Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞIÓÐVILIINN skera, herra minn, undir þess- í um kringumstæðum? Ég sagði með hægð: — Ég efast um það. Það er að segja ef röntgenmyndirnar staðfesta lýsingu yðar á staðsetningu flís- . anna. — Ég býst við að hún sé rétt í aðalatriðum, sagði hann. Mér er þetta tilfelli mjög minnis- stætt, vegna aðstæðnanna. — Egið þér við flugslysið? sagði ég. Hann hikaði. — Tja, líka þess vegna. En þetta voru fangar sem biðu dóms fyrir herrétti í sérstakri sjúkrastofu. Sagði sjúklingurinn yður frá því? Ég sagði þurrlega: — Nei, það gerði hann ekki. Hann sagði: — Jæja, en þannig var það nú samt. Það var vopnaður vörður við stofu- dyrnar. — Hann sagðist hafa verið á leið heim frá Algier, sagði ég. Það er óskemmtilegt þegar sjúk- lingur reynir að Ijúga mann fullan. Það er ekki annað en tímasóun. . — Jæja, það var að minnsta kosti satt, sagði Hodder. — Þeir voru sendir heim frá Algier. Þeir vojru fjórir eða fimm. Þessi Tumer og tveir aðrir voru á- kærðir fyrir svartamarkaðs- brask, fyrir að selja vörur frá hernum, minnir mig. Tumer var hinn eini þeirra sem slapp lif- andi úr flugvélinni. Svo var fallhlífarhermaður sem ákærð- ur var fyrir morð í ölkrá í London. Þeir voru allir send- ir til baka fyrir rétt í Englandi i! þessari Hudson vél, sem skot- ið var á og magalenti. — Þokkalegur hópur, sagði ég. — Hve margir þeirra lifðu af slysið? ■. Hann hrukkaði ennið og hugs- Hórgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINH og DÖDÖ Laugavegi 18 III. h. flyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLTJSTOFA AUSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsdöttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 •— Nuddstofa á sama stað. «* aði sig um. — Þrir eða ijórir, held ég, en þeir voru ekki all- ir sjúklingar mínir. Og þeir voru ekki allir fangar. Einn þeirra var að minnsta kosti ekki fangi — flugmaðurinn, sem magalenti vélinni. Hann var með brotna mjöðm; læknir úr flugíhernum annaðist hann. Ég held hann hafi verið lagður inn með hinum og ekki fluttur burt þegar vörður var settur um stofuna. Mig minnir að þeir hafi verið fjórir. Það var flug- maðurinn og Turner og fall- hlífarhermaðurinn og sverting- inn. Já, einmitt. Fjórir. — Svertingi? sagði ég. Hann kinkaði kolli. — Það var svartur, bandarískur her- maður í stofunni, sem hafði skorið sig á háls. Hann kom ekki frá Algier. Hann var sett- ur i sömu stofu, vegna þess að hann var líka undir lögreglu- eftirliti og var of veikur til að hægt væri að flytja hann burt. — Af hverju var hann að skera sig á háls? — Ég man það ekki. Hann hafði eitthvað gert af sér. 3 Bandaríska herlögreglan var á hælunum á honum. Hann fór inn í loftvarnarbyrgi og skar sig á háls. En hann kunni ekk- ert í líffiærafræði. Ég sneri mér aftur að um- ræðuefninu sem fyrir lá. — Ég ætla að leggja herra Turner inn á spítalann til rannsóknar, sagði ég. Við röbbuðum saman stundarkorn enn, ræddum um tilfellið og hvað hugsanlegt væri að hægt væri að gera. — Ég skal senda yður línu seinna og segja yður hvernig fer, sagði ég að lokum. — En ég efast um að árangurinn verði ánægjuleg- ur, eftir upplýsingum yðar að dæma. — Ég myndi ekki verða and- vaka yfir því i yðar sporum, sagði Hodder. — Menn af þess- ari manntegund eru ekki eftir- læti mitt. — Nei, sagði ég hugsi. — Þeir valda miklum vandræðum og gefa lítið í aðra hönd. Ég sá Tumer