Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 2
SÍÐA 23 sambzndsþing U. M. F. f. MÖSVIUINN Þriðjudagur 10. september 1963 Framhald af 12. síðu. steinn Sveinsson), landsmótið 1965 (sr. Eiríkur J. Eiríksson), íþróttamál (Þorsteinn Einarsson), starfsíþróttir (Stefán Ölaíur Jónsson) og Þrastaskógur (Þórö- ur Pálsson). Þingfundur stóð yfir til miö- nœttis á sunnudagsnótt. Eulltrúar störfuöu í nefndum fyrir hádegi á sunnudag en þirigfundur hófst að nýju kl. 1.30 e.h. og voru þá rpeddar tillögur nefnda. Kl. 4 síðdegis voru þingfulltrú- ar mættir í þirkju á Bessastöö- urn en þar sagði forseti Islands sögu kirkjunnar og staðarins. Síðan ver gengið til kaffidrykkju en forseti Islands hafði boðið Ballettinn Framhald af 12. síðu. gerði sjaldan víðreist, væri það bæði sökum þess að lög mæltu svo fyrir, að hann skyldi heim- sækja héruð Danmerkur ár hvert, en auk þess væru leik- tjöld og aranað, sem ballettin- um fylgdi, þungt í vöfum. Eftir stríð hefur ballettinn þó brugðið sér til Engiands og Bandaríkj- anna, svo og Ítalíu, einnig nokk- uð til Norðurlanda. Ballett Konunglega leikhússins 1 ICaupmannahöfn er löngu heimsfrægur, og þarf ekki nán- ari kynningar við. Um sjötíu manns eru i hópnum, sem hing- að kemur, en þar af eru rúm- lega fimmtiu dansarar. Er einn fslendingur með í hópnum, Frið- þjörn Bjömsson. Baliettstjórinn heitir Niels Bjðrn Larsen, en hljómsveitarstjórinn Arne Hammelboe, báðir þekktir lista- menn. f kvöld er frumsýning á „Sylfiden“, eftir August Bourn- onville, sem nefndur hefur verið „faðir danska ballettsins“ og einnig verður sýnd i Symfoni i C, eftir George Bananehine, við músík Bizets. Miðvikudaginri 12. sept. er svo „Sövngængersken" og ,,Coppelina“ við músík Eeo Ðelibes. Sama dagskrá er fðstu- daginn 13. og á laugardag ey svo Coppelia á ný og Napoli (3. þáttur) við músik Gades. Heim- sókninni lýkur svo á ,.Sylfiden“ sunnudaginn 15. sept. og fer flokkurinn utan þegar eftir helg- ina. þingheimi til Bessastaða við þing- setriinguna. Þingfundir hófust aftur að Iíót- el Sögu kl. 6 e.h. og voru þá rædd álit nefnda. Þingfulltrúar snæddu kvöldverð að Hótel Sögu í boði sambandsstjómar UMFI. Fyrir kvöldverðinn flutti Pétur Sigurðsson formaður Landssam- bandsins gegn áfengisþölinu á- varp og þakkir til þingsins. Forsetar þingsins voru Ólafur H. Kristjánsson skólastjóri og Gunnar Ólafsson skólastjóri, en ritarar Stefán Ól. Jónsson og Stefán Kristjánsson. Þinginu var slitið á þriðja tím- anum á mánudagsnótt með á- varpi sambandsstjóra og almenn- um söng. Þingið samþykkti margar tillögur er síðar verður getið hér í blaðinu. Sambandsstjómin var endur- kjörin en hana skipa: Séra Ei- ríkur J. Eiríksson sambands- stjóri. Jón Ólafsson, Ármann Pét- ursson, Stefán Ólafur Jónsson og Skúli Þorsteinsson. Fram- kvæmdastjóri UMFl er Skúli Þorsteinsson. Rússnesku- rtámskeið á vegum M.I.R. hefst siðari hluta septem- bermánaðar ef næg þátt- taka fæst. Kennt verður í tveimur flokkum. Kennari Sigriður Helgadóttir.