Þjóðviljinn - 31.10.1963, Page 8

Þjóðviljinn - 31.10.1963, Page 8
3 SlÐA ÞIÖÐVILIINN Fimmtudagur 31. október 1963 SÓSÍALISTAFLOKKURINN Framhald af 7. síðu. legra en að ráðast í þessar framkvæmdir, sem eru enn grundvöllurinn að allri hag- þróun Islands fram á þennan dag. Sósíalistaflokkurinn sannaði það þá, að hann var ekki aðeins hinn eilífi stjórn- arandstöðuflokkur, er hugsaði um það eitt að græða á póli- tískum óförum annarra. Hann kom fram sem skapandi stjómmálaflokkur, sem var reiðubúinn til að taka á sig stjómarábyrgð og lagði á ráð- in sem dugðu, þegar hinir klassísku flokkar kreppuár- áranna virtust ekki geta kom- ið sér saman um nokkurn skapaðan hlut, en margir inn- an borgarastéttarinnar gerðu sér ljúfar vonir um að fá nú aftur mátulegt atvinnuleysi, auðmjúkan biðjandi verkalýð x stað þeirra stríðlátu verka- manna, sem höfðu vaxið úr grasi á dögum stríðsáranna og hrundið af stóli bæði gerðar- dómi og þjóðstjórn. Síberíu- vinna í stað vinnu á togunim og í hraðfrystihúsum — það var draumur mikils hluta is- lenzkrar borgarastéttar árið 1944. En þessi hluti hennar beið ósigur um stund og það tókst að virkja yfirstétt og verkalýð til sameiginlegs þjóðlegs átaks á fyrstu árum íslenzka lýðveldisins og ef menn vilja í dag gera sér grein fyrir því hvernig það mátti verða, að Island er nú búið meiri framleiðslutækjum og fjölbreyttara atvinnulífi en nokkru sinni fyrr í sögu sinni, þá verða þeir enn á ný að leita heimildanna í sögu og pólitiskum athöfnum Sósíal- istaflokksins. Hann átti frum- kvæðið að því að leggja grund- völlinn að þeirri atvinnuþró- un, sem vér búum við í dag. Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur borgaralegt þjóð- félag á Islandi tekið miklum stakkaskiptum, báðar höfuð- stéttir þess hafa vaxið á vídd- ina og breiddina. Það verð- ur ekki sagt, að íslenzk borg- arastétt hafi vaxið að vizku á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru síðan þetta gerðist. En hún hefur lært ýmislegt, sem talizt getur undir einföld búhyggíndi. Hún hefur til að mynda komizt að raun um, að koma má fleiru í peninga en venjulegum útflutningsvörum. Hún veit nú að græða má fé 25 ARA á landsölu og hermangi. Hún hefur sannfærzt um, að pen- ingar lykta ekki — non olet — eins og Rómverjar hinir fornu höfðu komizt að þegar um Krists burð. Sál og sam- vizka eru hinar útgengileg- ustu vörur á markaði íslenzkr- ar borgarastéttar. En á sama tíma og viðskiptavit hennar hefur aukizt nokkuð hefur menntun hennar og menningu hrakað, og mátti þó varla á bæta. Hún liggur undir sterk- um grun um, að hún sé tæp- lega læs, og ekki er hún skrif- andi nema hvað hún virðist hafa fengið nokkra leikni í að klóra nafnið sitt á þá tegund ávísana, sem varða við borg- araleg lög. I þjóðlegum og þjóðernislegum efnum hefur hún með öllu hlaupið úr leik. Það þarf stórviðburði í ev- rópskum stjórnmálum til að afstýra því að hún selji þetta land, sem hún þykist hafa eignarheimild á, með öllum þess gögnum og gæðum í hendur erlendri stórvelda- samsteypu og geri það að vernarlausum hreppsómaga á höfuðbóli auðvaldsins í Vestur-Evrópu. Og því hafa enn fleiri hlutverk borizt á hendur Sósíalistaflokknum. Hann þurfti ekki aðeins að kenna borgarastéttinni hvern- ig hún ætti að fara með lausa- fé landsins á fyrsta lýðveldis- ári þjóðarinnar. Hann hefur einnig orðið að gerast brjóst- vörn þessarar þjóðar þegar allir aðrir stjórnmálaflokkar landsins afsöluðu nýfengnu sjálfstæði, gáfu erlendu stór- veldi land af okkar landi, inn- limuðu Island stríðsbandalagi og kvöddu síðan nýtt her- námslið til landsins. Sósíal- istaflok'kurinn reis einn upp allra flokka til vamar þjóðar- hagsmunum islenzkum, og lengi mæltist hann einn við. Hann varð að rísa einn upp til varnar íslenzkum