Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 12
Grágæsaplágan í algleymingi Heilir hektarar nýrœktar að fíagi - HALLORMSSTAÐ í sept- emberbyrjun. — Við Hér- aðsbúar höfrpn um nokk- urra ára skeið orðið að þola plágu á nýræktarlöndum og komökrum, sem helzt jaðrar við engisprettufar- aldur í Suðurlöndum. Þetta eru þúsundir — ef ekki tug- þúsundir — grágæsa, sem flæða yfir sveitir vor og haust. í fyrra fréttum við um marga byggakra, þar sem grágæsir höfðu urið upp allt korn á allt að þriðjungi. Fyxir nokkrum dögum var fréttaritari Þjóðvitjans staddur í Hjaltastaðaþinghá og hitti m. a. að máli Þorstein bónda Sig- fússon á Sandbrekku, formann Búnaðarsambands Austurlands. Hann hafði fréttir að færa af atferli grágæsarinnar í sinni landareign. Heill hektari ný- ræktartúns, sem hann sáði í í vor, var aftur orðinn að flagi fyrir tilverknað gsesanna. Enn- fremur eru þær famar að leita í kaföflugarða og gera þar mik- inn usla. Fá ráð eru tiltæk til þess að bægja óvinafagnaði þessum frá. Þó var eitt, sem helzt dugði til þess að verja garðana, en það var að binda hund á dreif í námunda við garðinh. Þegar seppa fór að leið- ast ófrelsið, tók hann að span- góla og gelta ámátlega, svo að vargurinn fyrtist nokkuð við. Við höfum frétt, að helzti fuglafræðingur landsins, dr. Finnur Guðmundsson neiti að horfast í augu við þá staðreynd, að grágæsin sé orðin landplága á fslandi, en noti aðferð strútsins að stinga hausnum í sandinn. Hann kvað bera fyrir sig at- huganir frá Skotlandi, þar sem tjón af völdum gæsanna reyndist minna en talið hafði ve*ið. Notar hann þetta sem skálkaskjól til þess að láta engar athuganir fara fram á tjóni því, sem gæsin geriir hér á íslandi. Auðvitað verður tafarlaust að láta fara fram ítarlega rann- sókn á því tjóni, sem gæsin veldur, en að því búnu gera ráðstafanir, sem duga til að "koma í veg fyrir, að vargurinn veiti bændum svo þungar bú- sifjar sem raun er á. 1 Reykjavík' hafa nú um 11000 manns synt 200 ihetr- ana, en meðal þeirra eru margir utanbæjarmenn, sér- staklega eru Kópavogsbúar fjölmennir, enda er þar enn ekki kominn sundstaður. Framkvæmdanefndin hefur skipt Reykjavík í 3 svo til jöfn hverfi eftir íbúafjölda, og reynast Austurbæingar (eða réttara sagt Austurhverfingar) duglegastir sundmenn og kon- ur. Þátttakan í ‘ hverfunum er orðin: Austurhverfi Miðhverfi Vestuhhverfi Ibúar Þáttt. 26.563 3.336 24.842 2.453 23.080 2.105 Vesturhverfi nær að Klapp- arstíg, Skólavörðustíg, Eiiúks- götu og Barónsstíg. Miðhverfið nær austur að Grensásveg, Suðurlandsbraut og Lækjarr teig. Emn er eftir vika af keopn- istímanum, en kepo- ur 15. sept. HEYSKAPUR OG ELEERA Á AUSTURVELU Hann heitir Kristján Ben- ónýsson og er ættaður úr Arnarfirðinum. Hann hefur verið gæzlumaður á Austur- velli í sumar og einn góð- viðrisdaginn í vikunni hitt- um við hann þar sem hann sat á bekk og horfði yfir ríki sitt. — Er það nýmæli að gæzlumaður sé hafður hér á bj Austurvelli? ™ — Onei. Þetta er nú sjö- unda sumarið sem ég hef völlinn, en eftir að breyt- ingin var gerð á vellinum, þótti heppilegra að ég bæri einhve.rja. einkennishúfu. Það hefur nefnilega viljað brenna við, að sagt hefur verið við mig: „Heyrðu góði, Tþér t kem- ur bara ekkert við hvað ég geri hér“. Kristján bendir á einkenn- ishúfuna sína, sem er með gulllitu bandi og merkt Skrúðgörðum Reyk.iavíkur. — Hvar varstu áður en þú tókst við hér á Austurvelli? — Þá hafði ég Móðurgarð- inn og brekkurnar við Lækj- argötuna, svo hef ég líka ver- ið í Hljómskálagarðinum og Hallargarðinum. Það var bölvað puð og maður varð þreyttur. Þetta er svo' mikið