Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 12
Grafarnesi 2/10 — Ekkert telj- andi tjón varð hér í hvassviðr- inu síðastuiðna nótt og eru hó hvorki meira né minna en 20 íbúðarhús hér í smíðum. Aðal- lega eru þetta ungir menn, sem standa í þessum byggingum og er plássið þannig að þenjast út. Þá er verið að byggja hæð ofan á hraðfrystihúsið og kaupfélag- ið er að láta byggja viðbótar- byggingu við pakkhús hjá sér. Sláturtíð er nýhafin. Sigurvin. Ekkert tión Stykkishólmi 2/10 — Engar teljandi skemmdir urðu hér á mannvirkjum síðastliðna nótt í ofsarokinu. Hér eru þó átta íbúðarhús í smíðum og eitt tré- smíðaverkstæði. Þá er verið að lengja, breikka og hækka báta- bryggiuna og stóðst það allt þennan ham^eang. Sláturtið er nú byrjuð hér. Suðaustanstormurinn olli spjöllum suðvestanlands Suðaustanstormur gekk yfir suðvestanvert land- ið í fyrrinótt og náði of- yiðrið hæst milli kl. 6 og 9 í gærmorgun. Nokk- urt tjón hlauzt af of- viðri á Reykjanesi og Snæfellsnesi og höfðum við samband við frétta- ritara okkar á nokkrum stöðum á þessu svæði. Þrír bátar löskuðust Keflavík 2/10 — í hvassviðrinu í nótt löskuðust þrír bátar í höfninni í Keflavík. Það voru Vilborg KE, Ólafur KE og Blá- tindur. Hekkið mun hafa brotn- að á tveim fyrrtöldu bátunum. Skúr haínarvarð- ar fauk Ólafsvík 2/10 — Hér urðu tals- verðar skemmdir í afspymu- roki síðastliðna nótt. Skúr hafn- arvarðar fauk í sjóinn og þak- plötur af fiskimjölsverksmiðju fuku veg allrar veraldar. Þá fauk mótasláttur fyrir trésmíða- verkstæði hér í smíðurn og rúð- ur brotnuðu í húsum. Hinsveg- ar stóð hafnargarðurinn nú af sér alla brotsjóa og er nú ekki lengur byggður á sandi. — Elías. Trillubátur sökk Hafnarfirði 2/10 — Trillubát- urinn Laugi GK 207 sökk hér í höfninni í nótt. Hafði hann ver- ið bundinn utan á annan bát suð- ur við hafnargarðinn. Báturinn var tryggður hjá Samvinnufé- laginu Gróttu. Þrír uppslættir fuku Akranes 2/10 — Hér fuku þrír uppslættir að húsum í hvass- viðrinu, sem gekk hér yfir í nótt. Aðrar skemmdir urðu ekki á staðnum. Voru þetta upp- slættir að tveimur íbúðarhúsum og viðbótarbyggingu að barna- skóla. Bátalægið bak við gamla karið virtist reynast vel bátun- um í þessu óveðri. Kolaportið fauk Hellissandur 2/10 — Hér geisaði afspymurok af suðaustan í nótt, en ekki urðu teljandi skemmdir í þorpinu. Gamalt kolaport hjá kaupfélaginu fauk á sjó út og sést ekki tangur né tetur af þessu gamla mannvirki. SkAI. Skjaldbökumyndir Á efrl myndinni standa sjómennirnir Einar Hansen og Sigurður sonur hans hjá skjaldbökunni sem þeir fimdu á floti í mynni Steingrímsfjarðar á dögunum. — Neðri myndin þarf ekki skýringar við, en fróðicgt að sjá þetta furðudýr líka frá hlið. 20 íbúðarhús í smíðum PIODVmiNN Fimmtudagur 3. október 1963 — 28. árgangur — 212. tölublað. Tugþúsundavirii var stolið úr frystihúsi Gerðum 2/10 — Stórþjófnaður var framinn hér í Gerðafrysti- húsinu núna einhverja nóttina og stolið þaðan tugþúsundavirði í flúrósentlömpum og voru þeir geymdir í ólæstri geymslu upp á annarri hæð frystihússins. