Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA MÓÐVILIINN Sunnudagur 27. október 1963 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prent6miðja: Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 iínur), Askriftarverð kr. 80 á mánuði. ,Unz hrautin er brotin til enda' NIKOLAJ GONTSJARÓF varaforseti Uppeldis- vísindaakademíu Sovétrússneska sambandslýðveldis- ins, forseti vináttufélagsins ,Sovétríkin - Island' SKÓLAKERFI SOVÉTRÍKJANNA CJósíalístaílokkurinn hefur á þeim 25 árum sem ^ hann hefur starfað gert verklýðshreyfinguna að stórveldi í landinu, fyrir tryggð sína við hags- muni launþega og fyrir víðsýna samfylkingar- stefnu sína. Verklýðssamtökin eru í dag sterk- asta vald á íslandi næst auðvaldinu sjálfu, sem nýtur þess að það hefur ríkisvaldið að vopni. Oósialisfaflokkurinn h'efur á sömu 25 árum yer- ^ ið það bjarg íslenzkrar þjóðfélagshreyfingar, sem allur áróður amerískrar y’firdrotfnunar he’f- ur brotnað á, — á sama ’tíma sem sókn hins vold- uga Mammonsríkis Ameríku hefur því miður tek- izt að mölva ýmsa aðra varnargarða, er reistir voru, og spilla og eitra þjóðlífið í kringum oss. Cjósíalisminn hefur á þeim 25 árum, sem hann ^ hefur verið aflgjafinn í íslenzkum bókmenn’t- um og íslenzkri menningarsókn, frá 1924 til 1949, skapað mestu reisn íslenzkra bókmennta síðan á þjóðveldistímunum. Og þótt risið sé stundum lægra nú og vörn hafi um skeið komið í sóknar stað, þá stafar sá ljóður síðustu ára af því að aldrei hefur verið sótt svo hæftulega að íslenzkri þjóðmenningu með voldugum mannspillingar- tækjum nútímans sem síðasta áratug kalda stríðs- ins, ’til þess að eyðileggja hana, breyta manngildi íslendinga í peningagildi og setja skildingsmerk- ið á það, sem skáldin skrifa. Það er tími til kominn að snúa þeírri vörn í sókn. Líf íslenzkrar þjóðmenningar, framtíðarheill íslenzkrar þjóðar liggur við að Sósíalistaflokknum og öllum þeim, sem sfefnu hans fylgja, takist að gera hugsjón þjóðfrelsis og sósíalisma aftur að því sterka, hrífandi afli, sem hún hefur verið á beztu skeiðum í sögu sósíalistískrar verklýðs- hreyfingar íslands á þessari öfd. Vér sósíalistar höfum útrýmt að mesfu þeirri sáru neyð og atvinnuleysi, sem auðvaldið áleif sjálfsagt hlutskipti alþýðu. Vér munum ekki linna unz vinnuþrælkuninni, sem auðvaldið álítur sjálf- sagt hlutskipti alþýðu, svo hún hafi í sig og á, er að fullu útrýmt. 17ér sósíalis’tar hindruðum ameríska auðvaldið í * að gleypa þetta land sem herstöð til 99 ára, og stofna þannig allri tilveru þjóðarinnar í hættu — í bráð og lengd. Og vér munum ekki linna, unz síðasti erlendi hermaðurinn hefur yfirgefið þetfa land og vér íslendingar eigum það aftur einir. Enn er það voldugasta verkefnið, sem vor bíð- ur: Að láta rætast draumsjón brautryðjenda sósíalismans á íslandi: koma á því þjóðfélagi jafn- iðar, allsnægta og sameignar, þar sem „hver mað- ur þorir að þekkja sinn skjöld og þarf ekki að krjúpa við gull eða völd“. Og það verður unnið og barizt, unz því marki er náð — þrátt fyrir allt. Allir Iþættir skólakerfis Sov- étríkjanna eru nátengdir hver öðrrnn, hvert þrep er eðlilegt áframhald þess sem á undan var. Sovézka ríkið fylgist af áhuga með uppeldi barna sinna, allt frá fæðingu. Áður en skólaskyldan hefst er ara- grúi Ieikvalla og dagheimila, eftirlitsstöðvar, heimili fyrir mæður og böm og aðrar stofnanir. Yfir sex milljónir bama gistu leikvellina og dagheimil- in s.l. ár. Þaulæfðir kennarar