Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. október 1963* HÓÐVILIINN----- SIÐA 3 Þannig ættu hjúkrunarkonur að klæðast Já, *— það myndu surnir segja, og ekki víla fyrir sér sjúkrahúsvist, ef annað eins vseri í boði. — Það verður þó að vera einhver alvara sliku samfara og hún er sú, að nú stendur yfir í London 48. þing hjúkrunarkvenna og ijósmæðra af Bretlandseyjum og er þá um leið haldin sýning á ýmsum þeim fatnaði sem slíkt kvenfólk notar, eins og t. d. þeim svörtu teygjubuxum sem fara stúlkunni hér á Lokið kjúklingastríðinu á milli EBE og Bandaríkjanna BRUSSEL 16/10 — Það var til- kynnt hér í kvöld að stjórn Bandaríkjanna og framkvæmda- st jórn Efnahagsbandalags Evr- ópu hefðu komizt að samkomu- lagi í hinu svonefnda ,,kjúkl- ingastríði." Frá þessu var sagt á fundi sem framkvæmdastjónnin Ihélt með blaðamönnum eftir að bandaríski sendiherrann hjá Efnahagsbandalaginu hafði rætt við fulltrúa þess. Talsmaður bandalagsins sagði að bréf hefði verið sent fram- kvæmdastjórn Alþjóða tolla- og gjaldskrársáttmálans (GATT) i Genf þar sem lýst hefði verið samkomulaginu. Hann fékkst ekki til að segja neitt í hverju það væri fólgið. Deilan um kjúklingasölu Bandaríkjamanna til Evrópu hefur verið býsna hörð allt frá því Efnahagsbandalagið hækk- aði tolla á bandarískum aliíuigl- um fyrir tæpum tveimur árum. Bandaríkin höfðu hótað hörðu undir naíniira ,.den lyse digter; — ,.hið bjarta skáld”. til að fá tollana lækkaða; m.a. haft við orð að „veikja vamir“ Vestur-Evrópu með því að flytja burt her sinn þaðan eða þá að setja háa tolla á ýmsar þær iðnaðarvörur sem lönd Efna- hagsbandal. flytja til Banda- ríkjanna. 208 kirkjukérar Aðalfundur Kirkjukórasam- bands Islands var haldinn fimmt- udaginn, 26. sept. sl. Mættir voru 14 fulltrúar frá 13 kírkju kórasamböndum. Fundarstjóri var kjörirm séra Þorgrimur Sigurðsson, Staðastað. Formaður Kirkjukórasamb., Jón ísleifsson, flutti skýrslu um liðið starfsár. Hann gat þess, að tveir kirkjukórar hefðu verið stofnaðir á starfsárinu og væru þeir nú orðnir 208 talsins um gjörvallt landið. 38 kirkjukórar nutu söngkennslu á vegum Kirkjukórasambands Islands, í samtals 45 vikur. Eitt kirkjukórasöngmót, á veg- um Kirkjukórasamb. Snæfells- nessprófastsdæmis, var haldið á starfsárinu og er það 66. söng- mótið frá því að fyrsta söng- mót kirkjukóranna var háldið 1946. Aðalkennari Kirkjukóra- sambandsins var í ár svo sem fyrr Kjartan Jóhannesson org- anisti Stóra-Núpi. Samiþykkt var á fundinum að '.fla beri starfsemi kirkjukóranna landinu, með auknum fjárstyrk ig aukinni kennslu. Stjórn Kirkjukórasambands Is- ands skipa: Jón Isleifsson, org- mleikari, formaður, Páll H. U'msson, deildarstjóri, ritari, séra Tón Þorvarðsson, sóknarprestur, gjaldkeri, Jónas Tómasson, ísa- tirði, Eyþór Stefánsson, Sauðár- króki, séra Einar Þór Þorsteins- son, sóknarprestur, Eiðum, frú Hanna Karlsdóttir, Holti, Eyja- fjölilum. „HiB bjarta skáii" fékk kvart milljón KHÖFN 16.10 — Danska aka-[ demían hefur veitt Ijóðskáldinu I Jens August Schade verðlaun sín í ár, og nema þau 50.000 dönsk- um