Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA
Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði.
Reiknings-
dæmi
gjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, fjallar einvörðungu um verðlag landbún-
aðarafurða í Reykjavíkurbréfi sínu í Morgunblað-
inu í fyrradag. Auðsætt er að ráðherrann gerir
sér ljóst að allur almenningur lítur það mjög al-
varlegum augum þegar mjólkin hækkar í einu
vetfangi um fjórðung og kjötið um meira en þriðj-
ung, að hvarvetna má heyra hina þyngs'tu dóma
um gjaldþrot viðreisnarinnar. Og þess vegna reyn-
ir ráðherrann að firra ríkisstjórnina allri ábyrgð.
„Það er ekki ríkisstjórnin sem ákveður verð land-
búnaðarvara, heldur er það einskonar gerðardóm-
ur“, segir hann; þetta er „hlutlaus verðákvörðun“.
Og hann heldur áfram: „Slíku úrskurðarvaldi
fylgir mikill vandi, en engum sem til þekkir kem-
ur annað til hugar en það sé í höndum góðs
manns, þar sem núverandi hagstofustjóri er. Öll-
um kemur saman um, að hann sé einhver færasti
og samvizkusamasti embættismaður hér á landi. í
þessum efnum býr hann yfir meiri reynslu og
þekkingu en nokkur annar.“
£|n hagstofustjóri sækir ékki úrskiir'ð sinn í pér-
sónulega eiginleika sína og hæfileika, held-
ur er hann að reikna tiltekið dæmi. Hann kannar
hversu mikið útgjöld meðalbúsins hafi aukizt,
hversu miklu meira en áður bóndinn verður að
greiða fyrir áburð og fóðurbæti, rekstrarvörur og
vexti, girðingar o. s. frv. Hann reiknar út hversu
mikið tekjur meðalbúsins þurfi að aukast til þess
að bændur hafi sambærilegar tekjur og aðrar
vinnandi stéttir. Hann er að framkvæma einskon-
ar úitekt á viðreisninni, sýna með köldum tölum
hverjar búsifjar hún hafi haft í för með sér á einu
einasta ári. Og sú niðurstaða hans að búvörur
verði að hækka um næstum því þriðjung að jafn-
aði er ákaflega þungur áfellisdómur yfir ríkis-
stjórninni og stefnu hennar. Sá dómur hlýtur að
vera þeim mun þungbærari sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins viðurkennir að hagstofustjóri sé
einhver færasti og samvizkusamasti embættis-
maður landsins og vinni öll sín verk af reynslu
og þekkingu. Þetta er ekki gagnrýnandi áfellis-
dómur stjórnarandstæðinga, heldur niðurstaða
eins grandvarasta sérfræðings. En jafnframí lýsa
bændur því að þeir telji áfellisdóminn yfir við-
reisninni til muna of vægan.
^uðvitað er það ríkisstjórnin sjálf sem hefur á-
kveðið hina stórfelldu hækkun á landbúnað-
arvörum. Hún hefur með viðreisnarstefnu sinni á-
kveðið alla liðina í dæmi hagstofustjóra; hans
verkefni var það eitt að meta þær staðreyndir
sem ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á. Og þessi dóm-
ur kallar á annan dóm. Engum þarf að koma til
hugar að verkafólk uni því að brýnustu nauðsynj-
ar þess hækki snögglega í verði um þriðjung.
Stórfelld kauphækkun hjá verkafólki er einnig
reikningsdæmi sem auðvelt er að leysa af sam-
vizkusemi, reynslu og þekkingu. — m.
ÞJðÐVILJINN
Þriðjudagur 1. október 1963
Minningarorð
ÁSMUNDUR J0
frá Skúfsstöðum
' Hann var gestur Reykvík-
inga um áratugi, en nú hefur
hann kvatt. Höfuðborgin er
einum litríkum ’karakter fá-
tækari; enginn getur fyllilega
komið í hans stað.
Hann kom úr Skagafirði
fyrir um það bil fjörutíu ár-
um og gekk til móts við lífs-
æfintýrið, opnum huga,
dreyminni lund, nokkuð svo af
öðrum anda en tíminn sem
hann lifði á, enda ltom þeim
ekki að öllu leyti vel saman.
Hann var í eðli sínu höfðingi,
dæmdur til að umgangast
smámenni; alla tíð. Hann var
sífellt stórríkur maður, en
hafði sjaldan peninga milli
handa. Hann var milljóna-
mæringur, en ég efast um, að
samanlagðar tekjur hans um
dagana hafi numið einni millj-
ón. Allt sem hann átti vildi
hann gefa okkur, sem kynnt-
umst honum. Hitt er svo ann-
að mál, hvað við kunnum að
þiggja.
