Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. septamber 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA sitt af hverju Peter Snell ★ Valeri Brumel, Peter Snell og Jang Sjúan-kvang hafa allir afþakkað boð um að taka þátt í hinum svokölluðu for-olympíuleikjum í Tókíó í næsta mánuði. •ic Pólski spjótkastarínn Jan- us Sidlo kastaði i 51. skiipti yfir 80 m i keppni um síð- ustu helgi. Að þessu sinni kastaði hann 80,96 m. Sidlo á orðið langan og glæsilegan afreksferli. Hann setti heims- met 1956, 83.66 m, og þótt aðrir hafi náð betri árangri síðar, þá sýndi Sidlo að lengi lifir í gömlum glæðum. ip Wille Pastarno, heims- meistari í léttþungavigt hnef- aleika tapaði á stigum fyrir Argentínumanninum Greg- orqa Perlata. Þetta var 10 lota keppni, en ekki háð um heimsmeistaratitilinn. ★ Rudof Tomasek frá Tékkóslóvakíu setti nýtt tékk- neskt met í stangarstökki — 4,85 — í landskeppni Tékkó- slóvakíu og Okraínu fyrir skömmu. í hindrunarhlaupi (3000 m) kom fram ný stjarna, Úkraínumaðurinn Dimitriév, sem sigraði á 8.35, 6 mínútum. Tékkinn Zhanal varð annar á nýju landsmeti 8.39,8 mínútum. Anissimov frá Úkrainu náði bezta tíma í heimi í ár í 400 m grinda- hlaupi — 50,6 sek. Úkraína vanii keppnina naumlega — 108:105. Jafntefli varð í knatt- spyrnulandsleik Sovétmanna og Ungverja í Moskvu sl. sunnudag. Úrslitin urðu 1:1. ifl Pólverjar og Tyrkir skildu jafnir — 0:0 — í knattspyrnu- landskeppni í Varsjá sl. sunnudag. ★ Svíar unnu Júgóslavíu 3:2 í landsleik í knattspymu í fyrri viku. Leikurinn er þáttur í EvrópubikarkeDpni landsliða. Næsti leikur er í dag mil'li írlands og Austur- rikis. 13. október keppa Sovétmenn og Italir, og spá flestir Itölum sigri. Danir keppa við Albani 3. nóvem- ber. -fci Landslið Austur-Þýzka- Iands hefur nú tryggt sér rétt til þátttöku í knatt- spyrnukeppni olympíuleikanna á næsta ári. Lið Vestur- Þýzkalands er þar með úr leik. Liðin léku tvo leiki, heima og heiman, til að skera úr um það hvort lið- ið skuli keppa fyrir hönd Þýzkalands á OL. Austur- Þjóðverjar unnu fyrri leik- inn á heimavelli 15. sept. — 3:0, en V.-Þjóðverjar unnu þann seinni í Hannover 2:1 sl. mánudag. Austanmenn hafa þannig betra marka- hlutfall og komast til Tokíó. ★ Belgíumenn unnu Austur- ríkismenn í landskeppni í frjálsíþróttum í fyrri viku — 107:105. Thuns kastaði sleggju 69,77 metra. Marien (Belgíu) hljóp 110 metra grindahlaup á 14,1 sek. Roelants hljóp 3000 metra hindrunarhlaup á 8,35,0 jpínútum. ★ Evrópumeistarinn í 100 m hlaupi, Fransmaðurinn Piq- uemal, sem verið hefur nær „ósýnilegur" í sumar, er nú aftur kominn í sviðsljósið. I Chambery sigraði hann í 200 m hlaupi á 20,9 sek. Franski tugþrautarmaðurinn Monner- et kom á óvart á sama móti með því að kasta spjóti 79,41 metra. utan úr heimi Kristleifur heiðraður EFLING ÍÞRÓTTASTARFSINS S.l. sunnudag var birtur úttráttur úr erindi Bene- dikts Jakobssonar, „Hvern- ig er hægt að auka þrótta- starúð í landinu?”. Hér fara á eftir tillögur þær sem tvær nefndir á Hauk- adalsfundinum báru fram sem svar við ofangreindri spurningu. Tillögur frá nefnd nr. 1 a. Nefndin lítur svo á, að grundvöllur verulega aukins íþróttastarfs sé uppbygging íþróttamannvirkja og í- þróttaaðstöðu um land allt. Vinna beri að því af full- um þrótti við stjómarvöld I”ndsins að fá samþykktar raunhæfar áætlanir um þessa uppbyggingu, sem verði síðan framkvæmd. b. Héraðssamböndunum verði gért kleift að ráða fastan starfsmann að minnsta kosti sumarmánuðina og annist hann framkvæmd íþrótta- og félagsmála héraðssam- bandsins. c. Samstarf skóla og félaga f landinu verði eflt til gagns fyrir báða aðila. d. Komið verði upp sumarbúð- um eða námskeiðum fyrir unglinga á ákveðnum fé- lagssvœðum t.d. í héraðs- skólunum og öðrum þeim stöðum, sem vel eru fallnir til slíkrar þjónustu. Minnir nefndin í því sambandi á ábendingar forseta ÍSl varð- andi þetta efni í framsögu- erindi. Starfsemi þessi verði kostuð af hálfu þess opin- bera eða njóti verulegra styrkja. e. Hin frjálsu félagasamtök um íþróttir og félagsmál, fái sameiginlega vel hæfan mann til þess að ferðast um milli félaga og skóla, og kynni hann gildi íþrótta- og Til þess að efla íþróttastaríið í landinu þarf að stórfjölga íþróttamannvirkjum tll notkunar fyrir almenning. Sundhöll Reykjavíkur er eítt elzta mannvirki slíkrar tegundar hér á Iandi, og þar er myndin tekin af ungu fólki við sund iðkanir. