Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflókk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Préttarltstjórar: Jón Bjamason. Siguröur V. Priðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. : Sjdlfskapar- víti flændur gera kröfu um meira en 36% hækk- un á afurðum sínum. Óvissa er, hvort milli- landasiglingum verður haldið áfram. Kaupsamn- ingar munu almennt verða lausir um miðjan októ- ber. Þegar svo horfir er eðlilegt að mörgum sýnis't óvænt í efni og ókyrrð skapist í viðskiptum. All- ur er þessi vandi heimatilbúinn. Ytri aðstæður eru sem betur fer slíkar, að okkur ætti að geta liðið prýðilega". Þetta andvarp er að finna í Morg- unblaðinu í fyrradag, og það er sjálfur Bjami Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem stynur. Og hann gat naumast kveðið upp þyngri dóm um athafnir sínar og félaga sinna í ríkis- síjórninni. Flestar þær aðstæður sem okkur eru óviðráðanlegar hafa verið hagfelldar á undanföm- um árum, meiri afli hefur borizt á land en dæmi er' ’mi fyrr, verðið á útflutningsvörum okkar hef- *u kkað mun meira en náuðsynjarnar sem við flytjum inn. Fn öðru máli gegnir um þær aðstæð- ur sem okkur eiga að vera viðráðanlegar, sjálfa landsstjórnina. Efnahagslegu góðæri hefur fylgt pólitísk óáran af versta tagi, þar til nú er svo kom- ið að þjóðin sekkur æ hraðar í fen verðbólgunnar. í stað þess að stóraukin framleiðsla tryggði þjóð- inni aukið öryggi, blasir við öryggisleysi á öll- um sviðum; í stað þess að árgæzkan tryggði al- me'nningi betri kjör, býr íslenzkt verkafólk við lægra kaupgjald og lengri vinnutíma en viðgengst í nokkru nálægu landi, „Allur er þessi vandi heimafilbúinn", eins og Bjarni Benediktsson seg- ir réttilega; þetta heitir óstjórn. ÞIÚÐVIUINN I ! ! SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 19 Nú eru liðin 22 ár síðan h.f. Miðgarður keypti húseignina nr. 19 við Skólavörðustíg. Pyrstu tvö árin fóru í að byggja viðbótina við húsið, Klapparstígsmegin. Sú viðbót var ekki einu sinni byggð eins há og samþykkt teikning heimilaði. Ástæðan til þess var sú, að upphaflega húsið var svo til allt í íbúðarleigu. Leigjendumir sátu allmörg ár kyrrir, vemdaðir af húsa- leígulöggjöfinni. Var því ekki hægt að breyta rishæð hússins á þann veg, sem teikning gerði ráð fyrir. Án þess var lítt fært að byggja efstu hæð viðbyggingarinnar. Smám saman losnaði íbúðar- húsnæðið. Þá kom það til sögunnar að Prentsmiðja Þjóðviljans fékk inni í hús- inu. Lejð þá ekki á löngu, að blaðið og prentsmiðjan fylltu húsið allt. Leiddi það til þess, að þessi tvö fyrirtæki tóku að sér allan rekstur hússins og viðhald, greiddu afborgan- ir og vexti af skuldum Mið- garðs, og stóðu straum af þeim bótum og breytingum, sem siðan hafa fram farið. Það voru „samhend tryggðatök", sem lyftu því Grettistaki, að kaupa húsið og stækka það. Meðan á þvi verki stóð, vann Sameining- arflokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinn, á sama árinu, súla tvo meginsigrn í ís- lenzku þjóðmálalífi, forystumenn flokksi- stjórar Þjóðviljans, ! komnir heim úr „kur; heimsókn“ sinni til hins brezka ljórís, en aðrir starf- andi menn úr flokknum heimtir úr prísund vemdar- englanna. Sem sagt: „Sól- skin og kunnanvindur, og Sörli riðinn í garð“, Þjóðvilj- inn kominn fram á vigvöllinn á ný, eftir hertöku um stund- arsakir. Stofnkostnaður Miðgarðs h.f., að byggingaframkvæmd- unum loknum, varð 309 þús- und krónur. Stendur hann enn á eignareikningi félags- ins, óhreyfður, þar sem tím- ans hjól þótti ekki gefa til- efni til afskrifta. Um það bil einn f jórði hluti þessarar upphæðar var fenginn á þann veg, éð gefin voru út handhafaskuldabréf, sem fjöldi mætra manna keypti. Skal það engan veginn van- þakkað, að kaupverð margra bréfanna fór, með frjálsum vilja kaupandans, langt