Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 5
MOÐVILHNN >unnudagur 6. oktober 1963 SlÐA g John Thomas 2,44 m. í hástökki „Ég er viss um að ég get stokkið 2,25 eða jafnvei 2,23 m.“, segir Thomas. Hæð mín veitir mér vissa yfirburði (Brumel er „aðeins“ 1,86 m.) en það er lika staðreynd að há- vaxnir menn eiga oft erfiðara með nákvæma stjórn vöðvanna heldur en þeir lágvaxnari. Þessi regla er ekki án undan- tekninga, og stökkvari, sem væri 2.10—2.15 m. á hæð, með styrkan líkamsvöxt og góða líkamsstjóm, ætti að geta stokkið 8 fet (2,44 m.),“ segir þessi fyrrverandi heimsmethafi, sem ætlar að gera enn eina til- raun til olympíusigurs í Tókíó að ári. Þýzku-kennsla Létt aðferð, fljót tal- kunnátta. Edeth Daudistel Laugavegi 55 (Von) uppi. Sími 14448 virka daga, milli M. 6.30 og 7.30. FRÚARLEIKFIMIN ER AÐ HEFJAST Á mánudag hefjast æfingar íþróttafélag- anna í frúarleikfimi víðsvegar um þæinn. Verður starfsemin með sama fyrirkomu- lagi og var s.l. vetur, konur geta sótt tíma í næsta leikfimisal án þess að gerast eða vera félagar í viðkom- andi íþróttafélagi. Námsskeiðsgjald verð- ur kr. 300 ti'l áramóta. Miðbæjarskóliinn: Þar hefur íþróttafélag kvenna æfingar á mánudögum og fimmtudögum M. 8.00 og kl. 8.45. Þá hefur Klt þar æfingar á sömu dögum M. 9.30. Austurbæjarskóiinn: Þar hefur KR æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8.00. Breiðagerðieskólinn: Þar hefur Ármann æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8.15 og Víkingur hefur þar æfingar á sömu dögum M. 9.05. LangholtsSkólinn: Þar hefur IR æfingar á mánudögum kl. 9.20 og á fimmtudögum M. 8.30, Laugarnesskólinn: Þar hefur Ástbjörg Gunnarsdóttir æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og 9.30. reymr enn Ólíkur æfingasnáti í Híbýlaprýði. Höfum fengið söluum- boð fyrir nýtízkulegustu húsgögnin á markaðnum SYSTEM PYRAMID og PIRA HILLUSETTIN. T HÍBÝLAPRÝÐI H.F. Við bjóðum yður fjölbreyttasta og ný- tízkulegasta húsgagnaúrval landsins. sími 38177 — Hallarmúla. Þegar Bandaríkja- maðurinn John Thomas var 19 ára var hann orðinn heimsmethaíi í hástökki með 5 cm. betri árangri en nokkur annar haíði náð. í september sama ár gekk hann dapur út af Stadio Olympico í Róm. Hann hafði aðeins náð hriðja sæti. Þeir, sem skutu Thomas aft- ur fyrir sig á OL í Róm, voru Rússamir Robert Shavlakadze og hirnn 18 ára gamli Valeri Brumel, sem báðir stukku 2,16 m. Síðan hefur Thomas mátt sætta sig við það að vera næst- bezti hástökkvari heims. Að hitta ofjarl sinn John Thomas er hinn stæði- legasti maöur, — 1,97 m og 88 kg. — og hann varð fyrstur manna til að stökkva 2,20 m. Bezti áransgur hans er 2,22 m. Thomas hefur ekki látið hug- fallast, þótt hann hafi hitt of- jarl sinn. Hann er enn ákveð- inn í þvf að endurheimta heimsmet sitt 1 hástökki. Þetta sýnir bjawtsýni hans, því heimsmet Birumels er 2,28 m. Þeir Thomass og Brumel hafa oft leitt saman hesta sína i keppni og eru hinir mestu mát- ar. Aðspurður usegir Thomas að ósigurinn í Rtóm hafi verið bæði áfall og læridómr fyrir sig. Það er erfitt Jyrir mann, sem álitinn er ósigrandi, að mæta skyndiiega þeím sem er betri. — Mér datt aldrei í hug að hætta vegna ótsdgursins, heldur ákvað að láta hann mér að kenningu verða. John Thomas Thomas asfir hástökkstækn- ina með því að stökkva hátt. Hann segist aldrei yfirgefa æf- ■'ngasvæðið fyrr en hann hefur farið yfir 7 fet (2,13 m.). Það er vitað að Valeri Brum- el stundar miMð lyftingar í þjálfun sinni. Thomas æfir á allt annan hátt. Hann kveðst ekki hafa miMa trú á lyfting- um, en æfir fyrst og fremst með því að stökkva. Um Brum- el er það hinsvegar sagt að hann geri allt nema að stökkva hástökk í hinum margbrotnu og erfiðu æfingatímum sínum. Thomas segir að stökkstíll sinn hafi ekki breytzt mikið gegnum árin. — Ég álít að eng- inn stökkvari hafi fullkomna tækni. Engir tveir menn stökkva nákvæmlega eins og ég hef ekki reynt að taka neinn annan hástökkvara til fyrirmyndar, segir hann. Á mótum heimafyrir hefur Thomas aldrei keppinaut sem er honum hættulegur. Enginn bandarískur hástökkvari í dag, veitir honum harða keppni. I fyrra heimsótti Brumél Banda- ríkin og háðu þeir þá marga skemmtilega keppni. John Thomas beið óvæntan ósigur á olympíuleikjunum í Róm og hefur siðan verið í skugga Brumels sem næstbezti hástökkvari heims. Hann lætur samt ekki hugfallast, heldur ætlar sér að reyna að ná hcimsmetinu aftur og sigra á næstu olympíuleikjum. Innheimtustörf Duglegir unglingar óskast til innheimtustarfa nú þegar, hálfan eða allan daginn. ÞjóBviljinn Sími 17-5-00. BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR: ÚRSLIT I dag sunnud. 6. októb’er kl. 4 e. h. íer íram úrslitaleikurinn milli AKRANES og KR Dómari: Hannes Þ. Sigurðsson. Línuverðir: Carl Bergmann og Guðmundur Guðmundsson. Miðasala hefst kl. 1 e.h. Verð aðgöngumiða: Stuka kr. 60. Stæði kr. 35. Börn kr. 10. Sala stúkumiða verður takmörkuð. Tekst Akurnesingum að stöðva sigurgöngu KR? Þetta er síðasti stórleikur ársins. MÓTANEFND. 3 ungir menn óskast til starfa í MjólkurstöSinni í Reykjavík. Upplýsingar hjá stöðvarstjóranum. Mjólkursamsalan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.