Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 4
4 BlÐA HÖÐVIUINN Fimmtudagur 14. nóvesmber 1963 Otgetandl: Eitstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb4» Sigurður Guómundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófeson. Ritstjóm, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Tímamót C|egjá má að tímamót verði þegar Ólafur Thors ^ segir af sér störfum forsastisráðherra og ítil- kynnir að hann muni vegna heilsubrests hlífa sér við stjómmálastörfum á naastunni. Ólafur Thors hefur um þriggja áratuga skeið verið aðalleið- fogi auðmannastéttarinnar á íslandi og Sjálfstæð- ísflokksins, og hann hefur reynzt stétt sinni og flokki hinn mikilhæíasti forustumaður. Honum h’efur t'ekizt, og það sfundum á undraverðan hátt, að sameina hin andstæðustu öfl í flokki síntim, og þar hefur hann ekki aðeins notið pólitískrar glöggskyggni heldur og persónulegra eiginleika; menn hafa átt auðvelt með að sjá og meta ein- sfaklinginn bak við stjórnmálamanninn. Það er óumdeilanlegt pólitískt afrek, að Ólafi Thors skuli hafa tekizt að halda flokki sínum jafn á- hrifaríkum í íslenzku þjóðlífi og dæmin sanna, á sama fíma og áhrif íhaldsflokka annarstaðar á Norðurlöndum hafa stöðugt verið að rýma; skal því þó sízt haldið fram að þetta afrek hafi orðið íslenzku þjóðinni til velfarnaðar. En marki sínu hefur Ólafur Thors náð með því að hika aldrei við að brjóta í bága við fornar kenningar og kredd- ur íhaldsmanna ef með því væri hægt að halda völdum; Sjálfstæðisfl. hefur einatt framkvæmt stjómarstefnu sem hliðstæðir flokkar í öðmm löndum hefðu hafnað með blöskrun; má þar nefna umfangsmikil afskipti ríkisins af öllum þáttum efnahagsmála, ríkisrekstur og bæjarrekstur. Mesf- ar urðu breytingarnar á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins á styrjaldarárunum, þegar Ólafur Thors beitti sér fyrir samvinnu við Sósíalistaflokkinn og verk- lýðshreyfinguna og veitti nýsköpunarstjóminni forstöðu, en hann hefur margsinnis lýst yfir því að hann telji atvinnubyltinguna sem þá var fram- kvæmd ánægjulegasta þáttinn í sfjórnmálastörf- um sínum. Einnig í samstarfi við aðra flokka hef- ur Ólafur Thors notið persónulegra eiginleika sinna, lipurðar, æðruleysis og kjarks og verið ó- feiminn við að láta flokkskreddur víkja fyrir stað- reyndum hins daglega lífs. Er það raunar alkunna að Ólafur Thors hefur oft legið undir ámæli í flokki sínum fyrir litla tryggð við fræðileg stefnu- mál, og var viðreisninni á sínum fíma ætlað að jafna þau met. TT'flaust er það Ólafi Thors áhyggjuefni að þegar hann lætur af störfum forsætisráðherra blasir við gjaldþrot viðreisnarinnar og margháttaðir efnahagsörðugleikar. En það er fáknrænt að síð- asta embættisverk hans var að semja vopnahlé við verklýðssamtökin og bjóða samnmga um vandamálin. Ólafur Thors mun lengi ha’fa viður- kennf þá staðreynd með sjálfum sér, þótt hann hafi ekki alltaf hegðað sér 1 samræmi við hana. að landinu verður ekki stjómað af viti án eðli- legrar samvinnu við verklýðssamtökin. Eftir á- ’tökin að undanfömu er sú staðreynd öllum öðr- um mikilvægari, og í samræmi við hana verður að halda á málum ef ekki á illa að fara. Vonandi fær Ólafur Thors skjótan og góðan bata þannig að hann geti enn um skeið haft áhrif á ákvarðanir flokks síns