Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 4
SlÐA ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 10. október 1963 Ctgefandi: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðu urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Nú þarf raunhæfan stuðning Ceðbilunarskrif Morgunblaðsins TIÆ’orgunblaðið, aðalmálgagn ríkissfjórnarinnar,, gerir í gær að umtalsefni samþykktir Alþýðu- sambands Norðurlands um kaupgjaldsmál, og menn þurfa að gefa málflutningi blaðsins sérstak- an gaum. Blaðið segir að samþykktir verkafólks sýni að nú eigi „að beita verklýðshreyfingunni enn einu sinni til pólitískra hermdarverka í þágu kommúnistaflokksins“, og að nú eigi „að brjóta niður efinahagsmálastefnu ábyrgrar(!!) ríkis- stjórnar... grafa undan hinu íslenzka þjóðfélagi og stuðla að hruni og upplausn.“ Og til enn frek- ari áherzlu gefur Morgunblaðið verkafólki nafn- bófina „landráðalýður“. Hér er semsé um að ræða ómenguð geðbilunaröskur sem ge'fa vel til kynna h’vemig stjórnarliðinu er innanbrjósts um þessar mundir þegar viðreisnarstefnan er að hrynja 'til grunna. Vferklýðssamtökin féllust á það í vor að fresta samningum um kjaramál samkvæmt sérstakri beiðni ríkisstjórnarinnar, og töldu málgögn henn- ar frestunina mikið fagnaðarefni. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa mikir atburðir gerzt í efnahagsmálum. Verðbólgan hefur magnazt örar en dæmi eru til áður hér á landi; þannig hækk- aði dýrtíð meira í septembermánuði einum sam- an en í allri stjórnartíð vinstristjórnarinnar. Ýms samtök launþega hafa fengið verulegar kauphækk- anir. Opinberir starfsmenn ríkis, bæja og banka ha’fa gert nýja samninga, sem að sögn viðskipta- málaráðherra jafngilda að meðaltali 45% kaup- hækkun, en hækkunin nam um 100% hjá þeim sem hæst höfðu launin fyrir. Mörg önnur sam- 'tök stór og smá hafa gert hliðstæða samninga. Bændur hafa fengið kauphækkun, sem fulltrúar neytenda í sexmannanefndinni telja jafngilda um 50%. Samtök verzlunar- og skrifstofufólks hafa borið fram vel rökstuddar kröfur um kauphækk- anir sem einatt jafngilda yfir 100% hækkun. Og þannig mætti lengi telja. Morgunblaðið hefur skrifað kurteislega um öll þessi umskipti, talið ýms þeirra ánægjuefni og önnur óhjákvæmilega niðurstöðu hlutlausra dómenda, enda stóðu rit- stjórar Morgunblaðsins sjálfir í hálfs mánaðar verk’falli í sumar til þess að tryggja sér persónu- lega 30% kauphækkun. Eftir alla þessa þróun sem hefur gerbreytt ýmsum þátfum í þjóðfélagsskip- anínni dirfist Morgunblaðið svo að ráðast með sið- lausum fúkyrðum og blygðunarlausum svívirðing- um á verkafólk sem ber fram óhjákvæmilegar kröfur um að fá sinn hlut réttan. Sá verkalýður sem hefur 'trúað á fagurgala Morgunblaðsins um umhyggju fyrir öllum stéttum fær nú að sjá framan í ófrýnilegt smettið á hatursfullum and- stæðingi. Morgunblaðið talar um s’tríð í þessu sambandi, og ef illyrði þess eru til marks um sjónarmið stjómarvalda og atyinnurekenda 'fær það örugg- lega sitt stríð. Verklýðssamtökin hafa sýn’f lang- lundargeð og stillingu, sem betur he'fðu hen'tað öðrum aðstæðum, en þeim mun ómótstæðilegri er málstaður þeirra. — m. Engin barátta verður sigursæll án fórna, og enginn berst án vopna. ÞjóSviljinn hefur verið beittasta og sterkasta vopn alþýðunnar í heilan aldarfjórðung. Án hans hefðu ekki margir sigrar unnizt. En það hefur kostað mikið erfiði og miklar fómir að tryggja útgáfu Þjóöviljans í öll þessi ár. Enginn mun sjá eftir því sem hann hefur lagt á sig Þjóðviljans vegna. — Það hefur borið góðan á- vöxt. En blaðið hefur ver- ið og er í fjárþröng, og það eru víst flest verka- lýðsmálgögn. Enn er þörf á fómfýsi og einmitt nú hefur Þjóð- viljinn miklu hlutverki að gegna. Framundan hljóta að vera stórátök vegna vinnuþrælkunar og vax- andi verðbólgu. Það hef- ur því aldrei verið nauð- synlegra en nú að styðja þetta skelegga málgagn alþýðunnar á íslandi. En það er ekki nóg að skilja og viðurkenna þá þýðingu sem blaðið okkar hefur haft. Það þarf raunhæfan stuðning. Við þurfum sem flest að leggja eitthvað af mörkum, hver og einn eftir sinni getu. Sameinumst öll um að tryggja