venja bömin við félagslegt samstarf í leik og bjástri, kenna þeim að vinna óbrotin verk, sjá um sig sjálf og hjálpa öðmm. Þannig verða þau þroskaðri og hæfari til skólagöngu. Grundvöllur skólakerfis okk- ar er átta ára skólinn. Þar er nemendum miðlað menntun, þar mótast viðhorf þeirra til umhverfisins og þar búa þeir sig undir lífið. Samspil fræði- legrar menntimar og hagnýtr- ar er burðarásinn í uppeldi skólátífla. Allír skólar í Sov- étrikjunum em ríkisins, því er ekkert tilviljun háð í skóla- skipaninni og öllum skólum búin jöfn starfsskilyrði. öll böm eiga jafnan rétt til menntunar, frá hvaða þjóð- emi, efnahags. eða þjóðfé- lagsstigi sem þau koma. Við uþphaf þessa skólaárs (1962—63) vom í Sovétríkj- unum um 60 millj. nemendur, stúdentar, námsfólk í sérskól- um o. s. frv. 1914—15 vom samsvaraðndi tölur samanlagt 10,6 millj. Foreldrar ráða á hvað þjóð- tungu böm þeirra læra. Nú mun fara fram kennsla á 100 þjóðtungum í skólum Sovét- ríkjanna. Kvöldskólar og bréfaskólar auðvelda ungu fólki fram- haldsmennt, um leið og það stundar atvinnu. Öll skóla- ganga er ókeypis. Við upphaf þessa skólaárs hófst 11 ára skólaskýlda. Átta ára skyldu- skólínn Átta ára skólinn er fyrsti áfanginn. Kemur hann í stað sjö ára skólans sein áður var og á að auka hina almennu skyldumenntun, þ.e. veita nemendum almenna og verk- lega fræðslu, iðnþjálfun, upp- eldi í líkamsrækt og listum, þroska siðgæðisvitund þeirra m. ö. o. búa þá undir lífsstarf og framhaldsnám. Námið skiptist þannig: Húmanísk fræði (móðurmálið, bókmennt- ir, saga og stjórnskipan Sov- étríkjanna, erlend mál, listir, tónlist og söngur) 43,2% af námstímanum. Stærðfræði og náttúruvisindi (stærðfr., eðlis- fr., lífeðlisfr., alm. landafræði, rúmmáls- og iðnteikning) 35,1%. Verklegt nám 15,2% og líkamsrækt 6,5%. Verknámið er snar þáttur í kennslu átta ára skólans. Nemendur öðlast haldgóða þekkingu á helztu atvinnu- greinum, frá málm- og tré- smíði til landbúnaðar, sam- gangna, flutninga og bygg- ingariðnaðar. Verkefnin mið- ast við aldur og þroska, og námið er í nánum tengslum við allskonar viðfangsefni ut- an skólans. Þetta félagslega verknám auðveldar þeim að átta sig á eigin hæfileikum og leiðbeinir þeim um atvinnuval síðarmeir. Æðra verknám Að átta ára skólanum lokn- um getur nemandinn farið í níunda bekk ellefu ára verk- námsskólans. í iðnnám. Einn- ig getur hann farið í iðnskóla. Þá getur hann og sótt um tækniskóla sem veitir sér- menntun millistigs. Ellefu ára skólar eru bæði í borgum og bæjum, en oft er framhaldskólinn — síðustu þrjú árin — í sérstökum skól- um. Eftir að hafa lokið fram- haldsskólanum — ellefu ára skólanum — og þar með þjálf- un í ákveðinni starfsgrein er fenginn réttúr til háskóla- náms. 1 framhaldsskólanum ekiptist námsefnið þannig: Húmanísk fög (bókmenntir, saga, stjórnmálasaga, búskap- ar landafræði, erlend mál) 30%. Náttúruvísindi og stærð- fræði (stærðfr., eðlisfr.. efna- fr., lífeðlisfr., stjömufr., rúm- máls- og verkfræðiteikning) 31,%. Framleiðslufræði (fræði- leg og hagnýt) og verknám 33,3%. Auk þess eru í hverj- um bekk tvær kennslunstundir í viku fyrír frjálst námsefni, verknám sem nemandi hefur sérstakan áhuga á, sérstök vísindaleg eða tæknileg við- fangsefni, listir, íþróttir o. s. frv. Þannig er betur hægt að koma til móts við séráhuga- mál og þarfir einstakra nema og etuðla að auknum þroska þeirra. Verknámið í 9., 10. og 11. bekk er nýr og mikilvægur þáttur