Ég minnist hans frá því ég
var drengur á þeim aldri, að
æfintýrið bar enn ekki í sér
brum óttans. Þá var Ásmund-
ur frá Skúfsstöðum kærkomn-
asti gestur í litlu húsi, gestur
sem ekki kunni að vera leiðin-
legur; hann kom með heims-
borgina, og allt varð með
nokkrum hætti stórt, æsilegt
og fyndið, og þó einnig mátu-
lega hátíðlegt. Hann var uppi
á löngu liðnum öldum, og
hann var einnig maður dags-
ins. Þetta breyttist ekki. Það
var þippyeggr; ég sem breytt-
ist, og mat mitt varð að sumu
leyti annað. En Ásmundur frá
Skúfsstöðum varð mér samur
alla stund.
Vitur maður hefur sagt, að
það sé vafasamt hrós um menn,
að segja þá mikil skáld;
hitt skipti fullteins miklu
máli, hvort þeir kunni að
meta skáld. Ég fullyrði, að
það kunni Ásmundur. Einkum
kunni hann betur en flestir
sem ég hef kynnzt að meta
þann skáldskap þar sem sam-
an fór orðkynngi og mann-
þekking. Hann var af þeim
toga, að fyrir honum var<$>
þetta höfuðatriði; hann gerði
ekki aðrar kröfur meiri til
skáldskapar. Undanfarin miss-
eri heyrði ég hann ekki tala
um annað skáld en Bjama
Thorarensen. Einar Bene-
diktsson var honum sem
gleymdur; einnig Matthías.
Öll háspeki þeirra var hjöðn-
uð, en eftir lifðu nokkur
kvæði þar sem talað var um
hlátraheima, lax sem leitar
móti straumi, skrípitröll,
skjaldmeyjar og skóga hug-
mynda.
Sjálfur kom hann aldrei á
pappír nema litlum hluta af
eigin kveðskap. Ljóðabækur
hans gefa aðeins hugmynd
um hann sem skáld. Hann
orti ekki póesíuna á blað,
heldur í líf sitt; líf hans var
frá upphafi fjölbreytilegur
skáldskapur — og efni í
skáldskap. Hann lifði með
vissum hætti þá tuttugustu-
aldar grettlu, sem líklega
verður aldrei skráð. En allt í
kringum hann varð að yrkis-
efni.
Ég leit inn til hans í litla,
vínalega íbúð við kyrrláta
götu örskammt frá skarkala
miðbæjarins, og ég var horf-
inn aftur í tíma Heima-
stjórnarmanna, ellegar kom-
inn á vígvöll Nepóleons; orð-
inn samtíðarmaður löngu
dauðra. Það var kynlegt að
heyra í bifreið fyrir utan.
Hann leit upp úr miðri ræðu
ritaðri af honum. Hann var
sérfræðingur í Hannesi Haf-
stein, ekki aðeihs sKálds'káp
hans, heldur öðrafremur
manninum, uppruna hans og
og sagði, eins og innan svigat- -samtíð;
Teskeiðin sem þú ert að hræra
með — veiztu hver átti hana?
Svo kom lítil þögn. Schiller
átti þessa teskeið, konan mín
hefur erft hana (Eða sagði
hann Heine?). Á borðinu lá
sendibréf, sem hann hafði
fengið um morguninn. Stór-
kallaleg rithönd. Fjölskyldu-
mynd hjá. Hann var að fá
línur frá vinkonu sinni, dótt-
ur Vilhjálms H. Þýzkalands-
keisara. Þegar ég fór, fylgdi
hann mér úr hlaði með ljós-
mynd af Hannesi Hafstein, á-
Það er mikill skaði, að sá
tæknitími sem við lifum á
skuli ekki hafa varðveitt Ás-
mund frá Skúfsstöðum, frá-
sagnargáfu hans, eftirhermu-
hæfileika, skammir hans og
hrós, lífsfílósófíu hans með
kostum hennar og göllum. Má
vera, að Ríkisútvarpið eigi
einhverjar spólur með upp-
lestri hans á Einari Ben., sett-
legum og mátulega viðeigandi.
En það er ekki Ásmundur
Jónsson. Jafn vel og honum
fór að túlka verk þeirra
jkálda sem hann þekkti og
mat hvað mest, þá var það
þó aldrei nema örlítið brot af
því sem hann gat „túlkað“
með sinni eigin orðræðu, og
fór því þó fjarri, að sú orð-
ræða væri mér eða öðrut'
alltaf að skapi. Við vorur-
iðulega ósammála. En síða-
árin held ég að ég hafi kunr -
að að þegja, þegar ég heyrð'
rödd liðins tíma. — Fyrir
nokkram vikum kom hann í
vinnustofu mína, og tal okkar
féll um ætt hans og átthaga.
