Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞIÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. september 1963 Er allt í lagi með þig? og hún svaraði: — EJlskan, þú elskar mig kannski, en ég elska sjálfa mig meira! Þetta eru tuttugu og fimm dollara mellur, Sammi — þaer baða sig á undan og eftir, þær láta lækni athuga sig. Ég hef aldrei vitað til þess, að neinn fengi neitt af þeim. — Talaðu ekki svona hátt, Ed — Ha? — Hafðu lægra, talaðu ekki svona fjandi hátt. — Heyrðu, hvað gengur eigin- lega að þér? — Ekki neitt. — Af hverju ertu svon'a á svipinn? — Ég er engan veginn á svip- inn, Ed. — Ég er bara að reyna að gefa þér góð ráð. Þú hefur aldrei prófað dökkar. Ég er að segja þér. að það sé stórkostlegt; það er allt og sumt. — Allt í lagi, þú ert búinn að segja mér það. Gleymdu þvl svo. Ég hitti þig á morgun. — Allt í lagi! En þú snuðar sjálfan þig, það er alveg víst, trúðu mér. Þessar hvítu gærur þær eru bara að vinna, ég þekki það. Það kemur ekki frá hjart- anu. Viltu endilega fleygja burt peningunum þínum, ha? Vy heyrði Sam Griffin ganga burt og hún var fegin þegar hann var farinn. — Er þetta ekki rétt hja mér? sagði Diamond við Sally. Sally flissaði, og Vy óskaði þess allt í einu að hún hefði ekki ákveðið að vinna í kvöld. Hvað gekk eiginlega að henni? Raddimar á bamum fjarlægð- ust og hún var allt i einu farin að hugsa um Hammond, um á- gústmánuð og ilm úr heyi og Bó. Eiginlega var það furðulegt hvemig það hafði gerzt í fyrsta sinn. Bó — hún fékk aldrei að vita hvað hann hét fullu nafni — hafði verið starfsmaður hjá símanum og hann hafði átt ieið hjá þegar mamma var í helgar- heimsókn hjá Maudie. Það var ekkert að símanum, en hann varð að athuga hann, Það var atvinnu hans. Hann var með uppbrettar ermar og sinamar sá- Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDÓ Eaugavegi 18 III. h. (lyíta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 —* SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — ust gegnum sólbrunnið hörundið og hún fékk undarlegar kenndir eins og svo oft áður. En Bó hafði ekki litið á hana sem bam. Hann hafði hlegið mikið og fengið heitt þvottavatn hí»nda sér og sagt henni að hún væri' falleg. Og þegar hann hafði spurt hvort hún væri ein heima, hafði hún sagt honum sannleikann. Hann hafði verið sá fyrsti. Henni hafði liðið illa á eftir, þegar hann var farinn, og hún vissi að þetta var mjög ljótt: en um nóttina hafði hanna dreymt um hendur hans og stór- an, útitekin líkama hans í svefn- herberginu og hrjúfa, óskólaða rödd hans. Bó kom aftur daginn eftir og hún gaf sig aftur honum á valdj og næsta dag og alla daga þang- að til móðir hennar kom heim. Hún mundi eftir næsta manni, en svo var eins og allir hinir rynnu saman í eina andlitslausa einingu karlmanna. Stærðfræði- kennarinnj herra Loge, feimni pilturinn sem hafði orðið svo hissa, þegar hún hafði ekki ýtt honum frá sér, sjóliðamir og hermennimir, sem aliir gáfu henni það sem hún vildi og vildi þó ekki, vildi alls ekki en varð að fá. Auðvitað skildi þetta enginn, því að hún skildi það ekki heldur sjálf. Þegar móðir hennar komst að því, kallaði hún hana við- bjóðslega flennu, og Vy bjóst við að hún hefði rétt fyrir sér. Og svo hætti hún í menntaskólanum og fór til New York. 1 New York gæti hún byrjað upp á nýtt, fengið vinnu, kynnzt ein- hvérjum góðum manni. En það varð aðeins endurtekning á því sama. 1 hverri skrifetofu var að mjnnsta kosti einn maður sem þekkti hana, kom