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). félagsstarfsemi fyrir æsku- fólk í landinu. f. Efnt verði til íþróttakeppni unglinga eða bama á aldr- inum 10—14 ára miiUi fé- laga innan héraðssamband- anna árlega í ákveðnum greinum og stig gefin sam- kvæmt sérstakri stigagjöf líkri þeirri er tíðkast hjá FRl. g. Útvarp og blöð flytji meira af a'lmennum íþrótta- og fé- lagsfréttum frá héraðssam- böndunum, en verið hefur, enda verði hjá hverju hér- aðssambandi ákveðinn mað- ur er sjái um fréttaþjónustu og fréttamiðlun þess. Tillögur frá nefnd nr. 3 a. Fundurinn telur að stuðla beri að aukinni samvinnu milli skóla ogC íþróttafélaga um afnot og byggingu í- þróttamannvirkja, svo að þau komi að sem mestum notum. c. Fundurinn telur farsælast, að styrkúthlutun verði eftirá skv. kennsluskýrslum, svo sem verið hefur. d. Fundurinn leggur áherzlu á að haldið verði áfram leið- beinendanámskeiðum og jafnframt verði félög að- stoðuð við öflun kennara. e. Fundurinn telur ekki rétt að aðild félaga að heildarsam- tökum miðist við umráð yf- ir íþróttamannvirkjum. f. Fundurinn telur þýðingar- mikið að liður nr. 8 nái fram að ganga og beinir þeim ti'lrnælum til fram- kvæmdastjómar aðvinnaað því. að sem fyrst verði unnt að ráða fasta héraðsíþrótta- kennara. g. Fundurinn leggur til að ÍSI beiti sér fyrir þvi að vinnu- veitendum, sem hafa ungl- inga innan 16 ára í þjón- ustu sinni verði gerð ljós nauðsyn þess að hafa meira öryggiseftirlit með þeim og fyllri, nákvæmari, verk- stjórn heldur en hjá full- þroskuðu fólki. h. Fundurinn telur æskilegt að ÍSl og Æskulýðssamband Isl. vinni að skipulagningTj um samstarf milli íþróttafé- laga og annarra æskulýðs- félaga með tilliti ti'l þess, að allir aðilar hafi s.em jafn- asta aðstöðu og að heildar- árangur starfseminnar geti orðið sem mestur. Gott fordæmi, ágæt afrek íþróttamanná Ingi Þorstcinsson, form FRl, afhendir Krístleifi bikarinn ágæt afrek og góAan íþróttaanda. fyrir Á kvöldsamkomu sem stjóm Frjálsíþróttasambands íslands hélt fyrir þátttakendur og starfsmenn í hinni vel heppn- uðu Unglingakeppni FRl, 25. ágúst s.l., afhenti Ingi Þor- steinsson formaður FRl Krist- leifi Guðbjömssyni fagran silf- urbikar, smiðaðán af Leifi Kal- dal silfursmið. — Formaður FRl gat þess við afhendingu bikarsins að áletrað væri á hann m.a. að Kristleifur nefði til hans unnið fyrir frábær í- þróttaafrek á undanfömum ár- um fyrir hlaup á vegalengd- um 1500 mtr. til 10.000 mtr. Jafnframt gat form. FRl þess að Kristleifur hefði hlotið þessa viðurkenningu ekki hvað sízt fyrir goft fordæmi hins sanna iþróttainanns bæði í og utan keppni, sem hann hefði sýnt með reglusemi og prúð- mennsku. Ingi Þorsteinsson skýrði frá því að gefandi bessa veglega bikars væri gamall í- þróttamaður og leiðtosi. sem væri mikill velunnari frjáls- íþrótta. Hafði hann óskað eft- ir að afhending bikarsins færi fram, þar sem þátttakendur í Unglingakeppni FRÍ væru sam- ankomnir, ef slíkt gæti orðið unglingum og upprennandi í- þróttafólki hvatning til dáða og ’jafnframt til að leggja á- herzlu á viðurkenningu fyrir prúðmennsku og reglusemi íþróttamanna. Frakkar og Rássar jafnir í spennandi frjálsíþróttakeppni PARÍS — Frakkar og Sovét- menn skildu jafnir eftir æsi- spennandi landskeppni í frjáls- um íþróttum í París um helg- ina. Frakkar urðu hærri að stigum eftir fyrri daginn, en lokatölurnar urðu: 106:106. — 80.000 áhorfendur urðu vitnii að þessari keppni, sem var sér- staklega spcnnandi ogskemmti- leg. Beztu afrek í landskeppn- inni voru þessi: 110 m grindahlaup: 1) Mikailov (S) 13,9 2) Chardél (F) 13,9 3) M. Duriez (F) 13,9. 100 m hlaup: 1) C. Piquemal (F) 10,3 2) E. Ozolin (S) 10,4. 400 m hlaup: 1) Boccardo (F) 47.6. 800 m hlaup: 1) Jean Pellez (F) 1.49,6. Spjótkast: 1) V. Kuznet&ov (S) 75,93 m. Vladimir Trusenjev sigraði í kringlukasti. Hér sést hann búa sig undir kasi. Langstökk: 1) Igor Ter-Ovanesian (S) 8,04 m. Sleggjukast: 1) G. Kondorasjev (S) 66,48 m. 5000 m hlaup: 1) Tjurin (S) 13.48,2 mín. 4x100 m boðhl. 1) Frakkl. 39,7 sek. 2) Sovétr. 40,5 sek. Framháld á 2. síðu í l k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.