Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.11.1963, Blaðsíða 6
0 SÍÐA ÞJÚÐVILIINN Þriðjudagur 12. nóvember 18983 „Profumohneyksli" komið upp í Washington Skjólstæiingur Johnsons varaforseta grunaður um að hafa stundað mútugjafir og miðlun fyrir vændiskonur Þessa dagana er um fátt meira talað í Washington en mál Bobby nokkurs Bakers eða réttara sagt: Allt annað hefur horfið í skugga þess, eins og fréttaritari „New Statesman“ í Bandaríkjunum, Karl E. Meyer, kemst að orði. Hann bætir við að sé að- eins helmingur þess sem gengur manna á milli sannleikur megi búast við að stjórn- málagengi Kennedys forseta verði minna en fram að þessu og óorð komist á banda- risku öldungadeildina. I>að er til marks um hve mikið er gert úr máli Bakers þessa að pistill Mayers er birtur undir fyrirsögninni: „Profumohneykslið í Washington“. Það er erfitt að henda reið- nr á ðllum þeim sögum sem ganga af Baker og athöfnum hans. enda hefur hann verið umsvifamikill og haft mörg jám í eldinum. Þrjár stafnanir rannsaka nú mál hans: Ein af nefndum öldungadeildarinnar, dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna og sambandslögreglan FBI, en ekkert hefur verið lát- ið uppi um ndðurstöður þeirra rannsókna. Skjólstæðingur Aðalpersónan í þessu hneyksl- ismáli, Robert Baker, sem nú er 36 ára að aidri. var ritari meirihlutans í öldungadeildinni frá því árð 1955 þangað tíl 7. október s. L þegar hann sagði lausu þvi starfi. Hann hafði aldrei haft annan vinnuveit- anda en öldungadeildina. Þar hóf hann feril sinn sem þing- Bveinn, las jafnframt lög og komst undir vemdarvæng Lyn- dons B. Johnsons, þáverandi leiðtoga meirihluta Demókrata f deildinni og núverandi vara- fonseta. Johnson útvegaðj hon- um ritarastöðuna og með þeim hefur ævinlega verið mikið vinfengi. Baker var öllum hnútum kunnugur í öldunga- deildinni og kunni að færa sér það í nyt. Baker með vemdara sínum, t. B. Johnson varaforseta. Milljónamæringnr Árslaun hans voru tæplega 20.000 doUarar og kona hans vann sér inn ,12.000 dollara hjá einni af nefndum deildarinnar. En þótt þau hjón hefðu þannig rífilegar tekjur, hefðu þær hrokkið skámmt til að skýra allan þann auð sem honum safnaðist: Gizkað erá, aðeignir hans nemi nú tveimur miUj- ónum dollara. Auðsöfnun hans fór ekki fram hjá neinum sem til hans Aukakosningar í Bretlandi: Miklar hrakfarír Ihaldsflokksins LONDON 8/11 — Auka- kosnlngar til brezka þingsins tórn fram f tveimnr kjör- dæmum f gær. Forsætisráð- herrann vann persónulegan sigur f öðru kjördæminu og jók nokkuð atkvæðamagn í- haldsflokksins frá seinustu kosningum, en Verkamanna- tlokkurinn vann stórsigur f hinu björdæminu og er það talin örugg vísbending um stóraukna sigurmöguleika flokksins við bomandi þing- kosningar. Sir Alec Douglas-Home ryrrum lávarður og núver- sndi forsætisráðherra Breta, bauð sig fram til þings í aukakosningum í Skotlandi og náði kjöri með rúmlega 14 þúsund atkvæðum og er það nokkru meira atkvæðamagn en seinasti frambjóðandi I- haldsflokksins fékk. Fram- bjóðandi Frjálslyndra fékk 4800 atkvæði og Verkamanna- flokkurinn um 3700 atkvæði. Úrslitin eru talin allmikill persónulegur sigur fyrir Home. en fréttaritarar virð- ast sammála um, að kosn- ingaúrslitin í Luton-kjör- dæmi, þar sem Verkamanna- flokkurinn vann stórsigur, segi meira um fylgi flokk- anna með þjóðinni. Ihaldsflokkurinn hefur fram að þessu