Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. oiclóber 1963 ÞJðÐVILIINN aiuA DACINN Gjaldkerinn Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því að gjaldkerinn í fríhöfn Guðmundar í. Guð- mundssonar á Keflavíkurflug- velli hefði dregið sér stórfé af gjaldeyristekjum stofnunar sinnar, trúlega ekki mikið inn- an við eina miljón króna. Haíði hann þá stundað þessa iðju um þriggja ára skeið án þess að eftir væri teikið. enda einnig verið bókfhaldari að verulegu leyti. Aðrir yfir- menn stofnunarinnar höfðu raunar haft öðrum hnöppum að hneppa en að fylgjast með smámunum; þannig segja blöðin frá því að framkvæmda- stjóri fríhafnarinnar eigi verzlanir bæði í Keflavík og Reykjavík, svo að stjórnin á miiljónafyrirtækinu á Kefla- vikurflugvelli virðist hafa ver- ið einskonar aukageta, þótt hún sé eflaust borguð á sóma- samlegan hátt. Samt komst þjófnaðurinn að lokum upp í vor, en um hann hefur verið þagað af einhverjum dularfull- um ástæðum í næstum því hálft ár. Sá tími var þó að sögn Alþýðublaðsins notaður til þess að láta gjaldkerann setja „töluverða fasteigria- tryggingu fyrir upphæðinni“, Qg er ánægjulegt til þess að vita að fengurinn virðist þann- ig hafa ávaxtazt vel hjá gjald- keranum. Blöðin skýra éinnig frá þvi að gjaldkerinn hafi ekki verið valinn í starf sitt að ástæðu- lausu. Nokkrum árum áður en utanríkisráðuneytið gerði hann að trúnaðarmanni sínum á Keflavíkurflugvelli hafði hann verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. En hann var að sjálfsögðu náðað- ur á eftir, væntanlega til þess að hylla siðgæðið við einhverja kirkjuvígsluna. Veitingamaðurinn Nokkrum dögum áður en þetta gerðist hafði veitinga- maðurinn í félagsheimili Fram- sóknarflokksins í Reykjavík reynzt uppvís að því að selja bönkum falsaðar áví-sanir sem námu miljónum króna að verðmæti. Veitingamaður þessi hafði um skeið verið einn af hinum d-ugmiklu íjármála- mönnum, sem mest er skrifað um í blöðin, og hvarvetna hlotið verðuga fyrirgreiðslu í athöfnum sínum. Hann tók við rekstri veitingahúss síns með aðstoð Samvinnubankans sem að sjálfsögðu hafði hug á þvi að féla-gsheimili Framsóknar- flokksi-ns væri starfrækt af myndarskao. Jaf-nframt aðstoð- aði Framkvæmdabankinn hann við að komast yfir anda- bú í Álfsnesi, en andarækt hefur verið helzta hu-gsjón þess banka eftir að Heimdellingar hættu að framleiða gler. Þá var veitingamaðurinn fram- kvæmdastjóri félags sem hafði fest kaup á far-skipi fyrir 25 miljónir króna, en í því efni naut han-n mikillar fyrir- vegum viðreisnarinnar greiðslu í Útvegsbankanum. Mun ekki fjarri lagi að bank- arnir hafi ábyrgzt eða lánað 20—30 miljónir króna í sam- bandi við þessi þrjú fyrir- tæki, og væ-ntanlega hafa fleiri járn verið í eldi-num. Erfitt er að skilja hvers vegna slík-ur innanhússmaður í bönkum landsins tekur upp á því að gefa út falskar ávís- anir. En trúle-ga hefur hann verið orðinn svo vanur því að nota almannafé í sína þágu, að honum hefur ekki þótt taka þ-ví lengur að yera að sækja um heimild í hvert skipti. Lögmaðurinn Nokkru áður en þetta bar til hafði venkamaður í Reykja- vík sent sakadómaraembættinu kæru. Hann kvaðst hafa geng- ið milli bankanna