Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 4
4 SIDA ÍJtgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Sigur samheldninnar ¥ atökum þeim sem urðu um ofbeldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar er ein staðreynd sem yfir- gnæfir allar aðrar: það var samheldni verkafólks sem færði því sigurinn. Málefni þau sem um var barizt voru svo mikilvæg að hverskonar á- greiningur um stjórnmálaflokka og önnur atriði urðu að víkja 'fyrir stéttarlegri einingu. Fyrsta félagið sem hóf verk'fall gegn ofbeldisfrumvarp- ínu var Hið íslenzka prentarafélag, þar sem stjórnarflokkarnir hafa haft mikinn meirihlu’ta. Milli 20 og 30 verklýðsfélög höfðu boðað verkföll 11. nóvember til þess að brjóta lögin á bak aftur yTðu þau samþykkt, og voru þar þó í forus’tu menn með hinar sundurleitustu stjórnmálaskoð- anir. Allar sfofnanir verklýðshrey'fingarinnar hö'fðu mófmælt frumvarpinu og krafizt þess að það yrði aldrei samþykkt, einnig ýmsír þeir menn sem hafa haft flokkspólitíkina í fyrir- rúmi um langt skeið og viljað láta hana yfirgnæ’fa sjálf málefni verklýðssamtakanna. Hin forna hugs'jón um einingu verkafólks innan sam'taka sinna ræftist þessa örlagaríku nóvemberdaga, og an'dspænis henni fékk ekkert staðizt; sjálf ríkis- sfjómin sem taldi sig ha’fa öll ráð verkafólks í sínum höndum varð að gefast’ upp á þeim fyrir- æ'tlunum sínum að banna baráttu alþýðusamtak- anna og skipa málefnum verkafólks með vald- boði. Oundurlyndið ínnan verklýðssam'takanna He'fur ^ verið mesta meinsemd þeirra um langt skeið, 'torveldað eðlilega starfsemi og kjarabaráttu og gerf hluf verkafólks mun rýrari en e'fni stóðu til. Sumir þeir menn sem valizf ha'fa til forustu inn- an verklýðsfélaga hafa litið á sig sem umboðs- menn flokka sinna gagnvart alþýðusam'tökunum, þótf sjónarmið þeirra hefði átt að vera þveröfug’t’. í átökunum um ofbeldisfrumvarp ríkissfjómar- innar hafa slíkir menn ekki dir'fzt að flíka hinum annarlegu sjónarmiðum sínum, samvinna manna úr öllum flokkum reyndist hið sjálfge'fna úrræði á örlagastund. Nú er allt undir því komið að sú samsfaða haldist óskert í átökum þeim sem fram- undan eru. CJigur verklýðssamfakanna í átökunum um o'f- ^ beldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar er áka'flega mikilvægur atburður. En óleysfur er sá vandi sem leiddi til átakanna, sjálf kjaramál verkafólks. Því hefur verið heitið að samningar um kjaramálin he'fjist þegar í stað, en árangurinn í þeim viðræð- um fer einvörðungu eftir samheldni og styrk verklýðssamtakanna. Takist ekki friðsamlegir samningar um óhjákvæmilegar kjarabætur verka- fólks vegna óðaverðbólgu og ranglátrar þróunar í launamálum, þarf að gera stjórnarvöldum og at- vinnurekendum það fullkomlega ljóst að alþýðu- samtökin munu þá enn á ný rétfa hlut s'inn með því einhuga valdi sem gerði ofbeldis'frum- varpið að marklausu pappírssnifsi. — m. ------------ ÞJðÐVILJINN-------------------------------------- Þriðjudagur 12. nóvember 1963 Ræða Einars Olgeirssonar í umræðunum um vantraust á ríkisstjómina: Krepptur hnefi verkamannsins getur orðið framrétt sáttahönd Herra forscti! Gððir Islendingar! Það er þrælalagafrumvarp, sem er tilefni þessa vantrausts, sem hér er fram borið. Um það stendur nú baráttan á þingi og hjá þjóðinni. Gegn því hefur íslenzkur verkalýður risið, ali- nr, jafnt sá í vinnugallanum sem hinn flibbaklæddi. jafnt við höfnina sem á plönunum, í verksmiðjum og verzlunum, á skipum og skrifstofum. Og það er skiljanlegt að ráð- herrum ríkisstjómarinnar vefj- ist tunga um tönn og mörgu skjóti skökku við hjá þeim, er þeir reyna að verja svo illan málstað sem þrælalögin nú. Þeir ráðherramir Gylfi, og Gunnar Thoroddsen sögðu í ræðum sínum hér áðan að ríkisstjómin vildi „aðstoða" láglaunafólk til að fá launa- bætur. Og hvemig hefur sú „aðstoð" birzt?! I því að þegar Iáglaunamenn hafa knúið fram kjarabætur, þá hefur ríkisstjórnin ráðizt á þá með gengislækkun og rænt þá allri kauphækkuninni taf- arlaust. Aðstoð - við fjötraða