Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 5
T Fimmtudagur 26. september 1963 Handknattleikur HÖDVILIINN SlÐA Verður landsleikur við Dani í lok febrúar n.k.? í athuaun er að koma á landsleik í handknatt- leik milli Ðana og íslendinga í lok íebrúarmánað- ar n.k., en þá verður íslenzka landsliðið á leið til heimsmeistarakeppninnar í Prag. íslenzka landsliðið heldur utan til heimsmeistarakeppn- innar laugardaginn 29. febrú- ar n.k. Handknattleikssamband íslands sendi fyrirspurn til danska sambandsins um mögu- leika á landsleik sunnudags- kvöldið 1. marz. Danska blað- ið „Politiken“ flytur þá undar- legu frétt fyrir nokkrum dög- um að þessi landsleikur sé fyr- irhugaður 29. febrúar í Kal- sitt af hverju ★ Eins og áður hefur verið skýrt frá gerðu Ungverjar jafntefli við Sovétmenn í knattspyrnulandsleik um síð- ustu helgi — 1:1. Leikurinn fór fram í Moskvu og voru áhorfendur 100.000. Hcimaiið- ið var að vísu ráðandi á vell- inum, en upp við mark Ung- verja brást þeim nær alltaf bogalistin. Þykir þetta ekki spá góðu fyrir næsta stórleik Sovétmanna, sem verður við ítaii 13. október í Evrópu- bikarkeppni landsliða.. Sigur- vegarinn í þeim lcik mætir síðan Svíum í næstu umferð. ★ Austurríksmaðurinn Hein- rich Thun náði bezta árangr- inum í heimi í ár í sleggju- kasti — 69.77 m. — í lands- keppni Austurríkis og Belg- íu fyrir skömmu. Þctta er jafnframt þriðji bezti árang- ur sögunnar í sleggjukasti. Bandaríski heimsmethafinn ConnoIIy hefur kastað 70.67 m. og Ungverjinn Zsivotsky 70.42 m. ★ Finninn Pentti Repo bætti um síðustu helgi tveggja vikna gamalt Norðurlanda- met sitt í kringlukasti upp í 57.67 m. á móti i Seinájoki. Norðurlandamethafinn í Iangstökki, Eskola. keppti nú í fyrsta sinn í 100 m. og hljóp á 10.8 sek. Sömuleiðis keppti hann í fyrsta sinn i þristökki og stökk 15.25 m. ★ Nýlega er lokið Balkan- Ieikjunum í frjálsum íþrótt- um, og fóru þeir að þessu sinni fram í Sofía. 1 karla- greinum urðu úrslit þessi, reiknuð í stigum: 1) Búlgaría 152 stig. 2) Júgóslavía 146, 3) Rúmenía 134, 4) Grikktand 61. 5) Tyrkland 24 og 6) Al- banía 7. ★ I þriggja Ianda kcppni Sovétríkjanna, Póllands og Austur-Þýzkalands í frjáls- um íþróttum fyrir skömmu sigruðu Pólverjar mcð 174 stigum. Sovétmcnn hlutu 130 stig og Aijsturþjóðverjar 120 stig. Pólverjinn Juskovíak vann 100 m. á 10.4 sek., en Osolin (S) hijóp á 10.5 og Foik (P) á sama tíma. Bad- enski (P) vann 200 m. á 21.1 og 400 m. á 46.3 sek. Evrópu- meistarinn Matuschewski (A- þ.) vann 800 m. á 1.49,6, en landi hans, May, hljóp á 1.49,9 mín. Þjóðverjinn Val- entin vann 1500 m. á 3.43.9 mín. Tjurin (S) vann 5000 m. á 13.50,8 mín. en Hermann (A.-Þ.) hljóp á 13.51,0 mín. Rússarnir Mikailov og Tjista- kov urðu nr. 1 og 2 í 110 m. grindahl. á 14.1 og 14.2 sek. Zimmy (P) sigraði í 10 km. á 30.04,0 mín og Þjóðverjinn Janke var einni sek. á eftir. Gierajewski (P) og Sínger (A.