Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 10
IQ 6ÍÐA ÞIÓÐVILIINN Þriðjudagur 12. nóvember 1963 NEVIL SHUTE SKAK- BORDIÐ garðinn hjá frú Higgens og það- an inn í timburportið hjá Pol- herring; siðan kom hann út á bakstig og svipaðist varlega um. Hávaði heyxðist úr þeirri átt eem hann kom úr, en þeir virt- ust ekki vera að elta hann; hann heyrði samfellt flaut og hávaða í jeppum. Og homum til skelf- ingar heyrði hann hrópaðar skipanir um að allir bandaríkja- hermerm skyldu halda heim í búðimar. Hann vissi að hann varð að ná sambandi við þá strax og blandast fjöldanum. Hann hafði ekki heyrt Grace nefna nafn hans; hann vissi ekki einu sinni hvort hún vissi hvað hann hét. Ef hann blandaðist hópnum þá slyppi hann ef til vill; ef hann yrði kyrr í Trenarth og kaemi einn heim á eftir, þá kæmist strax upp um hann. Honum Ðaug aldrei í hug að gefa sig fram og segja sannleikann, að hann hefði kysst stúlkuna, og hvað um það? Hann hafði ekki gert henni neitt og hann hafði aldrei ætlað að gera henni neitt, en honum kom ekki í hug að neinn myndi trúa honum, ef hann segði hið sanna. Hann yrði að komast undan. Hann mjakaði sér eftir stígnum í átt að Sheep götu; þaðan gæti hann komizt út í Aðalstræti og blandazt hópnum. Meðan hann var enn á stígnum heyrði hann mannamál á götunni svo sem tuttugu metra frá sér; hann hörfaði inn i skot og tveir lög- reglumenn komu hlaupandi, námu staðar og horfðu inn stíg- inn til hans. Hann hörfaði lengra inn í skuggann. Annar sagði: — Stattu hér og haltu vörð. Ég ætla að halda Hárgreiðslan Hárgreiðsln og snyrtistofa STEINTJ og DÖDO Eaugavegi 18 III. h. flyftal SIMI 24616. P B R M A Garðsenda 21 StMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. HARGREIÐSEUSTOFA AUSTCTRBÆJAB (Marfa Guðmundsdóttir) Eaugavegl 13 — SlMI 14656 ■— Nuddstofa á sama stað. — áfram niður götuna. Hann er einhvers staðar á þessu svæði. — Hvað hefur hann eiginlega gert? — Nauðgað einni af þessum stelpuskjátum. — Jæja. Þær gátu svo sem átt von á því. Er hann vopnað- ur? — Ég býst ekki við því. En ef hann stanzar ekki við kall. þá er eins gott að láta hann hafa það. Hann hljóp af stað. Sverting- inn gægðist fram úr skotinu og sá lögregluþjóninn sem eftir stóð taka fram byssu sína og hlaða hana; hann færði sig upp að girðingunni og stóð þar redðu- búinn með byssu í hendi. 17 Hægt og varlega þokaði Les- urier sér til baka inn stíginn, hélt sig í skugganum og gætti þess að stíga ekki á neitt sem valdið gæti hávaða. Tunglið var honum hliðhollt. Ljós þess skein framaní lögregluþjóninn í tuttugu metra fjarlægð. Blökku- maðurinn komst til baka án þess að hann sæist. Fljótlega kom hann að hliði sem lá að garði fyrir aftan hann. Hann þuklaði á þvi og það opnaðist; hljóðlega og snöggt fór hann inn um það og úr augsýn varðmannsins við endann á stígnum. Nú gat hann flýtt sér. Hann klifraði yfir girðingamar og inn í timbur- portið, en það lá að Aðalstræti. Hann klöngraðist yfir timbrið og horfði niður á götuna. Engir hermenn sáust nema herlögreglan. Þeir virtust vera að leita í húsum umhverfis Hvíta hjörtinn undir handleiðslu Anderson lautinants. 