fræðslukerfisins og tekur um þriðjung kennslunn- ar. 1 átta ára skólanum fer verknámið fram í vinnustofum skólans, en sá er mtintir á í framhaldsskólunum að þar fer það fram í verksmiðjum, við mannvirkjagerð, í ríkis- og Fjöldi námsmanna í helztu skólum Sovétrikjanna (í þús.) 1914-15 1940-41 1958-59 1962-63 Alm.skólar 9.656 35.552 31.483 42.000 Iðnskólar 106 717 904 1.500 Tækniskólar á miðstigi 54 975 1.876 2.700 Háskólar og æðri menntastofnanir 127 812 2.179 2.900 Samtals 9.94ý 38.056 36.442 49.100 Nikolaj Gtmtsjaroí. samyrkjubúum. Tæknilega er námið almenns eðlis og frá- brugðið venjulegu sémámi einkum í því, að nemendumir öðlast meira almennt innlit í vísindaleg og tæknileg grund- vallaratriði vinnuvéla og á- halda og meiri skilning á tæknilegum aðferðum. 1 sovézku fræðslu- Og uppeldisstarfi er æ meira tillit tekið til samfélagslegra þarfa. Þar gegna heimavistarskólar mikilvægu hlutverki. Þeir tóku fyrst til starfa 1956, og eru fjölskyldum mikil stoð í bamauppeldinu og hafa margt umfram aðra skóla. Uppeldis- leg áhrif á bamið verða sam- felldari, meiri alhliða þroski og nám til starfs. Skólar með „framlengdan dag“ eru vinsælir. Hér geta bömin dvalizt eftir kennslu í 3—4 klst., leikið sér, farið í hópferðir eða smíðað leikföng undir handleiðslu kennara. Vitanlega fá bömin hádégis- mat í skólanum. Foreldrarnir geta verið áhyggjulausir, þeir vita bömin í góðum höndúm og taka sér stundarhvíld, skreppa til innkaupa o. þ. u. 1. áður en bömin koma heim. Skólar vinnandi æsku Þessir skólar era ætlaðir æskufólki sem fer í vinnu að afloknum átta ára skóla. Þeir era þriggja ára. Nemendur njóta styttri vinnutíma en verkafólk almennt. Ýmist eru þetta kvöldskólar eða eftir vöktum. Kennslan er 20 stund- ir á viku, 15 í venjulegt nám, 3 í viðtöl og tvær í tækninám. Húmanísk fög taka 32,5% stærðfr., eðlisfr., efnafr. og lífeðlisfr. 45.5%, tækninám 10% og 12% fara í séráhuga- mál. Sovézka ríkið leggur mikla áherzlu á þessa skóla. Ár hvert fjölgar sérskólum fyrir böm með sérgáfur, t.d. í stærðfræði, tónlist, dansi, ýmsum listgreinum o. s. frv. Heilsutæp börn njóta fræðslu og dvalar á svokölluðum „skógaskólum". Þar fer kennslan fram úti, að syo miklu leyti sem veður leýfir. Þá era skólar fyrir böm með líkamsgalla, blind og heymar- laus, svo og andlega van- þroska. Á þessu skálaári sækja 42 milljónir hina almennu skóla Sovétríkjanna. Iðnskólar Frá iðnskólunum koma fag- menn í allar greinar þjóðar- búsins. Þangað sækja þeir nemendur sem lokið hafa átta ára skólagöngu og ætla í framleiðslustörf. 1 borgum eru eru þetta 1—3 ára skólar, í sveitum 1—2 ára. Kennslan fer ýmist fram á verkstæðum skólanna eða í verksmiðjum, við byggingarvinnu, í sam- yrkjubúum o. s. frv. Kennd eru sérfög og svo almenn fög, eftir því hvaða iðngrein nem- andinn velur. Sá er munur á skólum fyrir vinnandi æsku og iðnskólum' að þeir síðarnefndu veita ekki alhliða æðri menntun. Að iðn- skóla loknum er hægt að halda áfram námi í tækniskólum, í skólum fyrir vinnandi æfeku eða bréfaskóla fyrir almenna æðri menntun Leiðin er einn- ig opin til háskólánáms, en þá verða nemendur fyrst að ljúka ellefu ára skólanum — þriggja ára framhaldinu —, þriggja ára tæknisérnámi eða einhverjum öðrum hliðstæðum skóla. Nemendur í iðnskólum fá ókéypis uppihald, föt og fótabúnað. Tækniskólar og aðrir miðskólar Jafnt í iðnaði sem heilbrigð- ismálum, i menningarlegum Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.