ekki aftur fyrr en rétt fyrir myndatökuna og þá aðeins skamma stund. Ég fékk myndimar og skýrslu sjúkdómsfræðingsins og skurð- læknis spítalans síðdegis, og þegar vitjunum mínum var lok- ið þann dag, settist ég við mynd- sjána. Eins og Hodder hafði sagt, voru þama þrjár málm- flísar, Tvær þeirra voru litlar og lágu grunnt. Hugsanlegt væri að ná þeim burt, endaþótt slík aðgerð væri mjög hættuleg sjúklingnum. Hin þriðja var mjög lítil en lá miklu dýpra; umhverfis hana var dökkleit myndun. Það var óhugsandi að ná henni burt. Ég sat í hálftíma og athugaði þetta og velti fyrir mér mögu- leikanum á að ráða fram úr þessu. Ég vildi ógjarnan gef- ast upp, jafnvel í tilfelli herra Tumers. En loks setti ég mynd- imar og ekýrslumar í umslög- in aftur og sagði lágt við sjálfan mig: Jæja, það var nú það. Ég slökkti í sígarettunni, fór í frakkann og setti upp hattinn og fór heim. Ég svaf mjög illa þá nótt. Fimmtíu og átta ára garnall læknir er ekki vanur að verða andvaka yfir sjúklingi, en mér varð ekki svefnsamt vegna Tumers. Mig langaði til að gera eitthvað fyrir hann, lang- aði ákaft til þess. Ég hafði þá undarlegu öfugsnúnu tilfinningu, að einmitt vegna þess að þessi litli svartamarkaðsbraskari var lítilfjörleg persóna, þá þyrfti ég að beita allri kunnáttu minni. Þetta er fráleitt á pappímum, en það var einmitt þetta sem hélt vöku fyrir mér. Ég gat ekki sofið vegna þess að ég var að velta fyrir mér hugsanlegum möguleikum í sambandi við að- gerð. Einu sinni fór ég fram úr rúminu og fram í skrifstofu mina til að líta í nýjar þýzkar bækur um heilaskurðlækningar; ég er seinlæs á þýzku og sat 3rfir þessu í klukkutíma. Síðan fór ég aftur í rúmið og sofnaði stundarkom undir morgun. Ég sá Turner um morguninn í stofu sinni á spítalanum. Ég hafði röntgenmyndimar með mér. Hjúkrunarkqnan vísaði mér til hans; eftir lauslega at- hugun á honum, sendi ég hana burt og settist í stólinn hjá rúminu hans. — Jæja, þér eruð enn með þrjár málmflísar í höfðinu, herra Turner, sagði ég. Ég tók upp filmumar og sýndi honum; þær voru mjög skýrar án myndsjár- innar. — Skollinn sjálfur, sagði hann. — Er þetta ég? Er það nú óskapnaður. — Fallegasta stúlka verður ekki öllu frýnilegri á svona mynd, sagði ég. Ég valdi eina filmuna úr. — Þetta er frá hlið, þar sézt það bezt. Þetta hvíta eru málmflísamar. Þessir díl- ar þarna uppi og þessi þarna lengra inni. Hann var áhugaisamur. — Hvar eru þær í mér sjálfum, læknir? Hann bar höridina upp að enninu. — Einhvers staðar hérna? Ég lagði tvo fingur á höfuð hans. — Þessar tvær hér og hér. Hin þriðja svo sem tveim tommum neðar, eins og hér. Ég sýndi honum fleiri film- ur. Hann horfði á þær með athygli og greindarlega. — Er þessi þriðja samskonar og hin- ar, læknir? sagði hann fljót- lega. — Ég á við, að þessar tvær eru svo hreinlegar, en þessi er öll í þoku. Ég kinkaði kolli. — Það er hún sem er að angra yður. Ég myndi segja að vefur væri að myndast umhverfis stálörðuna. Hann leit á mig snögglega. — Eithvað sem ekki ætti að vera þar? — Já, sagði ég. — Það er mín eigin túlkun á þessum myndum. Og hún er að nokkm staðfest af skýrslu sjúkdóms- fræðingsins. Hann sagði lágt: — Jæja, það er heldur skemmtilegt. Það var stutt þögn. — Get- ur þessi þreyta í mér stafað af því, læknir? sagði hann loks. — Ég býst við því svaraði ég. — Hún getur stafað af því og sömuleiðis óhæfni hægri handarinnar. Ennfremur svim- inn