Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 8
SlÐA HðDVIUINN Þriðjudagur 10. september 1963 Viðreisnin er að drepa togaraútgerðina Ég skrifaði um það hér í þessum þætti þegar viðreisnar- stjómin og hinir háskólalærðu hagfræðingar höfðu ákveðið sínar gengisiækkanir til bjarg- ar útgerðinni. að hér væri ekki um neina björgun að ræða, heldur yrði þetta til bölvunar útgerðinni, þar sem rekstrar- vörur myndu hækka stórkost- lega og að sjálfsögðu hlyti verkafólk að knýja á um kaun- hækkun til að hamla gegn óðaverðbólgu sem í kjölfar gengislækkananna myndi sigla. Ég sagði þá að þessi úrræði • -,,hæstvirtrar“ ríkisstjómar væru áh'ka skynsamleg og ef göngu- maður í frosti og stórhríð, pissaöi í skó sinn. Hvorutveggja væri álíka skammgóður vermir. Nú hefur það komið fram sem ég skrifaði um þessa hluti og er því rétt að spyrja: Var rík- isstjóminni og hennar háskóla- lærðu hagíræðingum. fyrirfram kimnugt um að gengislækkan- imar myndu verða útgerðinni til bölvunar, en hinu gagn- stæða aðeins slegið fram í blékkingarskyni? Eða var bjálfa- hátturinn virkilega svona mik- ill, þegar staðhæfingarnar voru settar fram? Um þetta er nú rætt út á meðal fólksins, og þá ekki hvað sízt í hópi sjómanna. Ú tgerðargrundvöllinn vantar Það er vegna þess að útgerð- argrundvöllimtjvantar, að tekið er nú að selja stórvirkustu framleiðslutækin togarana úr landi. Ríkisstjómin sama sem . _________—-------—----------<» Aðalf. S.Í.S. Aðalfundur Sambands fs- lenzkra rafveitna var haldinn að Hólum í Hjaltadal 30. ágúst til 3. september sl. Fundarstjóri var formaður sambandsins, Ja- kob Guðjohnsen, rafmagns- stjóri. Á fundinum var auk venju- legra aðalfundarstarfa íluttur fjöldi erinda um raforkumál. Adolf Bjömsson rafveitustjóri flutti erindi um virkjun Svart- ár í Skagafirði, Tryggvi Sigur- bjamarson rafveitustjóri erindi um virkjun Fljótár í Skagafirði og Knútur Otterstedt rafveitu- stjóri erindi um virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu. Þá flutti Ja- kob Gíslason raforkumálastjóri og Eiríkur Briem rafmagns- veitustjóri erindi um rafvirki- unarrannsóknir Haukur Tómas- son lýsti jarðfræðilegum að- stæðum á virkjunarstöðum. Eð- varð Ámason verkfræðingur flutti erindi úr sögu raftækn- innar. Þá voru rafveitumar á Sáuðárkróki, í Siglufirði og Ólafsfirði heimsóttar. Loks flutti Hjalgrímur Winth- er. rafveitustjóri í Færeyjum erindi um rafvæðingu Færeyja. Á þessu sumri eru. 20 ár liðin frá stofnun Sambands íslenzkra rafveitna og var þess sérstak- lega minnzt á fundinum. Steingrímur Jónsson var kjör- inn heiðursfélagi sambandsins í þakklætisskyni fyrir störf hans í þágu þess, en hann var formaður sambandsins óslitíð frá stofnun þess til ársins 1962 Stjóm sambandsins skipa nú Jakob Guðjohnsen, rafmagns- stjóri, 'formaður. Baldur Stein- grímsson, deildarverkfræðingur, Guðjón Guðmundss. rafmagns- veitustjóri. Kristján .Arnljóts- son rafveitustjóri og Óskar Eggertsson, stöðvarstjóri. Endur- skoðendur voru kjömir beir Gísli Jónsson, rafveitustjóri, og Glúmur Björnsson, skrifstofu- stjóri. gaf norskum útgerðarmanni togarann Ólaf Jóhannesson á sl. vori. Togarinn var svo eftir smávægilegar breytingar, sem 'tóku hálfan mánuð sendur til síldveiða á Islandsmið. 