og óskað eftir láni en hvarvetna fengið neitun, enda ætlaði hann að- ein-s að láta gera við íbúð sína en hvorki að starfrækja veiti-ngahús í menningarþágu, ala endur né kaupa farskip. Eftir neitun bankanna leitaði verkamaðurinn til eins þeirra fjölmörgu lögfræðinga sem hafa það fyrir atvinnu að lið- sinna bágstöddum. Þar kvaðst hann hafa ábyrgzt víxil að upphæð 150.000 kr. en ekki hafa fengið í hendurnar nema 76.000 kr. af þeirri upphæð. Eftir þetta átti víxill verka- manri-sins hinsvegar greiða leið inn í Búnaðarba-nkann fyrir milli-göngu núverandi forseta hæstaréttar. Þanni-g k-unna snjallir menn að breyta ónýt- um pappírum í dýrmæt verð- bréf, líkt og vatni var breytt í vín forðum tíð. Brautryðjendurnir Dæmið um verkamanninn og víxilirin mundi vera auð- velt að hundraðfalda ef ekki þúsu-ndfalda. Fyrir nojkkrum árum gerði Alþingi samkvæmt tillögu sósíalista ráðstafanir til þess að hamla gegn okri. Var skipuð sérstö-k þingnefind í því skyni, hún yfirheyrði fólk og komst á snoðir um ýmsar staðreyndir sem urðu til þess að allmar-gir fjár- málamen-n voru dæmdir fyrir athafnir sínar. Ekki er þó kunnugt að neinn þessara fjár- málamanna hafi afplánað dóm sinn; hafa þeir trúlega verið náðaðir ekki síður en gjald- kerinn í frfhöfninni. Ýmsir þeirra munu ra-unar enn haldá áfram hi-num fyrri athöfnum sínum, enda var það eitt fyrsta verk viðreisnarstjórnar- innar að fella okurlögin úr gildi en gera sem hæsta vexti að einum veigamesta þætti hinnar nýju fjármálastefnu. Þannig hafa fyrrverandi saka- menn raunar breytzt í braut- ryðjendur og leiðtoga. Hins vegar virðast þeir nú vera orðnir það margir að þeir þvælist hver fyrir öðrum, ekki síður en bílainnflytjend- ur, og vilji þvi stjaka frá sér. Til að mynda vakti það at- hygli að kæra verkamannsins var samin af lögfræðingi sem um langt skeið hefur verið ei-nn kunnasti og umsvifamesti fjármálamaður bæjarins o-g háði síðast harðvítuga baráttu gegn því að verðbólgubrask- arar þyrftu að greiða nokkurn stórei-gnaskatt í þágu húsnæð- isleysingja. Og síðan hafa tranað sér fram í málinu und- arlegustu menn, pólitískir braskarar og metorðastritarar sem virðast áfjáðir í að oln- boga si-g áfram hver á kostnað annars og tala í stanzlausum dylgjum og hálfyrðum. En verkamaðurinn er að mestu gleymdur í mál-gagni því sem fjármálamaðurinn, lögfræði-ng- ur han-s, útvegaði honum. Bankastjórinn Eftir hálfan annan mánuð mun einn af bankastjórum Seðlabankans væntanlega horfast í augu við forseta hæstaréttar þvert yfir dóms- borðið í Amarhvoli. Banka- stjóri-nn er meðal hinna ákærðu í stórfelldasta svikamáli sem sögur fara af á íslandi, og við hlið hans munu standa ýmsir kunnustu máttarstólpar þjóðfélagsins og hinir hæfustu fjármálamenn. Féla-gið sem þeir bera ábyrgð á hefur brot- ið svo mörg lög viðskiptalífs- ins að miklu fljótlegra myndi að telja upp hin sem óbrotin eru; í ,.