í þeim efnum. — m. Ræða Ragnars Arnalds í útvarpsumræðunum um vantraust á rikisstjórnina: ER ALÞINGI BRÚÐULEIKHÚS? Herra forseti! Vlð þingmenn Alþýðubanda- lagsins faöfum borið fram van- traust á hæstvirta ríkisstjórn, vegna þess að rdkisstjómin virðist ekki eygja nein faeiðar- leg úrræði til að leysa þann vanda, sem hún faefur sjálf skapað með stefnu sinni. Hæstvirt ríkisstjóm ætlar nú að svipta launþega almenn- um lýðréttindum, samnings- rétti, fðagafrelsi og verkfalls- rétti næstu tvo mánuði. Sam- tímis brrast fréttir úr stjórn- arfaerbúðunum um, að ríkis- stjómin undirbúi að setja ný kaupibtodSogarlög um áramót- in og- verði. þau látin gilda í tvð ár. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspumir, faafa hæstvirtir ráðherrar ekki fengizt til að lýsa þvi yfir hér á Alþingi, að verkalýðshreyfingin fái rétt sinn og frelsi aftur að tveimur máriuðum liðnum. Meðan sú yfirlýsing liggur ekki fyrir hljóta launþegar að gera ráð fyrir, að þessi barátta sem nú stendur yfir um samningsrétt- inn og félagafrelsið sé úrslita- barátta verkalýðsfareyfingar- innar um réttindamál sín. Núverandi ríkisstjóm náði meirihluta við seinustu Al- þingiskosningar. En ég vil spyrja: Hvaðan kemur hæst- virtri ríkisstjóm vald til að svipta launþega þeim sjálf- sðgðu réttindum, sem þeir hafa áunnið sér með lögum eftir áratuga baráttu? Ekki frá þjóðinni. .þjóðin veitti þeim meiriMuta við seinustu kosn- ingar en ekki einræðisvald. Þjóðin veitti þeim réttinn til að stjóma, en ekki valdið til að svipta borgarana sjálfsögð- um réttindum. Yaldið, sem ríkisstjórain hyggst beita til að handjáma verklýðshreyf- inguna er tvímælalaust byggt á fölskum forsendum. Við sjáum líka, hver eru viðbrögð fólksins, sem veitti ríkisstjóminni brautargengi í seinustu kosningum, þegar það sér hið rétta aridlit mannanna, sem það studdi til valda fyrir fáum mánuðum. Verkalýðsfé- lög, sem stjórnað er af ein- dregnum Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokksmönnum hafa ein- róma samþykkt mótmæli gegn þvingunarlögunum og skorað á Alþingi að fella framvarpið. Það mótmæla sem sé fieiri en landráðamenn og kommúnist- ar. Öll verklýðshreyfingin snýst til vamar. Og nú er þeg- ar orðið ljóst, að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu frumvarpi. Það vantraust á ríkisstjórn- ina, sem nú er til umræðu, er ekki aðeins fram borið af okk- ur Alþýðubandalagsmönnum og stutt af Framsóknarflokkn- um. Samþykktir og ákvarðan- ir verkalýðsféiaga um land allt eru eindregin vantraustsyfir- lýsing á núverandi rikisstjórn — vantraust, sem borið er einum rómi fram af þúsund- um og tugþúsundum launþega úr öllum flokkum og öllum stéttum. Þessi almenna van- traustsyf irlýsin g er ásikoran launþeganna til hæstvirtrar ríkisstjómar, að hún segi af sér tafarlaust, ef hún getur ekki leyst vandann, sem hún hefur sjálf komið þjóðinni í. með öðrum og skaplegri hætti Hæstvirtir ráðherrar hafa aldrei staðið jafn einmana og einangraðir sem nú á þessari stundu, og engin fjöldasamtök í landinu hafa enn fengizt tii að mæla með oíbeldislögunum. sem nú á að kný.ia i gegn. Mér er til efs, að hæstvirtir ráð- herrar eigi annan stuðning vísan utan þings þessa dag- ana, nema kannski stuðning þeirra unglinga, sem gerðu að- súg að forustumönnum verk- lýðsfareyfingarinnar á útifund- inum á Lækjartorgi síðastlið- inn mánudag, mölvuðu síðan rúður í flokksskrifstofu Sósí- alistaflokksins og hentu grjóti inn um glugga Alþingisfaúss- ins undir kjörorðinu: „Út með Hannibal — lifi ríkisstjómin!