Þjóðviljinn - 31.10.1963, Síða 6
6 S1DA-----------------------------■ -v... HÖDVUIINN
Fimmtudagur 31. október 1963
Skuldaði milljón í skatta
,Lifandi leikhúsinu' í New
York hefur nú verið lokað
Leíkhús í New York sem að áliti gagnrýnenda og
þeirra ekki aðeins bandarískra hefur lagt fram einna
drýgstan skerf til bandarískrar menningar eftirstríðs-
ins hefur nú lokað dyrum sínum, eða öllu heldur hef-
ur þeim verið lokað með lögregluvaldi, hald verið lagt
á allar eigur leikhússins, leiktjöld og búninga, og leik-
hússtjórinn ásamt leikurum og nokkrum aðdáendum
eiga yfir höfði sér fangelsisdóma.
Hér er um að ræða „The
Living Theater" (Hið lifandi
lefkhús) sem stofnað var árið
1946 og hefur síðan verið
brautryðjandi í bandarískri
leiklist. I>að hefur verið til
húsa í litlum sal við Sjötta
stræti, í hjarta Greenwidh
Village, listamannahverfis
New York borgar, drjúgan spöl
frá hinum írægu leikhúsum
á Broadway, sem ekki rísa
ævinlega undir frægðinni.
Milljón krónur
Skattheimtumenn sem gerðu
kröfu um greiðslu á 23.000
doUurum '( um milljón kr.)
höfðu fyrirskipað að leikhús-
inu skyldi lokað á föstudags-
kvöldið í fyrri viku og höfðu
innsiglað allar dyr.
En þótt dyr leikhússins væru
raromlega læstar, féll leiksýn-
ing ekfci niður á laugardag-
inn. Leikarar og áhorfendur
komust inn í húsið gegnum
glugga og bakdyr sem gleymzt
hafði að læsa og sýning fór
frarri eins og ekkert hefði í
skorizt. Sumir klifruðu upp
á þök næstu húsa og kom-
ust þannig inn í leiksalinn eft-
ir krókaleiðum.
Lögreglan sem gætti dyr-
anna varð einskis vör fyrr en
eftir að sýning var hafin Qg
áræddi þá ekfci að trufla hana.
Sýnt var leikritið „The Brig“
sem er ófögur lýsing á lífinu
í landgöngusveitum flotans
og hefur verið sýnt þarna í
marga mánuði.
Það var ekki fyrr en að sýn-
ingu lokirmi að sló i hart.
Leikhússtjórinn, Julian Beok,
eiginkona hans Judith Malina,
leikaramir og nokkrir áhorf-
enda tóku sér þá sæti á hring- I
sviðinu í miðjum salnum og
neituðu að hreyfa sig þaðan. ,
Viðureign þeirra við lögregl-
una lauk með því að þau
voru öll sett í járn og þeim
ekið í tukthúsið. Þeim var
ekki sleppt úr haldi fyrr en á
sunnudag, og á mámudag-
inn var ákveðið að þau yrðu
leidd fyrir rétt 4. nóvember.
Það er tekið hart á því i
Bandarfkjunum að sýna lög-
reglunni mótþróa og hvert
þeirra á því á hættu allt að
þriggja ára fangelsisvist og
5.000 dollara sekt.
Selt á uppboði
Allar eigur leikhússins, sem
að vísu munu ekki vera mik-
ils virði í dollurum, búning-
ar, áhöld og leiktjöld, voru
gerðar upptækar og munu
seldar á uppboði innan
skamms til lúkningar skatt-
skuldinni, þótt hætt sé við
að uppboðstekjumar muni
hrökkva skammt.