1 viðtali við nprskt blað sagði útgerðar- maðurinn að togarinn yrði strax að loknum sildveiðum settur á þorskveiðar. Nú er röðin komin að togar- anum Frey, einu allra glæsileg- asta skipi í íslenzka togara- flotanum; hann hefur verið seldur til Bretlands. Ég veit að útgerðarmanninum Ingvari Vil- hjálmssyni hefur fallið það þungt að verða nú að selja þetta mikla og glæsilega skip úr landi. En hér þýðir ekkert annað en horfast í augu við staðreyndirnar og taka ákvarð- anir í samræmi við þær. Ut- gerðargrundvöllinn vantar und- ir togaraútgerðina á Islandi f dag. Hahn var ekki góður áð- ur en viðreisnarstjómin tók við völdum. en hefur þó versnað mikið síðan. Gengislækkunin sem framkvæmd var á meðan nýju togaramir voru í smíðum eyðilagði algjörlega rekstrar- grundvöll þeirra. Ef svo horfir áfram í þessum málum sem nú þá munu fleiri togarasölur á eftir fara, ef hægt verður að selja. Hér þýðir engan um að saka nema ríkisstjómina og hina háskólalærðu hagspekinga, sem eru að sliga hina gamal- grónu íslenzku atvinnuvegi, sjávarútveg og landbúnað. Uppgripaafli hefur haldið bátaútgerðinni á floti Það ætti ekki að þurfa neina sérstaka reiknimeistara til bess að sjá, að bátaútgerðinni hefur aðeins verið haldið á floti með metveiði þessi viðreisnarár. Meðalveiði í meðalári væri al- gerlega vanmegnug að halda bátaflotanum úti. Um þetta þarf ekki að deila, það liggur svo ljóst fyrir öllum. En þetta sýn- ir þá staðreynd. að útgerðar- grundvöllinn vantar einnig hjá bátaflotan*n í meðalári. Það getur því svo farið að eitthvað af hinum nýju og glæsilegu línuveiðurum sem keyptir hafa verið til landsins, verði einnig seldir úr landi þegar tímar líða, ef viðreisnin stýrir sömu stefnu áfram sem nú horfir. Á íslandi er mönnum bannað að sa/ta sild Það er sagt að fyrirframsala á austur- og vesturlandssíld sé kringum 400 þús. tunnur af saltsíld og sérverkaðri sfld. Þegar þessum tunnufjölda var náð fyrir stuttu, þá tilkynnti Síldarútvegsnefnd strax, að bú- ið væri að salta upp í samn- inga og yrði því hver saltandi að salta á eigin ábyrgð hér eft- ir. Og margir héldu áfram að salta. því að fáum dögum síðar var söltunin komin upp í 425 þúsund tunnur. En þá skeður það að Síldarútvegsnefnd gefur út nýja tilkynningu, og tekur sér það vald að banna alla sölt- un. Að sjálfsögðu einnig þá sö!t- un sem menn framkvæmdu á eigin ábyrgð. Ýmsir spyrja nú: Hefur Sfld- arútvegsnefnd virkflega í hönd- um sér lagalegt vald til þess- ara athafna? Ef svo er, þá er það mál margra að þessi lög muni þurfa endurskoðunar við. Með allri virðingu fyrir Sfldar- útvegsnefnd, og þeim mönnum sem hana skipa, þá held ég að þeir líti of stórt á sig, ef þeir slá því strax föstu að enginn geti selt meiri síld úr landi. þó þeim sjálfum hafi ekki tekizt það til þessa. Ef Síldarútvegs- nefnd treystir sér ekki til að selja meira, því meiga þá ekki aðrir reyna? Var nokkur ann- ar vandi en að setjá lágmarks- verð á útflutta síld til að koma í veg fyrir undirboð? Og ef menn treysta sér til að salta á eigin ábyrgð, því þá að banna það? Hvemig yrði t.d. með þorskveiðarnar ef tekið væri að banna verkun á aflanum nema varan væri fyrirfram seld? Ég hygg að mönnum þætti það hæpnar aðfarir. Ef málið hefði verið leyst þannig þegar mikill þorskafli barst á land, að vísa á fiskimjölsverksmiðj- urnar í stað þess að verka afi- ann í eðlilegar manneldisvörur og leita síðan markaða fyrii þær, þá er víst að við hefðum ekki þá markaði sem við höf- um í dag á þeim vettvangi. En það gegnir alveg sama máli með síldina sem þorskinn í þessum efnum, að markaðir koma ekki af sjálfu sér. En þegar strax er vísað á bræðsl- umar sem úrræði. og enga síld má salta nema hún sé þegar fyrirfram seld, þá er hætt við að minna verði um sölu á síld til manneldis, en ella gæti orðið ef á dálítið annan veg væri haldið á