svæði. Krakkarnir geta verið dug- legir og samvizkusamir og upp til hópa eru þeir ekki ókurteisir. Mér finnst hins- vegar að fólk beri ekki eins mikla virðingu fyrir vinn- unni nú til dags og áður fyrr. En eins og ég sagði geta þeir verið anzi duglegir. þó þeim hætti til að hlaupa frá og drolla. YNGRI KYNSLÓÐIN Eg 'brá inér nú til stúlkn- anna, þar sem þær voru að raka: — Má ég taka mynd af ykkur, stúlkurý — Kemur hún- í einhvérju blaði? — Já, í Þjóðviljanum á sunnudaginn. — Allt í lagi. — Hvað fáið þið í kaup? krónur með 6 — Um 6000 sparimerkjum. — Og vinnutíminn? *— Frá kl. 7,20 til kvöldin. — Hvað heitið þið? Þær leystu greiðlega úr þvi, en bættu svo við á- hyggjufullar á svipinn: — En það má ekki koma í blaðinu. Nú koma þrír strákar á dráttarvél með körfu með- ferðis. Þeir eru að sækja heyhrúgumar, sem stúlkurn- ar eru búnar að raka sam- an. Kristján víkur sér að mér, bendir á strákana og segir: — Sjáðu nú þessi vinnu- brögð. Það eru sendir þrír íriskir strákar til að sækja þessar hrúgur í eina körfu. Ætli það hefði þótt of mik- ið verk fyrir einn mann í mínu ungdæmi? — G. O. AGÆTT SAMSTARF — En áður en þú tókst við skrúðgarðavörzlu hjá bænum? — Þá kynti ég í hálft sjötta ár hjá systrunum í Landakoti. Það var mikil og erfið vinna og vanþakklát. — Þú sagðir mér áðan að þú værir að vestan. Þá hef- urðu náttúrlega verið til sjós? — Já í 30 ár á opnum skip- um og kútterum. Ég var aldrei á togurum, en síðast var ég á línuveiðara og lík- aði ekki. — Hvemig er samvinnan við fólkið héma? — Alveg prýðileg. Um- gengnin fer batnandi ár frá ári. Það kernur að vísu fyrir enn að sígarettustubbum er hent á gangstígana, en aldrei bréfarusli. Stundum verð ég að stugga við ung- lingum og bömum, sem álp- ast inná á reiðhjólum eða vaða út á grasflatirnar og í beðin, en yfirleitt fer það allt friðsamlega fram. — Ég sé að þú ert með tvær bráðfallegar stúlkur i heyskap og ungan pilt við slátt. Hvemig er samvinn- an? — Yfirleitt er hún ágæt. Sunnudagur 8. september 1963 28. árgangur 191. tölublað ! ! Lögiu blessun sínu yfír uthufnuleysið Eins- og frá var sagt hér í blaðinu í fyrradag sam- þykkti íhaldsmeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur frá- vísunartillögu við tillögu frá Öddu Báru Sigfúsdóttur þar sem átalið var að tvær samþykktir borgarstjórnar frá í vor, önnur um starfrækslu dagvöggustofu að Hlíðarenda og hin um rekstur skólaheimilis, hefðu ekki verið fram- kvæmdar og lagði þannig blessun sína yfir athafnaleysið í þessum málum. 1 framsöguræðu fyrir tillögunni benti Adda Bára á þá staðreynd að gamla húsið að Hlíðarenda hefði nú verið látið standa ónot- að í meirá en tvo mánuði síðan vöggustofa Thorvaldssensfélags- ins tók til starfa 19. júní sl. þrátt fyrir samþykkt borgar- stjórnar um að taka það fyrir dagvöggustofu þegar er húsnæðið væri laust. Hér hefði þó aðeins verið um lítið og auðvelt fram- kvæmdaatriði að ræða þar eð húsið hefði sáralítilla endurbóta þurft við en á hinn bóginn hefði það verið mjög mikilsvert fyrir þá sem þess hefðu átt að njóta að dagvöggustofan kæmist sem fyrst í gagnið. þar sem aðeins eru fyrir 12 dagvöggustofupláss í borginni og þau ætíð yfirfull. Á' fyrsta fundi barnaheimila- og leikvallanefndar sem haldinn var fyrir nokkrum dögum var það upplýst að ekkert var farið að gera til þéss að hrinda mál- inu í framkvæmd, ekki einu sinni búið að ákveða hvort Sum- argjöf ætti að reka dagvöggu- stofuna eða borgin sjálf. Svo undarlega brá hins vegar við, sagði Adda Bára, að tveim dög- uín eftir að ég hafði lagt fram tillögu þá sem hér er til umræðu um að víta