útkomu Þjóðvilj- ans! Færum honum 500.000 kr. á 25 ára afmæli Sósíal- istaflokksins! Við viljum það og við getum það! Ágúst Vigfússon. \ f ^ -■ •- v-: s‘ Súrefnið er lífsnauðsynlegt, en of mikii af því góða... Frá því var skýrt í fréttum á sínum tíma, að bandaríski ofurstinn Cooper hafi verið rauð- eygður og hás, er hann lenti aftur á jörðu niðri eftir að hafa sveimað umhverfis hnöttinn í 281 nemandi í Narðvíkursk. Bama- og unglingaskóli Njarðvákur var settur 1. okt. sl. Nemendur unglingaskólans eru í byrjun skólaárs 48 en í barna- skólanum 233, og hefur nem- endum fjölgað frá fyrra ári um rúmlega 30. Fastir kennarar eru 6 auk skólastjórans, Sigurbj. Ketilssonar, en stundakennarar eru þrír. Enda þótt svo margir nem- endur séu í skólanum og skil- yrði til leikfimikennslu nánast engin, þar sem ekkert íþrótta- hús er til í plássinu, neitaði síðasta Alþingi um fjárfesting- arleyfi fyrir byggingu lei'kfimi- húss. Mjög mikil fólksfjölgun er nú í Njarðvíkum og fyrir- sjáanleg vandræði vegna þreng- sla í skólanum, ef ekki verður nú þegar á næsta vori hafizt handa um viðbótarbyggingu, enda þótt aðal-skólahúsið sé að- eins örfárra ára ga,tnalt. geim’fari sínu í 34 klst., og orsakirnar hafi mátt rekja til þess að geim- farinn andaði að sér súrefni úr kút sem hann hafði meðferðis. Þessi tiðindi hafa vafalítið vakið undrun margra, sem lært hafa að súrefni sé lífi mannsins nauðsynlegt framar flestu öðru. En hvernig stend- ur þá á því að það getur reynzt manninum hættulegt? Ofnotkun varasöm Strax og menn uppgötvuðu, að súrefnið er lofttegund, hluti af andrúmsloftinu, varð þeim ljóst að skepnur drápust ef þær gátu ekki andað þvi að sér og það leið yfir menn og þeir misstu meðvitund, ef hörgull varð á því. En smám saman jókst þekk- ing manna á eðli og verkun- um súrefnisins. Rannsóknir og niðurstöður tveggja lífeðlis- fræðinga á 19. öld, Frakkans Paul Berts og Englendingsins J. L. Smiths, bentu til þess að súrefni gæti orðið hið hættu- legasta eitur undir vissum kringumstæðum. Og nú er enginn vafi á því talinn, að ofnotkun súrefnis getur vald- ' ið því að það verki sem hrein- asta eitur. Það er eins með sykur og súrefni: Ofnotkun er ekki heilsusamleg. Þetta á einkum við þegar hreins súrefnis er neytt þar sem loftþrýetingur er mikill eða mun meiri en eðlilegur. Tvísýnt ó Hausfm. T.R. Haustmót Taflfélags Réykja- víkur stendur nú yfir í MÍR- salnum við Þingholtsstræti. Fullyrða má, að keppni í meist- araflokki hafi sjaldau verið eins tvísýn og nú. I meistara- flokki A er staðan þessi: Bjarni Magnússon hefur 6V2 v. (af 8), Bragi Björnsson 5J/2 v. og bið- skák (af 8), og Sigurður Jóns- son 4 v. (af 8). Biðskák Braga er talin töpuð. 1 meistaraflokki B er staðan þessi: Jóhann Sigurjónsson hef- ur 5 v. (af 8), Jón Kristinsson 4!/2 v. og biðskák (af 7), Björg vin Víglundsson 4% v. (áf 7) og Hermann Jónsson 4% v. (af 8). Biðskák Jóns Kristinssonar er sennilega unnin. 1 fyrsta flokki er staðan þessi: Jón Þóroddsson hefur 5V2 v. (af 7) og Guðmundur Sigur- jónson 5 v. og biðskák (af 7). Þá er keppni lokið í 2. fl. A. Efstir urðu þeir Jón Briem og Bergur Óskarsson með 5% v. af 7 mögulegum (75%). Flytj- ast þeir báðir í fyrsta flokk. 1 öðrum flokki B. eru tvær um- ferðir eftir. Efstir og jafnir eru þeir Úlfar Guðmundsson og Jón G. Jónsson með 5% v. Fjölnir Stefánson hefur 5 v. og hafa þessir þrír menn svo góða út- komu, að þeir hafa allir mögu- leika á þvi að flytjast í 1. fl. Styrkur til minningarlundo og skrúðgarða Samfcv. 14. gr. LXXV. fjáríaga fyrir árið 1963 er ætl- aður noikfcur styrkur til minningarlunda og skrúðgarða. Stjórnir þeirra lunda og garða, sem óska styrks sam- kvæmt þessu, sendi umsóknir sínar til skrifstofu skóg- ræktarstjóra fyrir lok þessa mánaðar. Reifcningar og skýrsla um störf sl. ár skal fyigja umsókninni. Reykjavfk, 8. okt. 1963. HAKON bjarnason, skógræktarstjóri. Starfsstú/ka óskast í Samvinnuskólann Bifröst, í vetur. — Upplýs- ingar á símstöðinni Bifröst, næstu daga kl. 9—12 og 4—7. Samvinnuskólinn Bifröst. Bifreiðaleigan HJÓL Hverfisgötu 82 Sfmi 16-370

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.