-Þ) hlupu báðir 400 m. grindahl. á 51.2 sek. Solokov (S) vann 3000 m. hindrunar- hlaup á 8.42,0 mín. á undan Sklarozyk (P) á 8.43,0 min. Czerink (P) vann hástökk — Sidlo 2.07 m. og Rússinn Bolkov sömu hæð. Schmidt (P) vann þrístökk — 16.88 m. Kreer (S) stökk 16.36 m. Sosgornik (P) vann kúluvarp — 18.88 m. á undan Karasiev (S) — 18,63 m. Milde (A.-Þ.) vann kringlukast — 56.14 m. Cieply (P) vann sleggjukast — 65.09 m. Sidlo (P) vann spjótkastið — 81.10 m. Pól- verjar unnu 4x100 m. boðhl. á 39.9 sek. en sveit Rússa fékk 40.2 sek. Pólverjar unnu sömulciðis 4x400 m á 3.08,2. Keppnin var þannig sérstak- Iega spennandi og árangur ágætiir. utan úr heimi Eftirlitsmaður Byggingarnefnd Menntaskólans í Reykjavík ósk- ar að ráða nú þegar tæknimenntaðan mann, er annist daglegt eftirlit með byggingarfram- kvæmdum skólans. Umsóknir skulu hafa borizt skrifstofu HÚSA- MEISTARA RÍKISINS, BORGARTÚNI 7, eigi síðar en 1. október n.k., og greini umsækjendur þar frá fyrri störfum sínum og kaupkröfum. BYGGINGARNEFNDIN. undborg, sem er á vesturströnd Sjálands naérri 200 km frá Kaupmannahöfn. Ásbjörn Sigurjónsson, for- maður HSÍ, skýrði íþróttasíð- unni frá því að ekki kæmi til mála að íslenzka liðið léki sama kvöldið og það kæmi frá íslandi og bætti við ferða- lagið lengri ferð til Kalund- borg Danir hefðu hinsvegar eflaust ætlazt til þess að Is- lendingamir flýttu för sinni frá íslandi um einn dag, en slíkt yrði ekki gerlegt. Hefði danska handknattleikssam- bandinu verið tilkynnt um þetta, og stjórn þess hefði haldið fund um málið s.l. mánudagskvöld. Bréf um nið- urstöður þess fundar mun vera á leiðinni til HSÍ. Mætast tæplega í HM ísland og Danmörk taka bæði þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins, en þó munu lið landanna ekki heyja þar keppni sín á milli. nema ef svo ævintýralega vildi til að liðin kepptu til úrslita um heimsmeistaratitilinn. f fyrstu umferð verður ísland í riðli með sigurvegara i undan- keppni Afríkurí'kja o;g sigur- vegaranum í leiknum Ung- verjaland—Pólland. Til Prag fslenzku handknattleiks- mennirnir halda frá Kaup- mannahöfn á mánudag og koma til Prag á þriðjudag. Þá eru aðeins þrír dagar til stefnu. Heimsmeistarakeppnin byrjar föstudaginn 7. marz. Ef af leiknum við Dani verður 1. marz, þá verður það eini landsleikur fslands 1 handknattleik fram að heims- meistarakeppninni. Cerízt áskrífendur að Þjóðviljanum síminn er 17-500 Valur-iBV 2:0 Valur og Vestmannaeyingar kepptu í bikarkeppni i gær, og sigraði Valur 2:0. Vestmanna- eyingar áttu mun fleiri tæki- færi í fyrri hálfleik, án þess að þeim tækist að skora. Valur fékk hinsvegar eitt ódýrt mark í hálfleiknum. I síðari hálfleik var eins og heldur hefði dregið úr Eyja- mönnum, og skoruðu Vals- menn þá eitt mark til viðbót- ar, og tryggðu sér áframhald í bikarkeppninni. Pennel stekkur 5,10 m. Bikarkeppnin Dregið hefur verið um niður- röðun undanúrslita bikar- keppninnar n.k. laugardag. Fjögur lið eru nú enn unpi- standandi í keppninni. Fyrri leikurinn verður milli KR og Keflvikinga og hefst hann kl. 14. Seinni leikurinn verður milli Akumesinga og