Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 6
J SÍÐA HÖÐVIUINN Fimmtudagur 17. október 1963 Fulltrúi Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum: Meðan okkur er ógnað, samþykkjum við ekki bann við kjarnasprengingum Fulltrúi Kúbu hjá SÞ, Carlos Lechuga, gerði á fundi SÞ grein fyrir afstöðu ríkisstjórnar Kúbu til Moskvusamningsins. Hann útskýrði hvers vegna Kúba hefur hingað til neitað að skrifa undir samn- inginn, og með hvaða skilyrði Kúba muni styðja samning um belti án kjarnavopna í Suður- Ameríku. Sömu tilfinn- ingar, en ... Lechuga sagði meðal annars: Heimurinn hefur fagnað ákaft fréttiimi um undirritun Moskvusamningsins, sEunnings um takmarkað bann við til- raunum með kjamavopn, þar sem þessi samningur dregur úr áhyggjum mannkynsins varð- andi hættuna sem stafar af geáslavirkn!. En þessi hætta etendur í beinu sambandi við sprengjutilraunir. Við fögnum þessum samningi einnig þar eð hann opnar vissa möguleika á afhleðslu í heimsmálum. Kúba tók þátt í þessum fögnuði. En á sama augnabliki og samningurinn var undirritaður hófu Bandaríkin á ný árásar- undirbúning gegn Kúbu og auka nú viðbúnað með það fyrir aug- um að brjóta niður byltinguna á Kúbu. Um leið styðja þau allskyns aðgerðir, sem auka spennuna á Karabíahafssvæð- inu, og skapaist þar með að- stæður fyrir nýja álíka atburði og i október i fyrra. Siík hegð- an er í fullu ósamræmi við samninginn sem Bandnríkin voru að undirrita. Skjátlaðist Lechuga kvað Bandríkja- stjóm skjátlast, ef hún héídi. að friður geti ríkt meðan hún undirbúi stríð gegn Kúbu. — Kúba metur afar mikils þann árangur, sem unnt er að ná á hinum erfiða róðri til af- vopnunar. Við styðjum friðar- stefnu Sovétríkjanna, sem knýr þau til þess að taka þátt í samningnum, og við viljum fóma öllum okkar kröftum fyr-^ ir málstað friðaríns. En við get- um ekki undirritað þennan samning, þegar eitt stórveld- anna, sem ritar undir hann hegðar sér þannig gagnvart landi okkar, að í rauninni er um óyfirlýst stríð að ræða. Ennfremur kvað hann óhugs- andi að lægja endanlega ólg- una á Karabíahafinu fyrr en Bandaríkjastjóm hætti að troða á skýlausum rétti Kúbubúa. En Bandaríkin halda Kúbu áfram í einangrun og/hætta ekki nið- urrifsstarfsemi sinni. Kúba má þola eilífar njósnir og skemmd- arverk af hendi Bandaríkja- manna. 1 þeim tilgangi nota Bandaríkin óspart flugvöll sinn á Kúbu, Guantanomo. Kúba getur sem sagt ekki undirritað samning um tak- markað tilraunabann fyrr en Bandaríkjastjóm lætur af glæp- samlegum herferðum sínum gegn landi okkar og þjóð. Allt símasamband milli Indónesíu og Malasíu rofið DJAKARTA 14/10 — Allt síma- og útvarpssamband milli Indónes- íu og Malasiu hefur verið rof- ið. Fréttamönnum í Djakarta hefur verið tilkynnt að þeir muni ekki lengur fá að senda skeyti sín þaðan til Singapore «ða annarra staða í Malasíu. Afstaða Kúbu til samnings- ins dregur auðvitað ekki úr á- hrifum samningsins, þar sem Kúba er ekki kjamorkuveldi og hefur ekki efni á að vera það. En Kúbu ber skylda til að taka afstöðu innan SÞ, sem byggist á siðferðislegum grund- velli og er í beinu framhaldi af stefnu okkar í utanríkismál- um. Belti