Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞJðÐVILIINN Fiimmtudagur 10. október 1963 WFTLEIDIR Rómarbúar virðast þessa dagana aldrei öruggir um líf sitt, þegar þeir mæta hundi eða ketti á götu. Mæð- ur þrýsta að sér börnum sínum og taka á sig langan krók, ef þær þá ekki snúa við og fara aðra leið. Þetta er mjög óvanaleg hegðun, því að Rómarbúar eru annars sérlega alúðlegir við þessa ferfættu vini okkar mann- anna. — Ástæðan er sú, að undanfarið hefur borið mik- ið á hundaæði í heimsborginni Róm. Á tæpum mánuði hafa tveir menn lótið lífið af völdum hundaæðis, 12 ára stúlka og fullorðinn maður. Litlu stúlkuna beit hundur, sem hafði verið leikfélagi hennar í tvö ár. Nú er það svo, að þeir sem fara fljótt til læknis eftir að hundur faefur bitið þá, sem grunur leikur á að sé með hundaæði, bjargast oftast. En þó eru þess dæmi, að fólk hefur dáið af þvi, að því var gefinn rangur skammtur af meðalinu. Stúlkan, sem var ballettneml við Rómaróperuna, lifði í margar vikur eftir bit- ið og var undir stöðugu eftir- liti lækna. Á þremur mánuðum, júlí, ágúst og september, hafa hund- ar og kettir bitið allt að 1200 manns. Vitað var í lok sept- ember, að 25 hundar, 2 kett- ir, 1 apaköttur og 2 kýr voru með hundaæði. Fyrir löngu var gefin út reglugerð þar sem gert var að skyldu að bólu- setja alla hunda í Róm og ná- grenni hennar, en því miður hafa hundaeigendur hliðrað sér hjá þeirri skyldu. Reiknað er með, að um 100.000 hundar séu í Róm. Einungis 17.000 þeirra eru á skrá. Aðeins 11.500 hundar hafa verið bólu- settir, en nóg er til af mót- eitri til þess að bólusetja^ 10.000 dýr á viku. Undanfarinn mánuð hafa svo margir hundar verið drepnir, að Tíberfljót var fullt af hundahræjum nokkra daga. Flestum var drekkt, aðrir voru skotnir eða skornir, áður en þeim var kastað í fljótið. Eftir því, sem óttinn breiðist út, vilja fleiri losna við hunda sína, og taka margir það til bragðs að sleppa þeim lausum um borgina. Hófst síðan elt- ingarleikur við þessa flökku- hunda, sem hefur nú teíkið á sig ærið ómannúðlega mynd. Strákar og fullorðnir menn stunda þá íþrótt af miklu kappi, að umkringja flökku- hunda, binda þá saman í kippu og henda þeim í fljót- ið. Lítur helzt út fyrir að frumstæð morðfýsn hafi brot- izt út í Rómarbúum við þessi hundamorð. í rauninni er engin ástæða til slíkrar ofsahræðslu. Fyrst og fremst er vanþekkingu um að kenna. Margir halda, að hundar geti fengið hundaæði af því að snuðra í alls kyns rusli. Dýralæknar reyna að brýna fyrir mönnum að sjúk- dómurinn berist eingöngu með biti. Ekki var kærleikurinn heitari hjá sumum húsbænd- um en svo, að þeir vildu held- ur drepa þennan trygga föru- naut, en borga bólusetningar- gjaldið ... Flugfreyjur Búlgarir kaupa hveiti frá Kanada OTTAWA 8/10 — Verzlunar- málaráðherra Kanada skýrði frá því í dag að gerður hefði verið samningur milli Kanada og Búlgaríu þess efnis, að Búlgarir keyptu 450.000 lestir af hveiti frá Kanada á nœstu þremur árum. Ráðherrann sagði í þingræðu, að hveitikaupin væru höfuðatriðið í nýgerðum viðskiptasamningi Kanada og Búlgaríu. Þá upplýsti talsmaður utan- ríkisráðuneytisins í Washing- ton í dag, að Ungverjar, Búlgar- ar og Tékkar hefðu áhuga á að kaupa komvörur í Banda- rikjunum. Útvarpað frá allsherjarþingi Allsherjarþingið í útvarpi. Sameinuðu þjóðimar hafa til- kynnt að umræðum Allsherj- arþingsins verði útvarpað yfir stuttbylgjustöðina WLWO. Sendingamar verða á frönsku og ensku meðan Allsherjar- þingið stendur yfir. (Frá S.Þ.). Loftleiðir óska að ráða flugfreyjur til starfa frá og með næstkomandi áramótum. Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára. — Góð almenn menntun svo og staðgóð kunnátta í ensku og einhverju Norðurlandamálanna er Iágmarksskil- yrði, en æskilegt að umsækjcndur tali að auki ann- að hvort frönsku eða þýzku. Gert er ráð fyrir að þriggja til fjögurra vikna undir- búningsnámskcið hcfjist í næsta mánuði. Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu félagsins Lækjargötu 2 og Reykjane/.braut 6 og skulu hafa bor- izt ráðningardeild Loftleiða fyrir 20. þ.m. Kennedy eða Goldwater? HUNDAÆÐI veld- ur ofsahræðslu Slátrun hunda og katta — Þúsundir skrokka í Tíber Kalt bað fyrir fyllibyttur Danir gefa mest til hjálparstarfs S.