auga á þennan veikleika sem logaði í henni. Hvemig stóð á því? Hvemig gátu þeir vitað það? Hún leit út eins og aðrar ungar stúikur, hún var vel klædd, hún var snyrtileg og kvenleg. Samt vissu þeir það. Og á eftir sögðu beir frá því. Og þar með var sú at- vinna á enda. Nú var of seint að snúa við, jafnvel þótt hún hefði eitthvað eða einhvem að hverfa tiL Hún bjó enn yfir þessu hungri, sem ekki var hægt að skera burt úr henni, og það krafðist saðningar. Gleymdu því, að þú þráðir ednu sinni eðlilegt líf, sagði hún við sjálfa Big. Þú ert ekki veik eða taugabiluð eða þunglynd. Þú þráir ást eða blíðu. Þú ert bara ein af þessum léttlyndu, sem verða að skemmta sér. Það skipt- ir ekki máli hver hinn aðilinn er, aðeins að það sé tilbreytni. Irene strauk hönd hennar. — Nú emm við að fara, Vy, sagði hún. — Er ekki kominn tíminn hjá þér líka? — Ég býst við þvi. — Hittumst hér aftur eftir svo sem kiukkutíma. — Kannski. Hún reis á fætur og gekk fram þröngan ganginn. Spegill- inn sýndi mynd af ofhlaðinni ljóshærðri stúlku. Vy leit undan: hana vantaði aðeins rauðan bók- staf saumaðan á fötin eða spjaid sem á stóð: vændiskona. Það var auðvitað ágætt. Það varð að vera hægt að ganga að þér í hópi heilbrigðra kvenna...... Febrúarvindurinn var nístandi kaldur. Þegar hún gekk í áttina að leigubílstæðinu hugsaði hún: Ég á tíu ár eftir, kannski minna. Þá verð ég að lækka verðið. Eitt ár eða tvö í þeim klassa og eftir það get ég ekki einu sinni unnið fyrir ekkert. Þá vill enginn iíta við Vy. Hvemig er ekki með Jewel? Veslings göm'lu Jewel, hún er næstum búin að vera. Hvað gerirðu þegar þú ert búin að vera og enginn viil sjá þig? — James hótelið. þökk fynr. Ekillinn kinkaði kolli og bau þutu gegnum ískalda nóttina, of hratt eins og ævinlega. — Dollar, sagði hann og þaut síðan burtu. og Vy stóð frammi fyrir hinu gamalkunna hóteli. Það leit út eins og ósköp venjulegt hótel og hundruð gesta héldu að það væri það, en sjöunda hæðin var frá- tekin. Tólf vændiskonur höfðu þar herbergi að staðaldri. Leigan og regluleg greiðsla til hóteistjór- ans og næturvarðanna komst upp í fimmtíu dollara á viku. Svo voru útgjöld til læknisins, prós- entur á barinn, greiðsla til vissra leigubílstjóra. — líftrygging. Þetta var erfitt líf, þegar bezt lét. Ef illa gekk eina vikuna þurfti að vinna eftirvinnu til að ná endunum saman. Kannski ætti ég að fara til Cubu, hugsaði hún, þegar nún gekk inn í grámyglulegt and- dyrið, eða til 'Mexíkó — þeir segja að þar sé eftirspum eftir hvítum stúlkum. — Er herra Taylor við? spurði hún. Afgreiðslumaðurinn var mag- ur, leiðindalegur maðúl' að nafni Alex. Það var af honum svita- lykt og vindlaþefur. — Þrekinn náungi, blá föt, freknur. — Alveg rétt. — Uppi á lofti. Alex sökkti sér aftur niður í vasabrotsbókina. Vy sléttaði kjólinn sinn og steig inn í gamla, skröltandi lyftuna. Þegar dymar lokuðust hugsaði hún um Sam Griffin. Aðeins við- skiptavinur, sagði hún við sjálfa sig. Mundu það. Vertu atvinnu- manneskja, kærulaus, hörð. Hún barði létt að dyrum. Sam opnaði þær samstimdis og hann var jafnvel enn glaðlegri en áður. Kannski dálítið hræddur, en um- fram ailt glaðlegur. — Hæ. sagði hann. — Ég var farinn að halda að þú værir kannski búin að gleyma mér. Hann hjálpaði Vy úr kápunni og steig til baka. — Það var failega gert af þér að koma, sagði hann. Hún leit á hann, traustan og þreklegan, einlægnisleg augun sem voru ungleg en þó raunaleg bak við blikið og hún vissi það strax. — Þetta er