Þjóðviljinn - 26.09.1963, Page 7

Þjóðviljinn - 26.09.1963, Page 7
Fimmtudagur 26. september 1963 MÓÐYILIINN SlÐA <J Við vorum síðast komin til Hellissands, og nú skulum við svipast þar ofurlítið um. Það vekur strax athygli að nú eru komin þar nokkur ný og falleg hús inn á milli bárujárnsmannvirkja kreppuáranna. Órækur vottur þess að bærinn sé að rísa. Það er kann- ski ljótt til afspurnar, en verður að segjast samt: Hellissandur hefur verið langþrúgaður og vanræktur staður. Svo vanræktur, að það bend- ir beinlínis til þess að Sandarar séu ódrepandi fólk, að þeir skuli ekki allir famir þaðan fyrir löngu. Er þá svona vont að búa á Hellissandi? munt þú spyrja. Nei, síð- ur en svo. Einmitt hér er einn mesti framtíðarstaður á íslandi. Út um glugga sína geta Sandarar horft til beztu miða landsins. Til hinn- ar handar útsýnið til Snæfellsjökuls. Og þótt landið sé hrjóstrugt úti á nesinu má breyta því. Snæ'fellingar eiga nóg land og verkefni fyrir milljón manna. — En hvað er þá að hér? Hellissandur er hafn- laus bær við beztu fiskimið landsins. Hér sjáið þið Keflavikurvörina sem lengi var „höfn“ sjómanna á HelIissandL Hér sjáið þið „þurrkvína", höfnina sem íhaldlð vildi halda dauðahaldi í fremur en gera örugga höfn í Rifi. Hér urðu menn að bíða fyrir utan hvernig sem viðraði — og láta skeika að sköp. hvort þeir flutu eða fórust eða flýja burt. HAFNLAUS FISKIBÆR Ertu nfi ekki að ljúga? munt þú að sjálfsögðu spyrja. Skrepptu til Hellissands og athugaðu það sjálfur, ef þú trúir ekki. Annars skal ég eegja þér það. Það er til stað- ur á Hellissandi sem nefnist Keflavík. Áður fyrrum lentu menn þar róðrarbátum. Nú eru menn hættir að róa. En eru ekki komnar trillur í stað- inn? Mikið rétt, og það getur verið glettiiega gott að róa á trillu frá Hellissandi. En það gera menn ekki nema á vissum ái’stímum og í sæmilegu veðri. Það getur verið vitlaus fiskur fyrir utan þótt trillu- karlinn verði að sitja í landi. Við skulum láta Framsóknar- flokknum það eftir að hugsa aðeins í trillum.— Þú getur litið á myndina af Keflavíkur- vörinni, — myndi þig langa til að lenda þar? Tafl við dauðann Neðan aðalgötunnar vestan- til í bænum er snarbrött brekka niður í fjöru. Þar niðri ýttu menn fyrrum bát- um á flot. Þeir sem ýttu urðu að hanga utan á borðstokkn- um þangað til komið var útúr brimgarðinum, og hvort þeir héngu þar þá enn eða voru komnir í hafið varð að skeika að sköpuðu, hinir urðu að róa lífróður út, ella máttu þeir eiga víst að bátnum slægi flötum og brimið léki sér að honum og þeim öllum. Upp- haf og endir hvers róðurs var tafl við dauðann. Enn er ónefndur þriðji staðurinn: Krossavíkin, — höfn á þurru landi! Ef þú heldur að verið sé að ljúga að þér þá líttu á myndina, — eða skrepptu til Hellissands. Að slást um fisk og ,aðstöðu' Kannski rámar þig í það, að fyrr á ðldum hafí Snæfells- nes þótt arðvænlegur staður. Eða um hvað var verið að deila þegar Bjöm hirðstióri Þorleifsson var drepinn í Rifi? Var það gert í ógáti? Þeir voru þar að slást um fisk og „aðstöðu". Björn var þar að gæta arðsins af sjó- sókn og striti fólksins á Snæ- fellsnesi fyrir sinn arfaheira, Danakonung, og jöfnumhönd- um að verja fólk sitt fyrir brezkri ásælni. Á Snæfellsnesi uianverðu hefur að visu ekki dropið smjör af hverju strái, en