Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 10
SÍ£J \ MÓÐVILIINN -----------------------—--------------------------- ----- Miðvikudagur 25. september 1963 Adam lyfti aftur höndunum. — Það sem lögreglustjórinn hélt. sagði hann, — var að ég bæri ábyrgðina á þessari spreng- ingu í Símonarhlíð. Ég trúði því varlg að honum væri alvara! Sagði við hann: — Lögreglu- stjóri, hver sem sprengdi bessa sprengju, þá var það enginn 6r samtökum okkar, það fullyrði ég! — Hver bar þá ábyrgðina? spurði hann. Þá sagði ég: — Veit það ekki með vissu. En það mætti segja mér að bað hefði verið einhver af negra- sledkjunum sjálfum! Hann leit í kringum sig í her- berginu þar sem ekkert hljóð heyrðist allt í einu. Séra Lorenzo Niesen var far- inn að iða. Adam sá að hann skotraði augunum til annars manns. — Jæja, lögreglustjórinn skildi þetta ekki fyrst. Hann var svo mikill glópur að hann spurði, hvers vegna jafnréttissinni ætti að fara að drepa niggara! Og ég sagði, svei mér þá. Lögregiu- stjóri. sagði ég, þetta er alveg augljóst. Við erum að berjast gegn jafnrétti. Guð á himnum veit að við erum nógu skynsam- ir til að vita að við höfum ekk- ert annað en skaðann af því að drepa svartan prest og sprengja upp kirkju. — Hvemig færðu það út? spurði hann. — Ég vissi varla hvað ég átti að segja, þetta var svo augljóst —• jafnaugljóst og stóra nefið á honum sjálfum. — Lögreglu- stjóri í stað þess að pexa við mig ættirðu að skreppa yfir i NAACP, sagði ég, „og athuga hvort þeir hafa nokkra fjarvist- arsönnun. Þetta er einmitt eftir þeirra höfði. Þeir vita að píslar- vættið er þeirra bezta vopn. Rétt eins og með yfnmat Till þegar þeir drápu h Jhn ogreyndu að koma sökinni ■% hvítan Suð- urrikjamann. Ég yrði hreint ekk- ert hissa þótt þeir hefðu staðið bakvið þessa sprengingu líka. því að nú verður þessi gamli blökkuprestur píslarvottur. ski'j- ið þið? Fólk vorkennir honum. Hárgreiðslait Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDG Laugavegi 18 III. h. (lytta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. HÁRGREIÐSLCSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 Nuddstofa á sama stað. — Hann verður harmaður eins og fallin hetja. Og ég vona að bú skiljir lögreglustjóri, sagði ég, að enginn i mínum samtökum og enginn með peruna í lagi kom nálægt þessi. Þá skildi hann þetta, en ég hugsa að hann hafi orðið sár vegna þess að ég þurfti að tyggja það í hann. Þögnin varð dýpri og Adam horfði á mennina. — Jæja, sagði hann. — Þannig hugsaði ég að minnsta kosti. En meðan ég var í fangelsinu, þá fór ég að velta þessu fyrir mér. Og mér datt í hug að kannski hefði ég á röngu að standa. Ég fór að brjóta heilann: gat það verið — ég tók það aðeins sem möguleika; gat það verið, að ein- hver í okkar samtökum hefði átt einhvem þátt i þessu? Ein- hver sem vann þetta í fljót- ræði, ef svo mætti segja. og hugsaði ekki um afleiðingamar? Auðvitað fannst mér það ekki líklegt. En ég vissi að fólk gerir stundum axarsköft og heldur að það sé að gera rétt, enda bótt athafnir þess snúist gegn því sjálfu seinna meir. Og þess vegna, þótt ég trúi því ekki, þá ætla ég að láta sem einhver hér í þessu herbergi sé maður- inn sem keypti dýnamítið. bar það að kirkjunni og kveikti í öllu saman. Það er hann sem ég ætla að tala við og ég verð að biðja ykkur alla að sýna umburðarlyndi. Ég tala ekki til ýkkar sem hafið heilbrigða skyn- semi. Herra Lorenzo Niesen ók sér til, sótti sér tóbaksblað niður £ þvældan pakka og fór að tyggja ákaft. Augu hans voru í senn glaðleg og reiðileg. Adam var ekki í