Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 2
SlÐA ÞJÖÐVILIINN Fimmtudagur 3. október 1963 Frú Cecilie Lund, sem ritstýrir tímariti samtaka fjárbænda á Grænlandi blaðamaður frá Godtháb. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Hans Janusscn Grænlenzku gestirnir fara heimleiðis í dag Árið 1915 voru á ann- að hundrað fjár frá Sveinsstööum í Húna- vatnssýslu flutt til Græn- lands. Þetta var stofn- inn að 29.000 fjár, sem nú er til í Suður-Grænlandi. 150 fjölskyldur rækta þetta fé, og hópur þess- ara grænlenzku fjár- bænda er nú að ljúka tveggja vikna ferðalagi um ísland. 1 þessum hópi Grænlendinga er Peter Mosfeldt, bóndi, í Gcirðum, fjórir aðrir fjárbænd- ur og konur þeirra, og svo Hans Janussen, blaðamaður frá Godtháb. Léleg kart- öfluuppskera Skagastrðnd 30/9 — Berjaspretta var engin hér um slóðir. Kart- öfluuppskera er mjög léleg og sumstaðar er engin undirspretta. F. G. Grænlendingamir heimsóttu marga sveitabæi, landbúnaðar- fyrirtæki og stofnanir á Norð- urlandi. í Borgarfirði og á Suð- urlandi. Peter Mosfeldt og fleiri úr hópnum ræddu við frétta- menn í gær um dvölina hér á landi. Peter kvað gestina mjög ánægða og þakkláta fyrir höfð- inglegar móttökur hvarvetna og þann mikla vinahug sem þeim hefði hvarvetna verið sýndur. Þeir hefðu fundið það vel að þeir voru meðal vina hér. Grænlendingamir voru mjög hrifnir af nýræktarframkvæmd- um og framræzlu mýrlendis hér á landi. Einnig leizt þeim vel á kynbætur sauðfjár hér á landi, og sauðfjárveikivamimar höfðu vakið athygli þeirra. Þeir töldu sér mikinn ávinning að því að fá kynbótahrúta frá ls- landi til að kynbæta fé sitt, en yfirvöldin vilja ekki leyfa slíkt, og er hættu á sauðfjár- sjúkdómum borið við. Erfiður búskapur Fjárbúskapur er talsvert erf- iður á Grænlandi, og verður oft fyrir áföllum vegna slæmrar veðráttu. Á Grænlandi eru tvær fjárræktarstöðvar, og þurfa verð- andi fjárbændur að vinna þar í 3 ár. Þeir sem meðmæli hljóta „Frelsi“ og bílainnflutningur Fyrir mánuði eða svo, vakli Þjóðviljinn athygli á hin- um óhemjulega bifreiðainn- flutningi og spurði hvort því- lík ráðsmennska hlyti ekki að enda með skelfingu. Morgun- blaðið tók frásögn Þjóðvilj- ans mjög óstinnt upp, það kvað bílainnflutninginn ó- rækan vitnisburð um það, að viðreisnin hefði borið hinn glæsilegasta ávöxt, í honum kæmi fram hin sanna „vel- megun“. Síðan hafa þeir at- burðir gerzt að ríkisstjórnin hefur tekið upp höft til þess að hamla gegn bílainnflutn- ingnum Og í gær játar Morgunblaðið að of seint hafi verið við brugðið; hér séu nú mörg hundruð bíla sem seljist ekki; þeir sandi úti á víðavangi, leiksoppar veðurs og vinda. Bílarnir séu af árgerðinni 1963 og því ekki útgengileg vara þegar nýrri árgerð er komin á ljnarkaðinn og ekki sé hægt að skila þeim aftur. Hvað á að gera? spyr Morgunblaðið síðan í angist. Allir þessir bílar eru keypt- ir fyrir erlent lánsfé, en það verður að greiða þá að fullu áður en lýkur. Þeir verða greiddir með aflanum sem ís- lenzkir fiskimenn draga ^ úr hafinu, með vinnu verkafólks í frystihúsum og verksmiðj- um. Það er umhugsunarefni fyrir sjómenn þegar þeir draga inn veiðarfæri sín og verkafólkið sem flakar íisk- inn að það er m.a. að borga kostnað af bílakirkjugarðin- um í Fossvogi, sem er orð- inn miklu umfangsmeiri en hinn kirkjugarðurinn. Og bílamir, sem ryðga niður, verða síðan notaðir sem rök- semd fyrir því að afkoma þjóðarbúsins sé bág, og nú verði fólk að leggja hart að sér. Öll er þessi ráðsmennska gott dæmi um hið margróm- aða „frelsi" í efnahagslífinu. Það er bannað