krónum, eða vel rúmlega fjórðungi milljónar íslenzkrar | króna. Það er haft eftir ritara aka- demíunnar, Karli Bjamhof, að Schade hafi fengið verðlaumn vegna þess að hann sé „frum- legastur danskra ljóðskálda”. Þau frumlegheit eru verðlaun uð vonum síðar, þvf að Bjarn- hof tekur um leið fram að Sch- ade hafi skarað fram úr með ljóðabók sinni „Sjoví Danmark” en hún kom út árið 1928. Schade sem varð sextugur í janúar sl. er liklega eini Dan- inn á þessari öld sem getur tal- izt verðugur arftaki Jóhanns Wessels, þess skrítna Norðmanns 18. aldar sem ásamt landa sínum Holberg varð til að kenna Dön- um gildi hæðninnar. Schade gengur í Danmörku myndinni svo ei nstaklega vel. Larsen bjargar Krag KAUPMANNAHÖFN 16/10. (NTB-RB) Danska stjórnarand- staðan, hefur eins og frá hefur verið skýrt borið fram van- trauststillögu á stjóm Jens Otto Krag. Við hásætisumræður í danska þjóðþinginu síðastliðinn þriðjudag, lýsti formaður Sósí- alska þjóðflokksins Aksel Lar- sen því yfir að flokkur hans mundi styðia sósíaldemókrata og greiða atkvæði gegn vantrausts- tillögunni. Vantrauststillagan var borin fram af foringja Vinstri-flokks- ins og fyrrverandi ráðherra Erik Eriksen og er studd af íhalds- flokknum. Þá hefur foringi Öháðra íhalds- manna lýst því yfir að flokkur hans muni greiða atkvæði með vantraustinu. * „a.. ... .cr siao niilli lögreglunnar i Róm og vcrkamanna í verkfalli, var einn verkamaður drepinn og margir særðir. Fulltrúi kommúnista í öldungaráði sagði, að lög- reglan hefði troðið á rétti verkamanna og æst tii götuócirða. ."tlyndin sýnir þetta glögglega. Eftir velunnin störf stillir lög- regluþjónninn sér upp framan við Ijósmyndarann og er á svipinn eins og hann vilji segja: „Sjáðu bara, hvað ég stóð mig vel!“ t Menningarsam- tök háskólamanna Nýlega voru stofnuð hér í Reykjavík svokölluð Menning- arsamtök háskólamanna, og er Ólafur Gunnarsson, sálfræðing- ur, formaður þeirra. Áður höfðu nokkrir áhugamenn komið sam- an til þess að ræða það sem þeir nefna „þjóðaruppeldi á víð- tækum grundvelli“, og eru sam- tökin sprottin af þeim viðræð- :im. Með Ólafi eru í stjóm Jó- (iann Hannesson próf., dr. enjamín Eiriksson bankastjóri, Bjöm Sigurbjörnsson og Ar- ii-björn Kolbeinsson læknir. Menningarsamtök þessi hafa 'inkum fjallað um þrjú mál: Öryggismál barna og unglinga, tjölmiðlun, m.a. áhrif blaða, út- varps og sjónvarps á böm og unglinga og fræðslumál bama- og unglingastigsins. Samtökin hafa nú gert ítarlega ályktun um öryggismál barna og unglinga. Verður þeirrar ályktunar nánar getið hér í blaðinu síðar. Ný stjórn kjörin Síðastliðinn mánudag var hald- inn fundur í Sósíalistafélagi Akraness í Félagsheimiilinu Rein. Fór þar fram stjórnarkosningog skipa eftirtaldir menn stjómina. Formaður PáR Jóhannsson. vara- formaður Brynjólfur Vilhjálms- son og aðrir í stjóm þoir Jón Helgason, Gunrdangur Bragason og Þóröur Valdemarsson. Það er hagur allrar fjölskyldunnar að lesa ÞJÓÐVILJANN Við hringjum í dag og fáum blaðið í fyrramálið SÍMINN ER 17500 EL t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.