upp fyrir nafnverð. Þetta lán er nú útrunnið, og er svo til úr sögunni. I önn áranna hefur það dregizt úr hömlu að setja kórónuna á verkið, að koma upp efstu hæð hússins, svo það fái þann svip, sem því var upphaflega ætlaður. Því verki verður nú með engu móti lengur elegið á frest, þegar af þeirri ástæðu, að þak upphaflega hússins er gjörsamlega ónýtt. Hin miklu verðmæti, sem síðustu tvö árin hafa hafnað innan veggja þessa húss, eru nú gjörsamlega í voða. Sjálfur Salómon konungur lýsir þakleka í rigningatið á eft- irminnilegan hátt. (Vonandi andi leik ég ekki hinn marg- vísa konung jafngrátt og postulinn Páll var leikinn fyrir nokkru). Það er því svo komið, að Miðgarður h.f. hefur þegar látið flytja timbur í vinnu- palla að húsinu. Næstu daga verður hafizt handa að reisa þessa palla. Og einn góðan veðurdag — á næstunni — tekur húsgreyið ofan, eins og Útvegsbankinn gerði á dög- unum. Einn kunnur arkitekt á að hafa látið þau orð falla við konu eina, sem var að ráðast í húsbyggingu — full eld- móðs, en með takmarkaða fjárhagsgetu —: „Það byggir nú enginn stórhýsi úr bjart- sýni einni saman“. Konunni svall móður. Húsið reis af grunni, og er nú orðið eitt af virkjum guðsrfkisins í landi voru. Okkur er það ljðst, að verkið, sem ’ við erum að- ráðast í, kostar í krónum vorra tíma meira en þrefald- an stofnkpstnað Miðgarðs. Fyrirtækin, sem hússins eiga að njóta, eru enginn „Árvak- ur“. — Engin Gróttakvöm gulls og auðæfa. Með batn- andi aðbúnaði má þó alveg eflaust rétta rekstursafkomu þeirra til muna við, frá því, sem nú er. Síðustu tvö árin hefur verið varið, á okkar mælikvarða, risaupphæðum til eflingar þessum fyrir- tækjum. Sannarlega hefur bjartsýnin verið að verki við ákvörðun þeirra fram- kvæmda. En vísindi vorra tíma hafa tekið af allan vafa um einingu svo margvíslegra afla sem áður töldust að- greind og jafnvel andstæður. Hvað er orðið um mörkin milli orku og efnis — já milli huga og handar. — Þuð er meira að segja alllangt síðan skáldið kvað: „Vilji er allt sem þarf“, Þetta þyki- umst við hafa upplifað, sem fyrir 20 árum stóðum í að breyta vilja í athöfn, bjart- sýni í beinharða peninga. Félagar góðir! Við leggj- um út í framkvæmd þessa lokaátaks við húsið okkar, í fullu trausti þess, að eng- inn ágreiningur sé um nauð- syn þess. Við treystum þvi, að enn séu til í okkar röð- um tryggðatök traust, sam- hentur vilji, og umfram allt bjartsýni og fómfýsi — vax- andi, en ekki þVeirandi. Við látum verkin tala, meðan andstæðingarnir gamna sér við að rýna eftir sundrung- armerkjum. í röðum okkar, eins og stjamfræðingar eftir sólblettum. Steinþór. l^egar stjórnarherramir hófu „viðreisn“ sína var * auðsætt að þeir ímynduðu sér að þeir gætu notað verðbólguna eins og þægt húsdýr. Þeir lækk- uðu gengið tvívegis, hækkuðu skatta og tolla, tóku upp okurvexti o.s.frv. og töldu sig með þessum einföldu ráðum.geta lækkað lífskjör almennings til frambúðar, dregið úr neyzlu á innfluttum varn- ingi og tryggt þannig jafnvægi í utanríkisvið- skiptum og nokkurn gjaldeyrisforða. En það stóð aðeins skamma hríð að ríkisstjórnin teldi sig hafa vald á verðbólgunni, áhrif hennar læstu sig fljót- lega um þjóðlífið allt, þar til ríkiss’tjómin stendur nú gersamlega ráðþrota frammi fyrir afleiðing- um sinnar eigin stefnu, eins og ummæli Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu sanna bezt. Hús- dýrið sem ríkisstjórnin hafði hvað mestar mætur á í upphafi er orðið að óargadýri. I^slendingar ha’fa oft orðið að fást við vandamál sem þeir réðu ekki yfir nema að takmörkuðu leyti, aflaskort, markaðsörðugleika, verðfall á af- urðum o.s.frv., og af þeim sökum hafa ríkisstjórn- ir lent í vanda. Vandkvæði af því tagi eru þó létt- bær að því leyti sem þau eru óhjákvæmileg. Er vandi sá sem nú steðjar áð