og yfirliðin og sjóntruflan- imar Reyndar kemur þetta! heim við flest einkenni hjá yð-1 ur. Hann sagði: — Ég býst við að þetta þýði það, að ég verði að gangast undir annan upp- skurð? Ég þagði stundarkom. — Ég er skurðlæknir, herra Turner, sagði ég loks. — Ég hef gert uppskurði alla mína starfsævi . og einkum höfuðskurði. Og nú J verð ég að segja yður, að það j eru takmörk fyrir þvá sem ! skurðlækningar fá áorkað. Ef maður missir fótinn í slysi, get- ur skurðlæknirinn ekki gert uppskurð og gefið honum nýj- an og heilbrigðan fót. Við höf- uðskurði er um sömu takmark- anir að ræða. Stundum er ekki gerlegt að koma uppskurði við. Ég þagnaði og horfði í augu honum. — Ég verð að segja yð- ur eins og er, herra Turner. Að mínu áliti er þetta eitt þeirra tilfella. Rjótt andlit hans varð ögn fölara og mér varð Ijóst að hann hafði skilið mig. — Þér eigið við það, að ég myndi deyja, ef þér reynduð að ná burt þessari flís? sagði hann. Ég sagði rólegri röddu: — Ég er búinn að hugsa mikið um þetta, herra Turner. Ég verð að segja yður, að ég myndi ekki taka slíka aðgerð að mér og búast við jákvæðum árangri. Ég þagnaði. — En auðvitað verðið þér að skilja, að þetta er aðeins mitt persónulega álit, persónu- legt álit eins manns. Ef yður langar til að láta annan skurð- lækni athuga yður og rann- saka þessar mjmdir, þá væri mér ánægja að kqma þvi í 'kring fyrir yður eða hafa sam- vinnu við hvern þarin sérfræð- ing sem þér óskið eftir. Þótt einn maður treysti sér ekki í slíka aðgerð, þá er ekki þar með sagt að enginn annar geri það. Harin sagði: — Þér eruð sá bezti í Englandi í svona löguðu, er það ekki læknir? Það sagði Worth læknir mér. — Nei, alls ekki, svaraði ég. — Það eru margir aðrir hér í London með jafnmikla reynslu og ég. Þér gætuð til dæmis farið til Mostyn Collis. Hann sagði: — Jæja, hvað gerist ef þetta er látiðveiga sig eins og það er. Versnar það? Ég sagði: — Það er ekki ör- uggt að það versni, en það er ekki ósennilegt. Ég get gefið yður fróandi meðferð, sem kann að stöðva skemmdina. Þá gæti hún læknazt af sjálfu sér og hætt að angra yður. — Kemur það oft fyrir? Ég hristi höfuðið. — Ebki mjög oft svo að ég viti til. Þó hef ég vitað til þess. Hann spurði: — Hve oft? Ég hugsaði mig um andartak og sagði síðan; — Ef til vill hefur þessi meðferð okkar áhrif á eitt tilfelli af tíu. Ekki fleiri er ég hræddur um. — Og hinir níu versna? Ég kinkaði kolli. Hann hvíslaði aftur: — Það er skemmtilegt. Það varð löng þögn í litlu sjúkrastofunni. Fluga suðaði við gluggarúðuna, tappinn á renni- tjaldinu dinglaði, sólskinið streymdi inn; að neðan barst umferðarniðurinn. Ég sat við rúmið hans og beið. Það er bezt að gefa sjúklingnum góðan tíma undir þessum kringum- stæðum. Það er ekki annað að Hvar er að brenna Jón? Fimmtudagur 17. október WB3 S KOTTA Ó, hve líf okkar hefur breytzt mikið til batnaðar síðan við komumst að raun um hversu ginnkeyptir karlmenn eru fyrir smjaðri. Sendisveinn óskast strax. Afgreiðsla Þjóðviljans Sími 17 500 RAÐSÓFIhúsgagnaarkitektSVEINN KJARV&L litiö b. husbunaöinn hjá húsbúnaði , , , EKKERT HEIMILIÁN HÚSBÚNABAR SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA laugavegi 26 simi 209 70 Innheimtustörf Duglegir unglingar óskast til innheimtustarfa nú þegar, hálfan eSa allan daginn. Þjóðviljinn Sími 17-5-00. Bifreiðaleigan HJÓL í i J t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.