ágripi“ sem nú liggur fyrir hæstarétti og er 1.700 vélritaðar fólíósíður er gerð grein fyrir þjófnaði, fjár- drætti, gjaldeyrissvikum, fjár- flótta, leynireikningum í Bandaríkjunum og Svis-s, toll- svikum, smygli, skattsvikum o.s.frv. Öll voru þessi verk unnin í skjóli þess að stof-n- andi félagsins og helzti valda- maður hefur einnig um langt skeið verið æðsti yfirmaður gjaldeyriseftirllits og banka- mála, auk þess sem her-náms- liðið taldi sér hag í því að greiða fyrir þessum nútíma- legu viðskiptum. Þegar hinn virðulegi banka- stjóri var síðast dæmd-ur í bæstarétti fékk hann æðstu orðu íslenzka lýðveldisins sama daginn. Hann á þanni-g ekki kost á fleiri íslenzkum heiðursmerkjum þegar næsti dóm-ur fellur, en erigu að síð- ur halda vegtyllur hans áfram að vaxa í réttu hlutfalli við ákærumar. Um þessar mund- ir er hann til að mynda sendi- maður íslenzka ríkisins á að- alfundi alþjóðabankans í Bandaríkjunum, innan um fremstu fjármálasnilli-n-ga ver- aldar, og fer raunar ekki illa á því að við sendum þann fulltrúa sem við verðskuldum. Og vonandi fær hann tækifæri til að líta á einhverja leyni- reik-ni-nga í förinrii, áður en mál hans kemur fyTir í hæsta- rétti. Siðgæðið oft á dag stendur siðgæðið ó- neitanlega með sérstæðum blóma, enda verður fjármála- mönnum tíðræddara en nokkru sinni fyrr um hreinar hugsanir og göfugt sálarlíf. Siðvæðingin hefur lengi starf- að hérlendis með miklum ár- angri, enda rekast menn einn- ig á hinn ágæta seðlabanka- stjóra meðal forustumanna hennar. Nýlega var íslending- um kynntur annar félagsskapur, engu ómerkari, en hann nefn- ist Junior Ohamber Inter- national, og birtu blöðin fyrir skemmstu mynd af íslenzk-um leiðtogum hans ásamt forseta fslands, svo að sjá mætti að ættjörði-n gæti einnig frelsazt á Bessastöðum. f þessum fé- lagsskap eru einfcum ungir fjármálamen-n sem að sögn Morgunblaðsins telja ,,frjálsa verzlun'* og „trúna á guð“ eitt og hið sama o-g leiðrétta þann- ig hinn forna misskilni-ngf>- Krists að reka víxlarana út úr musterinu. Þegar siðgæðið á svo öflugan bakhjarl þarf eng- an að undra þótt kirkjum fjölgi á viðreisnartímum og nýr herskari af klerkum ei-gi að bætast við í Reykjavík í haust. Raunar er siðferðisstyrkur fslendinga að verða svo víð- ku-nn-ur, að fyrir skömmu kom hirigað heilagur maður frá Indlandi, í hvítri skikkju, með hár og skegg líkt og ógrisjað- an skóg, og settist að á Hótel Sögu ásamt föruneyti. Tilgang- ur hans með komunni hingað er að vinna að „andlegri end- ursköpun veraldarinnar“, en postula hans hérlendis mun einkum að finna í hópi lög- manna, veitingamanna og gjaldkera. en áður hefur gerzt hér g landi, gróðinn einn skyldi skera úr um allar athafnir landsmanna; peningamennirn- ir hafa verið dýrkaðir og at- hafnir þeirra auglýstar sem sönn fyrirmynd fyrir æskuna. Hvað var göfugra en að byrja sem sendisveinn og enda sem seðlabankastjóri; til þess að komast á þvílíkan leiðarenda var sjálfsagt að láta tilgan-ginn hel-ga meðalið. Og lögunum var breytt til þess að ryðja hinu nýja siðgæði braut. Einn daginn var það glæpur að leggja of mikið á vöru; næsta dag var það til marks um æðra siðgæði að álagningin var höfð frjáls. Einn daginn var okur talið til stórfelldustu afbrota; næsta dag vor-u ok- urlögi-n afnumin og seðla- bankastjórinn hækkaði sína vexti upp í 18 af hundraði. Einn daginn voru skattsvik talin tilræði við þjóðfélagið; næsta dag voru skattar af auðmönnum og gróðafyrir- tækjum afnumdir að mestu. Hver