alþýðu Viðskiptamálaráðh.. Gylfi Þ. Gíslason, reyndi í innfjálgri ræðu að lofa launþegum öllu fögru, ef þeir bara vildu lofa ríkisstjóminni að fjötra sig! — Hvemig dettur honum í hug að nokkrir láti blekkjast af slík- um fagurgala eftir fjögurra ára níðingsverk afturhaldsins gegn íslenzkum launþegum? Hafi hann viljað íslenzkum launþegum vel, þá hefur hann haft tækifæri í 4 ár til að sýna það. Það hefur hann ekki gert — og nú er of seint fyr- ir hann að iðrast eftir dauð- ann — sinn pólitíska dauða. Gunnar Thoroddsen þóttist harma það, að atvinnurekendur og verkamenn hefðu ekki get- að komið sér saman. En hver er sannleikurinn? Einmitt þeg- ar verkamenn og atvinnurek- endur semja frjálst, eins og 1961. þá er það ríkisstjómin sem ræðst á samninginn og eyðilcggur hann með gengis- lækkun. Forsætisráðherra, Ólafur Thórs, reyndi sem von er að að verja nokkuð stjóm sína í gærkvöldi gegn van- trausti, sem fram er bor- ið. Hann kvað lífskjörin aldrei hafa verið betri en nú Lífskjör hverra? Kannski há- launamanna og braskara. En lífskjör verkalýðsins eru þau að meiri vinnuþrældóm og Iægri kaupmátt Iauna hefur hann ekki búið við í tvo ára- tugi. Forsætisráðherra kvartaði yfir víxlhækkunum verðlags og kaupgjalds. Hverra verk eru þær víxlhækkanir? Það er verk íslenzku verðbólgubrask- aranna, sem hækka verðlagið og lækka gengið í sífellu, til þess að ræna þannig kaup- gjaldinu af verkalýðnum. Og kaupmáttur timakaupsins er í dag 20% lægri en í árslok 1958, — vegna valds þessara verðbólgubraskara jd:ir stjóm- arstefnunni. Forsætisráðherra kvað laun- in aðeins geta aukizt. ef þjóð- arframleiðslan ykist. Það er nú að vísu rangt: launin geta líka hækkað á kostnað gróðans hjá auðmönnunum og í krafti betri skipulagningar á atvinnulífinu. En tökum samt dæmið af þjóð- arframloíA-Uinn; fr§ því hann var f' Aherra 1945 og þar til nú. Hrcinar þjóðar- tekjur á mann hafa aukizt frá 1945 um 25%, samkvæmt skýrslum Framkvæmdabank- ans, — en kaupmáttur lægstu Dagsbrúnarlaunanna hefur á sama tíma minnkað um 20°/(. Hvað þarf frekar vitnanna við! Aukning þjóðarteknanna bæri meira en 40%, kauphækkun — eins og sjá má af þessu, — ef rétt væri skipt. Forsætisráð- herra er sem kunnugt er mik- ill húmoristi. En þegar hann segist vera að gera allt fyrir þá lægst launuðu, — jafnvel setja þrælal. fyrir þá — þá yfir- gengur hann sjálfan sig. Skyldi hann trúa því, ef alþýðan tæki Það er því hörmulegra að Alþýðuflokksforingi skuli gera sig sekan um svona hluti sem Alþýðuflokksfólkið þarf nú á öðru að halda frá for- ustumönnum sínum í dag. Alþýðuflokksfólkið um allt land stendur í dag við hlið stéttarsystkina sinna í verka- lýðssamtökum landsins í bar- áttunni fyrir frelsi þess. Þetta Alþýðuflokksfólk hefur haldið tryggð við flokk sinn, þrátt fyrir allt. — vcgna þess sem hann einusinni var. Það fólk sem forðum barðist við auð- valdið undir merkjum hans, hefur alltaf vonazt tl þess, að sjós og lands þekkir sinn mátt: Hann veit að hann heldur uppi öllu þjóðfélaginu með fram- leiðslustarfi sínu: án hans verður engin síld söltuð, eng- inn fiskur unninn, engin fleyta hreyfð. Reiðubúinn til baráttu — og samninga Það er öllum valdhöfum nauðsynlegt að læra af dýr- keyptri reynslu. Öll þau til- ræði, sem íslenzkum verkalýð hafa verið sýnd á undanföm- um áratugum með gerðardóm- um. gengislækkunum og öðr- um kúgunarráðstöfunum hafa sannað að það er ekki hægt að stjóma Islandi gegn verka- lýðnum. En með þvi að vera i sífellu að gera tilraunir tii slíks, þá er yfirstéttin að gera Island að vettvangi eilífra hjaðningavíga stéttanna. Og þegar nú á að kóróna öll fyrri kúgunarlög með því að gera verkalýðinn að annars flokks fólki í sínu eigin landi. þá ris hann upp sem aldrei fyTr, af því vinnandi íslenzk þjóð hefur ekki unnað frelsi sínu og barizt fyrir því ára- tugum og öldum saman. til þess að láta nokkra braskara svipta sig því nú. En sá hnefi, sem verkalýður- inn nú kreppir, til að berjast fyrir frelsi sfnu, hann getur breytzt i útrétta sáttarhðnd