Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Tjtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflpkk- urinn. — Ritstjórar: fvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Konur og herstöðvar ITvers vegna láta íslenzkar konur ekki enn meira til sín taka baráttuna gegn herstöðv- unum á íslandi? Þær hafa lagt fram margan góð- an liðsmann í þeirri baráttu, en skyldu íslenzk- ar konur almennt gera sér ljóst, að í þessu máli sem öðrum þjóðmálum gætu þær ráðið úrslitum ef þær legðust á eitt? f^að eru orð í tíma töluð í samþykkt frá fundi * Kvenfélágs sósíalista um þessi mál sem birt var í Þjóðviljanum í gær, þar sem lögð er áherzla á hinn mikla skerf sem konur hvarvetna í heim- inum leggja til barát’tunnar fyrir friði. Konurn- ar segja þar m.a.: „Fundurinn vill brýna fyrir öll- um íslenzkum konum hve gífurleg ábyrgð fylgir því að hafa erlendar herstöðvar í landi sínu, her- stöðvar sem hvenær sem er má breyta í kjarn- orkuárásarstöðvar, án þess að við séum um það spurð. Með því að leyfa slíkt erum við að 'taka afstöðu með vígbúnaðarkapphlaupinu og auka stríðshættuna í heiminum. Fundurinn veit að ekkert er fjær íslenzkum konum en slík a'fstaða og skorar því á þær að sameinast í baráttu fyrir ’friði, gegn erlendum herstöðvum á íslandi og fyr- ir ævarandi hlutleysi íslands". Tj’flaust er að mjög skor’tir á almenna þátttöku kvenna í baráttunni gegn herstöðvunum, en konur ættu jafnvel fremur en karlmenn að gera sér ljóst hvað í húfi er fyrir þjóðina, og framtíð hennar. Skyldu þær konur og mæður vera marg- ar á íslandi sem óska eftir því að erlent herveldi hafi hér herstöðvar? Skyldu margar íslenzkar mæður óska eftir afsiðunaráhrifum hermannaút- varpsins og hermannasjónvarpsins úr herstöðinni á Keflavíkurvelli inn á heimili sín? Vilja þær samt láta þá menn ráða örlögum íslenzku þjóðar- innar sem hafa óskað eftir þessum herstöðvum og vilja hafa þær, vilja hafa afsiðunarútvarp og afsiðunarsjónvarp inn á sem flest Islenzk heimili, og kalla það „vernd“ og „vest- ræna samvinnu“? Það dugar ekki að kjósa konur á þing sem japla allt eftir þeim ráðherrum og þingmönnum hernámsflokkanna sem fyrir eru. Pað þarf að svipta hernámsflokkana valdi sínu til að ráða örlögum þjóðarinnar. Og þar gætu íslenzk- ar konur ráðið úrslitum. Samhjálp / stað brasksins Húsnæðisskorturinn í Reykjavík og nágrenni, sem mjög hefur verið rætt um undanfarna daga vegna neyðarástands fjölda fólks, er bein af- leiðing af því hve brasksjónarmið og gróðahyggja ha’fa verið látin vara uppi í húsnæðismálum. Fulltrúar braskaranna í opinberu lífi, á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur, hafa um áratuga- skeið streitzt á móti tillögum um skynsamlega lausn húsnæðismálanna á félagslegum grund- velli, tillögur og frumvörp sósíalista um þessi mál hafa verið svæfð og felld á Alþingi og í bæjar- stjórnum ár eftir ár. Hér verður að verða breyt- ing á. í stað brasks og gróðahyggju þarf samhjáln og félagslegar lausnir að koma til. svo allir Is- lendingar geti búið í sæmilegum mannabústöð- um áður en langir tímar líða. — s. - ÞlðÐVIUINN Sunnudagur 6. október 1963 Frá haustmóti TaflféEagsins Haustmót Taflfélags Reykja- víkur hófst að þessu sinni sunnudaginn 22. september s.L Tefit er í þremur flokkum, meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki. Þátttakendur í meistara- flokki eru 22 og er hann tví- skiptur. 