menn- ingarverðmætum, íslenzkum söguerfðum, þegar hinir borg- aralegu flokkar ætluðu að kaffæra Island í amerískri niðursuðumenningu. Sérstök söguleg skilyrði hafa því orð- ið þess valdandi, að Sósíalista- flokkurinn hefur orðið að taka á sig forustu í mörgum þeim efnum, sem frjálslyndar borgaiastéttir annarra landa hafa talið sér skylt að verja. Hann hefur ekki verið ein- litum yfir farinn veg álasað okkur fyrir margt, sem við létum ógert, fyrir margt, sem var vanunnið. Við getum ját- að það hlífðaríaust, að okkur hefur ekki tekizt að sannfæra nógu marga Islendinga um réttan málstað okkar. Okkur hefur brostið afl til að dreifa moldviðri hinna pólitísku blekkinga, sem borgaraflokk- arnir með ofurveldi fjármuna og blaða hafa beitt og tekizt að draga til fylgis við sig þúsundir manna, sem eiga engra sameiginlegra hagsmuna að gæta við þá flokka, sem farið hafa með völdin og beitt kunnugir eru sögu slyrjalda vita, að varnarbaráttan er ekki siður mikilvæg en sjálf sóknin. Og á sama hátt og sigursælar þjóðir snúa vörn sinni í sókn svo mun og fara um sigursælar stéttir og sigur- sæla flokka. Sóknin er að sjálfsögðu glæsilegri og til- komumeiri, en vörnin krefst oft og tíðum meiri leikni og stjórnkænsku, reynir meir á vit og þol þeirra, sem verjast á undanhaldi. Sósíalistaflokk- urinn hefur á undanförnum ái-um lagt mikið að sér til að leita bandalags í þessari bar- áttu, einkum meðal þeirra, -<í> Kvikmynd hindruð Framhald af 6. síðu. tókst að fá aftöku þeirra frest- að. í nóvember 1925 játaði dauðadaemdur Portúgali, Cel- estino Madero að nafni, á sig morðið. Þrátt fyrir það og enda þótt sannað væri mein- særi á mörg af vitnunum gegn Sacco og Vanzetti, neitaði dómarinn, Thayer, að taka mál þeirra upp og var sá úr- skurður hans staðfestur af Hæstarétti Bandaríkjanna. Fuller, fylkisstjóri í Massa- chusetts, fyrirskipaði að dauðadómnum skyldi fram- fylgt og þeir Sacco og Vanz- etti voru teknir af lífi í raf- magnsstólnum 23. ágúst 1927. Þeir héldu fram sakleysi sínu fram í dauðann og neituðu að sækja um náðun. Systrafélagið ALFA, Reykjavík heldur sinn árlega bazar sunnudaginn 3. nóvember í Félagsheimili verzlunar- manna, Vonarstræti 4. Bazarinn hefur á boðstólum mikið af hlýjum ullarfatnaði barna — einnig margt til tækifæris- og jólagjafa. Allt sem inn kemur fyrir bazarvör- umar, fer til hjálpar bágstöddum. Bazarinn verður opnaður kl. 2. — Allir velkomnir. STJÓRNIN. skær hagsmunaflokkur sér- stakrar stéttar íslands. Hann hefur orðið flokkur þjóðarhagsmuna, hefur reynt að bjarga því sem bjargað verður úr sölumennsku og prangi íslenzkrar boi-gara- stéttar. Og í þeirri baráttu hefur honum tekizt að kveðja til fylgis við sig menntamenn og skáld þjóðarinnar, sem láta sér ekki sæma að horfa á það mótmælalaust, er helgustu dómar hennar eru bornir á torg. Barátta Sósíalistaflokks- ins hefur því frá upphafi ver- ið tvíþætt: stéttabarátta þeirra, sem sköpuðu flokkinn og hann er tengdur sterkust- um böndum og þjóðarbarátta fámennrar þjóðar, sem stefnt hefur verið í bráðan voða af þjóðernislausri og siðspilltri yfirstétt og stjórnmálamönn- um, sem ýmist eru rænulausir sauðir eða óprúttnir póli- tískir sölumenn. Þessa tví- þættu baráttu verður flokkur vor að heyja með óbilandi kjarki enn um mörg ókomin ár. Það er sagt, að aldaifjórð- ungur sé ekki langur tími í sögu þjóðar, og það er að vissu leyti rétt. En sögulegt inntak eins aldarfjórðungs getur verið meira og fyllra en saga heillar aldar. Þau um- skipti sem orðið hafa hér á íslandi síðustu 25 árin eru meiri og stórstígari en orðið hafa hjá margri stórþjóðinni á næstu grösum við okkur. Og þegar við lítum nú um öxl á þessum afmælisdegi flokks okkar, getum við með nokkru stolti hrósað okkur af því, að þessi aldarfjórðungur í is- lenzkri sögu hefði