í fyrsta skipti hjá þér er það ekki? sagði hún Sam Griffin roðnaði. — Hvemig datt þér það í hug? — Þú ert ennþá í fötunum. — Nú? — Flestir liggja naktir í rúm- inu þegar ég kem. Alveg tilbún- ir. / — Er það satt? Það kom undr- unarsvipur í augu hans og roðinn varð dýpri. Hann steig fáein skref í átt til hennar. — En mikið ertu falleg ungfrú Vy. Kjóllinn er líka fallegur. Rödd hans var mild og mjúk. Stundum voru ungu piltamir svona, vegna þess að þeir voru hræddir. en þetta var öðru vísi. Sam Griffin virtist ekki vera hræddur. Hann virtist ekki held- ur vera að ásaka hana, hún fann samt aftur til blygðunar. Hún fann hve herbergið var subbulegt, teppið óhreint, > lamp- ixm ósmekklegur sem leyndi þessu öllu og sömuleiðis svipn- um á andliti hennar. — Þakka þér fyrir, elskan, sagði hún og rödd hennar var dálítið annarleg. — Viltu byrja? — Eins og þér sýnist — Ekki eins og mér sýnist, elskan. Þetta eru þínir pening- ar. Hún sneri sér undan, svo að hún þyrfti ekki að horfa á sársaukasvipinn í augum hans. — Þú átt annars að borga fyrir- fram. Hann setti tvo tíu dollara seðla og einn fimm dollara seðil á kommóðuna. Hún taldi peningana og stakk þeim í veski sitt. — Nú ræður þú ferðinni, sagði hún. Sam Griffin gekk nær henni og lagði stóru lófana utanum andlit henni. — Getum við ekki talað saman svolitla stund? sagði hann. — Ég hef engan haft að tala við síðan ég kom til New York. — Það kemur út á eitt fyrir mig. En mundu það, að þú hefur ekki nema klukkutíma. — Ungfrú Vy, hlustaðu á mig. Ég held ég sé býsna góður mann- þekkjari. Ég er alltaf í snertingu við fólk í starfi mínu. Ég þelcki strax úr þá hörðu og þá óheiðar- legu og þá útsmognu; ég þekki líka þá góðu. Þegar ég sá þig í kvöld, þegar ég sá augun í þér= á ég við, þá vissi ég að þú varst góð stúlka. Mér datt í hug að þú væfir kannski dálítið lík níér — svona, farðu nú ekki að hlæja, mér er alvara. Sjáðu til, ég er líka að selja vörur og ég vinn yfirleitt einn eins og þú, og ég býst við að ég sé býsna fær í starfinu — en, það vantar samt edtthvað. Ég tek ekki eftir því fýrr en ég er búinn með dags- verkið. En þá fer ég að hugsa og velta fyrir mér hvað skorti á. Skilurðu — hvað ég á við? Vy sagði: — Nei, mjög skýrt. — En segðu mér ailt um það ef þú vilt Ég hef ekkert að gera. Sam þagði andartak. Svo sagði hann: — Hvað er að? Viltu ekki að ég taii við þig á þennan hátt? / — Af hverju dettur þér það í hug? — Þú ert að berjast gegn mér. Eins og viðakiptavinir gera, þeg- ar þeir vita að þá langar að kaupa eitthvað af mér, en viija ógjaman láta peningana af hendi. Ég er aðeins að reyna að vera vingjarlegur. Ég hélt við ættum dálítið sameiginlegt — — Það er misskilningur. Við eigum ekkert sameiginlegt. Og vertu ekki að reyna að vera vin- gjamlegur! — Þú vilt ekki að ég tali vin- gjamlega við þig? Sam virtist vera hissa. — Nei! Viltu gera svo vel — Þá kyssti hann hana og styrk- ur hans og blíða umluktu hana og yljuðu henni. Hún færði sig frá honum. — Þetta máttu ekki gera heldur! Gerðu þetta ekki! — Af hverju ekki? Geðjast þér ekki að mér? — Það kemur málinu ekkert við. Þú kyssir bara ekki vændís- konur, það gerir það enginn. — Mér fellur ekki þetta orð, Vy. — Nú, það er það sem ég er og gleymdu því ekki. Þú ert bara dálítið drukkinn, góði maður, og þú ert einmana og daufur í dáikinn. Ef þú vilt sofa hjá, þá er allt í lagi — en ef þú ætlár að halda svona áfram, þá skulum við sleppa þessu. Þú getur feng- ið peningana þína aftur. Stóri