Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA
ÞIÓÐVILIINN
I’immtudagur 26. september 1963
6ERUNAR-
HÁTÍÐIN
BERLlNAR-
BRÉF
Drengjakór Poznanborgar í Pól-
landi mun syngja á Berlínar-
hátíðinni. Kórinn var stofnað-
ur fyrir 18 árum af Jersy
Kurczewski. Drengirnir njóta
kennslu í sérstökum skóla, þar
sem þeir læra einnig hin al-
mennu fög. Kórinn hefur kom-
ið fram í nokkrum Iöndum og
hefur á söngskrá sinni verk frá
16. öld allt til erfiðari söng-
verka nútímans.
■
Geislavirk j
úrkoma enn \
í 8-10 ár j
WASHINGTON 25/9 — i
Geislavirkt regn mun enn :
falla til jarðar í átta til tíu ■
ár af völdum þeirra kjarna- i
sprenginga sem fram að j
þessu hafa verið gerðar, :
sagði Kjarnorkumálaráð \
Bandaríkjanna í gær. ■
Sprengimáttur allra kjarna- j
sprengna sem sprengdar j
hafa verið hefur samtals :
numið 507 megatonnum, ■
þ.e. svarað til sprengimátt- i
ar 507 milljón lesta af j
TNT. Það jafngildir aftur :
rúmlega 150 kílóum af ■
TNT á hvert mannsbarn i
á jörðinni. Kjarnorkuráð- j
ið segir að geislavirkni af :
völdum sprenginga neðan- j
jarðar (sem enn er haldið ■
áfram) sé hverfandi lítil. i
-♦
NAPOLI 25/9 — Sprenging sem
varð i flugeldabirgðum í bæn-
um Parese á Suður-ítalíu í gær
varð tólf manns að bana, en
tuttugu særðusL
Það má kallast viðburður
þegar í einni aðalleikhúsaborg
heimsins í dag, Austur-Berlín,
er haldin hátíð. Dagana 28.
september til 13. október
verður sam sagt efnt til leik-
húshátíðar í A-Berlín í sjö-
unda sinn.
Hátiðir þessar hafa verið
aðalmenningarviðburður hvers
árs í þessari borg, eins og
gefur að skilja. öll íeikhús og
menningarsalir eru gædd lífi
listar og lífi hins nýja tíma.
Listamannahópar og einstakir
listamenn frá öllu A-Þýzka-
landi munu birtast á sviðinu
og sýna getu sína.
Margir erlendir leikflokkar
og listamenn halda innreið
sína í borgina og flytja eink-
um verk sinna heimaihaga, M.
a. geta menn glaðst yfir komu
Majakovskíleikhússins frá
Moskvu eða þá yfir leikflokki
frá gríska þjóðleikhúsinu
Von er á brúðuleikhúsi frá
Soffíu og látbragðsleikflokk
frá Amsterdam. Svo má
gleðja sig yfir komu söngv-
ara, kóra, hljómsveita og
hljóðfæraleikara héðan og
þaðan og guð má vita hvaðan.
Og ekki má gleyma garminum
honum Katli: fiðlunni, sem
hann Davíð Oistrach ætlar að
koma með.
Og upp á hvað býður
Berliner Ensemble?
1 fyrsta lagi milli bylting-
arleikrit. Miklar þjóðfélags-
hræringar og byltingar hinna
ýmsu tíma verða sýndar í list-
rænu formi í því leikhúsi. Að-
dragandi að fyrsta valdatíma-
bili alþýðunnar í París 1871,
valdaskeiði hennar og orsakir
þess að hún missti völdin
(Brecht: Parísarkommúnan).
— Hinar miklu þjóðfélags-
hræringar í Rússland-
(Brecht: Móðirin, samin eftir
skáldsögu Gorkís). Þetta
fræga verk var fyrst frum-
sýnt 1932 undir leikstjórn
Brechts og Burris og hefur
það verið sýnt í fjölda landa.
Það var sýnt á ný 1951 í
Berliner Ensemble undir leik-
stjórn Brechts og enn 1957
undir leikstjóm Wekwerths og
nú er þetta leikrit æft enn á<S>
ný með Helenu Weigel í aðal-
hlutverki. — Þá upplifiun við
á ný októberbyltinguna í
Rússlandi 1917 í leikriti Wis-
chnewskis „Optimistische
Tragödie“. — Og þá bylting-
una í A-Þýzkalandi í leikriti
Helmuth Baierls „Frau
Flinz“, sem skeður á timabil-
inu 1945—1952.
1 öðru lagi Brecht-kvöld:
Brecht-kvöld nr. 1 hefur upp
á Ijóð og kvæði Brechts frá
1918—1956 að bjóða. Breoht-
kvöld nr. 2 inniheldur auk
Ijóða, söngleik Brechts frá
1927 „Das kleine Mahag-
onny“. Brecht-kvöld nr. 3
„Der Messingkauf", sem mun
eflaust innihalda eitthvert
góðmeti. — Auk þessa verða
ýmis önnur leikrit.
Tíðarandinn
Þá má ekki gleyma vanda-
málum þeirra þjóðfélagsbreyt-
inga, sem eiga sér ttað í
1 fyrsta sinn verður grískt lcikhús að sjá á Berlínarhátíðinni. Piraikon Theatron í Aþenu sýnir leikritið „Elektra” eftir Sofokles (Sjá
myndina) og ,,Medca” eftir Euripides.
landi, sem keppist við að
byggja upp sósíalismann.
Verkamannaleikhús og sveita-
leikhús sýna leikrit, sem
fjalla um árekstra og vanda-
mál hinna ýmsu hópa manna
eða einstaklinga við þær
þjóðfélagslegu breytingar,
?“"i eiga sár stað.
fólks sé brúuð með því, að
listamenn kynnist högum og
starfi alþýðunnar eða að hrist
sé duglega við alþýðunni með
heljarmikilli hátíð. Hún verð-
ur að fá að glíma við hana,
skilja hana í reynd.