orðið með allmikið öðrum hætti og minni reisn, ef ekki hefði notið Sósí- alistaflokksins. Það er oftast nær óleyfilegt að skrifa sög- una í viðtengingarhætti, en ég dirfist þó á þessari stundu að staðhæfa það, að hagur ís- lenzkrar alþýðu og viðnám þjóðarinnar gegn erlendri á- sælni mundi vera með allt öðrum og dapurlegri hætti en hanji er nú, ef ekki hefði gætt þessa flokks, sem svo mjög hefur verið níddur, ofsóttur og svívirtur þann hálfa þriðja áratug, sem hann hefur lifað og barizt. Lengra skal ég ekki halda á þeirri braut að segja sögu okkar þennan aldarf jórð- ung í viðtengingarhætti. Það er ástæðulaust, jafnvel á afmælisdegi, að bera ein- göngu saman hróður og lof á afmælisbarnið. Við íslenzkir sósíalistar getum þegar við þeim allri hinni vinnandi þjóð til meins og komið landinu á fremstu brún auðnar og tor- tímingar. Þetta skal fúslega játað hér í kvöld. En þegar litið er vímulausum augum á feril Islands hinn síðasta ald- arfjórðung, þá hygg ég þó að sigrarnir verði þyngri á meta- skálunum en ósigrarnir. Sú kynslóð sem hefur vaxið úr grasi á síðasta aldarfjórðungi hefur ekki verið gædd þeirri pólitísku stéttvísi og feður hennar og mæður, sem lifðu raunir heimskreppunnar. Þau kjör, sem þessi kynslóð hefur búið við, hefðu verið talin allsnægtir á hinum f jórða tugi aldarinnar. Meðal hinnar ungu kynslóðar gætir einnig nokk- urrar pólitískrar þreytu, hún hefur æði oft skömm á stjórn- málum, telur þau lygi og blekkingar, og þegar hún læt- ur undan áróðrinum og geng- ur til kjörborðsins, þá kýs hún í einhverjum hundingsleg- um kaldranahætti þá flokka, sem eru og verða hennar tjón- gefendur, lætur einfaldlega glepjast af þeim stjórnmála- blekkingum, sem hún hefur raunar fulla skömm á. Sósíal-'®' istaflo'kkurinn verður að finna aðferðir til að komast í kall- færi við þessa kynslóð, verður að finna leið að hjarta hennar og heila, strjúka blekkingam- ar af augum hennar og gera henni það skiljanlegt, að hin ytri gylling viðreisnarinnar er hjóm, sem hverfur fyrir fyrsta goluþyt veruleikans og að svo getur farið, að þessi velklædda og velnærða kynslóð eftir- stríðsáranna standi brátt frammi fyrir líkum viðfangs- efnum og feður hennar og mæður á fjórða áratug aldar- innar. Hin eilífu vandamál auðvaldsskipulagsins era ekki úr sögunni, auðug og gróin þjóðfélög kapítalismang finna þegar veðurboðana í skrokki sínum, og fyrr eða síðar mun íslenzka auðvaldið, sem veltir sér þessa stundina áhyggju- laust í viðreisnarvímunni, vakna við timburmenn sína og vondan draum. Það er hlut- verk Sósíalistaflokksins að koma boðskap sínum út á meðal hins blekkta fjölda, að vekja hann til skilnings, ekki aðeins um þrengstu launa- hagsmuni, heldur til skilnings um lífshagsmuni þjóðarinnar, sem byggir þetta land og nú ekki hvað sízt er stefnt í bráðan voða. Barátta Sósíalistaflokksins hefur nú um alllangt skeið verið varnarbarátta. Þeir sem sem hafa viljað verja íslenzk landsréttindi og ekki gangast undir jarðarmen það, sem landráðaflokkarnir hafa búið þjóðinni. Við gerðum slíkt bandalag við síðustu alþingis- kosningar, og enn kom í ljós, að kosningabandalag Sósíal- istaflokksins vann aðeins varnarsigur, hélt í horfinu, en kom þó með vopn sín heil úr hríðinni. En nokkru eftir að úrslit kosninganna urðu kunn, fór blað eitt, sem kennir sig bæði við frelsið og þjóðina, að krefjast þess með lítilli kurt- eisi, en því meiri ofsa, að Sós- íalistaflokkurinn, sem kominn var vígmóður úr grimmilegri kosningahríð, vildi gera svo vel og sýna það lítillæti að hætta að vera til. Þess var farið einfaldlega á leit, að Sósíalistaflokkurinn færði öðr- um flokki vinstri manna höf- uð silt á silfurfati. Það var ekki farið fram á neitt minna. Það er nú svo, að hægt er að meta nokkuð hlutlægum dómi viðureignina í