1 hinum enda götunnar voru tveir lög- regluþjónar svo sem fimmtíu metrum neðar; þessa stimdina voru þeir að horfa upp aðra götu, þar sem eitthvað virtist vera að gerast. Svo sem tíu metra frá timb- urhlaðanum hans stóð jeppi. Hann vissi í áttina að Penzace. Lesurier var fljótur að hugsa og barðist við skelfinguna sem gagntók hann æ meir. Enda þótt hermennimir væru komnir út úr þorpinu, þá gætu þeir ekki enn verið komnir upp í kampinn við flugvöllinn sem var í mílu fjar- lægð. Ef hann gæti komizt út úr þorpinu á jeppanum. var enn hugsanlegt að hann næði aðal- hópnum og kæmist inn með honum án þess að vekja grun. Ef harm gætl feomizt út á Penz- ance veginn, þá hafði hann mðguleika á þvi að komast krókaleiðir og ná nógu snemma heim í búðimar. Þama var jeppinn og aðeins tveir lög- regluþjónar á hominu í fimm- tíu metra fjarlægð. Hann leit enn í kringum sig. Síðan klifraöi hann niður af timburhlaðanum og gekk kæm- leysislega út á götuna og upp í jeppann. Þegar hann ræsti vél- ina litu báðir mennimir í átt- ina til hans, en það var ekki sérstaklega bjart og þeir gátu ekki greint litarhátt ökumanns- ins. Lesurier ók af stað með eðlilegum hraða, ekki of hratt til að forðast grun. Hann var aðeins í fárra metra fjarlægð frá þeim. þegar þeir sáu að ekillinn var svartur og gáfu stöðvunarmerki. Hann steig á benzinið og ók beint að þeim. Þeir hlupu úr vegi þegar hann þaut framhjá; svo var hann farinn að aka eins og óður maður, í rykkjum og hlykkjum. Bakvið hann var blístrað ákaft og skot kvað við og þaut fram- hjá honum. Svo var hann kom- inn útúr Trenarth og á hraðri leið niður veginn í áttina til Penzance í fjögurra mílna fjar- lægð. Hann rataði ekki um veginn. Hann var vanur að aka vél- skóflu og hafði sjaldan ekið bil um umhverfið, þótt hann kynni vel á jeppa. Hann hafði talið víst að einhver hliðargata lægi yfir að búðunum og hann skim- aði í örvæntingu eftir einhverri slíkri. En engin gata sást. Hann leit um öxl og þama sáust Ijós frá bílum, mörgum bílum sem fcomu með ofsahraða á ef tir honum. Eltingaleikurinn var hafinn. Hann vissi nú. að þeir myndu skjóta þegar þeir kæmust í færi Skélfingin gagntók hann, sprottin af sögunum sem hann hafði heyrt frá unga aldri. Hann hafði gert sig sekan um skelfi- lega yfirsjón, og ef múgurinn næði í hann, yrði hann riflnn í tætlur. brenndur á báli, kvalinn og píndur. Hann steig benzínið í botn og þaut áfram gegnum friðsælt landslagið frávita af ótta. Jeppinn sem hann ók var iHa á sig kominn: herjeppamir fyrir aftan hann nálguðust hann stöðugt; hann átti sér aðeins eina von nú orðið, að komast í skjól milli húsanna í Penzance og skilja jeppann einhvers stað- ar eftir og fela sig síðan. I ör- væntingu datt honum í hug brunnur; kannski væri einhvers staðar bmnnur sem hægt væri að leynast í meðan leitarmenn- imir færu framhjá. Engum dytti f hug að leita i brunni. Honum hefði verið betur borg- ið í brezkri lögreglustöð, en þess var ekká að vænta að hann vissi það. Hann ók með ofsahraða inn í Penzance og skimaði í allar átt- ir í leit að skýli. Hann kom nið- ur að sjónum langt frá höfninni og það stöðvaði hann. Hann hemlaði snögglega og beygði inn í hliðargötu, stanzaði, þaut út úr bílnum og hljóp inn í skugg- ann. Herbíll var næstum á hæl- unum á honum og skot kvað við og kúlan kom í vegginn við hliðina á honum. Hann hoppaði upp eftir sjö feta háum múr, náði í efri brún- ina og kom fætinum upp og eins og elding var hann kominn yf- ir og inn í hænsnagarð hinum megin. Hann fælktist í vflmeti, komst síðan inn í matjurtagarð og þaðan yfir annan múr og inn í kirkjugarð. Bak við hann var ljós og æstax. bandarískar radd- ir. Hann hljóp yBr kirkjugarðinn og gægðist út á götuna. Lög- regluþjónamir vom að dreifa sér um svæðið sem hann var á eins og þeir höfðu fyrr gert Það