sagnfræðingur Armena var Egise — hann seg- ir frá orustu sem hann tók sjálfur þátt i árið 451 er Ar- menar vörðust Persum undir forystu Maminkojans; áttu þeir við ofurefli að etja eins.oa oft síðar. enda beittu Persar ind- verskum stríðsfílum — en Ar- menar börðust hraustlega, féllu eri hcldu vélli,‘ því ' þóft ’ ‘þfeíf' yrðu að gjalda Persum skatt hlutu þeir samt sjálfsstjórn og héldu réttri trú. Armenskur sagnfræðingur þýddi okkur þennan texta: Lýsingin er mjög ólík fornum íslenzkum frásagn- arstíl enda mjög skreytt áhrif- um grískrar ræðulistar. En þarna sagði frá merkilegum og miklum tíðind.um og þegar þýð- ingu var lokið sagði sagnfræð- ingurinn: Við erum þakklát beim mönnum sem létu lífið til að við mættum lifa í sögunni sem Armenar .. Þekking Armenskar bækur geyma ekki aðeins heimildir um ar- menska sögu og kveðskap forn- an og átakanlegan. Saga nágrannaþjóða þeirra verður ekki skráð án þess að til þessara handrita verði leitað. Ennfremur eru til grískr rit. sem hvergi hafa varðveitzt nema i armenskri þýðingu og svo býð- ingar rita (t.d. Aristotelesar) sem eru gerðar eftir eldri og sannari uppskriftum en þekkt eru á frummálinu. Náin kynni af grískri ménn- ingu, sjálfstæði armensku kirkjunnar sem hvorki laut Miklagarði né Róm, varð til þess að lifandi hugsun gat náð miklum þroska í menntasetrum Armeníu. Á sjöttu öld eiga þeir ágæta heimspekinga eins og Davíð hinn ósigrandi, sem svo var kallaðúr vegna þess að enginn gat haft í fullu tré við hann í dispút — hvorki í *» Mi'k-lagarði né annarsstaðar. Á sjöundu öld eiga þeir stærð- fræðinga eins og Sjiratsí sem gerði sér fyllilega Ijóst að jörð- in var hnöttótt — en þeirri vizku höfðu menn þá týnt nið- ur í hinni pápísku Vestur-Ev- rópu (En norrænir menn vissu þetta af sjóferðareynslu sinni). Og er hann var spurður: af hverju dettur jörðin þá ekki? Þá svaraði hann því til að hún væri studd af vindum sem blása á hana frá öllum hliðum og halda henni þannig i jafn- vægi. Og var þetta ágætt svar á sínum tíma, enda margar Sunnudagur 8. september 1963 aldir óliðnar áður en Newton fæddist. Skömmu síðar eiga Armenax góða lyfjafræðinga, og eru í safninu bækur um þá vísinda- grein, prýddar myndum af þeim jurtum sem skulu notaðar til lyfjagerðar til frekari trygging- ar því að apótekarinn fari ekk: villur vegar. Og á þrettándu öld eiga þeir lækna sem eiga í ritdeilum víð Araba um nyt- semi blóðtöku; þá kryfja ar- menskir læknar lík og gera kvikskurði á dauðadæmdum glæpamönnum. Það er því ekki undarlegt að armenskur blaðamaður skyldi hrópa upp á ráðstefnu í Moskvu ,er hann vildi fá meira skrifað í Isvestía'um Armeniu: Við áttum lækna á þeim tíma þegar aðrir áttu ekki einu sinni sjúklinga.. Visnaðar rósir Handrit Matenadaran eru ekki aðeins merk, þau eru fög- ur. Skrifaramir hafa verið at- vinnumenn og ákaflega vel að sér í greininni. Þeir fundu upp frumlegan sjálfblekung — einn þeirra hefur skilið eftir þau ummæli, að hann skrifi meir en níu hundruð stafi eftir hverja ídýfu. Þeir hafa og margir hverjir verið listamenn ágætir og leggja sig mjög fram um að myndskreyta bækumar. Myndirnar eru litaðar og eru litimir furðuskærir enn í dag. gylltur, blár, rauður. Rauði liturinn var framleiddur úr ormum og dýrmæt verzlunar- vara — aðeins konungurinn hafði rétt til að l,ita bæði stíg- vél sín í þessum lit, en gæðing- um sínum