veit nema ýmislegt það sem menn kalla stuld í dag umbreytist í hið göfugasta framtak einstakli-ngsins á morgun? Boðorðið er aðeins eitt: að auðgast, elta fjármun- ina hvað sem það kostar; sú braut ein leiðir til farsældar fyrir einstaklinga og þjóðar- heildina. Hvað eru menn svo að fjarg- viðrast út af því þótt gjald- kerar hirði úr sjóðum, veit- ingamenn gefi út falskar ávís- anir og lögfræðingar geri pen- inga að dýrasta vamingi þjóð- félagsins? Þeir menn sem þannig hegða sér ganga aðeins á vegum viðrei-snarinnar. Og það eru guðs vegir, segir sið- væðin-garhreyfing ungra kaup- sýslumanna. — Austri. Boðorðið Fyrirspurnir um starf Æskulýðs- ráðs í borgarstj. Þegar atburðir af þessu tagi gerast dag hvem og raunar Innan um allt þetta marg- auglýsta siðgæði var ein- kennilegt að lesa í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum dög- um yfirlætislausa grein eftir aldraða íslenzka sveitakonu. Hún minnti á það með látlaus- um orðum að til væru verð- mæti sem væru æðri en pen- i-ngar, ræddi um „peningasýk- is- og drykkjuskaparöldu" og sagði að ,,víst myndu ungling- arnir hafa betra af því að komast snemma að raun um það, að það eru þeir sjálfir, en ekki peningar foreldra þeirra, sem ei-ga að ryðja þeim braut í lífi-nu“. Þetta er rödd frá liðinni tið, íslenzka bæridaþjóðfélaginu sem tók maringildi, þekkingu, gáf- ur og trausta skaphöfn fram yfir auðinn og fyrirleit han-n jaf-nvel. En siðgæðishugsjónir af þessu tagi halda ekki áfram að lífa af sjálfum sér; siðgæðið er ekkert einan-grað fyrirbæri i mannheimi heldur í nánum teng-slum við þjóðfélagsskip- anina. Áhrif hins borgaralega gróðaþjóðfélags og viðreisnar- i-nnar verða ekki aðeiris Iesin í hagskýrslum heldur og í sið- gæði-shugmyndum þegnanna. Viðrei-snin skipaði fjármunun- um til öndvegis á algerari hátt Á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í fyrradag kom svofelld fyrirspum frá Alfreð Gíslasyni til umræðu: Á fundi borgars-tj órnar 20. sept, 1962 var .. ajskulýðsráði falið ,,að kanna sérstaklega tómstundastari unglinga 12 ára og eldri að sumri til“. Skyldi nefndin leggja tiillögur sínar fyrir borgarstjóm fyrir síðustu áramót. Hvað hefur tafið framkvæmd þessarar samþykktar, og hve- nær má borgarstjóm væ-nta til- lagna æskulýðsráðs? Auglýsing Einn af borgariulltrúum í- haldsins, Baldvin Tryggvason. varð fyrir svömm, en hann er formaður Æskulýðsráðs Reykjar víkur. Flutti hann nokkurt yf- irlit um störf ráðsins undan- fama mánuði. ☆ ☆ ☆ Alfreð Gíslason þakkaði svör- in en lagði jafnframt áherzlu á að æskilegt væri að borg- arstjórnin fengi nánar að kynnast greinargerðum Æsku- lýðsráðs og tillögum um fram- tíðars-kiplag þeirra mála sem um er getið hér að ofan. Óskum eftir sendisveini nú þegar hálfan eða allan daginn. ATVINNUMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Vi! kaupa góöa tveggja herbergja íbúð strax. Helzt í fjöl- býlishúsi eða háhýsi. — Útborgun allt að kr. 300 þúsund. Upplýsingar í síma 34625. r~ - húsgögn vekja athygli á hinu nýja, glæsilega KLEÓPÖTRU-hjónarúmi fallegf — ódýrt — fæst aðeins hjá okkur - HÚSGÖGN Vesturgötu 27—Sími 166801

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.