Þjóðviljinn - 11.10.1963, Qupperneq 7
Föstadagur XX. ofctóber 1963
ÞTðÐVIUINN
SÍÐA 7
S
MALARALIST
Á HAUSTI
Það á oft við um haustið
að það býður upp á skemmti-
legan litaleifc. 1 ár hefur það
boðið upp á margt skemmti-
legt í myndlist. Fyrst yfir-
litssýningu Nínu Tryggva-
dóttur, sem var öllum ó-
gleymanleg sem sáu og bar
vott hugkvæmni hennar.
næmri litakennd og áræði
við ný viðfamgsefni.
Þá kom þar næst sýning
ungs mann Jes Einars Þor-
steinssonar, sem kom á óvart.
Hann mólar myndir sem
kenndar eru við tachisma en
í þeim dúr að ekki leyna
sér hæfileikar og litagleði
hins unga manns. Glaðleg
sýning.
Þá er sýning Félags ís-
lenzkra myndlistarmanna í
Listamannaskálanum,' sem nú
stendur yfir og er samstillt
og skemmtileg að þessu
sinni. Myndilistarmennimir
okkar sanna enn einu sinni
að þeir halda uppi íslenzku
listalifi.
Þama eru 66 myndir eftir
27 höfunda. Mér virðist þeir
margir hverjir aldrei hafa
verið betri, þeir eru í stöð-
ugri sókn og hver um sig er
búinn að hasla sér völl og
hefur sitt sérstaka svipmót.
Þessi sýning segir hvað
myndlistarmennimir eru
vandir að virðingu sinni og
láta efcki frá sér fara nema
það, sem þeir telja fullunn-
ið. Ýmislegt er hér með ný-
stárlegum blæ bæði í mál-
verkum og höggmyndum.
Hin abstrakta listastefna
heldur enn velli, sem höfuð-
stefna í myndlist í dag enda
þótt þarna séu líka merk
myndræn verk á öðrum
grundvelli.
Myndlistarmennimir okkar
láta engann nema vilja sinn
og vandvirkni segja sér fyr-
ir verkum. Haldi þeir svo
fram stefnunni.
Jóhann Briem sýnir i
Bogasal Þjóðminjasafnsins 28
myndir, sem hann hefur mál-
að á seinustu 3 ámm. Það
er alttaf einhver fullkom-
leiki í byggingu og litameð-
ferð mynda hans. Myndir
hans taka stöðugum breyting-
um, þótt hægt fari, og helzt
má sjá hvemig atriðum fækk-
ar á myndfietinum og lita-
skalinn hækkar. Mörgum
finnst oft mikið atriði hvað
Jóhann smálar. En nú er
reyndin að myndin hefur
hlutgengt gildi án þess vitað
sé hver fyrirmyndin er. Sér-
lega á seinni árum hefur
hann náð þeim tökum á lit-
um að þeir eru heilar lista-
veraldir sem bera meistara
sínum vitni.
D.
-3>
Íslenzki arnarstofninn í bráðri hættu
Róttækar ráóstafanir til
bjargar nauðsynlegar strax
Fuglavemdarfélag Islands
hefur sent Þjóðviljanum svo-
hljóðandi fréttatilkynningu:
Eins og kunnugt er, var í
byrjun þessa árs skipulagður
félagsskapur til þess að koma
i veg fyrir að fuglategundir
dæju út af mannavöldum hér
á landi. Stjóm þessa félags
skipa: Úlfar Þórðarson, læknir,
formaður, Hákon Guðmunds-
son hæstaréttarritari og Svav-
ar Pálsson dósent, gjaldkeri.
Félagið skipulagði strax
snemma á þessu ári eftirlit
með öllum varpstöðvum is-
lenzkra ;\narins, en eins og
vitað er, er hann kominn mjög
hætt að deyja út hér á landi.