verið í örugg- um meirihluta í Lutonkjör- dæmi. en í þetta sinn hreppti frambjóðandi Verkamanna- flokksins þingsætið með 3749 atkvæða meirihluta. Árið 1959 var meirihluti íhalds- flokksins um 5000 atkvæði. Þar sem kosningamar í Lut- on eru taldar mjög áþekkar því sem væri við þingkosn- ingar í fjöldamörgum iðnað- arkjðrdæmum, telja margir, að við núverandi kringum- stæður myndi Verkamanna- flokkurinn hljóta yfir 200 þingsæta meirihluta, ef kosn- ingar færu nú fram. Þessi aukakosning er því mjög al- varlegt hættumerki fyrir hina nýju ríkisstjóm íhaldsmanna. Mikið verðfall varð í kaup- höllinni f Lundúnum á föstu- dagsmorguninn. er kunnugt varð um úrslitin f Luton. Hlutabréf í stáliðnaðinum féllu sérstaklega í verði, enda er stáliðnaðurinn efstur á blaði yfir þær atvinnugreinar sem þjóðnýttar verða, ef Verkamannaflokkurinn kemst aftur til valda. þekktu. Hann barst mikið á, keypti sér 125.000 dollara hús í einu snobbhverfi borgarinnar og annað fyrir 28.000 dóllara inni í borginni. 1 fyrmefnda húsinu bjó hann með konu sinni og fimm bömum. en hitt húsið eftirlét hann einkarit- ara sínum, fyrrv. fegurðar- drottningu Carole Tyler. Hún sagði lausu starfi sínu daginn eftir að Baker baðst lausnar, Mörg jám í eldinum Baker var meðeigandi í mörg- um fyrirtækjum sem öll gáfu af sér góðan arð. ★ Eitt þeirra var sjálfsala- firma sem kom upp sjálfsölum sínum í verksmiðjum sem höfðu samninga við landvama- róðuneytið. Eitt þeirra atriða sem nú er verið að rannsaka er einmitt hvort hann hafi not- að sér aðstöðu sína til að tryggja þeim verksmiðjum á- batasama samninga við ráðu- neytið gegn því skilyrði að fyr- irtæki hans sæti eitt að sjálf- sölugróðanum — og efast eng- inn um að svo hafi verið. ■Ar* Þegar tryggingafélag eitt, Mortgage Guaranty Insurance Corp., bauð hlutabréf til 6ölu, fékk Baker kost á að karapa stykkið á hálfan þriðja dollar, enda þótt almennt markaðsverð þeirra í upphafi væri 25 doll- arar og hækkaði síðan upp í 50 dollara. Á þeim kaupum græddi hann hundruð þúsunda dollara. — og engum dettur í hug að hann hafi ekki launað greiðann með einhverjum hætti. , Ellen Rometsch Carole Tyler Barinn í Quorum Club Bakers i Wasbington. Þá rak hann ferðaskrif- stofu sem sérilagi annaðist ferðalög öldungadeildarmanna sem stöðugt eru á flakki um víða veröld á kostnað ríkisins. * Þegar Baker hóf rekstur gistihúss í Ocean City í Mary- land efcki ýkja langt frá Wash- ington, en það hafði kostað 1,2 milljónir dollara að reisa, komu þangað tvö hundruð þingmenn og aðrir máttarstólp- ar þjóðfélagsins, þ. á. m. John- son varaforseti og frú hans. ★) 1 næsta nágrenni við þinghúsið kom Baker upp klúbb, Quorum Club, sérstak- Iega cetluðum þingmönnum og vinum þeirra — og vinkonum. Og er þá komið að þeirri hlið málsins sem réttlætir að þvi sé líkt við Frofumohneykslið í Bretiandi. Líf í tuskunum I húsi því skammt frá þing- höllinni sem Baker hafði leigt Carole einkaritara sínum var mikill gestagangur og líf í tusk- unum. „New York Post“ sendi fréttamenn að tala við ná- grannana. Þeir sögðu, að þang- að hefði verið stöðugur straum- ur gesta, jafnt á nótt semdegi, — en sumum þótti kynlegt að margir gestanna kusu heldur að ganga um bakdyr hússins. Þótt- ust menn kenna þar ýimsa mikilsvirta borgara. „fjóra öld- ungadeildarmenn” og „ýmsa starfsmenn Hvíta hússins”. Þarna kcxmu einnig ýmsir aðrir gesbir. Meðal