gat hann leyft að )i*.a annað stígvélið og var það við- urkenning fyrir sérstök afrek. Það er töluvert vitað um til- orðningu handritanna — þess er venjulega getið hvenær þau vom skrifuð. tilfært nafn skrif arans og þess er bókina pant- aði, einnig em rakin minnis- verð tíðindi sem gerðust á þeim tíma er bókin varð til: drep- sóttir, jarðskjálftar og uppskeru- brestir og annað þess háttar. oe hafa mönnum lengi ekki þótt fréttir nema illar væm. Fræg- astur af þessum skrifurum var Hovanes, sonur Mangars. Hann var uppi á fimmtándu öld. lærði að skrifa fjórtán ára gamall og lézt frá hundrað þrítugustu og annarri bók sinni áttatíu og sex ára gamall.... Tíu þúsund handrit. Af tvö hundruð þúsundum? af hálfrt milljón? Skáldið Pabló Nemda hefur skrifað í gestabók safnsins: Fomar, helgar bækur vizku og skáldskapar halda áfram að Iifa hér eins og visnaðar rósir sem geyma fjölda sáðkorna, enn ó- sýnilegra .... A.B. Fyrir skömmu rifjaði Gísli Sigurgeirsson. fyrmm verk- stjóri, upp sögu Keflavíkurveg- arins, sem nú nefnist Reykja- nesbraut, en lagning hans hófst þriðja í hvítasunnu 1904 og lauk í endaðan september 1912. Mörgu frásagnarverðu varsleppt úr því spjalli, en að því end- uðu datt mér í hug að líklega væri Gísli maðurinn til að ráða fyrir mig gamla gátu, og spurði: — Fyrir mörgum árum rakst ég einu sinni á fyrirmyndarveg en ómalborinn í hrauninu milli Vifilsstaða og Hafnarfjarðar, eða öllii heldur Setbergs, fyrir ofan Hafnarfjörð. Enginn sem ég hef spurt hefur vitað nokkur deili á þessum vegi, ekki einu sinni að hann væri til, — veizt þú hvaða vegur þetta er? Járnbraut Jísli brosir glettnislega og svarar: Já, það veit ég. Faðir minn. Sigurgeir Gíslason og Jón Einarsson stjómuðu þessari vegalagningu 1917- Ég vann þá við annað og á því engin hand- tök þar. — En hvers vegna var aldrei lokið við þá fáu metra sem á vantar til að hann nái út úr hrauninu beggja vegna? JÁRNBRAUT TIL SUÐURNESJA — Það vari hætt við hann. Þetta átti ekki að vera akvegur, heldur járnbraut, undirbygging undir jámbrautarteina. , Sérstæðar minjar Jón Isleifsson verkfræðingur mældi fyrir þessari jámbraut- amndirstöðu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Það var einn- ig byrjað að vinna við þessa járnbtautarlagningu Reykjavík- urmegin, rifið grjót og sett í stórar hrúgur við Elliðaárnar og hjá Vífilsstöðum og þar, en þessi kafli um Hafnarfjarðar- hraunið er eini kaflinn sem var fullgerður og grjóthrúgurn- ar Reykjavíkurmegin horfnar. þvi grjótið var tekið í annað þegar hætt var við járnbraut- arlagninguna. Við l^tum líka kljúfa grjót hjá Setbergi, sem átti að fara til að hlaða upp ræsi á þessari leið. Þetta var unnið í nokkurs- konar atvinnuþótavinnu, en þá var fremur lítið um vinnu. Við þessar upplýsingar Gísla rifjast upp að á áratugnum 1910—1920 var járnbrautar- lagning mjög á dagskrá hér á landi, m. a. austur yíir Fjall. En kaflinn þvert yfir Hafnar- fjarðarhraunið er nú einu sýni- legu minjamar um járnbrautar- lagningu á Islandi, Og vart mun þurfa að gera því skóna að jámbraut verði úr þessj lögð til Suðurnesja — né ann- arra staða á fslandi. J. B. S Þessi vegur í hrauninu mSIII Hafnarfjarðar ,og Vífllsstaða er nú einu minjarnar um járnbrautarlagningu Islendinga. Hann var lagður 1917 og á hann áttu að koma járnbrautartcinar. t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.