framkvæmdaleysið, var allt í einu komin hreyfing á rnálið og framkvæmdastióri Sumargjafar kominn inn að Hlíðarenda með smiði til þess að skoða húsið og undirbúa lag- færingar á því. Adda sagði að þetta <-yndilega viðbragð breytti engu um bað að hér hefði verið slælega að unnið og það svo að borgarstjóm gæti ekki látið það afskiptalaust. Það væri engin afsökun þótt bví væri lýst yfir núna að undirbún- ingur væri hafinn, enda sýndu dæmin að ekki bæri að treysta um of slíkum yfirlýsingum. Minnti hún í því sambandi á framkvæmdir við bamaheimilið að Reykjahlíð sem sagt var 1 fyrra að væru hafnar en hafa enn ekki verið gerðar. Varðandi hitt málið, rekstur skólaheimilis fyrir 6—10 ára böm sem ekki geta dvalið heima hjá sér að deginum, sagði Adda Bára að samþykþt hefði verið í borgarstjóm 2. maí í vor að gera tilraun með rekstur slíks heimil- is í vetur. Enn hefði hins vegar ekkert verið gert til undirbún- ings þess. Allt sumarið hefði far- ið í að skipa bamaheimila- og leikvallanefnd sem fræðslustjóri er formaður í. Hefði það komið fram á fyrsta fundi hennar rétt fyrir mánaðamótin síðustu að málinu hefði enn ekki verið hreyft neitt. Næsti fundur í nefndinni yrði ekki fyrr en 20. þ.m. svo ekki væri að vænta mikilla framkvæmda á næstunni. Birgir fsleifur sagði að Sum- argjöf myndi taka að sér rekstur dagvöggustofunnar að Iilíðar- enda og væri undirbúningur að framkvæmdum hafin. Ennfrem- ur sagði hann að fræðslustjóri væri nú á Norðurlöndum að kynna sér rekstur skólaheimila. Flutti hann frávísunartillöguna sem var samþykkt, 9 :5. Menntumáluráð át- hlutur fímm áru námsstyrkjunum \ \ \ Menntamálaráð hefur lokið úthlutun 5 ára námsstyrkja fyr- 5r árið 1963. Styrkir þessir era 7, að upphæð 40 þús. kr. hver. Styrkirnir era ætlaðir nýstúd- entum til náms við erlenda há- skóla eða við Háskóla fslands. — Þar eð einn eldri styrkþegi hefur hætt námi og afsalað sér styrk sínum, var að þessu sinni einnig hægt að veita elnn 40 þús. kr. styrk til allt að 4 ára. Umsækjendur voru 16 að þessu sinni. Styrk til aílt að 4 ára hlaut: Rafn Kjartansson, Borg, Djúpavogi, stúdent úr M.A., til náms í ensku í Edinborg. Námstími 3—4 ár. Rafn hlaut á stúdentsprófi 1. ágætiseinkunn. 9.26. Styrk til allt að 5 ára hlutu: Baldur Hermannsson, Laufás- vegi 45B, Reykjavík, stúdent úr MR, ujtanskóla til náms í efna- fræði í Bergen. Námstími 5% ár. Baldur hlaut á stúdentsprófi 1 ágætiseinkunn, 9,24. Ingvar Helgti Árnason, Skóg- um, Eyjafjöilum. Rangárvalla- sýslu, stúdent úr. MA, til náms í efnafræði í Karlsruhe. Náms- tími 6 ár. Ingvar hlaut á stúd- entsprófi 1. ágætiseinkun, 9.24. Rcynir Axelsson, Bíldudal, stúdent úr MR, til náms í stærðfræði í Göttingen. Náms- tími 6 ár. Reynir hlaut ó stúd- entsprófi I. ágætiseinkunn, 9.22. Jón ögmundur Þormóðsson, Miklubraut 58, Reykjavík, stúd- ent úr MR, til nápis í lögfræði við Háskóla Islands. Námstími 6 ár. Jón hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseinkunn 9.11. Sigurður Ragnarsson, Brávalla- götu, 44. Reykjavík .stúdent úr MR, til náms í sagnfræði í Ósló. Sigurður hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseinkunn, 9.10. I sögu hlaut hann 10 bæði í árseink- unn og prófseinkunn. Vaidimar Ragnarsson, Byggða- vegi 89, Akureyri, stúdent úr M.A.,‘ til náms í efnafræði í Karlsruhe eða Darmstadt. Valdimar hlaut á stúdentsprófi r ágætiseinkunn 9.08. Rögnvaldur Ölafsson, Melgerði 16, Kópavogi, stúdent úr MR, til náms í lífeðlisfræði við há- skólann í St. Andrews í Skot- ’andi. Rögnvaldur hlaut á stúd- éntsprófi einkunina 8.91. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.