Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 8
g SfÐA MÓBVILJINN Fimmtudagur 14. nóvember 1963 LUXEMBOURG Fyrir hálfu níunda ásni hófu Loftleiðir reglu- bundnar áætlunarferðir til Lúxemborgar. Síðan hefur félagið haldið uppi föstum flug- ferðum til þessa smáríkis í hjarta Evrópu og er svo komið að þar hafa Loftleiðir orðið aðalmiðstöð sína á meginlandi Evrópu. Sam- kvæmt vetraráætlun Loftleiða, sem gekk í gildi um síðustu mánaðamt, fljúga flugvélar félagsins sex daga vikunnar fram og til baka milli New York og Lúxemborgar. Loftleiða í rúmlega átta ár 1 I>úxemborg 22. maí 1955: Samgöngumálaráðherra Lúxem- borgar Victor Bodson flytur ávarp í tilefni fyrstu áætlunar- ferðar Loftleiða til landsins. Ingólfur Jónsson flugmálaráðherra er lengst til hægri á myndinni. 1 Lúxemborg 22. maí 1955: MiIIilandaflugvél Loftleiöa ,,Edda‘’ framan við flugturninn. Loftleiðir uröu fyrst allra flugfélaga til að hefja áætlun- arferðir milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar, með viðkomu á íslandi, en áður höfðu áform annarra félaga um slíkar flug- ferðir runnið út í sandinn. Á- kvörðun sína um Lúxemborg- arferðimar byggðu forráða- menn Loftleiða fyrst og fremst á þeirri staðreynd, sem blasir við hverjum þeim er lítur á kort af Evrópu: Lúxemborg er sérlega vel í sveit sett. liggur miðsvæðis á meginlandinu vestanverðu og tiltölulega stutt þaðan til helztu staða Evrópu. Auk þess — og þá ástæðu mun ekki rétt að vanmeta — hafa stjómarvöldin í stórhertoga- dæmi þessu alla tíð sýnt hinu íslenzka flugfélagi sérstakan velvilja og átt við forráðamenn þess ágætt samstarf, enda hafa Lúxemborgarar löngum lagt kapp á að laða sem flesta ferðamenn til lands síns og greiða þvi eftir beztu getu götu hvers þess aðila sem stuðlar að ferðum þangað. Lausar stöBur Eftirtaldar stöður hjá pósti og síma eru lausar til umsóknar: Staða fulltrúa III, 14. launaflokkur, samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfs- manna. Staða yfirteiknara, 13. launaflokkur. Staða bókara I, 11. launaflokkur. Staða ritara I, 9. launaflokkur. Staða fjarritara 9. launaflokkur. Staða sendimanns I, 7 launaflokkur. Upplýsingar hjá forstjóra hagdeildar. Umsóknir um stöður þessar sendist póst- og síma- málastjórninni, á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu póst og símamálastjómarinnar fyrir 1. desember 1963. Reykjavík, 12. nóveber 1963. Póst- og símamálastjómin. í allar áttir Já, stjórnarvöldin í Lúxem- borg telja mikils virði að kynna landið sem ferðamannaland miðsvæðis í Evrópu, og hafa m.a. sent frá sér auglýsinga- plaköt með korti því sem birt er hér á síðunni. Þar er hring- ur dreginn um Lúxemborg og radíusinn 800 kílómetrar. Eins og sjá má lenda margar helztu borgir Vestur-Evrópu innan hringsins. Til flestra stærstu borganna í Þýzkalandi. Frakk- landi, Belgiu, Hollandi. Sviss Austurríki, England og Tékkó- slóvakíu er ekki löng leið frá Lúxemborg: Til Kölnar 151 km. Frankfurt 175, Munchen 440, Hamborgar 518, Berlínar 595, Parísar 285, Strasbourg 160. Lyon 443, • Marseille 700, Genfar 380, Ziirich 300, Vínar- borgar 740, Praha 580, Lund- úna 510, Manchester 730. svo fáein dæmi séu nefnd. Kaup- mannahöfn