Undir það hann var að fara
komst hann að orði eitthvað á
þessa lund: Mér er heiður að
því að vera kenndur við skúf
— það þýðir nefnilega sverð.
Þeir gera sér víst ekki grein
fyrir því, sumir ....
Á sjötugasta afmælisdegi
Kristjáns X. Islandskonungs
fann Ásmundur hvöt hjá sér
til að ydkja langt og há-
stemmt kvæði til þjóðhöfð-
ingja þessa, svosem til að
sýna, að enn ættu íslendingar
það til að mæra konung sinn
líkt og endur fyrír löngu.
Tómlátum mörlandanum
fannst reyndar, mörgum.hverj-
um slík viðhöfn dottin úr tízk-
unni fyrir nokkru; en kóngur
tók við kvæði Ásmundar með
þökk og kurt eins og vera bar,
og gott ef skáldið fékk ekki
bréf. Hitt fór síður í hámæ'.i
og mun hingaðtil fáum kunn-
ugt, að ekki hafði Ásmundur
fyrr lokið kvæði þessu en hann
orti rammíslenzka bragarbót,
eitt erindi, runhendu, og er ég
ekki grunlaus um að þær fáu
Ijóðlínur kunni máski að
gagnast honum betur á efsta
degi en öll mærð konungs-
kvæðis.
Það varð allt fagurt í hönd-
um Ásmundar. Hann gat
handleikið ómerkilega hluti,
og manni fannst þeir vera
dýrgripir. Þetta var auðkýf-
ingurinn.
En hann var öllu öðra frem-
ur gestur. Hann gisti Reykja-
vik um áratugi; fór að vísu
nokkram sinnum utan og
dvaldist þar Iengi; kvæntist
ríkri, stórættaðri og höfðing-
lyndri konu, sem varð honum
mikil draumadís. En hann
kom heim aftur. Sú heim-
koma var aðeins bið hins
þreytta ferðalangs. Gesturinn
var á heimleið.
Nú er hann kominn í dalinn
norður. I dag verður hann
lagður næst föður sínum í
grafreit Hóladómkirkju. Skag-
firzkur drengur hefur fengið
hvíld.
Elías Mar.
6000 hitaeiningar á dag,án
þess æðakölkunar gæti
Maður sem nærist að heita má eingöngu á úlí-
aldamjólk (5—10 lítrar daglega) og íær rúmlega
6000 hitaeiningar (2880 hitaeiningar er talið eðli-
legt magn á dag) ætti að þjást aí þeim sjúkdómum,
sem settir eru í samband við slíka ofneyzlu hita-
eininga, og þá fyrst og fremst hjartasjúkdómum.
Sú er samt ekki raunin um hirðingjana á sléttum
Sómalíu, segir í tímariti Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, „WHO CHRONICLE''. Rannsóknir
hafa þvert á móti leitt í ljós, að hjarta- og æða-
sjúkdómar meðal þeirra eru afarsjaldgæfir.
Þessir hirðingjar á hinum
hrjóstrugu sléttum Sómalíu
fást fyrst og fremst við úlf-
aldarækt. Þeir eru hávaxnir
og magrir og einstaklega þol-
góðir. Talið er að þetta eigi
rætur sínar að rekja til þess,
að þeir eru sambland af sem-
ítiskum (arabiskum) og
blökk'Umanna- (Ibantu) kyn-
stofnum, Fæða þeirra er fyrst
og fremst úlfaldamjólk, sem
þeir drekka þegar þeir eru
hungraðir eða svangir, og hafa
enga ákveðna matmálstím,,
Úlfaldamjólk er nálega helm-
ingi feitari en kúamjólk.
G200 hitaeiningar á dag
Sé reiknað með 5 lítrum af
mjólk (margir drekka allt að
10 lítrum á dag), auk þeirra
200-250 gramma af sykri sem
þeir nota út í teið sitt, bá er
dagleg hitaeininganeyzla hjá
þeim kringum 6200.
Samkvæmt ath., sem gerðar
hafa verið í háþróuðum lönd-
um, ætti slíkt mataræði að
hafa skaðlegar afleiðingar, m.
a. leiða af sér æðasjúkdóma
Læknar við siúkrahúsið í
Mógadisciu, höfu'/org Sóm-
alíu. skvra hins vegar frá því.
að slíkir sjúkdómar séu þar
mjög sjaldgæfir
Margra alda aðlögun
Hópur vísindamanna, sem
sent hafa frá sér skýrslu á
vegum Alþjóðaheilbrigðisma^a-
stofnunarinnar. hefur rannsak-
að 203 hirðingia á aldrinum
11-70 ára. Þessir vísindamenn
komust meðal annars að raun
um, að hjartaæðarnar virtust
Framhald á 8. síðu.