Þjóðviljinn - 01.10.1963, Side 12
!
i
Bruninn í Blesugróf
Aðalvatnsleiðslan til borgarínnar milli
húsanna-en hvergi hægt að ná s vatn
Selhagi í Blesugróf
brann í fyrrinótt — ofan
af hjónum og 8 bömum
þeirra. Eigandinn, Pétur
Hraunfjörð, byr'jaði að
byggja húsið árið 1951,
sama árið og íhaldið
framkvæmdi hér banda-
rísk fyrirmæli um að
banna íslendingum að
byggja yfir sig. Fjárhags-
ráð neitaði því Pétri um
timbur — en hann byrj-
aði samt, og að lokum
varð húsið hans 90—100
ferm. Nú er það brunnið.
Aðalæðar vatnsleiðsl-
unnar til borgarinnar
liggja þarna milli húsanna
— en slökkviliðið gat
hvergi tengt dælurnar við
vatnsleiðslu og varð því
að flytja vatn í tönkum!
Slík er umhyggja og for-
sjá íhaldsins fyrir fólkinu
í úthverfunum.
— í>að var um kl. 2 — við
vorum að hátta. þegar við
heyrðum einkennilegt hljóð,
svaraði Pétur er ég spurði
hann um brunann. Við fórum
strax út til að athuga olíu-
kyndinguna. Reyndist þá
hafa runnið olía út úr skál-
inni og stóð sterkur logi upp
með katlinum. Olíukyndingin
var í gryfju í skúr er var á-
fastur við húsið, gryfjan
sjálf steypt en skúrinn múr-
húðað timbur og var annar
hluti hans forstofa.
Við aetluðum að ausa
sandi eða mold á eldinn, en
meðan við leituðum skóflu
magnaðist eldurinn svo að
við urðum að hörfa frá bæn-
um. Ég og 2 stálpaðir synir
okkar vorum úti og þegar
við komumst ekki inn varð
okkur fyrst fyrir að ýta burt
bílum er stóðu skammt frá,
en konan hringdi til lögregl-
unnar, braut síðan glugga og
!
Þetta eru sex af börxuun bjónanna Péturs Hraunfjörð og Helgu Tryggvadóttur. Við vegginn
standa Birkir 16 ára, Pétur 13 ára, Bera tólf ára og beldur á Báru sem er 5 ára en framar
standa Öttar 7 ára og Gaukur 4 ára. Elztu börnin, Kristján og Björg, voru ekki viðiátin.
(Ljósm. D. Hjv.).
tók yngri bömin 5, sem voru
í rúmum sínum og lét þau út
í sængurfötum.
— En hvað um slökkvilið-
ið?
— Slöikkviliðið kom fljótt,
og það voru víst einir 50
menn með sex eða sjö bíla,
Og þeir voru með vatn á bíl-
unum, en þeir gátu hvergi
náð í vatnsæð þama, þótt
aðalæðar vatnsveitunnar til
borgarinnar liggi milli hús-
anna þarna uppfrá. og urðu
því að sækja vatn töluverð-
an veg niður í Blesugróf.
— Hvað bjargaðist?
— Slökkviliðsmennirnir
björguðu sviðinni saumavél
og sængurfötum eitthvað
brunnum og skemmdum og
fataskáp með yfirhöfnum.
Húsið sem var úr timbri
brann allt.
— Eru mörg hús á þessu
svæði?
— Það eru ein 8 hús með
15—100 m millibili.
— Hvað eigið þið mörg
böm, Pétur?
— Þau eru 8, þrjú þeirra
yfir fermingaraldri. Góðir
nágrannar skutu skjólshúsi
yfir þau.
— Hvenær byggðir þú
þarna?
— Þáð var í húsnæðisleys-
inu 1951.
— Nú, árið sem fslending-
um var bannað að byggja
yfir sig! Hvemig fórstu að
því að byggja?
— Nú, ég fór til fjárhags-
ráðs og bað um leyfi fyrir
300 rúmfetum af timbri, sem
ég taldi mig komast af með.
En fjárhagsráð sagði nei,
slikt væri allt of mikið
timbur.
— Hvernig fórstu þá að?
— Bróðir minn bjó þama
í næsta húsi svo ég flutti
með fjölskylduna í tjald
þarna á lóðinni. Svo rændi
ég viðum úr gömlu jarðhúsi
er Bretar höfðu skilið eftir
fyrir ofan Vifilsstaði, keypti
svo fiskkassa — og byrjaði
að byggja!
— Hvað varð húsið stórt?
— Vitanlega stsekkaði ég
það síðar svo það varð 90—
100 ferm.