þar við ströndina hefur löngum staðið fiskur á hverj- um öngli. Þaðan runnu ó- mældar upphæðir fyrrum í vasa þáverandi herraþjóðar á Islandi, danskra kaupmanna og fjárhirzlu Danakonungs. Rif, 2—3 km innan frá Hell- issandi var frá upphafi Is- landsbyggðar og langt fram eftir öldum ein mesta verstöð og höfn á íslandi. En svo tók áin Hólmkela upp á því að fylla höfnina af sandi, og gegn því stóðu menn þá varnarlausir. Fyrir tveimur áratugum hóf verkalýðsfélagið á Hellis- sandi undir forustu formanns síns, Hjálmars Elíeserssonar, harðduglegs ungs formanns, baráttu fyrir því að hætt yrði vonlausu hjakki við höfn á þurru landi en þess í stað gerð höfn í Rifi. — Hvernig hefur gengið að koma stjórn- arvöldum landsins í skilnihg um þá sjálfsögðu framkvæmd athugum við síðar. Menning og peningavald Hellissandur er aðeins litill depill á Snæfellsnesi. Van- ræksla sú er þar ríkti var einnig hlutskipti annarra byggðarlaga á nesinu. Þar voru danskir einokunarkaup- naenn einráðir um aldir. Arf- takar þeirra, Íslen2ikir og danskir tóku síðan við allri forsjón og ráðum um fram- lcvæmdir í byggðarlaginu. Menningarlegar höfuðstöðv- ar Breiðafjarðar voru raunar innar. 1 Hrappsey voru prent- aðar bækur meðan Reykjavík var enn vesælt búðarlokuþorp sem talaði dönsku. Síðar var Flatey hinn glæsti menning- arlegi höfuðstaður Breiðfirð- inga. En peningavaldið sat í Stykkishólmi. Þar lagði skap- arinn til nær sjálfgerða haf- skipahöfn. Þaðan voru þá beinar siglingar til og frá kongsins Kaupinhöfn. I Stykkishólmi sátu kaupmenn- imir er drottnuðu yfir ölliun viðskiptum, öllum fiskkaup- um, og sáu til þess meðan tök voru á, að enginn staður utar á nesinu gæti orðið óháður kaupmannavaldinu í Stykkis- hólmi. Hverjir voru þeir? Hverjir hafa svo verið for- svarsmenn og fulltrúar fólks- ins á Snæfellsnesi ? Presta hafa þeir marga átt, sumir þeirra hafa fyrst og fremst unnið mannlífinu eins og göf- ugmennum er eiginlegt, aðrir hafa þjónað sínum ísraelska Jahve, eða reynt að hafa frið við báða, Guð og Mammon og þjóna þeim til skiptis; hafa ýmist brosað til hægri eða vinstri — eins og Framsókn- arflokkurinn. Eru þeir úr sög- unni að sinni. Veraldlegir fulltrúar fólksins hafa ekki verið af verri end- anum. Þar hefur Thórsættin safnað löndum í tómstundum sínum og byggt veiðihús ætt- arinnar. Kammerráð og kaup- menn hafa einkum verið þing- menn Snæfellinga. Sjálfur Thór Thórs var þingmaður Snæfellinga á Alþingi frá 1933—1941, en þá tók Gunn- ar Thoroddsen við þeirri „þjónustu" við Snsefellinga, þar til kaupmannavaldinu í Stykkishólmi var aftur falin vei-aldleg forsjá Snæfellinga og Sigurður Ágústsson leiddur til sætis; maðurinn sem lagði til að Alþingi léti athuga út- gerðarskilyrði — ekki við Snæfellsnes, nei, — við Af- ríkustrendur! Tveir vonbiðlar forseta- stólsins á Bessastöðum hafa þannig verið þingmenn Snæ- fellinga. Skyldi það fylgja þingmennsku fyrir Snæfell- inga að taka þennan kvilla? Hvað hafa þeir gert? Hvaða framkvæmdir hafa svo verið gerðar á Snæfells- nesi fyrir tilstilli þessara manna? Hvar eru hafnir fiskibæj- anna við ein beztu fiekimið landsins? Grundfirðingum hef- ur kannski orðið einna mest ágengt, og þó er það fyrst nú að þeir sjá fram á nokkurn- veginn nothæfa höfn. Frá Ólafsvik eru stóru bátarnir