maðurinn horfði rann- sakandi í augu henni langa stund. síðan gekk hann að rúm- inu og settist. — Ég bið afsök- unar. sagði hann. — Ég var Ekki hugsa bara vinna. Þetta er nýi bíllinn hans Jóa. Leyfir ekki samræður yfir 15 kilómetra. Oryggismál Framhald af 7. síðu. veiðiskipi, nema austurop séu öll höfð opin og séð svo um að sjór geti runnið óhindrað- ur að þeim. Stöðugleiki Að sjálfsögðu hefði verið mjög æskilegt, að þessari þró- un síldveiðiskipanna hefði ver- ið fylgt fast eftir með nýjum reglum, ákvæðum og kröfum um stöðugleikaútreikninga allra íslenzkra fiskiskipa. Slík ákvæði verða hinsvegar ekki sett án mjög víðtækrár athugunar. Þessi þróun síldveiðiskipanna kom auk þess samtímis mjög mikilli nýsmíði íslenzkra fiski- skipa erlendis. Það er kunn- ugra en frá þurfi að segja þeim er til þekkja, að ekki er hægt að auka starfslið opinberra stofhana, nema mfeð sérstakri heimild og fjárveitingu á fjár- lögum. ’Tæknimenntað starfe- lið Skipaskoðunar ríkisins hafði enga möguleika á að taka að sér stöðugleikaútreikninga til við- bótar við önnur störf, og ekki var heldur fært að krefjast þess af eigendum skipanna, að þeir legðu fram s'iíka útreikninga til athugunar hjá Skipaskoðun rík- isins, því vitað var, að þeir höfðu sáralitla ef nokkra möguleika á að fá þessa útreikninga af hendi leysta, og áús ekld án þess að til stöðv- unar á íslenzka fiskiveiðaflot- anum hefði komið um lengri eða skemmri tíma. Jafnvel“þótt slíkir útreikningar hefðu verið gerðir, þá hefði þurft að fjölga starfsliði Skipaskoðunar ríkis- ins til að athuga þessa útreikn- inga og bera þá saman. Nú er enn til athugunar vegna undirbúnings fjárlaga næsta árs, hvort fjölga skuli starfs- liði og er það þá undir fjár- veitinganefnd og Alþingi kom- ið,. hvort það mál fær jákvæða afgreiðslu. Þrátt fyrir takmarkað starfe- lið hefur þó Skipaskoðun ríkis- ins leiðbeint mörgum þeim út- gerðarmönnum, sem til hennar hafa leitað og veitt ráð eftir beztu getu um úrbætur vegna stöðugleika. Það er tiitölulega einfalt mál að bæta við ballest (botnþunga) í skip, vegna þyngdar nótar og kraftblakk- ar, en það verður þó aldrei annað en lausleg áætlun, nema með því móti að reikna stöð- ugleika skipsins út í einstökum hleðslutilfellum. Þá er verk- efnið hinsvegar orðið mikið starf. — Þó hefur að sjálf- sögðu verið bætt ballest við í marga báta samkvæmt laus- legri áæthin, og þetta hefur auðvitað komið að einhverju gagni. Sú aðferð, sem fær var og álkveðið var að fara til að reyna að skapa sér hugmynd um ástand stöðugleika íslenzkra síldveiðiskipa almennt var sú að notfæra sér það hversu mörg ný íslenzk skip voru í smíðum erlendis. Um nokkur undanfarin ár hafði Skipaskoð- un ríkisins farið þess á leit við þær erlendu skipasmíða- stöðvar sem voru að smíða skip fyriir íslenzka kaupendur og sjálfar voru færar um að framkvæma stöðugleikaútreikn- inga, að þær gerðu slíka út- reikninga og skiluðu þeim til athugunar hjá Skipaskoðuninni. Á þennan hátt hafði fengizt töluverð hugmynd um ástand margra nýrra skipa, en þó ekki allra. Auk þess voru útreikn- ingarnir ekki allir alveg sam- stæðir. Það varð því úr, að 5. desember 1962 gaf Skipaskoð- un ríkisins út umburðarbréf, þar sem settar eru fram kröf- ur um stöðugleikaútreikninga allra nýrra íslenzkra fiskiskipa, og nákvæmlega er lýst á hvem hátt þessir útreikningar skulu gerðir og í hvaða hleðsluá- standi skipin skulu reiknuð út. » f 4 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.