var úti um hann; eftir nokkrar mínúbur yrðu þeir búeir að ná honum. Þessi síðustu andartök missti hann síðustu leifamar af trú á réttlæti herdómstólsins. Hann var svertingi á flótta undan hvítum mönnum, frávita af skelfingu. Hvítu mennimir vom á hælum hans með morð í huga til að hefna svívirðu sem hör- undslitur þeirra hafði orðið fyr- ir; betra var að deyja en lenda í klónum á þeim. Loftvamabyrgi var gert upp við kirkjugarðsvegginn. Menn- imir vom óðum að nálgast hann. Hann fór inn í byrgið og tók upp hnífinn sinn. Það var góður hnífur sem hann var hreykinn af; faðir hans hafði gefið honum hann heima í Nashville þegar hann var í leyfi áður enn hann lagði af stað yf- ir hafið; hann var beittur sem rakhnífur. Tárin mnnu niður vanga hans þegar hann bar hann klaufalega upp að hálsi sér í loftlausu skýl- inu. — Það var þetta sem gerðist, sagði herra Tumer í tungla- ljósinu í friðsælum garðinum fjómm árum seinna. — f>annig stóð á þvfl að hann var á sjúkra- húsinu með mér. Konan hans hreyíOi sig í stólnum; hennl var farið að kólna, en hún hafði áhuga á þessu. — Hvað varð um hann? spurði hún. — Ég veit það ekki, sagði hann. — Ég veit ekki annað en það sem hann sagði mér og ég er búinn að segja þér. Hann átti að faaia fjnir herrétt þegar hann útskrifaðist fyrir nauðgunartil- raun. Meira veit ég ekkfl. Hún sagði: — En þetta var alls engin nauðgunartilraun. finnst þér það? Ég á við, að þú sagðir að hann hefði bara kysst hana. — Það sagði hann mér, sagði herra Tumer. — Hann sagðist ekki hafa gert neitt annað. — Nú, ekki geta þeir kært hann fyrir nauðgunartilraim vegna þesa — Ég veit ekki, sagði herra Tumer. — Kannski geta þeir það í Bandaríkjaher. Og svo getur það vel verið eintóm lygi sem hann sagði mér. — Það hlýtur að vera. sagði hún. — Hann hlýtur að hafa gert meira af sér en þetta. Hann þagði nokkra stimd. — Ég veit svei mér ekki, sagði hann loks. — Ég held ekki að hann hafi veriö að ljúga. Hann var ósköp aumur og ég held að hann hafi sagt mér sannleikann eftir beztu getu. Hann vissi að hann yrði dreginn fyrir herrétt og hann var eiginlega búinn að sætta sig við það. Hún sagði: — Út af hverju var hann þá aumur? Bara út af smáninni? Hann sagði: — Það var út af stúlkunni. Hann hafði eyðilagt allt saman með aulaskap sínum, svo að hún varð að kvarta und- an honum og hann myndi aldr- ei sjá hann aftur. Hann var vanur að sitara útum gluggann klukkutímum saman án þess að mæla orð — með heimþrá til Nashville, býst ég við. Einu sinni sá ég hann gráta og tárin Ef þú slörar yfir blaðinu, En —' en geturðu hvergi lagt bílnum! Nógur tími góöa. En? Taktu því rólega góða. Ég nota bara þennan plat- stöðumæli eí' á þarf -i--' S KOTTA Pabbi er búinn að harðbanna mér að spila þessa plötu sé hann innan við kilómetra fjarlægð frá húsinu. Stúlka óskast Stúlka vðn vélritun og sem kann eitthvert Norð- urlandamála og ensku eða þýzku, óskast nú þeg- ar. — GOTT KATJP. Umsóknir um upplýsingum um fyrri stðrf og launakröfur óskast sendar til blaðsins fyrir n.k. sunnudag merkt: „Tungumál — Vélritun — 500.“ SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Bækur—Frímerki Vil kaupa gamlar og nýjar bækur og alls- konar tímarit, gömul og ný. Kaupi einnig íslenzk frímerki hæsta verði. Fólk sem flytur utan af landi eða úr göml- um húsum hér í borginni, kastið ekki göml- nm bókum. Baldvin Sigvaldason Hverfisgötu 16 A — (Búðinni). Bifreiðaleiaan HJÓL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.