1 1. flokki eru þátt- takendur 11, en í öðrum flokki 17. og er hann einnig tviskipt- ur. Verður þátttaka þannig að teljast góð, þar sem keppendur eru alls 50. Að venju beinist athyglin mest að meistarflokki. Hann tr tvískiptur, eins og áður var getið, 11 menn í hvorum riðli. Þeir eru þessir, taldir eftir töfluröð. Mcistaraflokkur A: 1 Jónas Þorvaldsson 2. Bragi Kristjánsson ,, 3. Qigurður Jónsson •/ 4. Haukur Angantýsson 5. Bragi Bjömsson 6. Bjarni Magnússon 7. Pétur Eiríksson 8. Bjöm V. Þórðarson 9. Magnús Gunnarsson 10. Ölafur Bjömsson 11. Sævar Einarsson Meistaraflokkur B: 1. Bjöm Þorsteinsson 2. Jón Kristinsson 3. Trausti Bjömsson 4. Benoný Benediktsson 5. Hermann Jónsson 6. Jóhann Sigurjónsson 7. Björgvin Víglundsson 8. Guðjón Stefánsson 9. Ársæll Júlíusson 10. Benedikt Halldórsson 11. Geirlaugur Magnússon. Ákveðið er, að þrír efetu mehn úr hvorum riðli þreyti með sér úrslitakeppni ásamt tveimur mönnum, sem stjóm Taflfélagsins,, þýðw sérstaklsga til keppninnar, þeim Guð- mimdi Ágústssyni og Gunnari Gunnarssyni. Má gera ráð fyrir, að það verði hörku- keppni. Þegar þetta er ritað, er keppnin enn á byrjunarstigi og erfitt að spá um úrslit í riðlunum. Jónas Þorvaldsson, Bragi Kristjánsson og Sigurður Jónsson eru óneitanlega stærstu nöfnin í meistaraflokki A, en i meistaraflokki B beir Bjöm Þorsteinsson. Jón Krist- insson og Benóný Benedikts- son. Fásinna væri þó að halda, að allir þessir menn væru ör- uggir í úrslit, því erfitt er að. vita hvemig hlutimir æxlast ^ í þeirri hörðu baráttu, sem nú stendur yfir. 1 eftirfarandi skák eigast við fulltrúar tveggja kynslóða, þeir Benóný Benediktsson og hinn ungi skákmeistari, Geirlaugur Magnússon. Þótt aldursmunur þeirra sé um 30 ár. þá er þeim á margan hátt ekki ólíkt farið. Benóný býr að sjálfeögðu yf- ir miklu meiri og fjölþættari keppnisreynslu, en það er þeim sameiginlegt, að báðir eru lítt háðir utanaðlærðum formúlum, þreifa fremur fyrir sér með brjóstvitinu, og bað jafnvel þegar í byrjun tafis. Ekki eru þeir þó óskeikulir í þeim sökum, þvi miður. Um það ber skák þessi vitni. En eins og mönnum mun kunnugt af skákum Benónýs. til dæmis þá er sú „sjálfstæðisbarátta“, sem hann tíðum heyr þar við harðmúlaðar kennisetningar bókstafstrúarmanna, það bak- við, er gefur skákunum blæ- brigðamest líf jafnVel þött bað hendi. að hann bíði ósigur á báðum vígstöðvum. Víkjum nú að skóinni. Hvítt: Benóný Bencdiktsson. Svart: Geirlaugur Magnússon. 3. umferð Griinfeldsvörn Grúnfeldsvöm er alltaf dálít- ið skemmtileg, og þeir, sem tefla hana verða bæði að hafa glöggt auga fyrir margbreyti- legum stöðum og góða taktiska hæfileika. Þrátt fyrir áratuga tilraunir til að hrekja vömina, er henni enn talsvert beitt á alþj óðavettvangi. 