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað að undanförnu á neðstu hæð hússins og er ætlunin að sam- eina flökunarsal og pökkunarsal og gera úr þeim einn stóran og bjartan vinnusal. Flúríósent- lampamir höfðu verið teknir niður úr þessum tveim vinnu- sölum, þar sem ætlunin er að hækka jafnframt loftið og var lömpunum komið í geymslu á meðan. Þetta hefur kostað mikla vinnu fyrir þjófana og þar að auki á næturvinnutaxta að flytja þýfið á brott. Bæjarfó- getaembættið í Hafnarfirði hef- ur málið til rannsóknar. Aðalfundur ÆFR í kvöld Aðalfundur Æskulýðsfylk- ingarinnar í Reykjavík verð- ur haldinn I kvöid í félags- heimilinu í Tjarnargötu 20 og hefst klukkan 9 e.h. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Frá Sambandsstjóm- arfundi ÆF. 3. önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. — Stjórn ÆFR. 1 Dómurféll ! íGrundar- m m | rnálim í gær ★ Eins og frá hefur verið sagt í fréttum hélt | Hæstiréttur fyrsta dóm- j þing sitt utan Reykjavíkur á Akureyri í síðustu viku ! og fór þar fram fyrir dómnum málflutningur í : landamerkjamáli sem kennt hefur verið við hið fórn- ! fræga höfuðból Grund í ; Eyjafirði. ★ Jafnhliða því sem ! málflutningur fór fram í * Grundarmálinu kynntu dómendurnir sér tvö önn- j ur landamerkjamál þar : nyrðra, annað er risið hef- ur í nágrenni Grundar en | hitt í Reykjadal. Hafa ! dómendur í Hæstarétti ! stundum áður farið á vett- J vang til þess að kynna sér staðhætti í sambandi við landamerkjadeilur, slys- : staði o.s.frv. en það er : fyrst nú eftir lagabreyting- ! ar er gerðar voru á sl. ári að heimild er til að halda dómþing réttarins ut- j an Reykjavíkur. Áður þurftu hæstaréttarlögmenn ■ að vera búsettir í Reykja- ■ vík eða nágrenni en því ; var einnig breytt í fyrra og er nú einn hæstaréttar- ! lögmaður búsettur á Akur- ■ eyri, Friðrik Magnússon, ■ er var annar málflytjenda j í Grundarmálinu. ★ í gær var kveðinn j upp hér í Reykjavík dóm- ur í Grundarmálinu og var úrskurður undirréttar : staðfestur í meginatriðum. ■ ★ Myndin er tekin á Akureyri er málflutningur j fór fram og sjást á mynd- inni talið frá vinstri: Snæ- j bjöm Sigurðsson hóndi á ! Grund, annar málsaðila, f Páll Líndal, málflytjandi, ! Hákon Guðmundss. hæsta- réttarritari, Þórður Björas- son, Þórður Eyjólfsson. j Lárus Jóhannesson, Árni : Tryggvason og Ármann Snævar, dómendur og ■ Friðrik Magnússon lög- ■ maður. — (Ljósm. Eðvarð j Sigurgeirsson). Sósíalistar Daglega skortir Þjóð- viljann fé til greiðsiu á margvíslegum hiutum. Svo sem rætt hefur verið í deildum flokksins að und- anförnu þarf ekki að brýna það fyrir mönnum hve sú nauðsyn er rík. Margar hendur vinna létt verk. Nú þegar Iaunþcgar fá greitt viku- og mánaðar- kaup sitt ættu þeir að minnast Þjóðviljans með nokkrum krónum, þrátt fyrir alla dýrtíðarskriðu ríkisstjórnarinnar. Skrifstofurnar að Tjarn- argötu 20 og Þórsgötu 1 verða opnar í dag frá kl. 10—12 og 1—6 e.h. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.