flúnir — þrátt fyrir fádæma hörku og ótrúlegustu seiglu Ólsara í baráttunni fyrir höfn. 1 Rifi hefur í nær áratug ver- ið notuð sama raufin í fjöru- sandinn, þar sem hægt er að afgreiða 2 báta — þegar rauf- in hefur ekki verið fálffull af sandi. Á Hellissandi eru leifar af höfn á þurru landi. Sama er að segja um veg- ina. Sandarar hafa ekki gleymt stríðinu við að fá veg undir jökli. Stutt er síðan loks varð akfært um Búlands- höfða. Það kostaði áratuga nudd að fá nokkurra metra brú í Hraunsfirðinum — á sama tíma og komin var ekki aðeins ein brú á hverja á í næsta héraði heldur jafnvel þrjár. Enn er mikill hluti veg- arins um Skógarströndina ruðningar. ,Það þarf ekkert að gera . / Langlundargeð og góðvilji kjósenda á Snæfellsnesi hefur verið með eindæmum. Þar kvað hafa verið gömul kona sem hafði Hallgrím sinn Pét- ursson á öðrum veggnum en Thor sinn blessaðan Thórs á hinum — og ekki annað mynda. Já, margvíslegur get- ur átrúnaður mannkindarinn- ar verið. — Var það ekki Ká- inn sem sagði: „Kýrrassa tók ég trú“? Var skýringin á sinnuleysi þingmannanna varðandi lífs- hagsmuni Snæfellinga sú að þeir hefðu ekki tök á að koma nauðsynjamálum byggðarlags- ins í framkvæmd? Trúi þvi hver sem vill. Ætli það hafi ekki verið sama ástæðan og Mogginn sagði að hefði ráðið í fyrrverandi kjördæmi Her- manns Jónassonar: „Þar þarf ekkert að gera, þar eru allir svo tryggir." Betri er höfn en.. En svo gerðist það að kjör- dæmaskipun var breytt og Snæfellsnes hætti að vera arfalén íhaldsins; íbúamir gátu nú farið að snúa sér til fulltrúa annarra flokka. Við sjálft lá að þeir eignuðust „kommúnista“ fyrir þingmann, enda fullyrt, að Snæfellingar hafi ekki legið á liði sínu til þess að svo mætti verða. Þeg- ar íhald og kratar fóru að at- huga horfurnar fyrir síðustu kosningar sá afturhaldið gíf- urlega hættu í því að komm- únistinn yrði kosinn. Og nú komst allt á hreyfingu vestra! Nú voru ekki lengur allir nógu tryggir til þess að ekk- ert þyrfti að gera. Nú sættu Snæfellingar sig ekki lengur við myndir af Thórsfjölskyld- unni og skallanum á Sigurði Ágústssyni. Nú dugði heldur ekki lengur að senda brenni- vinskassa, því betri er höfn en hálf flaska. Hólmurum var í snatri send jarðýta að láni til að sanna þeim fyrir kosn- Framhald á 8. síðu Nú boðaður söngleikur um síðustu mánuði dr. Wards I næsta mánuði er ætlunin að frumsýna kvikmynd þá. sem nú er vcrið að gera í Kaup- mannahöfn um ævi ungfrú Christine Keeler og nú hefur verið boðað að vcrið sé að semja söngleik um vin hennar, dr. Stephen Ward. Rithöfundur að nafi Robin Cook, sem fengizt hefur við slíkt éður, er búinni að semja uppfcast að söngleiknum í sam- ráði við kunningja Wards. Fredrick Read, en hann er eig- andi salar þess þar sem sýnd- ar voru myndir Wards meðan stóð á réttarhöldunum yfir honum. Handritið verður innan skamms sent brezka ritskoðar- anum sem ber embættistitilinn „Lord Chamberlain" og sótt um leyfi til að setja söngleikinn á svið. Söngleikurinn mun fjalla um síðustu mánuðina af ævi Wards og heiti hans hef- ur þegar verið ákveðið: „Thank You for Everything" (,,Ég þakka þér fyrir allt“), en þannig komst Ward að orði í einu bréfanna sem hann skrif- aði vinum sínum fyrir sjálfs- morðid. I I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.