er staðsett í hringnum i 800 km fjarlægð frá Lúxemborg, til Oslóar eru 1190 km og til Stokkhólms 1310 km. Dublin á Irlandi er í 970 km fjarlægð, Rómaborg 1000 km og Madrid á Roáni í 1260 km fjarlægð. Tíðar ferðir Og það er ekki nóg með að Lúxemborg sé vel í sveitina sett, heldur eru samgöngur þaðan i allar áttir tíðar og reglubundnar. Enginn sem til þessa smáríkis kemur, en hyggst halda þaðan áfram lengra, þarf því að óttast að verða þar innlyksa; hann getur valið milli fjölmargra ferða með jámbrautarlestum, flug- vélum og bifreiðum í norður, suður. austur og vestur. Auk Loftleiða halda til dæm- is fjögur flugfélög uppi áætl- unarferðum við umheiminn. Belgíska félagið Sabena hefur ferðir milli Lúxemborgar og Brussel og Fankfurt, brezka félagið British Eagle flýgur til Lundúna og finnska félagið Karair annast ferðir til Hels- ingi og Gautaborgar í norðri og Malaga og Barcelona í suðri. Þá er eftir að nefna Luxair, flugfélag þeirra Lúx- emborgarmanna, sem heldur uppi föstum áætlunarferðum milli Lúxemborgar og Parísar, Frankfurt og Zurich. Þetta fé- lag á aðeins eina flugvél, tveggja hreyfla vél af gerðinni Fokker Friendship. hinn þægi- legasta farkost sem flutt get- ur allt að 40 farþega í einu. (Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa forráðamenn Flugfélags Islands haft þessa flugvélartegund m.a. í huga í sambandi við endumýjun véla- kosts félagsins í innanlands- flugi). Um jámbrautarferðir þarf ekki að f jölyrða. Þær eru tíðar frá Lúxemborg í allar áttir: til Niðurlanda og Frakklands. Þýzkalands og Austurríkis. Ungverjalands, Sviss og Italíu. Ferð með hraðíest til Parísar tekur 4 klukkustundir. Varðandi ferðir áætlunarbif- reiða skal þess eins getið að reglulegar ferðir eru milli Lúxemborgar og Frankfurt, SWSSBW 930 te mfMT'SÍÍIS «5 k KÍSSSIUTO.'ÍSSIœ •ttWaesnii/TM te> 315 *s acntw .- sss te Mnxeuis; i«íki» uteuiMr, i»í*i ,s Tsossrr ■ 346 >m ÍMtmxt! 551 fMKHTO,- IK STirrKíur.'sd fiAKTES:■■'WS 80RK8E8Í 3« m STRASBnöflÖ t6Ö m i l Wpfc - M *» mmn • 7*8 ■«* TBIE5T2 mu mm; k» TÓIR.0USC -- m m ummts m nmmh m 8» S8A8KÖ8 U ; Ferðaskrifstofa ríkisins í Lúxemborg leggur áherzlu á að kynna þá möguleika, sem menn hafa til ferðalaga þaðan til allra helztu borga í vestanverðri Evrópu. um Saarbrucken, Keiserslaut- ern og Mannheim. í sambandi við ferðir Loftleiða-vélanna til og frá stórhertogadæminu. Hagstæð þróun Það var „Edda“, ein af hin- um gömlu góðu skymasterflug- vélum Loftleiða, sem fór fyrstu áætlunarferðina til Lúxem- borgar 22. maí 1955. Sú flug- ferð. upphaf fastra ferða hins íslenzka flugfélags milli Is- lands og Lúxemborgalr, þótti að vonum nokkrum tíðindum sæta í báðum löndunum. Með flugvélinni héðan var m.a. þá- verandi (og núverandi) flug- málaráðherra Ingólfur Jónsson. flugmálastjórinn Agnar Ko- foed-Hansen og fréttamenn dagblaða og útvarps; syðra voru fyrirmenn viðstaddir þeg- ar „Edda“ lenti á Lúxemborg- ar-flugvelli og tóku á móti hinum íslenzku gestum. 