án kjarna- vopna Lechuga sagði að Kúba væri hlynnt slíkum béltum sem slík- um, og öllum þeim varúðar- ráðstöfunum, sem gætu dregið úr stríðshættu. En byltingar- stjóm Kúbu er þeirrar skoðun- ar. að árangurinn af slíkum tillögum sé undir því kominn, hvort trygging fæst varðandi notkun kjamavopna eina kjam- orkuveldisins á ameríska meg- inlandinu. — Þess y,egna geta Kúbubú- ar ekki gengið til móts við til- lögu um belti án kjamavopna, ef ekki verður gert ráð fyrir einhverjum flutningi vopna frá svæðinu við Panamaskurðinn, Puerto Rico og öðrum norður- amerískum herstöðvum utan Bandaríkjanna, Einnig krefj- umst við, að Bandaríkin láti af hendi landssvæði, er þau hafa hemumið á ólöglegan hátt. Kúba þráir frið á meginlandi Ameríku meira en nokkur önn- ur þjóð, sagöi Carlos Lechuga að lokum. Byltingin á Kúbu kostar mikil átök. Við eyðum kröftum okkar i að hyggja mannsæmandi þjóðfélag, og ef ekki helzt friður, verður öll okkar vinna til einskis. RITSTJÓRI DREG- INN FYRIR RÉTT Ritstjóri eins Hamborgarblað- anna ..Blinkfuer”. hefur verið dreginn fyrir rétt ásakaður um starfsemi hættulega ríkinu, vegna gagnrýni þeirrar. sem Adenauer stjómin hefur sætt í blaði hans. V-þýzkat herstöðvar i Portúga/ LISSABON 15/10 — Portú- galska stjórnin hefur á- kveðið að láta V-Þýzka- landi í té afnot af flug- völlum Qg öðrum hemað- armannvirkjum í Portúgal með sömu skilyrðum og önnur Natoríki njóta. Castro og Krústjoff í stöðvum SÞ í Ncw York haustið 186L Betancourt valtur í sessi Frelsishreyfing Venezúela vinnur á með hverjum degi Andstæð'ingar Romulo Betancourt, forseta í Venezu- ela, hafa hert mjög sóknina að imdanfömu cg gert fjöl- margar árásir í höfuðborginni Caracas og bæjum á noröurströnd iandsins. Síðan Betancourt fyrirskip- aði í seinustu viku að fangelsa 23 kommúnista og nokkra vinstrisinnaða þingmenn, hafa tuttugu manns látið lífið og fjölmargir særzt í átökum við her og lögreglu. Ríkisstjómin hefur látið loka æðrí skólum í Caracas á þeim fors. að þeir séu gróðrarstíur hermdarverka og kommúnisma, og herlið og skriðdrekar hafa verið send inn í fátækrahverfi borgarinnar, þar sem uppreisn- armenn eiga vísan stuöning. Víða hefur verið skipzt á skot- um, og fórnarlömbin hafa aðal- lega verið saklausir vegfarand- ur. Smástrákar hafa sprengt bíla í loft upp með heimagerð- um sprengjum. Lögreglan hef- ur handtekið 500 menn í fá- tækrahverfunum, sem grunað- ir eru um stuðning við upþ- reisnarmenn. Frelsishreyfingin nefnist FA- LN, sem þýðir „Hinar vopnuðu sveitir til að frelsa ættjörðina” og hafa forystumenn hennar lýst því yfir, að þeir ætli að feta í fótspor Castrós á Kúbu og steypa hinum óvinsæla for- seta, Betancourt, af stóli með valdi. Hreyfingin er að sjálf- sögðu bönnuð. Undanfama daga hefur hún staðiö fyrir hermdarverkum um allt landið. í bænum Coro var kveikt í Coca-Colaverksmiðju, annars staðar var ráðizt á vindlinga- verksmiðju og á þriðja staðn- um var gerð tilraun til að sprengja upp olíuleiðslur í eigu The Texas Oil Company. Þetta var í áttunda sinn á þessu ári að árás var gerð á olíuleiðsl- Van tra ustti I laga á stjórn Krags BRUSSEL 15/10 — Fram- kvæmdastjóm