er einvörðungu sjáb skaparvíti, afleiðing af heimskulegri stefrv skammsýnna manna sem breytt góðæri i efnahagslegan glundroða. — nt. Samþykktir aðalfundar Stéttarsambands baenda Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á aðalfundi Stéttasam- bands bænda, sem lauk hér ð föstudag. Verðlagsmál „Aðalfundur Stéttarsamban'ds bænda 1963 vill enn á ný ítreka fyrri samþykktir um að verð- lagsgrundvöllur undanfarinna ára um verð landbúnaðarvara. fullnægi ekki þörf landbúnað- arins um eðlilega uppbyggingu og framþróun. og hafi ekki geí- ið bændastéttinni þær tekiur, sem henni eru ætlaðar sam- kvæmt 4. grein laga um fram- leiðsluráð landbúnaðarins o.fl. Telur fundurinn að landbún- aðurinn sé kominn í varanlega hættu verði framhald á þessari þróun. Með tilliti til þeirra almennu verðhækkana hjá öllum al- menningi, gerir fundurinn kröfu til þess að laun bænda verði stórhækkuð á bessu hausti Fundurinn telur, að tillögur fulltrúa framleiðenda í 8- mannanefnd, sem nú eru fram komnar. séu of lágar miðað við það hvað bændur eru orðmr langt á eftir öðrum stéttum í landinu. Hann vill benda á. að ýmsir liðir þess verðlagsgrundvallar eru of lágt áætlaðir, þar á með- al stofnfé búsins og fymingar og vextir af því. Á þetta sér- staklega við um húsakost og vélakost. Viðhald húsa er víða vanrækt vegna fjárskorts bænda. Við- hald og fyrning ræktunar hefur ekki verið tekin til greina á undanförnum árum. Fleiri reksturskostnaðarliði mæíti nefna, sem of lágt eru áætlað- ir. Þá viU fundurinn . leggja sér- staka áherzlu á launaliðinn. Sérstaklega vekur hann athygli á: 1. Að kaup bóndans sé éætl- að of lágt miðað við þá gild- andi kauptaxta, sem það er miðað við, svo og með tilliti til þeirra launahækkana annarra þjóðfélagsþegna, sem þegar hafa verið viðurkenndar. Enn fremur vill fundurmn vísa til þeirrar staðreyndar, að bændur vinna' alla helgidaga érsins án þess að nokkurt ráð sé gert fyr- ir því í kaupliðnum. Lágmarkslaun bóndans telur fundurinn því að þyrftu að vera kr. 150 þús. 2. Að í úrtaki því, sem við er miðað um laun annarra stétta, eru ekki taldar tekjur bama innan 16 ára aldurs né kvenna og ekki heldur tekjur af eignum, I þessu efni er bví stórlega hallað á bæijdur. þar sem konur þeirra og böm vinna meira og minna að bú- rekstrinum. án þess að þeim séu ætluð sérstök laun fyrir þá vinnu og ennfremur eru leigu- tekjur af eignum, svo sem hlunnindum, taldar til launa bænda. í þessu felst misrétti, sem krefjast verður leiðrétting- ar á. 3. Að bændur bera ábyrgð á áhættusömum rekstri og oft verða áföll í búrekstrinum, sem engar tryggingar ná til og gera þarf því ráð fyrir að Það fáist bætt í verðlaginu. Enn fremur vill fundurinn benda á þann stórfellda að- stöðumun, sem bændur búa við 'í ýmsum efnum og alveg ser- staklega til þess að koma börn- um og unglingum til náms“. Aðstöðujöfnun milli sauðfjár- og mjólkur- framleiðenda „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1963 telur að þróunín í landbúnaðinum undanfarin ár sýni, að afkoma sauðfjárfram- leiðenda hafi verið mun lakari en mjólkurframleiðenda. Stækk- un búanna er miklu meiri þar sem mjólkurframleiðsla er stunduð, en grisjun byggðanna er hins vegar miklu meiri, þar sem sauðfjárrækt er stunduð. Af þessum sökum leggur fundurinn áherzlu á, að við verðlagningu á þessu hausti komi leiðrétting á hlutföllum verðs milli mjólkur- og sauðfjár- framleiðslu. Fundurinn leggurtil að 20% af hugsanlegri hækkun mjólkurverðst færist á sauð- f j árf ramleiðsluna". Aðstoð við afskekkt byggðarlög „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1963 vekur athygli á bvi að í sumum landshlutum vanti mikið á, að sú framþróun sé í landbúnaðinum. sem nauðsyn- leg er til að bændur hafi við- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.