“ Hæstvirt rikisstjóm segist þurfa að lögbinda kaup verka- lýðsins, því að ella verði óhjá- kvæmilegt að fella gengi krónunnar enn einu sinni. Nú er þáð öllum kunnugt, að engin ríkisstjó'm hefur verið jafn óspör. á gengislækkanir og ein- mitt núverandi. ríkisstjórn, og salar og braskarar skuldi of mikið erlendis. Því að ef geng- ið er fellt um t.d. 40 prósent, hækka skuldir braskaranna er- lendis um 40 af hundraði í ís- lenzkum. krónum. Þess vegna og aðeins þess vegna má ekki fella gengið. í þessari stuttorðu yfirlýs- ingu Alþýðublaðsins er fólg- inn innsti kjarninn í stefnu hæstvirtrar ríkisstjómar. Hverra hag ber hún fyrir brjósti? Er það hagur al- mennings eða hagur þjóðar- heildarinnar? Alþýðublaðið svarar opinskátt: Það er hvor- ugt — það er hagur íslenzkra innflytjenda, heildsala, brask- ara. Ríkisstjómin getur sem sé faugsað sér að skerða lifs- kjör almennings um 40 pró- Ragnar Amalds. áður faefur hún leyft sér að misbeita gengisskráningu is- lenzku krónunnar í viðleitni sinni til að halda niðri lífs- kjörum almennings. Sumir eru því að velta þvi fyrir sér, hvers vegna faún notar ekki sitt gamla vopn og mætir launakröfum verkalýðshreyf- ingarinnar með gengisfellingu, eins og hún er vön að gera? Svarið við þessari spumingu er að finna í leiðara Alþýðu- blaðsins 13. október síðastlið- inn. Þjóðviljinn hafði áður haldið þvi fram, að hæstvirt rikisstjóm hefði fengið um það skipun frá Washington, að ekki mætti fella gengi krón- unnar. Þessari fullyrðingu Þjóðviljans svaraði Alþýðu- blaðið svofelldum orðum i leiðara — með leyfi forseta: „Hins vegar hefði Þjóðvilj- inn mátt líta til hinna miklu skulda íslenzkra innflytjenda erlendis til að finna sterkar líkur fyrir því, að borgara- flokkarnir hér á landi hafi ekki áhuga á gengislækkun eins og sakir standa". Með þessum orðum lýsir málgagn viðskiptamálaráðherra því yfir, að ríkisstjómin geti ekki fellt gengið, því að heild- sent með glöðu geði, en þeg- ar kemur að pyngju heildsal- anna, er sannarlega annað hljóð í strokknum. Þvingunarlögin, sem nú eru til umræðu, eru fyrst og frernst stórárás á verklýðs- hreyfinguna, en þau kunna jafnframt að vera tveggja mán- aða frestur, sem heildsalamir fá til að greiða -kuldir sínar, áður en ríkisstjómin gefst upp á þvingunarlögunum og ræðst á launþegana með nýrri geng- isfellingu eftir áramót. Ríkisstjómin hefur reynt að telja fólki trú um, að aðeins tvennt sé til, það er gengis- lækkun eða kaupbinding, því ef kaupið hækki, verði að fella gengið. Þetta er auðvit- að fráleit falskenning. Enginn heiðarlegur hagfræðingur mun halda því fram, að milli launa og gengisskráningar krónunnar ríki eittfavert dularfullt or- sakasamband, enda er það flestum kunnugt, að ýmsir aðr- ir liðir efnahagslífsins hafa meiri áhrif á dýrtíðina og gengi krónunnar, en launin. Alþýðubandalagið hefur því hvað eftir annað bent á, að engin þörf sé á að leysa vandamál efnahagslífsins á kostnað lægstlaunuðu stétt- anna — með gengislækkun eða kaupbindingu. Framleiðslan þolir verulega kauphækkun, ef