neinum vafa um, að það var þetta mann- ræksni sem bar ábyrgðina. Hann sá fyrir gér hvemig Niesen skreiddist upp að kirkjunni með hina banvænu byrði sína og allt í nafni Jesú, þessa Jesú hans sem var óhreinn undir nöglunum og vanhirtur og spýtti mórauðu í augu hins illa. En var það Niesen einn? Auðvitað. Hinir voru hans eigin hermenn, var ekki svo? Hann reyndi að lesa úr svip Barts Carrey, Dongens. Molli- mans Richeys, Humboldts. — Það er ágætt að skjóta niggurunum skelk í bringu, sagði hann. — En við verðum að -‘ara varlega, mjög varlega. Vegna þess, og munið það. að við ætl- um að gera meira en stöðva samskólagönguna í Caxton; við ætlum að ganga af jafnréttis- stefnunni dauðri í eitt skipti fyr- ir öll. Ég hef bent ykkur á nokkrar leiðir. Það er til marg- ar fleiri. En þær eru allar bau!- hugsaðar, þannig að beir — niggeramir — grafa sínar eigin grafir. Við réttum þeim snör- una, skiljið þið? Það er það fína. En þeir hengja sig sjálf- ir. Andlitin í herberginu voru sviplaus, áhugalaus. Það heyrð- ist lágt hvísl. Rödd kallaði: — Hvemig vit- um við að það tekst? Maöur sem Adam hafði ekJd tóur séð. Reiðilegur loðinn uá- ungi. Herra minn, þér er ó- hætt að treysta orðum mínum. Og lítið bara á staðreyndimar. Afsiðun hefur reynzt þúsund sinnum áhrifarlkari en nokkur sprengja. Skiljið þið ekki, að það er betra að láta mann gef- ast upp en að sigra hann? Það er bara önnur tegund af stríði. Sniðugri tegund. Jæja, en þið hugsið kannski: Allt í lagi, það getur verið gott og btessað héma þar sem við erum fleiri en sniglamir, en hvemig verður það þar sem það er öfugt? — Það em líka til svör við því. Ef við værum eins og sumar borg- ir í Missisippi. þá myndum við nota aðrar aðferðir. Við mynd- um nota það sem kallað er „fjárhagsleg þvingun“. Það væri hægt að beita henni gegn öllum niggurum og hvítum sem fylgja þeim að málum Engin peninga- lán handa þeim, kaupmenn og heildsalar neita allt í einu að veita gjaldfrest og svo framveg- is. Það er enn ein aðferðin til að „berjast gegn lögunum með löglegum hætti“. Enginn er myrt- ur eða sprengdur í loft upp, enginn svertingi verður píslar- vottur, en þeir verða burstaðir eins örugglega og við hefðum beitt á þá vélbyssu. Adam Cramer lyfti fingri. — Og heyr- ið þið nú: Ég áfellist engan. Sá sem sprengdi upp kirkjuna, ef hann er hér inni, þá gerði hann það sem hann áleit rétt, en hon- um skjátlaðist. Ég vona að þið skiljið það allir núna og hald- ið áfram að breyta í samræmi við reglugerð SÞBF. Það varð stutt þögn. Síðan sagði séra Lorenzo Niesen: — Ég veit ekki um neitt af þessu, lagsi. en eitt veit ég. Það er skki einn einasti niggari sem þorir að stíga fæti inn í skólann okkar á morgun. Það er allt úr sögunni! Fagnaðarlæti kváðu við. Adam leit á Carey og Dongrn sem brostu ánægjulega. — Alit úr sögunni, hrópaði Niesen. — Caxton er aftur hv:t- ur bær, það ,er eitt sem víst er! Jóna, veitingakonan, haltraði inn 1 herbergið og nálgaðist Carey. — Ollie Underwood er að koma, sagði hún. — Og hvað um það? sagði Carey glaðlega. — Við erum bara að halda smáfund. Segðu Ollie að hann komi of seint: við erum búnir. Er það ekki? Adam kinkaði kolli. Jóna haltraði aftur inn í veit- ingasalinn. Fólkið dreifðist, sumir fóru út, aðrir settust sð svaladrykk. — Taktu þetta rólega, sagði Dongan og tók utanum herðar Adams. — Dýnamitið flýtti dá- lítið fyrir. — Ég — — Ekki svo að skilja að ég mæli því bót, Drottinn minn, nei. En ef satt skal segja, bá sparaði hann okkur talsverða vinnu sá sem gerði það. — Og við verðum að þakka þér. sagði Carey