4. cx d5 Þetta er einn af fjölmörgum leikjum, sem til greina koma fyrir hvítan. Meðal annarra leikja má nefna 4. Rf3 og 4. Db3. 4 — Rxd5 5. Db3. Benóný segir mér, að þessi leikur sé afar algengur, en eigi hefi ég þó fundið hann í byrj- unarbókum. Hvað sem annars er að segja Jónas I'orvaldsson Bragi Kristjánsson um staðhæfingu Benónýs, þá verður hitt eigi véfengt, að 5. e4 er algengasti leikurinn, enda eðlilegast, að hvítur reyni þegar að ná öflugu peðamið- borði. 5. — Rxc3 Til greina kom að leika 5 — Rb6 og reyna að hagnýta sér stöðu hvítu drottningarinnar með því að leika síðar — Be6. Eftir leik Geirlaugs beinist skákin inn á brautir ekki óá- þekktar algengustu „teoríunni“ 6. bxc3 Bg7. 7. e4 0—0, 8. Rf3 c5. 9. Bc3 Rc6, 10. Hdl Dc7. 11. Be2 Bg4, 12. 0—0 Bxf3, 13. Bxf3 cxd4. 14. cxd4 Ha-d8, 15. e5. Það er sjaldan gott fyrir hvítan að leika e5 snemma tafls í Grúnfeldsvöm. Að vísu þrengir það að kóngsbisicupi svarts, en styrkir jafnhliða völd svarts á d5. 15. d5 kom sterklega til greina. 15. — Kh8. Þessi hemaðaráætlun Geir- laugs, framrás f-peðsins, er röng frá strategískum sjónar- hóli. Hann átti að leika 15 — e6 til að ná sem beztri við- spyrnu á d5. 16. Hcl Dd7, 17. Hf-dl f5. 18 e6 Dd6, 19 d5. Benóný þrengir nú mjög að hinuip unga andstæðingi sin- um og notfærir sér mistök 19. — Ra5, 20. Da4 b6, 21. g3 Be5. 22. Bd2 Rb7, 23. Hel. Hótar Hxe5 og síðan Bc3. 23. — Rc5, 24. Da3 Kg8, Spornar við áðumefndri hótun. 25. Bb4 f4, 26. g4. ^ Hér var 26. Hxc5 bxc5, 27. Bxc5 og síðan Bxe7 einföld vinningsleið fyrir Benoný. En tímahrák var nú tekið að á- sækja hann, en það reyndist honum örlagaríkt. eins og við fáum bráðum að pjá. 26. — Hc8, 27. Kg2. Telja verður, að Benoný eigi unna stöðu, en hann hyggst fara sér gætilega meðan tíma- hrakið líður hjá. 27. — Bf6, 28. Bd2 Kh8, 29. Hc4 Bh4. Geirlaugur getur lítið að- hafzt, en verður að bíða . 30. Bc3t Kg8, 31. Be5 Dd8. Og nú er upprunnið örlaga- ríkt augnablik. Benoný á eink- um um tvær leiðir að velja, og hin til eilífrar sælu. Benóný hin til eilífðar sælu. Benóný velur hiklaust fyrri leiðina, og má það merkilegt kallast, því Benóný Benediktsson ekki er honum svo tamt að feta mjög troðnar slóðir. - 32. Bxf4? 32. Hxf4 osfr. var vegurinn til lífsins. 32. — Rxe6! Þáttaskil. Með þessari snotru fléttu vinnur Geirlaugur skiptamun og þar með. skák- ina. 33. Bh6 Hxc4, 34 Hxe6 Hf7. 35. h3 Hc2, 36. Be3 Hxf3t! Hver vígstöð Benonýs af annarri fellur eins og um keðjuverkanir væri að ræða. 37. Kxf3 Dxd5t 38. He4 Hc4, 39. Ke2. Benoný hefur ekki tíma til að gefast upp. svo ofsafengið er tímahrakið. 39. — Dxe4. 40. Dxa7 Hc2t. Gefið. tUHðlG€Ú6 5Kium»aKtaR$oa Fást í Bókabúð Máls og menningar Lauga- vegi 18, Tjarnargötu 20 og afgreiðslu Þjóð- viljans. ^^^^^AMLEIÐENDA- 1. d4 R f6, 2. c4 g6, 3. Rc3 ÚZ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.