1 fyrstunni flugu Loftleiðir aðeins einu sinni vikulega til Lúxemborgar, en með árunum jukust flutningamir þangað og nú eru vikulega ferðir íslenzku flugvélanna sex, eins og fyrr var sagt. Drjúgan þátt í þéss- ari hagstæðu þróun Lúxem- borgarflugs Loftleiða á um- boðsmaður félagsins þar í landi, Norðmaðurinn Einar Aakran. Hefur hann starfað þarv syðra nær allan tímann sem Loftleiðir hafa haldið uppi ferðum milli Lúxemborgar og Ameríku og rækt starf sitt af stakri skyldurækni og miklum dugnaði að sögn Loftleiða- manna. Islenzku blaðamenn- imir, sem þátt tóku í boðsferð Loftleiða til Lúxemborgar í síðustu viku, sannfærðust um að þar var réttur maður á rétt- um stað, í senn einstakt lipur- menni og dugnaðarforkur. ★ Enginn, sem kann að lesa þessar þurru staðreyndir hér að framan, má halda að til Lúxemborgar sé þvi aðeins komandi að þar verði viðdvöl- in sem skemmst og skjótast haldið á brott með flugvélum, jámbrautarlestum eða bílum norður, suður. vestur eða aust- ur á bóginn. Þvert á móti hef- ur Lúxemborg ferðamönnum upp á margt að bjóða og nokkr- um dögum er vel varið til að kynnast örlítið þjóðinni sem byggir þetta litla land og lit- ast þar um. Um land og þjóð verður því fjallað lítillega í næsta greinarkorni. — l.H.J. bridge Urslit í tvimenningskeppni Bridgefél. Reykjavíkur eru nú kunn og sigruðu Ásmund- ur Pálsson og Hjalti Elias- son. Röð og stig efstu par- anna var þannig: Stig. 1. Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson 2074 2. Símon Símonarson — Þorgeir Sigurðsson 1985 3. Eggert Benónýsson — Þórir Sigurðsson 1817 4. Jón Arason — Sigurður Helgason 1804 5. Kristinn Bergþórsson — Lárus Karlsson 1803 Einnig er nýlokið Olymp- íumóti með röðuðum „pro- blem“-spilum. er spiluð voru á sama tíma alls staðar í heiminum. Hjalti og Ás- mundur urðu einnig hlut- skarpastir í henni hér heima og hlutu 112 stig af 200 mögulegum. I öðru sæti urðu Eggert og Þórir með 102 stig. I 3ja sæti voru Stefán Guðjohnsen og Jóhann Jóns- son með 93 stig og var það bezta skorin í n—s, en tvö efstu pörin sátu a—v. Eftirfarandi spil er frá fyrri umferð keppninnar. Vestur gefur, n—s eru á hættu. Norður A 7-4-2 ¥ D-4-3-2 ♦ 5-4-2 ♦ Á-6-4 Vestur * 6-5-3 ¥ G-10-9 * enginn * D-9-8-7-5 3-2 Austur A D-G-10-8 ¥ 8-7-6-5 ♦ G-10-9-8-7 * ekkert Suður 4k Á-K-9 ¥ Á-K ♦ Á-K-D-6-3 * K-G-10 Vestur opnar á þremur laufur samkvæmt fyrirskip- un. Síðan eiga n—s að ná óskasamningnum, sem er 6 grönd eða 6 tiglar. Hvað spilamennsku snertir, þá á norður að spila 6 grönd og vinna þau. Ekki virð- ist erfitt að vinna þau því tólf slagir eru fyrir hendi, ef tígullinn liggur ekki 5—0. Það gerir hann þó og verður sagnhafi því að reyna að koma austri í kast- þröng. Útspil austurs er spaðadrottning og gefa út- spilareglur keppninnar til kynna, að hann eigi einn- ig gosa og tíu. Sagnhafi á að drepa slaginn á kóng- inn og spila út laufgosa. Vestur hefur fyrirmæli um að leggja drottninguna á og þá á sagnhafi að gefa, til þess að undirbúa þrefálda kastþröng á austur. Siðan þegar laufin eru tekin, þá lendir austur í óviðráðan- legri kastþröng með þrjá liti og verður að gefast upp. Einar Þorfinnsson leysti þetta viðfangsefni rétt en nokkrir aðrir unnu spilið með því að gefa tígulslag í upphafi. Sú leið er nokkuð góð, en bilar á þvi. að eigi vestur spaðaáttuna. þá tap- ast spilið þannig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.