Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 12
Hættuleg vegagerðar- Mjög alvarlegt slys við Reykjavíkurhöfn í gær vinna Eins og frá var skýrt í frétt hér í Þjóðviljan- um sl. sunnudag mun- aði minnstu að stórslys yrði við vegagerðina í Ólafsvíkurenni þegar vinnuskúr sem vega- gerðarmenn voru ný- gengnir út úr varð fyr- ir miklu grjóthruni. Flugu tveir stórir steinar gegnum skúrinn. | Sfserri steinninn fór inn li um skúrþakið og út um glugga en minni steinn- inn fór inn um hliðina skúmum og lenti á skúrgólfinu. Gerðist at- burður þessi um kl. hálf tíu að kvöldi þriðjudag- inn í fyrri viku. Þjóðviljanum hafa nú borizt myndir að vestan er sýna m.a. hvemig skúrinn yar útleikinn eftir grjót- hrunið. Eru þær teknar af einum verkamannanna sem þarna vinnur við vegargerð- ina. Á efri þrídálkamyndinni sést minni steinninn sem fór í gegnum skúrvegginn og gatið á veggnum eftir hann. Á neðri þrídálkamynd- inni sést hins vegar ein af vinnuvélunum, sem þama eru notaðar við vegargerð- ina, að störfum í hlíðinni og sé'st vel á myndinni hvernig aðstaðan þarna er. Loks sýn- ir tvídálkamyndin nokkra af verkamönnunum að kaffi- drykkju í vinnuskúrnum. — (Ljósm. I.J.y. Miðvilcudagur 25. september 1963 — 28. árgangur — 205. tölublað. Sovézkir kynntu sér jarðhita á ísiandi Níu sovézkir jarðfræðingar hafa dvalizt hér á landi undanfarinn hálfan mánuð og kynnt sér jarð- hitamál. Hélt hópurinn heimleiðis í gærmorgun. Flestir sovézkir jarðfræðing- anna. sem hingað komu, fást við rannsóknir á notkun jarð- hita í Sovétríkjunum, en for- maður sendinefndarinnar var V. Nursjanof, yfirmaður jarðhita- deildar ríkisnefndar þeirrar sem fjaUar um gasiðnað í Sovétríkj- unum. Fóru víðu um. Sovézku sérfræðingamir níu nutu fyrirgreiðslu jarðhitadeild- ar raforkumálaskrifstofunnar meðan þeir dvöldust hér á landi. Ferðuðust þeir víðsvegar um landið og skoðuðu helztu jarð- hitasvæði landsins; komu þeir meðal annars til Akureyrar og í Námaskörð við Mývatn fyrir norðan, en á Suðurlandi sáu þeir meðal annars hverasvæðin í Krísuvik og Hengli og Hvera- gerði. Snemma í gærmorg- un varð mjög alvarlegí slys við höfnina í Reykjavík. Vildi slysið þannig til, að við upp- skipun úr bandaríska skipinu Mormacsaga rakst járnhleri í íslend- ing, sem þar var að vinnu. Maðurinn, sem er 62 ára gamall, var þegar fluttur á Landa- kotsspítala og var óttast um líf hans. Síðar um daginn neyddust svo læknar til að taka hægri handlegg hans. Slysið vildi til um kl. hálf tíu f gærmorgun. Eru nánari atvik að því þau. að maðurinn var að ganga niður stiga ofan í iest. Rakst þá jámhleri á hann, og klemmdist maðurinn hættulega milli stiga og hlera. Við rannsókn fiem það elnr.a helzt í ljós. að spilmaðurinn tel- ur sig hafa komið við gangsetn- ingarstöng í ógáti, með þeim af- leiðingum. sem fyrr greinir. Þjóðviljinn spurðist fyrir um það á Landakotsspítala í gær- kvöld, hvað manninum liði, og fékk þær upplýsingar, að hægri handleggur hans hefði verið tekinn af um daginn. Maðurinn væri með rænu, en ekki væri unnt að segja neitt um líðan hans að svo stöddu. BRUSSEL 