1 öllum stærri verksmiðjum
eða iðjuverum hefur t.d. verið
Frá sýningu óperunnar í Leipzig á balletiinum ,,Abraxas“ eftir
Werner Egk. Frá vinstri: Gisela Wehle, Peter Teuber (Mefisto)
og Norbert Thiel (Faust).
Það er ekki nóg að gjáin komið á fót ýmsum listhópum,
milli listamanna og alþýðu- sem starfa venjulega undir
Frá Strætisvögnum
Reykjavíkur
Bifvélavirkjar eða lagtækir menn óskast.
Upplýsingar gefur Ragnar Þorgrímsson.
Sími 22180.
Strætisvagnar Reykjavíkur.
VDNDUB
F
ii U R
öjgutjwrjónssoti &co
leiðsögn einhvers lærðs eða
reynds listamanns (málara,
söngvara, leikara o. s. frv),
sem hafa yfirleitt mikla á-
nægju af þessu „aukastarfi“
sínu (og yfirleitt fá þeir ein-
hverja greiðslu frá fyrirtæk-
inu). Það má t.d. nefna verka-<5>
mannaleikhúsið í kaplaverk-
smiðjunni í Berlín (en sú
verksmiðja framleiðir flesta
kapla, sem lagðir eru í jörð
á Islandi). Það verkamanna-
leikhús hefur náð fyrirmynd-
arárangri á örfáum árum. Nú
eru þessi alþýðuleikhús að
spretta upp út um allar sveit-
ir — og að þessari hreyfingu
þarf að hlúa. Sum þessara
leikhúsa munu sýna á Berlín-
arhátíðinni, verkamenn munu
lesa upp úr verkum sínum o.
s. frv. Afrek þeirra eru ef til
vill enginn hápunktur list-
anna — en það ber ekki að
fela þau. Allur nýgræðingur
þarfnast ljóss og yls.
Og það verður nóg að gera,
sjá og heyra. Og þið þurfið
ekki að halda að þið náið í
miða. Öll Berlín og umhverfi
hennar hafa verið á hlaupum
í allt sumar til þess að panta
miða. A-Berlín heldur nefni-
lega hátíð. — Gág.
Vopn frá Svíþjóð
J ÓH ANNES ARBORG 25/9 —
Frá því er skýrt hér, að stjóm
SuðuirAfríku hafi boðizt að
kaupa handvopn frá ónafn-
greindu félagi í Gautaborg.
Þetta tilboð hefur komið suð-
urafrískum kaupsýslumönnum
á óvart, segir í fréttinni, þar
sem vel kunnugt er um and-
stöðu sænskra stjórnarvalda
við kynþáttastefnu stjómar
Suður-Afríku og einnig
sænskrar verklýðshreyfingar
sem komið hefur í veg fyrir
affermingu á vörum frá Suður-
Afríku. Sagt er að vopn af
því tagi sem í boði eru. létt
handvopn, væru vel þegin, þar
sem þau séu „hentug til lög-
regluaðgerða".
bridge
Suður gefur, allir á hættu.
Norður
A 10-3
¥ Á-G-6
♦ K-10-9-8
♦ K-D-8-4
Vestur Austur
A G-8-5-4-2 A Enginn
¥ 9-7-5-2 ¥ K-D-8-4
♦ 7-5 ♦ D-G-6
* 9-5 A Á-G-10-7-
5-2
Suður
A ÁhK-D-9-7-6
¥ 10-3
♦ Á-4-3-2
A 6
Sagnir n—s voru eftirfar-
andi, a—v sögðu alltaf pass:
Suður
1 S
2 S
Norður
2 G
P
Við lauslega athugun virð-
ist sagnhafi þurfa að gefa
einn slag í hverjum lit. Ná-
kvæm spilamennska sagn-
hafa gerði það samt að verk-
um, að einn tapslagurinn
hvarf. Eins og í mörgum
öðrum spilum kom lykilspilá-
mennskan í fyrsta slag.
Vestur spilaði út hjarta-
tvist, sagnhafi gaf og austur
átti slaginn á drottninguna.
Sú raunalega staðreynd
blasti nú við aumingja
austri, að hann var enda-
spilaður í öðrum slag. Hann
gefur slag hverju sem hann
spilar út. Austur gerði samt
það bezta af mörgu slæmu
og spilaði laufgosa.
Sagnhafi drap með drottn-
ingunni í borði og spilaði
spaða heim á ásinn. Þegar
tromplegan kom í Ijós spil-
aði hann lágspaða á tíuna
og vestur átti slaginn á gos-
ann. Hann spilaði laufi og
suður trompaði tíuna hjá
vestri. Suður tók nú þrisvar
tromp og kastaði einum tígli
og báðum laufunum. Fimm-
spilaending austurs varð að
vera ¥ K-8 og ♦ D-G-6. Nú
tók sagnhafi tvo hæstu í
tígli og austur varð aftur
endaspilaður. Hann varð að
spila upp í hjartagaffalinn í
borði.
Þegar sagnhafi gaf hjarta-
útspilið í fyrsta slag var
hann alls ekki viss hvernig
spilið myndi spilast. En þar
eð hann þurfti að gefa slag
í hjarta hvort eð var, þá var
betra að gefa hann strax og
halda valdinu á hjartalitn-
um. Spili vestur hjarta í
fjórða slag, drepur sagnhafi
á ásinn, trompar Iauf heim
og tekur trompin í botn.
Austur lendir þá í k? stþröng
með hjarlakóng, laufás og
tígulinn.
‘I