—Þátt- taka tilkynnist í skrifstofu MlR fyrir 18, sept. n. k. Hraðfrystihús Málverkasýning Jes Einars Framhald af 12. síðu. Ieiðslukostnaðinum, og er nú svo komið. að yfir vofir algjör rekst- ursstöðvun margra hraöfrysthúsa á næstu mánuðum. Augljóst er, að hraðfrystiiðnað- urinn. sem á afkomu sína undir erlendu markaðsverði, í harðri samkeppni við þjóðir með tiltölu- lega stöðugt verðlag, getur ekki tekið á sig ll-r-12% hráefnis- hækkun, 30% hækkun vinnu- launa á rúmu ári. auk sambæn- legra hækkana a öðrum kostnað- arliðum, eins og launum til fastra starfsmanna. akstri, vatni, rafmaghi, viðhaldi véla, áhalda og húsa o.s.frv. á sama tíma sem frystihúsin fá aðedns 2—3% hækkun á framleiðsluvörum sín- um á erlendhm mörkuðum. Beinar afleiðingar framan- grpindrar þróunar eru, að frysti- iðnaðurinn getur ekki 'keppt við aðrar atvinnugréinar um vinnu- aflið, né hefur hann fjárhagslegt bolmagn til framleiðslu neyt- endapakkninga, þar sem lán út á framleiðsluna eru miðuð við markaðsverð. en ekki innlendan fram leiðslukostn að. Ef ekki verða breytingar til leiðréttingar á því misræmi, er skapazt hefur í þessum málum, þá er fyrirsjáanlegt, að á næstu vetrarvertíð verður að selja afl- ann lítt unninn úr landi, sem leiða mun til óbætanlegs tjóns á þeim mörkuðum, sem unnizt hafa fyrir íslenzkan hraðfrystan fisk. Vegna hinnar miklu þýðingar hraðfrystiiðnaðarins í verðmæta- sköpun þjóðarbúsins og gjald- eyrisöfluninni, telur stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna skylt að birta framangreindar staðreyndir". „Einkavinur” í hverri þraut Framhald af 1, síðu. útvarpsins á sunnudag og bjóst Þjóðviljinn við að fá hana senda í gær. Grennslaðist blaðið eftir því hjá ráðuneytinu síðdegis í gær og fékk það svar, að verið væri að ganga frá henni til send- ingar. Svo undarlega brá þó við að tilkynningin kom aldrei. Hins vegar birtist frétt um þetta í Vísi og mun það hafa verið orðrétt fréttatilkynning dómsmálaráðu- neytisins. Tekur Þjóðviljinn eér Talna- blekkingar 1 engu landi mun vera farið jafn óráðvandlega með talur og á Islandi. Jafnvel einföldustu staðreyndir efpa- hagsmála taka á sig hinar breytilegustu myndir eftir því hver túlkar þær í opin- berum umræðum, líkt og hérlendir framámenn hafi einsett sér að sanna þá gömlu kenningu að hagfræði sé öllum öðrum lygum verri. Einhver aigengasta og 6- svífnasta talnablekking birt- ist þegar stjórnarvöldin bera saman þjóðartekjur annars- vegar og kaupgjald hinsveg- ar, Það er þá segin sága að þjóðartekjurnar eru reiknað- ar á föstu verðlagi, að verð- bólgu frádreginni, en þegar rætt er um kaupgjald er vepðbólgan ævjnlega reiknuð n*eð! Síðan eru þessar ó- sambærilegu stærðir bornar samkn til þess að sanna að það sé hagfræðileg nauðsyn að kaupgjaldið standi í stað. Tökum til að mynda þjóð- félag þar sem raunveruleg- ar þjóðartekjur á mann auk- ast um 2,5% á ári, líkt og hér hefur gerzt að undan- förnu. Segjum að verðlag hækki um 20% á érinu, líkt og einnig hefur gerzt hér- lepdis að undanförnu. Séu þjóðartekjurnar á mann kall- aðar 100 í ársbyrjun eru þær þá orðnar 123 í árslok á hinu nýja verðlagi. Eigi launþegi að tryggja sér óbreytt hlut- fall af þjóðartekjunum verð- ur kaup hans þá að hækka að krónutölu um 23% á sama tíma. Þegar sagt er að 2,5% hækkun