Mæltist illa fyrir í Bandaríkjunum
Hindruð kvikmynd um líf og
duuðu Saccos og Vanzettis
í janúar s.l. boðaði hið volduga ítalska kvikmynda-
íélag De Laurentiis að það hefði ákveðið að láta gera
kvikmynd um líf og dauða Saccos og Vanzettié, ítölsku
innflytjendanna og stjómleysingjanna, sem dæmdir voru
til dauða saklausir af dómstól í Boston og teknir af lífi
í rafmagnsstólnum árið 1927. Nú hefyr félagið tilkynnt
að töku kvikmyndarinnar hafi verið frestað, en ítölsk
blöð fullyrða að hætt hafi verið við hana vegna þess
að bandarískir aðilar hafi hótað kvikmyndafélaginu öllu
illu, ef það léti verða af henni.
Ætlunin hafði verið að taka
útiatriða hæfist í Boston í
marz s.l„ en þar í borg var
glæpur sá framinn, rán og
morð, sem þeir Sacco og Vanz-
etti voru sakaðir um og dæmd-
ir til dauða fyrir.
Kvikmyndastjóri hafði ver-
ið ráðinn Richard Fleischer
og einn af kunnari tökurits-
höfundum Bandaríkjanna,
Edward Anhalt („The Young
Lions“, „Panic in the Streets“),
hafði samið tökuritið. Að-
eins átti eftir að ganga frá
samningum við leikarana, sem
áttu að vera bæði bandarískir
og ítalskir.
ftölsk blöð þykjast vita,
enda þótt því hafi ekki verið
flaggað, að voldug öfl í Banda-
ríkjunum hafi gert De Laur-
entiis það ljóst, að hann
myndi ekki fá leyfi til að
sýna kvikmyndina um Sacco
og Vanzetti þar vestra og það
sem meira væri, að sett myndi
sýningarbann á aðrar kvik-
myndir sem hann hefur á
prjónunum og hefur þegar
lagt offjár í sem hann hefur
ætlað að vinna inn aftur á
hinum mikla markaði í Banda-
rikjunum. Er þar fyrst og
fremst um að ræða margum-
talaða kvikmynd sem heitir
hvorki meira né minna en
„Biblían".
Á það er bent að málgagn
kaþólska biskupsins í Boston,
„The Pilot“, lagðist í for-
ustugrein eindregið gegn
kvikmyndinni. í greininni sem
hafði fyrirsögnina „Ekki enn-
þá“ var m.a. sagt, að „þar
sem ómögulegt myndi vera að
sýna réttar staðreyndir máls-
ins, myndi kvikmyndin að-
eins verða vatn á myllu
komimúnista, sem helguðu sér
málstað Saccos og Vanzettis og
hafa gert sér mikinn áróðurs-
mat úr honum“. Enginn kvik-
myndaframleiðandi sem hyggst
sýna myndir sínar á banda-
rískum markaði getur leyft
sér að ganga í berhögg við
kaþólsku kirkjuna þar, sízt af
öllu sá sem hefur á bo.ðstól-
um kvikmynd byggða á biblí-
unni.
Þar sem farið er að fymast
yfir harmsögu þeirra Saccos
og Vanzettis, er rétt að rifja
upp helztu „staðreyndir máls-
ins“ sem ekki leikur neinn
vafi á.
Þeir Nicola Sacco '(fæddur
1891) og Bartolomeo Vanzetti
(fæddur 1888) komu báðir
ungir menn til Bandaríkjanna,
og settust eins og margir land-
ar þeirra á þeim tima að í
Boston. Stjómleysingjar áttu
þá talsverðu fylgi að fagna
í Bandaríkjunum, ekki sízt
meðal ítalskra innflytjenda, og
þeir Sacco og Vanzetti höfðu
sig í frammi í samtökum
þeirra. Upp úr fyrrl heims-
styrjöldinni hófst í Bandaríkj-
unum ofsóknaralda gegn ÖU-
um róttækum mönnum og
verklýðssinnum, sem voru
þúsundum saman handteknir
og dæmdir, oftast án þess að
nQkkur fótur væri fyrir á-
kærunum.
Þeir Sacco og Vanzetti voru
handteknir í apríl 1920 og á-
kærðir fyrir morð á gjaldkera
í South Braintree í Massachus-
etts. Þeir voru dæmdir til
dauða, enda þótt ekki væri
snefill af sönnunum fyrir sekt
þeirra. Mál þeirra vakti gif-
urlega athygli og fyrir bar-
áttu verkalýðdhreyfingarinnar
Framhald á 8. siðu.
