Þjóðviljinn - 24.10.1963, Side 3
Fimmtudagur 24. október 1963
ÞlðÐVILIINN
StD4 3
Talið sennilegt að USA
minnki herafla í Evrópu
Big-lift áætlunin „gengur vel’
FRANKFURT 23/10 — Stórkostlegustu herflutn-
ingar Bandaríkjamanna á friðartímum eru nú í
algleymingi. Allt bendir til þess, að búið verði að
koma 14.500 manna stórskotaliðsherdeild frá Tex-
as til Vestur-Þýzkalands á morgun. Flutningar
þessir eiga að sýna Evrópuþjóðunum fram á að
Bandaríkin geti varið þær þótt þær minnki fasta-
her sinn í Evrópu. í morgun lentu 7 þotur, með
alls 1006 manns innanborðs á flugvellinum í
Frankfurt.
Flntningar „ganga vel“
Þessir herflutningar eru, eins
og sagt hefur verið frá. hður í
svokallaðri Big-lift heræfinga-
áætlun. Mikið er undir þvf kom-
ið hvort flutningamir „gangi
vel“, þvi að það á að sýna Ev-
rópu fram á. að Bandaríkjamenn
verði snarir í snúningum, ef til
Home vill fresta
haustþinginu
LONDON 22/10 — Hinn nýi for-
sætisráðherra Breta, Home lá-
varður, ætlar að fara þess á
leit við drottningu að hún fresti
haustþinginu sem átti að koma
saman 29. október um hálfan
mánuð.
Þetta hefur mælzt illa fyrir
í Verkamannaflókknum og sagði
Wilson, leiðtogi hans, í dag að
hann teldi vafasamt að nokkur
heimild væri til slíkrar frest-
unar, sem stafaði eingöngu af
því að íhaldsflokknum þætti
hún hentug.
átaka kemur, og skilji Evrópu-
búa ekki eftir vamarlausa, þótt
þeir kalli nokkum hluta fasta-
hersins heim.
Enn gengur allt að óskum —
allt bendir til þess, að búið
verði að koma 14.500 manna
stórskotaliði búnu langdrægum
eldflaugum frá Texas til Vestur-
Þýzkalands á morgun. Reyndar
var svartaþoka yfir flugvellinum
í Frankfurt og olli það nokkrum
trafala. Eftir hádegi í dag var
búið að flytja 200 hermenn til
V estur-Þýzkalands.
Minni fastaher?
Mikið hefur verið ritað i
Þýzkalandi og víðar um mögu-
leikann á því, að hluti banda-
ríska herliðsins í Evrópu verði
kallaður heim.
Vestur-þýzka dagblaðið AU-
gemeine Zeitung segir, að flutn-
ingamir yfir til meginlandsins
sanni ekkert, því að ýmslegt
fleira í þessu sambandi sé tíma-
frekt. Það þurfti að safna saman
herliðinu, kom því og öllum
búnaði um borð. síðan þurfi að
gera áætlun í hvert skipti o.s.frv.
Velheppnaður flutningur her-
liðs og vopnaliðs og vopna geti
ekki komið í staðin fyrir bað
herlið Bandaríkjanna, sem nú sé
í Evrópu. þar að auki muni slík
loftbrú reynast veikasti liðurinn
í vöminni.
Blaðið Baltimore Sun segir í
leiðara. að ekíki leiki lengur vafi
á, að Bandaríkin ætli sér að
kaMa hluta Evrópuheriiðsins
heim. Blaðið bendir Kennedy á.
að áður en hann taki slíkt skref
verði hann að semja við Sovét-
ríkin um að þau minnki einn-
ig herlið sitt í Austur-Þýzika-
landi.
4 sinnum meira flutningsþol
Edwin Burba hershöfðingi og
stjómandi flutninganna í dag
sagði blaðamönnum frá því í
dag, að flutningsmagn banda-
rískra flugvéla í heild muni
verða 4 sinnum meira á næsta
ári. Flugvéflar af gerðinni CC-141
Starfighter muni verða teknar í
notkun og geti þær flutt 154
manns hver, í 11.200 kílómetra
án viðkomu. Burba hershöfðingi
taldi engar líkuráþvi, aðBanda-
I ríkjamenn muni kalla herliðið
I heim frá Evrópu, a.m.k. sann-
aði Big-lift áætlunin ekkert i
þeim efnum.