ríkisstjórnin aðstoðar útflutn- ingsatvinnuvegina og hættir til dæmis vaxtaokrinu. Vinnulaun- in eru aðeins hluti af fram- leiðslukostnaði, t.d. aðeins fimmti hluti af reksturskostn- aði hraðfrystifaúsa. Og sýnt hefur verið fram á, að með því að afnema útflutningsskattinn mætti hækka laun verkafólks um 30 af hundraði. En ríkisstjómin vill ekki velja þessa leið. Hún hefur á- kveðið að stjóma landinu með hliðsjón af þörfum heildsala og braskara. Hæítvirtir ráð- herrar mega þó vita, að engin ieið er að stjórna landinu í andstöðu við nær alla laun- þega þjóðarinnar. Nú er dökkt útlit í þjóðmál- um okkar. Fyrir dyrum standa hörð átök milli ríkisstjórnar og verklýðshreyfingarinnar. Stórverkfall er í aðsigi og milljónaverðmæti eru í faættu. Ábyrgðin hvílir á herðúm hæstvirtrar ríksstjómar. Hún hefur neitað öllu samstarfi yið verklýðshreyfinguna og ráðizt á réttindi hennar. Rikisstjóm- in dæmir sig sjálf — það er hennar sök. hvernig komið er málum Verkamannakaup er aðeins 5700 krónur á mánuði miðað við 8 tíma vinnu. Samkvæmt opinberum útreikningum þarf verkamannafjölskylda að hafa um 95000 krónur í laun til að eiga fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum, og þó er húsa- leigan aðeins reiknuð 900 krónur á mánuði. Hver er svo húsaleigan í Reykjavík í dag? Hún er þrjú og fjögur og fimm og jafn- vel sex þúsund krónur á mán- uði fyrir þriggja herbergja i- búð. Ástandið 1 húsnæðismál- unum hefur aldrei verið jafn hönmulegt, og væri það e'Ht næg ástæða til að faver heiðar- leg ríkisstjóm segði af sér. Hundruð fjölskyldna era á götunni, vegna þess eins, að vaxtaokur ríkisstjórnarinnar og samdráttur í íbúðabygging- um hefur sprengt upp húsa- leiguverðið og framboð á leigufaúsnæði er sama og ekk- ert. Hér höfum við enn eitt dæmi um, hvílíkar afleiðingar stefna rikisstjórnarinnar hef- ur haft. Hæstvirt ríkisstjórn hefur glatað trausti þjóðarinnar. Hin furðulega árás á verklýðsfareyf- inguna er næg ástæða og kem- ur þó fleira til. Áformin um nýjar hernaðarframkvæmdir í Hvalfirði eru tvímælalaust í andstöðu við vilja meirifaluta þjóðarinnar. Einnig í þvi máli kemur ofbeldis- og einræðis- hneigðin skýrt fram. Hæstvirt rikisstjóm ætlar sér að semja við erlent stórveldi um her- stöðvagerð i Hvalfirði, án þess að leita eftir samþykki Alþingis, eins og stjómarskrá lýðveldisins fyrirskipar. Það verður aldrei nægilega undir- strikað, að hæstvirt rikisstjóm hlaut meirihluta við seinustu kosningar en ekki einræðis- vald. Herra foirseti. Vantrauststil- laga okkar Alþýðubandalags- manna er borin fram til að hindra, að einræðishneigð rík- isstjórnar fái útrás. Rikis- stjórnin styðst við tveggja at- kvæða meirihluta og aðeins tveir stjórnarbingmenn ráða úrslitum Nú er vegið harkalega að réttindum verkalýðssamtak- anna. Meðal stjórnarþingmanna eru nokkrir þeir sem kjörnir voru í vor sem sérstakir. full- t.rúar verkalýðsins, til dæmis háttvirtur 12. þingmaður Reyk- víkinga Eggert Þorsteinsson og háttv 8 þingmaður Reyk- víkinga, Pétur Sigurðsson. Alþingi á ekki að vera brúðuleikhús. þar á ekki að vera unnt að kippa í spotta. Þjóðin bíður bess að fá að vita, hvort fulitrúar verklýðs- hreyfingarinnar ætla ekki að vemda rétt hennar á úrslita- stund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.