þeirra var 27 ára gömul stúlka. fagrarlim- uð og snoppufríð, Ellen Rom- etsch að nafni, gift liðþjálfa í vestur-þýska hemum sem hafði verið sendur til Washington að annast afgreiðslu á vopnasend- ingum frá Bandaríkjunum til Vestur-Þýzkalands. Ellen var einnig tíður gestur í Quorum Club og í gistihúsi Bakers í Maryland, en sást sjaldan með bónda sínum. Með FBI á hælunum Það voru ekki aðeins nágrann- amir. sem fylgdust með ferð- um hennar. Bandariska sam- bandslögreglan FBI var á hæl- Framhald á 8. síðu. Karamanlis missti meirihlutann Afturhaldið beið ósigur í kosningunum í Grikklandi Þingkosningar fóru fram í Grikklandi sunnudaginn 3. nóvember. íhaldsflokkur Karamanlis (ERE) sem farið hefur með völd síðustu ellefu ár beið mikinn ósigur í þeim, fékk fjórðungi færri atkvæði en í kosningunum 1961 og tæplega þriðjungi færri þingsæti og missti þannig meirihluta á þingi. Hinn frjálslyndi Miðflokkur Papandreu vann mikið á, hélt sínu. Úrslit kosninganna urðu þessi: Miðflokkurinn 1.921.577, 42,21% (30,8 1961), ERE 1.773.691, 38,96% (50,8 1961), EDA 662.885, 14,56% (14,6 1961), Framfaraflokkurinn 170.239, 3,73% (3,8 1961). Enginn hefur hreinan meirihluta Þingsætin (300) skiptust þannig: Miðflokkurinn 140 (100), ERE 128 (176), EDA 30 (24), Framfaraflokkurinn 2. Enginn einn flokkur hefur því hreinan meirihluta á þinginu, en Miðflokknum var falin stjórnarmyndun og er henni lokið. Miðflokkurinn myndar stjórn Hinn aldraði Papandreu. sem gegndi embætti forsætis- ráðherra þegar fyrir stríð og var forsætisráðherra grísku útlagastjórnarinnar á stríðsár- en vinstri flokkurinn EDA unum, tekur nú aftur við því embætti, en annar helzti leið- togi flokksins, Sophokles Veniz- elos, verður utanríkisráðherra. EDA hefur þegar heitið stjórn Miðflofcksins stuðningl sínum, annaðhvort beinum eða óbein- um, og því er víst að hin nýja stjóm mun fá traust þingsins begar það kemur saman 11. desember. Ósigur afturlialdsins Úrslit kosninganna eru mik- ill ósigur fyrir gríska aftur- haldið og Karamanlis, foringja þess, persónulega, enda hafði hann við orð eftir að þau voru kunn að hann myndi hætta öllum afskiptum af stjórnmál- um og jafnvel fara úr landi. Kosningamar staðfesta einnig þær ásakanir andstæðinga hans að miklum svikum hafi verið beitt í síðustu þingkosn- ingum 1961. Kosningarnar nú munu hafa verið einar þær frjálsustu og heiðarlegustu sem farið hafa fram í Grikk- landi síðan stríði lauk, enda þótt vafalaust hafi verið brögð í tafli á einstökum kjörstöð- um. Sigur vinstrimanna Þótt Miðflokkurinn hafi unnið mest á í kosningunum, er vinstri flokkurinn EDA engu að síður sigurvegari þeirra. Það er fyrst og fremst fyrir baráttu hans og samtaka- mátt í borgum landsins að unnt reyndist að stemma stigu fyrir vaxandi einræðishneigð Karamanlis og annarra aftur- haldsforingja. Það var fyrir skipulagða baráttu EDA, ekki sízt eftir morðið á þingmanni flokksins, Lambrakis, í sum- ar, að afturhaldið var neytt á undanhald og sá sér ekki ann- an kost en efna til nýrra kosn- inga þrátt fyrir vfirgnæfandi meirihluta á þingi. EDA hélt kjörfylgi sínu og bætti heldur við þingmanna- töluna, en aðstaða flokksins i kosningunum var erfið sökum þess að andstæðingar Kara- manlis hneigðust til þess að veita heldur hinum sterkari andstöðuflokki. Miðflokki Pap- andreu, fylgi sitt. t I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.