Réttarrannsókn gegn 102
menntamönnum á Spáni
I Madrid cr hafin réttarrannsókn gegn 102 spænskum rit-
höfundum, listamönnum, prófessorum og öðrum mennta-
mönnum, sem höfðu undirritað ávarp til spænsks almcnnings
þar sem mótmælt var misþyrmingum verkfallsmanna og
pólitískra fanga í Asturias-héraði. Þeir hafa verið sakaðir um
„undirróðursstarfsemi”. Ávarp þeirra var afhent spænska
upplýsingamálaráðherranum Fraga Iribame 30. september s. I.
og samtímis fengu eriendir fréttamenn á Spáni eintök af
því. Iribarne hefur iátið hafa eftir sér, að ávarpið sé runnið
undan rifjum kommúnista.
Enn halda þeir áfram að marséra
Hér fyrir nokkrum dögum birtist mynd af marg krossuðum og ordíneruðiun hermönnum Vilhjálms
keisara og Adolfs Hitlers á gangi í Vestur-Berlín, þar sem þeir marséruðu sig aftur inn á það
stig sálarlífsins sem þeir höfðu þá. Þarna eru þeir enn að spásera í Marktheideníeldt.
Þeir höfðu líka verið á vígvöllunum
Um sama leyti og þessir gömlu stríðsmenn sýndu vegfarendum krossa sína í Vestur-Þýzkaiandi
voru andvígismenn þeirra forðum einnig á gangi í París. Þeir báru þó hvorki orður né krossa,
heldur kröfuspjöid um að ckki yrði meira þrengt að þeirra hag en þegar hefur verið gert.
Kr'ustjoff segist ekki vera með
Er nokkur keppni
um að verða fyrri
til tungisins?
Kennedy forseti hcfur iýst á-
ætlun Bandaríkjamanna að
koma manni til tunglsins sem
mesta marki þjóðar sinnar.
Flestallir áhrifamcnn á Banda-
ríkjaþingi munu honum ósam-
mála. Keldisj, forseti Vísinda-
akademíu Sovétríkjanna, hefur
lýst það söguburð og þvætl-
ing að Sovétríkin ætli sér ekki
að senda mann til tunglsins við
fyrsta tækifæri. Nú hefur
Krústjoff forsætisráðherra
cinnig látið til sín heyra um
þctta hugstæða mál. Hann seg-
ir að sovétmönnum komi ekki
til hugar að taka þátt í neinni
keppni við bandaríska um
hvorir verði fyrstir til tungls-
ins.
— Ef Bamdaríkjamenn verða
þangað fyrstir allra, þá er full
ástæða til að samfagna þeim.
En hvemig ætla þeir að koma
aftur til jarðarinnar? spurði
hann síðan.
Þetta er náttúrulega mjög
mikið atriði og hinn sovézki
forsætisráðherra lét í það skína
í viðtali við blaðamenn rétt
fyTÍr helgi, að litlar líkur væru
á því að nolckur lausn fyndist
á því fyrst um sinn.
1 Bandaríkjunum hafa aðr-
ar eins raddir heyi-zt, og hafa
þar margir víðþekktir vísinda-
menn haldið fram að keppnin
að komast fyrstur til tunglsins
væri hjákátleg, þegar höfð
væru í huga öll þau miklu
vandamál sem biðu mannsins
á jörðinni. Fjárveitinganefndir
Bandaríkjaþings hafa tekið all-
mikið t/illit til þessara sjónar-
miða, og hafa þær skorið niður
þær fjárveitingar sem ætlað-
ar voru til tunglsiglinga.
En hvað sem Kennedy og
Krústjoff segja, hvað sem
Kcldisj og nafntogaðir banda-
r'V.kír starfsfélagar hans segja,
m ™„nn fiesfjir engu nær
urn ■' "c~» koppwst
um að 'il tungW.ns
eða ekki.