Var haft samband við alia
Stórhýsi
/ Búkarest
Þessar myndarlegu byggingar
sjá þeir sem koma til Búka-
rest, höfuðborgar Rúmeníu. —
Þær standa viú aðaltorg borg-
arinnar.
bændur sem lönd eiga þar sem
öm hafði sézt, eða haft varp-
svæði á undanfömum árum.
Skýrslur um varp amarins á
islandi eru síðast frá 1959,
þegar, að tilhlutan Mennta-
málaráðs, var gerður út leið-
angur til þess að rannsaka ná-
kvæmlega og telja varpsvæði
íslenzka amarins.
Það kom í Ijós á þessu ári,
að á öllu landinu voru verp-
andi fem pör, og komust sex
ungar út úr fjómm hreiðrum.
Borið saman við 1959, voru
átta hreiður og komust tólf
ungar út fleygir. Á þessu ári
drápust ungar úr tveimur
hreiðrum og hurfu emimir
líka. Um orsakir þessa er ekki
vitað, en mjög sennilegt þykir
að þeir hafi farið af eitri; lík-
lega hefur verið borið eitrað
hræ inn í hreiður, sem unginn
síðan drapst af og öminn á
eftir, en algengt er að emir
sem taka eitur, fljúgi til hafs
og heyja þeir þar dauðastríðið.
Á árinu fundust fjórir full-
orðnir emir dauðir og þar af
var einn við eitrað hræ, en ná-
kvæmlega er ekki vitað um
hina þrjá, en allar líkur benda
til þess, að minnsta kosti tveir
þeirra hafi drepizt af eitri.
Það er mjög áberandi hve iítið
hefur sézt af ömum á landinu,
jafnvel þó beint hafi verið
gerðir út menn til að gá að
þessu og fylgjast með því, og
láta þá stjóm félagsins vita ef
sézt hafi til ama, og eftir þvi
sem næst verður komizt, er
tala arnanna komin niður fyrir
20 nú.
Áður fyrr voru aðalvarp-
svæði amanna á Vestfjörð’.im
en á öllum vestfjarðakjálkan-
um komst ekki upp á þessu
ári neinn amarungi, og má
telja líklegt að þar hafi verið
eitrað allmikið, enda var eitr-
un lögboðin á Alþingi 1957.
Það er ljóst af þessari
skýrslu, að gera þarf mjög rót-
tækar ráðstafanir strax ef ís-
lenzki amarstofninn á ekki að
deyja út.
Það er öllum hugsandi
mönnum Ijóst, að slíkt væri
óhæfa, sérstaklega ef stjómar-
völdin gerðu ekki það sem í
þeirra valdi stæði til þess að
aðstoða áhugamenn um að
þetta komi ekki fyrir.
Þar sem öminn á mjög fáa
óvini hér á landi nema mann-
inn, þá ber að gera sér það
ljóst, að aðaldauðaorsök am-
arins nú er eitur, sem borið
er út til að drepa ref og veiði-
bjöllu. Það er því krafa allra
góðra manna, að Alþingi sem
nú kemur saman, samþykki
þegar í stað að banna algjör-
lega að bera út eitur á öllu
landinu. Aðferðir til að drepa
tófu og veiðibjöllu, þó ekki sé
af eitri, eru allmargar og flest-
ar eru árangursríkari en eitr-
ið.
Á þessum árum er svipað á-
stand á Bretlandi um gjóður-
inn. eða fiskiöminn, sem tók
sér þar bólfestu fyrir nokkr-
um árum og hafa fuglavemd-
arfélög í Bretlandi, Royal So-
ciety for protection of birds,
varðmenn allt árið til þess að
gæta þess að ekki verði tmfl-
un við varpsvæðin, meðan á
varpinu stendur. Það eru ekki
nema örfá ár síðan þrjú am-
arhreiður voru hér sunnan-
lands, en þau hafa öll verið
eyðilögð gf mannavöldum.
Vafalaust væru þessi hreiður
enn við lýði, hefði þeirra verið
gætt.