á þeim sfeindum er hann finnur að látið er af illum á- formum gegn frelsi hans. rétti og lífshagsmunum og tekið að stefna í réttlætisátt. Islenzk verkalýðshreyfing hefur á undanfömum áratug- um orðið að hafa vit fyrir þeim ofstopamönnum gróðans, sem hafa hvað eftir annað í gróðasýki sinni ætlað að sundra þessari þjóð á nýrri Sturlungaöld og ofurselja hana erlendu valdi. Verkalýð Islands langar ekk- ert til þess að sjá auðinn, sem hann hefur skapað með hörð- um höndum sínum, glatast í allsherjarátökum komandi vikna; Austfjarðasildina eyði- leggjast, vetrarsildarvertíðina fara forgörðum, — verðmæti er skipt gætu hundruðum millj- óna króna eyðast eða aldrei verða til. En frelsi sitt, samningsrétt sinn, metur hann meira. miklu meira en allt þetta. Verkalýður Islands er reiðu- búinn, — jafnt til þess að berj- ast til þrautar fyrir frelsi sínu, eins og hinn að leysa sameiginl. vandamál okkar þjóðar af viti og réttlæti. Og vandamálin eru ekki stór. Ef við værum bláfátækir í dag. íslendingar, — ef okkur skorti skip og verksmiðjur, — ef síldin brygðist og markað- urinn fyrir þorskinn hryndi, ef atvinnuleysið syrfi að, — þá væru vissulega vandamál að leysa. En nú er ísland rikt, at- vinnutæki mikil, auðlindir sjávar gjöfular og allur heim- urinn er vor markaður og hrópar á matvæli vor. Vandinn er því lítill, móts við það sem eitt sinn var. Það þarf aðeins að halda nokkrum hamslausum bröskurum í skefjum. láta þá ekki vaða inn á öll svið atvinnulífsins með gráðuga gróðakló sína. Það þarf að deila rétt bví mikla, sem verkalýðurinn skae- ar, — beita viti og forsjá < Framhald á 8. síðu Einar Olgeirsson upp á því á morgun, að setja lög sem bönnuðu auðmönnum alla gróðamyndun og sviptu þá yfirráðum yfir atvinnutækjun- um. ef einhver segði við hann, að alþýðan væri að gera þetta allt fyrir veslings auðmenn- ina, — sem ekki kynnu fótum sínum forráð. Ég læt nú þetta nægja: Þeg- ar sá, sem vitrastur er og víð- sýnastur úr stjómarliðinu, sjálfur forsætisráðherrann tal- ar svona svart. — þá má nærri geta hvemig vömin ferst hin- um smærri spámönnum. Verkamenn hræðast engar hótanir En eitt atriði verð ég þó að taka í ræðu Birgis Finnsson- ar. Sá ræðumaður sökk svo djúpt að hóta verkalýð Islands gengislækkun, ef hann bryti þrælalögin á bak aftur. Verka- Iýður Islands hræðist engar hótanir. Hann veit fulivcl að ef hann ekki brýtur þessi þrælalög á bak aftur, þá fær hann önnur, til enn Iengrl tíma. eins og Jón Þorsteinsson viðurkenndi í ræðu sinni hér áðan og 6vo gengisL þará of- an. Braskarar Islanda hafa aldrei getað á öðru grætt en verðbólgu og gengislækkunum og murru halda áfram með þá þokkalegu iðju, svo lengi sem þeim helzt það uppL sá dagur kæmi aftur að það stæði sameinað öllum öðrum í verkalýðssamtökunum í lífs- baráttunni og sá dagur er nú kominn. Við fögnum þeirri samstöðu við Alþýðuflokks- fólkið, sem skapazt hefur í þessari orrahríð. Og við efumst ekki um að einnig í forustu- liði þess flokks muni þrátt fyr- ir allt finnast sá stjómmála- þroski, er á örlagastundu flokksins heyrir rödd fólks síns og hlýðir henni, albúinn þess að brjóta þessi ólög á bak aftur ef Alþingi Islendinga sekkur svo djúpt að samþykkja þau. Braskaravaldið hefur með þrælalögunum sagt íslenzkum verkalýð stríð á hendur. Hing- að til hefur þetta óráðsíuvald sem aldrei hefur getað stjóm- að Islandi af viti og því síður réttlæti, aðeins heimtað pen- inga verkalýðsins og rænt þeim i ríkum mæli. Nú heimt- ar braskaravaldið líka frelsi verkalýðsins. Og þá er íslenzk- um verkalýð ofboðið. Þess- vegna hefur verkalýður Islands rísið upp sem aldrei fyrr f sögu sinni. Erfíðismenn Islands, verka- menn og verkakonur, bera alla þjóðfélagsbygginguna á herð- um sér. — allt gróðabákn yfir- stéttartnnar, allt embættis- bákn hálaunamannanna. Þeir vita það, að ef frumvarpið er samþykkt, þá hafa þeir engu að tapa nema fjðtrunum, en frelsi sitt og lífskjarabætur að vinna. Og þessi verkalýður til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.