Rusk til Bonn
í Washington hefur þvi verið
lýst yfir. að Dean Rusk utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
fari á morgun til Bonn og eigi
að tilkynna vestur-þýzku *óm-
inni, að Bandarikin hyggi ekki
á brottflutning hers frá Evrópa.
Bandaríkin hafa nú 250.000
manna herlið í Vestur-Evrópu.
Útvarpið í Moskvu lét í gær
í Ijósi áhyggjur sovézkra yfir-
valda vegna þessara herflutn-
inga, sem væru ekki til neins
nema deyfa friðarvonina.
Bandariskt hveiti flutt inn til Sovétríkjanna.
Franska stjórnin reynir
að stöðva verkfallaöldu
Home lávaröur
orðinn Sir fllec
LONDON 23.10. — Home lá-
varður hefur sagt af sér aðals-
titlinum og getur nú setið i
neðri deild þingsins.
1 morgun skrifaði Home lá-
varður, hinn nýkjömi forsætis-
ráðherra Bretlands, undir öll
nauðsynleg skjöl til þess að
afsala sér aðalstitlinum. Nú
getur hann va'lið milli lávarða-
deiidar og undirdeildar. Kosn-
ingamar fara fram 7. nóvem-
ber í Kinross og Perthsire í
Skotlandi.
10 sjómenn drukknn
vii Spánarstrendur
PENZANCE 23/10 — Tíuspánsk-
ir sjómenn fórust, þegar 682
smálesta strandferðaskip, Juan
Ferrer. tók niðri. Þetta gerðist
við suð-vesturströnd Spánar, bar
sem siglingaleiðir eru hættuleg-
astar, nálægt Lamom Cove.
Fimm manns björguðust, þar á
meðal skipstjórinn.
Slysið skeði í þoku og kulda-
strekkingi um tvöleytið. Rétt
eftir að skipið hafði sent úr
neyðarkall þagnaði senditækið
og ómögulegt var að koma auga
á skipið fyrir þokunni. Björgun-
arlið var sent út af örkinni. og
var leitað lengi fram eftir nóttu.
Þegar birta tók af degi lögðu
tvær leitarflugvélar af stað.
Þyrilvængja kom með annan
þeirra sem fannst í sjónum í
land, hinn tóku björgunarbátar.
Þrír þeirra sem björguðust kom-
ust í land af eigin rammleik.
Sjö lík hafa fundizt af þeim
tíu, sem drukknuðu.
Fyrir ári fórst franskt skip á
sömu slóðum og fórust 12 manns
af 18 manna áhöfn.
Býður 4% launahækkun
París 23/10 — Franskir jám-
brautarverkamenn hófu verk-
faU kL 3 í nótt, sem á að standa
einn sólarhring. Verkamennimir
væna stjómina um að hafa
svikið loforð s£n frá því í vor,
er samið var um 3% launa-
hækkun. og krefjast hærri launa
og betri vinnuskilyrða.
Viðreisnin mun taka sinn tima
Pompidou fors ætisrá ðherra
skýrði frá því, að launahækkun-
in sem samið var um í vor
mundi hækka upp í 4% á ári,
meðan á viðreisninni stæði.
Samningurinn var gerður til
eins árs. Miðað hefur verið viö
að viðreisnin tæki 6 mánuði, en
upplýsingamálaráðherrann sagði
í dag að það væri enn óráðið
með öllu. Stjómin ber sig illa,
og segir, að þessar aukalauna-
hækkanir muni kosta ríkið um
200 milljónir franka.
Hin upprunalega 3% launa-
hækkun var miðuð við, að þjóð-
artekjur yrðu þær sömu og búizt
var við.
Kaupmátturinn lækkar
um 12%
Jámbrautarverkamenn krefj-
ast þess, að samningurinn frá
þv£ í vor verði haldinn, og
benda ennfremur á, að kaup-
máttur launa þeirra hafi minnk-
að um 12%: frá því samningur-
inn var gerður.