og Adam sýnd- ist hann depla augunum framan í Donger. — Þú þjappaðir okkur saman í fylkirVu. piltur minn! Hann sneri sér við og æprl: — Þrefalt húrra fyrir Adam Cramer! Þrefalt húrra fyrir manninum sem leiddi okkur í allan sannleika og útrýmdi plágunni úr bænum okkar. Það voru fagnaðarlæti og hlátur. Einhver tautaði: — Vona þeir vilji berjast .. Annar svaraði: — Þeir eru of hræddir. En ef þeir gera það, bá erum við tilbúnir, heldurðu það ekki? Adam kinkaði kolli til Careys og sagði: — Næsti fundur verð- ur auglýstur í blaðinu. — Allt í lagi, en þú ferð ekki langt, vinur. Maðurinn brosti. — Við verðujn, að hafa þig hjá okkur. ef ske kynni að það yrðu meiri vandræði útaf þeim. Og svo er þetta smáræði, Þessir tíu þúsund dollarar í skrifborðinu hans Rubys, gleymdu beim ekki! Adam kvaddi með handa- bandi og fór út. Eitthvað hafði gengið úr lagi, eitthvað var öðru vísi en Það átti að vera. Hvað? Hann gekk hægt upp iága brekkuna, velti fyrir sér hvers vegna hann hefði eiginlega á- hyggjur. Það var engin ástæða til þess. Honum hafði heppnazt betur en hann hafði nokkum tíma þorað að vona, var ekki svo? Hann hafði komið til Cax- ton til að stöðva samskólagöngu og nú var hún úr sögunni. Og voru það ekki þeir sem lögðu fram tryggingarféð fyrir hann? Hann gekk inn í hótelið. Það var eins og það hafði ver- ið fyrir heilli öld. þegar borgin var róleg og fáir hugsuðu nokk- um tima um svertingjana; beg- ar hann hafði gengið inn í lif þessa fólks einn heitan dag. Konumar þrjár sátu í grafar- þögn á rauða sófanum og það hvein í sjónvarpstækinu: flýtir hreingemingunum um helming og sparar helming .. - Frú Pearl Lambert leit upp úr bókinni sem hún var að lesa, en það var sakamálasaga eftir Dorothy Sayers, síðan leit hún niður aftur. Kvikmyndir Framhald af 8. síðu. Daginn eftir fund þeirra týndist Wedel, og skömmu síð- ar finnst lík hans í höfninni. Þá rís spumingin: Var þetta slys eða morð? Lögreglan rannsakar málið og kemst að þeirri niðurstöðu að um morð hafi verið að ræða. Og Bill er handtekinn, ákærður fyrir morðið. Hann játar, enda þótt saklaus sé, en við réttarhöldin fæst það upp- lýst, hvem mann þessi þýzki „verzlunarmaður" hafði í raun og vem að geyma, hvað vald- ið hafi því að leiðir hans og Bills lágu saman og hvers- vegna hann (Þjóðverjinn) hafði komið til Englands. Þegar hér var komið sögu þurfti rétturinn að taka af- stöðu til fleiri atriða en á- kæmnnar vegna meints morðs. G/SL Framhald af 7. síðu. textamir eru að sjálfsögðu ekki nákvæmir, en mjög lið- lega ortir og oftlega ísmeygi- lega fyndnir og smellnir í bezta lagi. Leikendum var mikið fagn- að og þó leikstjóranum mest, en Mac Anna lét sér ekki nægja að halda stutta þakk- arræðu, hann flutti auk þess alllangt og velort kvæði í til- efni kvöldsins og var þakkað vel og lengi. Beztu óskir fylgja homun héðan. A. Hj. Andrés frændi. Farðu með mig til læknis. Ég er með „Insomnia". „Insomnia." Drottinn minn. Þú getur þá ekki sofið á nóttunum. Þetta er þá verra en „InsoiQnia.“ Ég er hættur að geta sof- ið í skólanum. S KOTTA Þegar þú bauðst mér í innkaupaferð, þá datt mér i bug þessl bílakirkjugarður. NÝKOMID Danskir - Hollenzkir — Enskir REGNFRAKKAR og VETRARFRAKKAR mjög glæsilegt úrval, margar tegundir. Smekklegar vörur. Vandaðar vörur. GEYSIR hf. Fatadeildin. Minnispeningur Jóns Sigurðssonar er tilvalin tækiíærisgjöí Verð kr. 750.00. Fæst hjá ríkisféhirði, í bönkum og póst- húsinu í Reykjavík. Sendisveinn óskast strax. Afgreiðsla Þjóðvil/ans Sími 17 500 * 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.