2479. — Ráðherraráð EBE ákvað í dag að bjóða Bandaríkjunum að lækka inn- flutningstoll á frystum kjúkl- ingum um 10 prósent. Vonast ráðið til að þar með verði „kjúklingastríðið" svokallaða milli EBE annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar úr sögunni, en Bandaríkin hafa hótað EBE-mönnum öllu illu ef þeir lækki ekki tollinn. Tungumálakennsla í allan vetur fyrir 75 krónur! í dag hefst innritun í Námsflokka Reykjavíkur, og er ástæða til að benda borgarbúum á, að í þeim er hægt að fá ágæta tilsögn og kennslu allan vetur- inn í þeim tungumálum, sem mest er sótzt eftir að læra hér á landi, og fleiri bóklegum greinum, en auk þess nokkrum verklegum. Námsgjöld í bóklegu greinunum eru einungis lágt innritunargjald, 75 krónur. Fyrir verklegu greinarnar er innritunar- gjaldið 150 kr. og auk þess greitt fyrir efni og snið í saumaflokkum. Skólastjóri Námsflokkanna er Ágúst Sigurðsson magister. Námsflokkar Reykjavíkur eru til húsa í Miðbæjarskólanum, er kennt þar á kvöldin, kl. 7.30—10.30 og stendur kennslan frá 2. október til 31. marz. Seta menn valið eina námsgrein eða fleiri. Innritun hefst í dag ems og fyrr segir og stendur til 30. september. Hún fer fram í Mið- bæjarskólanum kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. Þátttakendur geta fengið keyptar námsbækur í fyrsta tímanum, og i vélritur eru ritvélar til afnota í tímun- um en ekki lánaðar heim. Listi yfir einstakar námsgrein- ar sem um er að velja verður birtur hér í blaðinu á morgur-. Vetrarstarf LR er að hef jast A morgun, fimmtudag. byrjar Leikfélag Reykjavíkur vetrar- starfsemi sína í Iðnó. Verður sýnt leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart I bak. og er það 131. sýn- ing þess. Hefur þá Hart í bak verið sýnt oftar á einu leikári en nokkurt leikrit hér á landi. Af starfsemi Leikfélagsins er það annars að frétta, að fyrir dyrum standa nú gagngerar breytingar á rekstursfyrirkomu- lagi þess. Ætíunin er að koma á fót atvinnuleikhúsi, og hafa fyrstu sporin verið stigin í þá átt. Sveinn Einarsson hefur ver- ið ráðinn leikhússtjóri, en jafn- framt hefur verið skipað svo- kallað leikhúsráð. Sitja í því ráði stjóm Leikfélagsins, leik- hússtjóri og fulltrúi bæjarfélags- ins, tilnefndur af borgarstjóra. Guðmundur Pálsson verður sem áður framkvæmdastjóri félags- ins. Ekki vilja forráðamenn Leik- félagsins að svo stöddu segja neitt ákveðið um það. hvaða leikrit verða tekin til sýningar í vetur, né heldur hverjir verði fastráðnir leikarar. Verður frá því skýrt þegar vetrarstarfið hef- ur endanlega verið ákveðið. Leikhússtjóri, Sveinn Einarsson, telur þó vonir til þess, að eitt íslenzkt leikrit verði fmmsýnt á vetrinum. Þá má geta þess að lokum, að hvorki gerir að ganga né reka í húsbyggingarmálum fé- lagsins. Áhugi Leikfélagsins er hinn sami og áður, en enn hef- ur ekki fengizt viðunanleg lóð undir hið fyrirhugaða leikhús. Helga Vaitýsdóttir Vilja forráðamenn Leikfélagsins að sjálfsögðu reisa sh'kt leikhús sem næst miðbænum, en hafa mætt tregðu bæjaryfirvaldanna í því máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.