á þjóðartekj- um réttlæti aðeins 2,5% kauphækkun, er því gleymt vitandi vits að verðbólgan lækkar í sífellu raunverulegt kaup„ og verðbólgan er nú margfalt stærri liður en aukningin á þjóðartekjun- um. Þjóðviljinn hefur marg- sinnis bent Gylfa Þ. Qísla- syni hagfræðiprófessori á að hann megi ekki sóma sins vegna lúta að jafn fráleitum samapburði. En ráðherrann leggur auðsjáanlega ekki mi'kið upp úr sóma sínum, því hann hélt firrum sínum áfram í Alþýðublaðinu á laugardaginn ' var. flann hefur raunar þá afsökun að röksemdafærslan getur aldrei orðið göfugri en mó’ staðurinn eem röksemdunum i er ætlað að verja. — A’ustri. I því það bessaleyfi að endar- prenta hana eftir Vísi úr því hann fékk hana ekki milliliða- laust frá ráðuneytinu. Fer hún hér á eftir: „Á síðustu árum hefur þess orðið vart, að á botni Eyjafjarö- ar og Seyðisfjarðar muni liggja slitur af tundurduflagirðingum frá stríðsárunum^ sem ætlað var að þefði verið eyðilagðar í gtríðsjok, en því virðist ekki hafa verið lokið að fullu. Fyrir milligöngu íslenzkra stjórnarvalda hefur íslenzka land- helgisgðæzlan fengið aðstoð sér- fræðinga brezka flotans, sem þessum tundurduflalögnum eru kunnugastir. til þess að vinna að undirbúningi þess að fjarlægja eftirstöðvar girðinganna. Kemur brezk flotadeild tundurduflaslæð- ara, alls 5 skip hingað til lands í miðjum þessum mánuði. til þess að vinna verk þetta með íslenzku landhelgisgæzlunni. Fyrir þrezku flotadeildinni er Captain Barry J. Anderson. Land- helgisgæzlan fengið aðstoð sér- tilkynningar til' sjófarenda um aðgerðir þessar er að þeim kem- ur. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið um 18. þessa mán- aðar.“ Þjóðviljinn snéri sér í gær til Landhelgisgæzlunnar og leitaði nápari upplýsinga um þessar aðgerðir. Varð Gunnar Berg- steinsson fyrir svörum í fjarveru Péturs Sigurðssonar forstjóra. Sagði Gunnar að þess hefði orð- ið vart á undanfömum árum að rekið hefði upp tundurdufl öðru hvoru á þessum tveim fjörðum og gæfi það bendingu um að tundurduflagirðingamar hefðu, ekki verið hreinsaðar nógu ræki- lega í stríðslok. Lá girðingin í Eyjafirði yfir fjörðinn rétt innan við Hjalteyri. Þá sagði Gunnar að búizt væri við komu tundur- duflaslæðarapna 13.—14. þ.m. og væri áætlað að Það tæki ekki meira en einn dag að hreinsá til á hvorum stað. 4 KIPAUlGCRÐ RIKISINS BALDUR fer frá Reykjavík á morgun til Rifshafnar, Króksfjarðamess, Skarðstöðvar, Hjallaness og Búð- ardals. Vörumóttaka í dag. Utborgun bóta ■ "* •• . • • «w» /hioto' fTKtifin: i íjnnrjvr, ««t>l4n VtJB.ll l>K nlKU almannatrygginganna í GuIIbringu- og Kjósarsýslu fer fram sem hér segir: 1 Kjalameshreppi firrjntudaginn 12. sept. kl. 2— 4 I Seltjamameshreppi föstudaginn 13. sept. kl. 1— 5 I Njarðvíkurhreppi miðvikudaginn 18. sept. kl. 2— 5 1 Njárðvíkurhreppi föstudaginn 20. sept. kl. 2— 4 I Grindavíkurhreppi miðvikudaginn 18. sept. kl. 10—12 I Gerðahreppi miðvikudaginn 18. sept. kí. 2— 4 1 Miðneshreppi föstudaginn 20. sept. kl. 2— 4 A öðrum stöðum fara greiðslur fram cins og venjulega, Tekið verður á móti þinggjöldum á sama tíma. SÝSLUMAÐURINN í GULLBRINGU- OG KJÓSARSÝSLU. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samýð, við andlát og útför RUNÓLFS PÉTURSSONAR, frá Geirastöðum. ólveig Eiríksdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Guðný Pétursdóttir. Ásdís Runólfsdóttií, / Halldór pétþmson, Sigríður Sigfinnsdóttir. Jarðarför móðursystur minnar IIERDlSAR JAKOBSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. sept. m.30. Athöfninni verður útvarpað. F.h. vandamanna Jakob Gíslason. kl. Um þessar mundir stendur yfir í Asmundarsal málverkasýning Jes Einars Þorsteinssonar. Jes hefur undanfarið stundað nám i husagerðarlist í París, en málað jöfniun höndum og kynnt sér þróun þeirra mála í París. Er þetta fyrsta sýning hans, en cftir öllu að dæma munu fleári fylgja á eftir. Myndin hér að ofan nefnist Skuggahylur. PJBHBSIAl LAUGAWGI 18 SfMI 19113 TIL SÖLU: Timburhús við Alfhólsveg, 3 herb. íbúð, 900 ferm. lóð. Góð kjör. Stofa og eldhús í Smáíbúða- hverfi. Utb. kr. 50 þús. 2 herb. glæsileg íbúð við Ásbraut. 2 herb. risíbúð við Mosgerði. Útb. 125 þúsund. 2 herb glæsileg íbúð við Kleppsveg. 3 herb. góð hæð og 3 herb. góð risíbúð við Njálsgötu. Eignarlóð. 4 herb. hæð við Nýlendu- götu. 4 herb. hæð við Ásvalla- götu. Múrhúðað timburhús, 4 herb. góð fbúð við Lang- holtsveg. Stór steyptur bíl- skúr. 4 herb; góð íbúð, 117 ferrn. við Suðurlandsbraut. Stórt útihús. 5 herb. glæsileg íbúð við Kleppsveg. Timburhús, 3 herb. íbúð við Suðurlandsbraut. Útborgun 135 þúsund. Timbxirhús við Breiðholts- veg, 5 herb. íbúð. Útborg- un 100 þúsund. Timburhús 80 ferm. á eign- arlóð í -Þingholtunum, 3 hæöir og kjallari. Radhus í Vogunum. Múrhúðað timburhús, 3 herb. íbúð, selst ti'l flutn- ings með góðri lóð við Vatnsenda. Góð kjör. Steinhús, 4 herb. góð íbúð við Kleppsveg. Útb. 250 þúsund. Timburhús, járnvarið á steypturr) kjallara, 3 herb. lítil íþúð í Högunum. 3 herb. hæð í timburhúsi við Nýbýlaveg. I. veðrétt- ur laus. 3 herb. hajð ásamt bygging- arlóð. Parhús við Digranesveg á þrem hæðum 61 ferm. hvor hæð. Lítil íbúð á 1. hæð, 5 herb. íbúð á efri hæðum. Tvennar svalir. Bílskúrsréttindi. Góð kjör. 4 herb. hæð með sér inn- gangi og bílskúr við Flókagötu. TFL SÖLU í SMÍDUM. 4 herb. íbúð við Háaleitis- braut á fyrstu hæð. 4 herb. íbúðir við Holts- götu, seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. , 6 herb. glæsilegar endaí- búðir við Háaleitisþraut. 5—76 herb glæsilegar hæð'ir með allt sér í Kópavogi. 160 ferm. hí>eð í Stóragerði með allt sér. Bílskúr. Selst fokheld. Raðhús í Kópavogi, selst tilbúið undir tréverk og málnipgu. Eipbýlishús fokhelt, 145 ferm. með bílskúr, í Garða- hreppi. Útb. 30(j þúsund. ÍBÚÐIR ÓSKAST: HÖFUM KAUPENDUR MEÐ MIKLAR ÚTBORG- ANIR AÐ FLESTUM TEGUNDUM FASTEIGNA. 2—3 herb. kjallará- og ris- íbúðum. 2— 3 herb. íbúðum í smíð- um einnig eldri, 3— 4 herb. íbúðum á hæð- um. Húseign, sem næst mið- borginni með 2—4 íbúð- um; gott timburhús kem- ur til grein.a. Einbýlishús á góðum stað. Iðnaðarhúsnæði. Bílaverkstæði: má vera A- fullgert. Smurt brauð Snittur. öl. Gos og sælgætL Opið frá kl. 9—23.3*. Pantið tímanlega f fermingn- veizluna. 8RAUÐS70FAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.