síðustu alþingiskosningum. Það sem fyrir augun ber er einn dap- uriegur sjónleikur: Lesendur þess blaðs, sem kennir sig bæði við frelsið og þjóðina og kjósendur þess flokks, sem átti þetta blað að málgagni, voru allt í einu horfnir af yfirborði jarðar eins og mjöll, sem féll í fyrra, og sást aðeins á iljar þeirra þegar þeir flýðu til þeirra átthaga, sem þeir töldu sitt pólitíska lögheimili: inn í órólegu deild Framsókn- arflokksins. Síðan hafa þessir kappar ekki sézt á almanna- færi. Það er kunnugt, að hvergi er mannlegt frelsi jafn ríflega skammtað, hvergi er hugur mannsins jafn flugfrjáls og á vitlausraspítala. Innan veggja slíkrar stofnunar getur mað- urinn orðið það, sem hið nauma normala líf meinar honum að öllum jafnaði: hann getur orðið Július Cæsar eða Napóleon mikli, María guðs- móðir eða Jesús Kristur. Hin- ir pólitísku hleypisveinar, sem skrifa í blaðið, er kennir sig við frelsið og þjóðina og krefjast þess nú af sem mestu offorsi, að Sósíalistaflokkur- inn ýmist fremji sjálfsmorð eða útvegi sér morðingja til að leggja flokkinn undir hnif- inn, hafa löngum leikið öll þau sögulegu hlutverk, sem ég áðan nefndi, með mikilli prýði og af innfjálgum skilningi. En þeir geta ekki fyllt litla bað- stofu þrátt fyrir tilkomumikla leiklist, það er ekki hægt að tæla hund frá heitum ofni til að horfa á sjónarspilið. Það ber oft við, að litla kænu dreymir stóra drauma. Stundum dreymir hana jafn- vel að hún sé orðin Hnuskip og kljúfi hafölduna. En áður en línuskip draumsins leggur til stórorustu á úthafinu, þá væri það kannski viðkunnan- legra að kæna veruleikans sykki ekki undir sjálfri sér á rjómalygnu lóni heimahafn- arinnar. Góðir félagar! Eg lýk nú máli mínu. Það er siður þegar menn koma til afmælisfagnaðar að hafa sama hátt á og þegar Rómalýður fagnaði komu keisara síns: Langa lífdaga keisara vorum! Sósíalistaflokkurinn hefur rist djúpt plógfar í sögu Is- lands á síðasta aldarf jórðungi, og enn er löng leið unz akur- inn hefur verið allur plægður. Lifi Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkurinn. bridge 1 gærkvöld reyndu flestir beztu bridgespilarar heimsins snilli sína gegn tveimur Ástralíumönnum. Þessir menn eru M. J. Sullivan og R. E. Williams. Þeir hafa út- búið 32 spil hvert öðru snjallara hvað sóknar- og varnarspilamennsku snertir Spil þessi eru síðan send út um allan heim og spiluð 30. okt. og 6. nóvember. Sigur- Suður gefur, allir á hættu. A 9-8-7 ¥ K-10-8-6 ♦ G-6 4» D-G-10-8 A 6-5-3-2 ¥ D ♦ A-K-5-3 A 7-6-4-2 A A-K-10-4 ¥ A-5-4-2 ♦ D-10-2 4> A-5 A D-G ¥ G-9-7-3 ♦ 9-8-7-4 K-9-3 Óskasamningur á þessi spil er talinn 4 spaðar eða að dobla einhvem samning hjá n-s. Fyrir það fást 4 stig. Hvað spilamennsku viðvíkur, þá er vestri skipað að spila vegarar í keppninni 1961 voru Reese og Rodrigue en hlutskarpastir hér heima Jó- hann Jónsson og Stefán Guð- johnsen. Sextán pör taka þátt í hinni opinberu stigakeppni á vegum Bridgesambands Is- lands og verður nánar skýrt frá keppninni í næsta þætti. Til þess að menn geti áttað sig á því hvemig keppni þessi fer fram er hér spil frá keppninni 1961. sjö spaða og vinna þá. Til þess að vinna sjö spaða verð- ur sagnhafi að fá sjö slagi á tromp (innifalið að trompa þrisvar hjarta), einn á hjarta. fjóra á tígul og einn á lauf. Þessi staðreynd útilokar þann möguleika að tvísvína tromp- inu og verður þá D-G að vera tvíspil. Því reyni hann að svína trompinu leggur norður gosann upp, þ.e. ef hann á D-G-7. Til þess að geta trompað þrjú hjörtu verður sagnhafi að fá auka- innkomu og hún skapast með bví að svína tígultíu. Ekki svo erfitt, en það barf bara að gera það. Fyrri sextán spilin voru spiluð í gærkvöld og mun ég væntanlega birta eitt af þeim spilum í næsta þætti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.