Efmaihagsbanda- lags Evrópu þarf næsta ár tólf milljónir króna til þess að greiða fyrir skrifpappír, og gefur það nokkuð til kynna þá skriffinnsku sem tíðkast í hinu mikla stjórn- arbákni bandalagsins. Þetta verður ljóst af fjórihags- áætlun bandalagsins sem lögð var fram í dag. Burðargjöld nema 6 milljónum króna og símakostriaður 18 milljónum. Kostnaður við dvöl sérfræðinga aðildarríkjanna í Brussel nem- ur rúmum 20 milljónum, en launagreiðslur hátt í 40 milljón- ir. Allir liðir fjárhagsáætlun- arinnar hafa hækkað síðan á þessu ári. Slys í gullnámu í Suður-Afríku •JÓHANNESARBORG 15/10 — Þrír afrískir námumenn biðu bana og ókunnur fjöldi lokaðist inni, þegar göng hrundu sam- an í Herkúles-gullnámunni við Boksburg í Suður-Afríku. Slysið varð 2.800 nietra niðri í jorð- inni. A síðasta borgarráðsfundi var samþykkt samkvæmt tillögu dómkvaddra húsavirðingar- manna að álag á brunatrygging- ariðgjöld verði ákveðið 8% frá næstu áramótum að telja. Hetíur brezkar en sovézkar flugvélar Sendimenn frá kínverska alþýðulýðveldinu eiga nú samningaviðræður við fulltrúa frá brezka flugfélaginu BOAC um, að Bretar taki við flugferðunum milli Kína og Evrópu af Rússum. Viðræður þessar fara fram í Pekíng, og samkvæmt brezkum heimildum er það fyrst og fremst af stjómmálaástæðum, að Kínverjar vilja fá Breta til að annast þessa ftutainga. Sem stendur verða Kínverjar að fljúga um Moskvu, ef þeir ætla til Evrópu, og það vilja þeir greinilega losna við. Ef samn- ingar takast, munu Kínverjar væntalega hefja daglegar flug- ferðir til Hong Komg, en far- þegar munu fljúga þaðan með BOAC-vélum frá Evrópu. Skrifstofa BOAC i Lundún- um staðfesti fyrir nokkrum dögum, að forstjórí flugfélags- ins værí um þessar mundir i Peking að rasða við kínversk stjómarvöld og ættu Kínverjar frumkvæði að þc»sum viðræð- um. Ýmis vandamál þarf að leysa, ef til þessa kemur, sér- staklega varðandi vegabréfsá- ritanir og eftirlit. Enn er ekki vitað, hvort BOAC fær lend- ingarleyfi í Kina, en ekki er það - talið. sennilegt. Eisenhower varaforsetí? Washingtonblaðið „Evcning 8tar“ fullyrti fyrir nokkrum dögum, að Dwight D. Eiscn- hower fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, væri nú að at- buga, hvort það brytl i bág við stjómarskrána, ef hann byði sig fram sem varafor- setaefni Republikana við næstu forsetakosningar. Eisenhower hershöfðingi var forseti Bandaríkjanna frá 1952 til 1960, en þá tók John F. Kennedy við. Banda- ríska stjómarskráin heimilar ekki, að forseti sé við völd lengur en tvð kjörtímabil, en hins vegar er ekki Ijóst, hvort fyrrverandi forseti getur boð-- ið sig fram til varaforseta. Fullyrt er, að innan Repu- blikanaflokksins sé míkill á- hugi á því, að Eisenhower gangí enn á ný í þjónustu flokksins og bjóði sig fram við næstu forsetakosningar, enda þótt hann yrði aðeins varaforsetaefni, en núve'.’- andi varaforseti Bandarílc1 anna er Lyndon B. Johnse Eisenhower hefur sjálfur e' viljað ræða þetta mál. talsmenn hans hafa látið ' eftir sér, að eins og ste sé það mjög ólíklegt að g maðurinn vilji demba sér stjórnmálin á nýjan leik. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.