Viðræður fóru fram í dag
milli forsætisráðherrans og full-
trúa verkamanna. Ráðherrann
sagði stjómina vera ákveðna í
að halda viðreisninni til streitu.
Verkfallið algjört
Jámbrautaumferð stöðvaðist
að heita má alveg. Eitthvað var
þó haldið uppi samgöngum i
Mið- og Austur-Frakklandi, en
umferð lamaðist alveg kringum
París. Meira en 300 herbflar
vora sendir á kreik til þess að
skjóta fólki milli bæja.
Verkfall í kauphöllinni
Verkamenn, sem vinna við
kauphölHna í París efndu eiim-
ig til verkfalls í dag til stuðn-
ings kröfum sínum um launa-
hækkun. Gengu þeir um götnr
og sungu og hrópuðu kröfur sln-
ar. Kauphöllin starfaði ekki í
dag og var henni lokað hálfum
öðrum tíma fyrr en vanalega.
Kúbu engin
miskunn sýnd
Frá Alsír
WASHINGTON 23.10.—Band-
íska utanrikisráðuneytið lýs-
ir yfir í dag, að Bandaríkin
muni halda áfram að einangra
Kúbu þangað til stjóm Kastr-
ós falli frá stefnu sem sé
fjandsamleg Bandaríkjunum.
Nýafstaðnar náttúruhamfarir
Kúba á nú við mikla erfið-
leika að stríða, vegna tjóns-
ins af völdum fellibylsins Flóru.
Fór Kastró þess því á leit við
stjóm Bandaríkjanna, að ein-
angraninni yrði aflétt til þess
að auðvelda þeim uppbygging-
una. Þetta var svarið.
Þeim var nær
Bandaríkin bentu á í svari
Róstur á landa-
mærum fllsírs
í dag réðst alsi'rsikt herlið á
landamærastöðina Ain Tannezz-
ara i Norð-austur Marokkó. Á-
rásinni var hrundið. en ekki er
vitað hvort mannfan varð.
sinu, að Rauði Krossinn hafi
boðið Kúbu aðstoð. en henni
hafi verið hafnað. Sagði og,
að Bandaríkjamenn hefðu
samúð með þjóðinni, sem hefði
verið rænd persónufrelsi og
efnahagslegri velmegun. En við
getum ekki breytt öðru vísi
gagnvart landi, sem stjómað er
af kommúnistum.
Kosningar í Jap-
an eftir mánuð
TOKIO 23/10 — Ikeda, forsætís-
ráðherra Japans slcit í dag jap-
anska þjöðþinginu og fara nýjar
kosningar fram 21. nóvcmber.
Hin opinbera skýring er súj
að efnt verði til þessara kosu-
inga samkvæmt kröfu þjðSar-
innar, sem heimti nýja stefnu f
stjómmálum. Kjósendum er sér-
staklega bent á íhaldsflokkinn
(liberaldemókratíska flokktan)j
sem þeir geti treyst. Stefna hans
sé að koma á fót velferðarþjóð-
félagi og efla frið í Asfu og öll-
um heiminum.
Kunnugir benda á, að kosn-
ingamar muni ekki hafa neina
breytingu á stjómmálalífi Jap-
ans í för með sér. en sé Ikeda
forsætisráðherra með þessu að-
eins að styrkja aðstöðu sína inn-
an flokksins og klekkja á keppi-
naut sínum Sisaku Sato, sem
talinn er enn íhaldsamari en
Ikeda. .H
Life segir verð-
laun Paulings
móðgun við USA
NEW YORK 22/10 — Hið út-
breidda bandaríska vikublað
„Life“ segir í dag um úthlutun
friðarverðlauna Nóbels til vís-
indamannsins Linus Paulings að
hún hafi verið „móðgun við
Bandaríkin". Blaðið segir að
enda þótt dr. Pauling hafi svar-
ið eið að því að hann væri ekki
kommúnistij hafi hann árum
saman lagt hinni kommúnis'
ísku friðarbaráttu lið.
Þjóðviljann
vantar uuglinga eða roskið
fólk til útburðar i eftirtalin
hverfi:
Grimstaðahoit L og IL
Tjarnargata
Laugarás
Heiðargerði
Herskólahverfi
1!