að stjórna innflutningsmálum sam- kvæmt félagslegum sjónar- danskar krónur kílóið til bænda (um 8 ísl. kr.). Kílóið af gærum er 1,50 kr. Lán er einnig hægt að fá tál byggingar íbúðarhúsa og peningshúsa, en engir styrk- ir eru bændum veittir. Konung- lega danska Grænlandsverzlun- in hefur einokun á allri verzl- un, og torveldar það að sjálf- sögðu bændum að fá bætt af- urðaverðið. Meðalþungi dilka er meiri (18 kg.) á Grænlandi en á Islandi (ca. 15 kg.) Þar er hinsvegar mjög lítið um að ær séu tvilembdar. Góðir gestir Þesir geðþekku nágrannar okkar eru nú á förum til heima- lands síns. og telja sig hafa átt góða ferð hingað. Dönsku yfirvöldin á Grænlandi voru ekkert hrifin af ferð þeirra hingað. Var því aðallega borið við að hætta væri á þvi að fólkið bæri sauðfjársjúkdóma til Grænlands, en ekki örgrannt um að nýlenduyfirvöldm óttist aukn- ar réttindakröfur bænda, eftir að hafa kynnzt betri aðbúnaði á Islandi. Grænlendingamir kosta sjálf- ir ferðaiagið milli landa. Land- búnaðarráðuneytið kostaði dvöl þeirra hér á landi, en Búnaðar- félag Islands skipulagði ferðir þeirra. Mörg önnur samtök, bændur og aðrir einstaklingar sýndu þeim sóma með heim- boðum og kynnisferðum. Pétur Mostfeld, hinn svipmikli bóndi í Görðum. „Deep River Boys" sigra áheyrendur með söng Eins og frá var sagt hér í blaðinu sl. þriðjudag voru fyrstu söngskemmtanir Deep River Boys haldnar í Austur- bæjarbíói sl. mánudagskvöld og vakti söngur þeirra félaga mikla hrifningu óheyrenda er klöpp- uðu þeim óspart lof í lófa. Söngskrá þeirra félaga er allfjölbreytileg og eru á henni bæði dægurlög, kunn lög úr söngleikjum og sígildir negra- sálmar og reyndust þeir jafn- vígir á flutning allra þessara fjölbreytilegu verka. Er enginn ;svikinn af því að eyða kvöld- stund með þeim félögum sér til skemmtunar. Deep River Boys komu hér fyrir fáeinum árum og héldu þá allmarga tónleika við ágæta aðsókn og undirtektir og eru þeir tónlistarunnendum hér því að góðu kunnir. f fyrrakvöld skemmtu þeir í Keflavfk og i gærkvöldi héldu þeir tvær söngskemmtanir í Austurbæjarbíói. í kvöld verða þeir á Akranesi, á morgun á Akureyri og laugardag á Sel- fossi en síðustu skemmtanir sínar hér í Reykjavík halda þeir n.k. sunnudag. Héðan fara þeir svo til Luxemborgar, en þeir ferðast um Evrópu annan helm- ing ársins en dveljast í Amer- íku hinn árshlutann. Smfóníuhljómsveitin Framhald af 1. síðu. eða fjórum tónleikum alls. Af einleikurum og söngvurum, er koma fram á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar í vetur ber fyrst að nefna Rudolf Serk- in. Hann kemur í febrúar og leikur píanókonsert eftirBrahms. 25. október verður konsert fyiir knéfiðlu og hljómsveit eftir Sjostakóvits á efnisskránni og einleikari grling Blöndal Bengts- son. 1 nóvember mun Richardo Odnoposoff leika með hljóm- sveitinni (Fiðlukonsert eftir Tsjaikovský) og á seinustu tón- leikunum syngur Wilma Lipp einsöng í ..Tvö hljómsveitar- verk“ eftir Jón Leifs. Á efnisskránni 10. október er Háskólafyrirlest- ur í dag Rektor Hamborgarháskóla, prófessor, dr. jur. Rudolf Sie- verts. flytur fyrirlestur í boði Lögfræðingafélags Islands í há- tíðasal Háskólans í dag fimmtu- dag 3. okt. kl. 5.30. Fyrirlestur- inn fjallar um afbrotavandamál í velferðarríkjum. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. að þeim tíma loknum, fá lán til kaupa á 200 fjár, og verður að greiða það á 8 árum. Þess má geta. að meðalfjölskylda er talin þurfa a.m.k. 500 fjár til lífsframfæris á Grænlandi. Kjöt- verð er afar lágt, aðeins 1,35 miðum, leggja á ráðin um þarfir almennings og skyn- samlegar framkvæmdir; gjald- eyririnn á að vera leikfang braskara sem hugsa ekki um neitt nema skjóttekinn gróða. En þegar gróðasjónarmiðið reynist leiða til algers stjóm- leysis, fær almenningur frelsi til að greiða kostnaðinn. Vænt- anlega f yflrlýsingu Byggingarsam- vinnufélags prentara um við- skipti þess við Lárus Jó- hannesson, núverandi forseta Hæstaréttar, var komizt svo að orði: „Hér var um hreln kaup að ræða af hendi Lár- usar gegn staðgreiðslu og var byggingarfélaginu að sjálf- sögðu með öllu óviðkomandi hvað Lárus seldi bréfin fyr- ir.“ Samvinnufélagið var þannig „að sjálfsögðu“ ekki að forvitnast um áframhald- ið, þegar það seldi bréf með allt að 32% afföllum, en það er til önnur stofnun sem hef- ur það verkefni að hnýsast í slíkt. Skatturinn á að fá fulla vitneskju um öll verðbréfa- viðskipti, og hann gengur væntanlega tryggilega eftir því að þeir fjölmörgu fjár- málamenn sem annast kaup og sölu á slíkum bréfum eða taka að sér að „ávaxt.a fé“ fyrir fó^k greiði heiðar- lega skatt af öllum tekjum sínum? — Anstrl. Hæstiréttur Framhald af 1. síðu. Veikindaforföll Það vakti athygli að for- seti Hæstaréttar, Lárus Jó- hannesson, var ekki við- staddur þegar Hæstiréttur kom saman í gær. Hefur þótt sjálfsagt að hann viki úr starfi sínu í Hæstarétti með- an rannsökuð væru tengsl hans við okurlánamál það sem kært var fyrir skömmu og Þjóðviljinn hefur áður greint frá, en Lárus hefur verið yfirheyrður í sambandi við það mál. Hæstaréttarrit- ari kvaðst ekkert um það mál vita; Lárus Jóhannes- son hefði aðeins boðað veik- indaforföll þessa viku. Leónóruforleikur Beethovens nr. 3, áttunda sinfónía Dvoráks og Konzertstúck fyrir píanó og hljómsveit eftir Weber. Ketíll Ingólfsson leikur þar einleik. Ketill er ungur maður, stundar eðlisfræðinám í Sviss og hefur ekki komið fram opinberlega síðan á nemendatónleikum Tón- listarskólans, en þaðan lauk hann á sínum tíma ágætisprófi og jafnframt „dúxaði“ hann í MR. Á þessum fyrstu tónleikum verða loks flutt fimm sönglög eftir Pál Isólfsson, í tilefni þess, að hann verður sjötugur tólfta þessa mánaðar. Guðmundur Guð jónsson syngur lögin og hefur hann ekki fyrr sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveitinni en í allmörgum söngverkum í Þjóð- leikhúsinu. Eins og menn vita er Sinfón- íuhljömsveitim einnig leiklhús- hljómsveit og útvarpshljómsveit. Hún mun hafa ærin verkefni að vinna í Þjóðleikhúsinu í vetur og leika álíka oft í útvarp og á síðasta starfsári, eða nær tuttugu sinnum. Æskulýðstón- Ieikar verða haldnir með svip- uðu smiði og jafn oft og í fyrra. Gunmar Guðmundsson lét þess getið, að síaukin áhersla yrði lögð á að halda tónleika úti um land og telur hann þetta áhrifamest til að uppræta ótta fólks við æðri tónlist, en þessi ótti eða ímyndaða amdúð, er einkum landlæg meðal þeirra sem aldrei hafa séð né heyrt stærri hljómsveit en Svavars Gests. Að lokum má geta þess, að á morgun hefst sala áskriftar- miða, er gilda á alla tónleika hljómsveitarinnar næsta starfs- ár. Verð þessara miða er 560, 840 og 980 krónur. Eigendur á- skriftarmiða frá fyrra ári eiga forkaupsrétt fram á mánudag en miðamir eru seldir hjá Ríkisút- varpinu við Skúlagötu. Miðar á hverja tónleika munu í vetur kosta 40, 60 og 70 krónur. Tón- Ieikar Sinfóhíuhljómsveitarinn- ar í Háskólabíói verða alls 15 í vetur, en auk þess iólatón- leikar i Kristskirkju, eims og áður er að vikið. Okkur vantar börn og unglinga nú þegar til blaðburðar víðsvegar um bæinn khaki i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.