þessum málum. S/ós/ysin og nauðsyn rannsóknar Nú nýlega var sa^t frá Því í blöðum að sjávarútvegsmála- ráðherra hefði skipað rannsókn- amefnd vegna hinna tíðu oa vaxandi sjóslysa hér við land. Nefnd þessi mun skipuð sam- kvæmt þingsályktunartillögu sem samþykkt var á sl. Alþingi. Blað ráðherrans Alþýðublaðið, sagði frá því jafnhliða nefnd- arskipuninni, að starf nefndar- innar væri í því fólgið að rann- saka, niðurstöður sjódóms á- samt málskjölum. sem send væru Skipaeftirlitinu, að af- loknum sjóprófum. Að sjálf- sögðu hlýtur það að vera í verkahring nefndarinnar að rannsaka nefnd skjöl, en varia verður starfið einskorðað við það eitt, enda þá varia um ná- kvæma rannsókn að ræða. Ég vil ekki trúa því að ó- reyndu, að hér verði ekki um alhliða rannsókn að ræða. 1 nefndinni eru ýmsir ágætir memv og munu þeir að sjálf- sögðu leggja sig alla fram, um að leiða sannleikann í ljós eftir þyí sem tök em á.- Ég vil t.d. Togarinn Freyr, áður eitt glæsilegasta skipið í islenzka fiskveiðiflotanum, nú í eigu , gerðarhring sins Iloss. brezka út- Eitt af nýjustu fiskiskipunum. — Verður gripið til þess óyndisúrræðis að selja þessi ágætu fram- 'eiðslutæki úr landinu eins og togarana? ekki að óreyndu trúa því, að það verði látið undir höfuð leggjast af hálfu nefndarinnar, að fá óháða sérfræðinga til að framkvæma stöðugleika-rann- sóknir á íslenzkum fiskiskipum og þó sérstaklega þeim, sem ennþá eru ofansjávar, en hafa stundum vecið hætt komm vegna vöntunar á stöðugleika Þá ætti einnig að láta sömu sérfræðinga rannsaka hvort breytingar sem gerðar hafa ver- ið á skipum í sambandi við kraftblakkarútbúnað og fleira. gætu orðið þess valdandi að stofna öryggi skipsins í hættu. Ég hef ekki trú á því, að án slíkrar raunhæfrar rannsóknar verði það leitt í ljós. sem nauð- sjmlegt er í 'þessu tilfelli. Eina athugasemd vil ég leyfa mér að gera við skipun bessarar rannsóknarnefndar, en hún er sú, að ég tel skipun Skipa- skoðunarstjóra og skrifstofu- stjóra hans í nefndina óviðeig- andi. Ég skal taka það strax fram til að fyrirbyggja allan misskilning að ég hef ekkert á móti þessum mönmjm persónu- lega, enda þekki ég hvorugan og þeir geta báðir verið mestu heiðursmenn. Það eru því ekki mennimir sem slíkir, sem ég hef á móti. heldur það að menn í þeirra stöðum eiga ekki heima í nefndinni frá mínu sjónarmiði. Ég lít þannig á að hver og einn og einasti nefnd- armaður í slíkri nefnd þurfi og verði að vera óháður því sem rannsaka þarf. En að sjálfsögðu er rannsókn sem þessi ekki fuli- komin nema að störf Skipaeftir- litsins, hvað við kemur sjó- hæfni skipa, verði einnig rann- sökuð. Ekki bara hvort settum reglum hefur verið framfylgt, heldur einnig hvort það hefur verið látið undir höfuð leggj- ast af hálfu Skipaeftirlitsins að £á reglum breytt í samræmi við breytta tækni við veiðar og öðru því sem rýrt getur sjó- hæfni skipa. Frá mínu sjónar- miði átti nefnd sem bessi að vera algjörlega óháð Skipaeftir- litinu, en skipaeftirlitið átti að gefa hepni allar þær upplýs- ingar sem hún þurfti með frá ~þess hálfu. Það er vonandi að þetta komi ekki að sök í þessu tilfelli þó að svona hafi til tek- izt um skipun nefndarinnar frá hendi ráðherra. Þvottahús Vesturbæjar Ægisgötu 10 — Sími 15122 (áður þvottahúsið ÆGIR) Húsmæður! Látiö Þvottahús Vesturbæjar pvo pvottinn fyrir yður, Tökum stykkjapvott — blautpvott og frágangspvott- Sækjum — sendum um allan bæ. Fljót afgreiðsla. Þvottahús Vesturbæiar Ægiggötu 10 Sími 15122. L I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.