— Þú áttir mikið af bók-
um — brunnu þær?
— Já, það brunnu þama
15 métrar af bókum, eins og
þeir segja á nútímamáli.
Mest sé ég eftir Rétti — en
mér tókst þó að hrifsa vand-
ferigtnustu árgangalna. Úrið
og gleraugun fóru þarna
líka, ég hafði lagt þau frá
mér þegar ég fór að hátta —
og ég sé ekki á bók nerna
með gleraugum! En þau
kosta ekki nema 500 kr.
J.B.
I
Leiftur gefur út bök um
hraðreikningsa&ferðina
Prentsmiðjan Leiftur hefur nú hafið sókn sína
á jólamarkaðinn, og er það ekki vonum fyrr. Það
sem hvað mesta athygli mun vekja hjá fyrirtæk-
inu er bákin Hraðreikningur, eftir Michael
Schröder. Er þar kennd ný hraðreikningsaðferð,
kennd yið Trachtenberg nokkurn. Hefur aðferð
þessi vakið mikla athygli, og er þess skemmst að
minnast, að bandaríska tímaritið Life fjallaði um
hana í ítarlegri grein í júlímánuði í sumar.
Fyrsta áætlun-
arferð Panam-
þotuámorgun
Bandaríska flugfélagið Pan
American World Airways byrj-
ar á morgun, 2. október, reglu-
bundnar áætlunarferðir með þot-
um af gerðinnii DC-8 milli Ame-
ríku og Englands um Island.
Kemur fyrsta áætlunarþotan
til Keflavíkurflugvallar snemma
í fyrramálið, hefur þar þriggja
stundarfjórðunga viðdvöl, en
Sýgur síðan áfram til Skotlands
og þaðan til Lundúna. Eftir
tæpra þriggja stunda dvöl á
Lundúnaflugvelli kemur þotan
til baka um Skot’land til Kefla-
vikurflugvallar og heldur til
Bandaríkjanna strax um kvöldið.
Pan American flugfélagið hef-
ur boðið nokkrum íslenzkum
gestum, þ.á.m. fréttamönnum
blaða, með í fyrstu áætlunar-
ferðina, en félagið ráðgerir ferð-
ir sem þessar með þotum viku-
lega, jafnan á miðvikudögum.
DEEP RIVER BOYS, hinir vin-
sælu skemmtikraftar, eru
komnir hingað til lands á veg-
um skrifstofu skemmtikrafta.
Héldu þeir fyrstu skemmtanir
sinar í Austurbæjarbíói í gær-
kvöld við mikla hrifningu á-
heyrenda.
^ Aðrar jólabækur Leifturs eru
Ástir Ieikkonu, eftir Somerset
Maugham, en Steinúnn S.
Briem þýi|ir. Steinunn þýðir
einnig bók eftir Cyril Scott, er
nefnist Fullnuminn vestanhafs.
Er það framhald dulrænnar
sögu, Fullnuminn, er út kom í
fyrra.
Þá vaða þeir Ludv. Kemp og
Finnbogi J. Arndal fram á rit-
völlinn. Bók Finnboga nefnist
Síðustu spor og er ferðasaga og
ljóðmæli. Kemp, hinn góðkunni
hagyrðingur, nefnir bók sína
Sagnir um slysfarir j Skefils-
staðahreppi 1800—1950. Þá gef-
ur Leiftur út niðjatal Vigfúsar
Árnasonar, lögréttumanns, og
hefur Jóhann Eiríksson safnað
því.
Fjórar barnabækur gefur for-
lagið út að þessu sinni. Er það,
Fjársjóður sjóræningjanna, eft-
ir Henri Vemes, Kim og stúlkan
í töfrakistunni, eftir Jens K.
Holm, Kata og Pétur eftir
Thomas Michael, og Zorro
berst fyrir frelsinu, eftir sjálfan
Walt Disney.
Hannes Jónsson, félagsfræð-
ingur, ritar stutt fræðslurit um
ísland, á ensku. Lestina reka
þau Ingibjörg Jónsdóttir og
Egill Þórláksson. Hefur Egill
samið Stafrófskver, þeim ætl-
að, er kenna að stafa og kveða
a_ð. Bók Ingibjargar nefnist
Ást til sölu, en áður hefur hún
gefið út bækurnar Máttur ást-
arinnar og Ást í myrkri. Höf-
undur lét þess getið í blaðavið-
tali í fyrra, að hún skrifaði
sökum þess að hún væri að
byggja. Fer það hús vonandi
senn að komast undir þak.