Þ. Danir eru enn eístir á skrá yfir þau lönd sem gefið hafa fé til tæknihjálpar Sameinuðu þjóðanna. Árið 1962 var það Kuwait sem var efst. Nýútkomin skýrsla sýnir að árið 1963 hefur hver Dani lagt fram upphæð sem nemur 40,3 sentum (ca. 17.50 ísl. kr.) til tæknihjálparinnar. Þar næst eru Noregur með 27,1 sent á mann, Svíþjóð með 26,6 sent, Holland með 15,2 snet, Sviss með 14,5 sent, Bandaríkin feð 11,7 sent, Kanada ueð 11,6 sent, Nýja Sjáland með 11,2 sent, Bretland með 7,1 sent og Ástr- alía með 7 sent á hvem íbúa Þó ekki sé reiknuð í hlutfalli við fólksfjölda, eru Norður- lönd glæsilega sett. Framlag Bandaríkjanna er 21.822.733 doBarar, framlag Bretlands er 3.750.000 dollarar, Vestur- Þýzkalands 2.650.000 dollarar, Kanada 2.150.000 dollarar, Sví- þjóðar 2.010000 dollarar, Sov- étríkjanna 2.000.000 doliarar, Danmerkur 1.882.14, dollarar, Frakklands 1.852.555 dollarar, Hollands 1.790.254 doUarar og Noregs 980.000 dollarar. (Frá S.Þ.). Framvegis verður öllum, sem fluttir eru ofurölví á lögreglu- stöðvar Búdapestborgar, stung- ið samstundis í iskalt bað. Dagblaðið Nepzava sagði frá því fyrir nokkru, að drykkju- skapur hafi aukizt mjög síð- ustu árin i stórborgum Ung- verjalands, og muni nú eiga að bæta úr ástandinu eins og unnt er. f þeim tilgangi á meðal annars að taka upp það nýnæmi á öllum lögreglustöðv- um Búdapestborgar að dýfa drukknum föngum niður í kar með köldu vatni. Bæði gæti þessi ráðstöfun orðið til þess að menn drykkju sig ekki út úr á almannafæri, og svo er þá hægt að senda heirrn þá, sem af rennur eftir baðið. Til skamms tíma var Kennedy álitinn örugg- ur um sig í kosningunum næsta haust og engu máli talið skipta hvaða repúblikani íæri fram á móti honum. Bandaríska tímar. „TIME“ færir nokkur rök að því, að svo sé ekki. Síðastliðnar vikur hefur á- hugamönnum um stjórnmál orðið tíðrætt um Barry nokk- um Goldwater. Rockefeller hefur fallið algjörlega í skugg- ann fyrir þessum flokksbróð- ur sínum, og heyrist nú varla minnzt á hann sem væntan- legan keppinaut Kennedys. Goldwater er afar hægri- sinnaður repúblíkani ,t.d. harður andstæðingur Moskvu- samningsins. Timaritið „Time“ fullyrðir, að mr. Goldwater geti orðið Kennedy mjög hættulegur í kosningunum ’64. Blaðið segir einnig, að Kenn- edy hafi aldrei átt eins litl- um vinsældum að fagna og nú. Reynt hefur verið að meta lik- urnar í hverju fylki út af fyr- ir sig og hér fara á eftir glefs- ur úr yfirliti sem birtist i bandaríska tímaritinu „Time“: ☆ ALABAMA. Hvaða re- públíkani, sem er, nema Rocke- feller, gæti unnið. Kennedy ó- vinsæll vegna kynþáttamála. ■úr FLORIDA. Halda með Goldwater í kynþáttamálum og Kúbumélinu. ☆ HAWAII. Rocky er sterkari en Barry, — en Kenn- edy fer með sigur af hólmi. ☆ NEW YORK. Skiljanlega mundi Rockefeller vera skæð- asti keppinautur Kennedys. En jafnvel hér hefur Rocky fall- ið í áliti við skilnaðinn og veigna skattamála. Hefur ver- Goldwater ið reiknað út, að Kennedy fái liklega um 300.000 atkvæðum meira. ■úr TEXAS. Goldwater er eftirlæti íhaldsmanna í Texas. En demókratar hafa aftur á móti gefið Texas nýjan iðnað, og Lyndon B. Johmson vara- forseti er enn harður mót- stöðumaður, þótt hann sé ekki lengur einráður í Texas. Kenn- edy gæti hæglega unnið hvaða repúblíkana sem er — nema Goldwater. Það verður í hæsta lagi jafntefli. Að lokum segir tímaritið, að ef Texas kjósi demókrata, fái Kennedy 28 kjörmannaat- kvæði, sem er 10 atkvæðum meira en hann þarf til þess að fá meirihluta. En ef Texas kýs með Goldwater, sé hann kom- inn upp í 266 og geti hæglega fengið fleiri en þes'si 4, sem hann þarf í viðbót hjá and- stæðingum Kennedys í Ala- bama og Mississippi. Af þessu er auðséð, að enn er of snemmt fyrir demókrata að hrósa sigri. Vinuppskera / Frakklandi Vínuppskeran stendur nú sem hæst í Frakklandi. Mikil úrkoma tafði uppskcrustörfin um fjóra sóiarhringa í siðustu viku, en þcgar aftur birti til fyrir helgina var tekið til óspilltra mál- anna. — Myndin var tekin sl. laugardag, er bændur og búalið í Reims-héraði í Frakklandi unnu að því að koma vínbcrjunnm í hús.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.