Islendingar eru miklir nátt-
úruunnendur og hafa mikið
auga fyrir stórbrotnu landslagi.
Það er stórkostlegt að sjá is-
lenzka’örnin á flugi yfir hrika-
legum fjöllum. Ótalinn fjöldi
fólks mun að okkar dómi
koma hingað til lands til bess
að sjá þessa sýn, ef okkur
tekst að forða eminum frá »ð
verða eitri eða skammsýnum
mönnum að bráð. Skamma
stund verður hönd höggi feg-
in. Allir góðir íslendingar
ættu nú að leggjast á eitt að
forða því að öminn deyi út.
Það er ekki ennþá of seint
Jóbann Briem: Via Appia. — (Á sýningunni í Bogasalnum).
Jóhannes Geir: Jarðarför á Króknum. — '(I Listamannaskálanum).
Málgagn launastéttanna
Þjóðviljinn hefur verið,
er og verður bitrasta vopn
allra launastétta í land-
inu, fyrir bættum kjör-
um.
Þjóðviljinn berst fyrir
réttlátri skiptingu þjóðar-
teknanna.
Þjóðviljinn berst fyrir
hverskonar framförum í
atvinnulífi þjóðarinnar.
Þjóðviljinn hefur bar-
izt fyrir stækkun land-
helginnar og fordæmt allt
undanhald í þeim málum.
Þjóðviljinn berst fyrir
fullkomnu sjálfstæði ís-
lenzku þjóðarinnar þæði
efnahagslega og stjórn-
arfarslega.
Þjóðviljinn krefst þess
að af landinu sé hreins-
aður allur her, herstöðv-
ar og drápstæki.
Þjóðviljinn berst fyrir
því að íslenzka þjóðin fái
nú og um alla framtíð að
stjórna landi sínu sjálf,
óháð öllum stórveldum og
hernaðarbandalögum.
Þjóðviljinn hefur með
allri baráttu sinni reynt
að vekja stolt þjóðarinn-
ar fyrir öllu sem íslenzkt
er, og gera s'jálfstæði
lands og þjóðar að veru-
leika.
Þetta eru í stuttu máli
helztu baráttumál Sósíal-
istaflokksins, og það er
hlutverk Þjóðviljuns að
flytja landsfólkinu þau og
vinna þeim fylgi.
Til þess að Þjóðviljinn
geti rækt þetta mikla
hlutverk, vantar hann
peninga. Það er dýrt að
gefa út dagblað, sem er
vandað bæði að efni og
frágangi eins og Þjóðvilj-
inn er og verður að vera.
Því hetri sem Þjóðvilj-
inn er, þess máttugri er
hann og áhrifameiri í bar-
áttunni fyrir fólkið á
móti starblindu aftur-
haldi, óðaverðbólgu og ó-
alandi ríkisstjórn.
Fyrir 25 ára afmæli Sós-
íalistaflokksins hefur ver-
ið ákveðið að safna til
styrktar Þjóðviljanum 1/2
milljón króna, til að
standa undir kostnaði við
vélakaup og breytingu á
húsnæði; ríður mikið á að
þessu marki verði náð.
Allar launastéttir, sem
í sumar hafa staðið í
launabaráttu og hafa nú
þegar fengið verulegar
kjaraþætur, og eins þið,
sem standið nú í eldinum,
eða eigið þaráttuna fram-
undan, munið það, að
Þjóðviljinn eÞ ykkar eina
málgagn þegar á hólminn
er komið, og mun hann
aldrei bregðast ykkur.
Þessvegna megið þið ekki
heldur bregðast honum.
Látið öll eitthvað af hendi
rakna, mikið eða lítið eft-
ir getu og ástæðum hvers
og eins. Sú fjárfesting
færir ykkur vissulega
aukið öryggi.
Kaupið Þjóðviljann!
Lesið Þjóðviljann!
Styrkið Þjóðviljann!
Árni Guðmundsson.
!
!