Vals, og hefst hann kl. 17. Þau tvö lið. sem sigur bera úr býtum í þessum leikjum, keppa síðan til úrslita um bik- armeistaratitilinn. Sá leikur fer fram um aðra helgi, og verður það síðasti „stórlpikur" ársins hér á landi. ÍBK-ÍBA 2:0 Keflvíkingar unnu Akureyr- inga í bikarkeppninni í leik á Akureyri á sunnudaginn. Úr- slitin urðu 2:0 og sönnuðu Keflvíkingar þar með að þeir verðskulda áfram sætið í fyrstu deild. Einar Magnússon og Jón Jóhannsson skoruðu mörkin. Magnús Torfason var bezti maður Keflvíkinga eins og oft áður, en Jón Stefánsson var aðalmáttarstólpi Akureyr- arliðsins eins og endranær. Bandaríkjamaðurinn John Pennel setti í sumar glæsilegt heims- met í stangarstökki — 5,10 m. Myndin er tekin í metstökkinu, var stokkið í White City-leikvanginum í London. Úrslitin í 2. deild Þróttur og Breiðablik keppa á laugardaginn Nú er loks endanlega ákveðið að úrslitaleikur- inn í 2. deild fari fram n.k. laugardag. Liðin sem keppa til úrslita eru Þróttur og Breiðablik. Mál þetta á sér orðið lang- an aðdraganda. Það hófst með því að Siglfirðingar gjörsigr- uðu Þrótt fyrir norðan { sum- ar. Þróttur kærði leikinn fyrir héraðs-íþróttadómstóli á Siglu- firði, en dómstóllinn vísaði kærunni frá sem haldlausri. Frá Heródesi . . . Þróttur kærði þá málið fyr- ir knattspyrnudómstól KSÍ. Sá dómstóll kvað upp þann úr- skurð hinn 31. ágúst s.l. að Þrótti skyldi úrskurðaður sig- ur í leiknum, þar sem einn leikmanna í liði Siglfirðinga var úr þriðja flokki og hafði ekki rétt til þátttöku í leikn- um. Þessum málalokum vildu Siglfirðingar ekki una. Sendu þeir ÍSf fyrst skeyti og síðan bréf (dagsett 6. sept. s.l.) og Okkur vantar börn og unglinga r* nú þegar eða um næstu mánaðamót til blaðburðar víðsvegar um bæinn, fara þess á leit að úrskurður knattspymudómstóls KSÍ verði ómerktur og málið tekið fyrir af íþróttadómstól ÍSÍ. Kváð- ust Siglfirðingar ekki hafa átt kost á að flytja mál sitt fyrir KSÍ-dómstólnum og vildu að málið yrði tekið fyrir að nýju. . . . (il Pílatusar íþróttadómstóll ÍSÍ fékk málið hinsvegar aldrei til með- ferðar Framkvæmdastiórn fsf vísaði málinu aftur til KSÍ, þar sem hér væri um sér- greinarmál að ræða, og auk þess væri ekki heimilt lögum samkvæmt að láta slík kæru- mál ganga í gegnum fleiri en tvö dómstig. Knattspymudómstóll KSÍ ræddi síðan málið að nýju. og ákvað s.l. mánudag að halda eindregið við fyrri úrskurð um að Þrót.ti skyldi dæmdtir sig- ur i fyrrgreindum leik, þar sem lið Siglfirðinga hafi ekki "erið löglega skipað. Þar með er endahnúturinn hnýttur á þessa löngu mála- flækju. Eru vist allir fegnir bvi að hreinar linnr skuli vera fengnar varðandi úrslitaleik- inn í 2. deild, þótt menn kunni að una dóminum misjafnlega. Úrslit á laugardag I gær var ekki endanlega ákveðið hvar leikurinn fer fram. Ekki mun unnt að heyja hann í Reykjavík vegna bik- arkeppninnar. Af sömu ástæð- um er ekki hægt að sesja til um það ennþá tima dags leikurinn b°f*t„ t i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.