Bragi og Jó-
hann efstir
Eftir 4 umferðir á Haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur er Bragi
Bjömsson efstur á meistara-
flokki A með 3% vinning og
Jóhann Sigurjónsson í meistara-
flokki B með sama vinninga-
fjölda. Næsta umferð verður
tefld annað kvöld, miðvikudag.
Þúsundkailar fjúka eins og dögg
Selfossi í gær.
Aldrei hafa verið eins tíðir og fjölmennir réttardansleikir
í sögu Suðurlands og á þessu hausti. Þessi ósköp byrjuðu á Minoi
Borg síðastliðinn þriðjudag og sóttu þann dansleik um 160 manns.
A miðvikudag voru 600 manns í Aratungu, fimmtudag 500 manns
á Flúðum, föstudag 400 manns í Brautarholti, Iaugardag 500 manns
i Þjórsárveri og á sunnudag var mikill dansleikur í Hveragerði.
Mikil ölvun hefur verið á þessum dansleikjum og nokkur ólæti
höfð í frammi.
Þannig er dansað á hverju kvöldi heima í kjördæmi landbún-
aðarráðherra meðan óðaverðbólga geisar um landið. Enda segir
svo í einu vinsælasta tvistlaginu. „Þúsundkallarnir fjúka eins og
dögg“.
Opnar næsta fimmtudag
Siglufirði í gær.
1 gær byrjaði snjóýta að moka Siglufjarðarskarð og er búizt
við að skarðið opnist næstkomandi fimmtudag, ef engar sérstakar
veðrabreytingar eiga sár stað.
Göngur hófust í gær
Miðnesi í gær.
I dag byrjuðu göngur í Reykjaneshólfinu og er það viku seinna
en í sveitunum í kring. Er gengið norður af Þorskaf jarðarheiði og
höfðu göngumenn gott veður. Má búast við góðum heimtum.
Merkur áfangi
Hellissandi í gær.
1 næstu viku er væntanlegt hingað stálþil með Mánafossi og
verður það sett niður í Rifshöfn. Er það um 160 metra langt.
Þetta er merkur áfangi í þeim byrjunarframkvæmdum, sem
nú standa fyrir dyrum í þessari hafnargerð. Stálþilið bindur sand-
inn og nær hann ekki að síga í rennumar.
Síðar í haust verða byggðir ytri vamargarðar að sunnan og
norðan. Þá er byrjað á vegarlagningu að grjótnámi þar skammt frá.
Gáfu presti sínum bíl
Jlafsvík í gær.
Fjölmennt hóf var haldið hér
um helgina og voru þar kvödd
með sóma prestshjónin hér á
staðnum þau Séra Magnús
Guðmundsson, prófastur, og
kona hans frú Rósa Thorlacius,
Séra Magnús lætur nú af emb-
ætti eftir 42 ára þjónustu i
preststarfi. Hann kom hingað
fyrst árið 1920 og réðist sem
skólastjóri barnaskólans en ár-
ið cftir var hann vígður að-
stoðarprestur til Séra Guð-
mundar Einarssonar og síðan
varð hann sóknarprestur árið
1923. Síðustu árin þjónaði hann
þremur kirkjum, en það voru
Ólafsvíkurkirkja, Brimilvallar-
kirkja og Ingjaldshólskirkja.
Tvær fyrrnefndu sóknirnar
stóðu að þessu hófi og skildu
sóknarbörn höfðinglega við prest sinn og gáfu honum Volvobifreið.
Sandarar höfðu kvatt prest sinn helgina áður með fjölmennu sam-
sæti eftir guðsþjónustu í Ingjaldshólskirkju.
Guðsþjónustan var tekin upp á scgulband og gáfu sóknar-
börnin presti sínum segulbandstækið. Séra Magnús var vel Iiðinn
sem sálusorgari. 1 veraldlegum efnum gat hann sér einnig góðan
orðstír sem formaður Sparisjóðs Ólafsvíkur og formaður skóla-
nefndar og hreppsnefndarmaður. Prestur var þó vinsælastur sem
einstakur snillingur í meðferð á bátavélum og var fundvís á bilanir
jafnt í mótorbátum sem trillum og hljóp oft undir bagga í þeim
cfnum um áratugi. Prestshjónin munu setjast að í Rcykjavik.
Rafvirkjameistarar á fundi
Reykjavík í gær
Aðalfundur Landssambands íslenzkra rafvirkjameistara var
haldinn í Rvík fyrir skömmu. Var þetta fjölmennasti fundur sam-
takanna til þessa, sóttur af rafvirkjameisturum víðsvegar að af
landinu, en sambandið telur nú 153 félagsmenn.
Séra Magnús Guömundsson