Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞIÖÐVILIINN er fyrr beztu. Þer elta alltaf eitthvað nýtt — jafnvel það au- virðdlegasta af öUrj, kaptein Tumer, jafnvel það aumasta af öllu. Joyoe var mjög þdinmóð við hann — engin kona hefði getað verið meiri engiiU, það var hún. En það er ekki hægt að ættast til að slík stúlka bíði til eilifðar. Hún hefur slíka sitt stolt.‘ — Ég býst við því, sagði herra Tumer. ,Get ég náð sambandi við hann? Mér þætti gaman að hitta hann aftur.“ >Ef þér hittuð hann aftur eft- ir að hafa kynnzt honum i stríð- inu. þá yxðuð þér fyrir miikJum vonbrigðum, Tumer kapteinn. Móðir hefur rétt til að tala hrednskilnislega um son sinn; það myndi valda yður vonbrigð- um að liðsforingi og ættstór maðux stouli hafa lagzt svo lágt.“ Stúlkan sagði: — Mamma, ekki æsa þig upp. Sjúka konan sagði: — Nei. Og síðan var löng þögn. Herra Tumer sagði: — Er hann í London? Móðir hans leit upp. — Hann er erlendis, einhvers staðar í Burma, býst ég við. Við höfum ekki bréfasamband við hann. I yðar sporum myndi ég gleyma þessu öllu, Tumer kapteinn. Sanur minn hefur ekki lifað við- unandi lífi. Hann sagði: — Ég skiL Ef Morgan var í Burma var til- gangslaust að halda þessu á- fram. Hann sagði: — Jæja, ég bið yður að fyrirgefa ónæðið, frú Morgan. Mér datt í hug að það hefði verið gaman að hitt- ast yfir glasi af bjór eða eitt- hvað þess háttar. Hún sagði: — Sonur minn kom heim í hálfan mánuð árið 1945 og fór síðan aftur til Aust- urlanda. Mér þykir leitt að geta Hárqreiðslcm Hárgrelðslu og snyrtistofa STEINTJ og DÖDO Laugavegl 18 in. h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgrelðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOPAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Gnðmnndsdöttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nnddstofa á sama stað - ekki gefið yður betri fréttir af honum, en þannig er það. — Jæja, það er ekkert við því að gera, sagði herra Tumer. Hann reis á fætur. — Þér afsak- ið ónæðið. en mér datt bara í hug að hann væri hér einhvers staðar á næstu grösum. Hann fór niður aftur i fylgd með stúlkunni, og móðirin sat eftir við gaslogann í heitu her- berginu. Þegar stúlkan opnaði útidymar, varð hann feginn að sjá dagsbirtuna og anda að sér fersku lofti eftir innilokunina. Á tröppunum sneri hann sér að stúlkunni. Hann var kominn út úr húsinu aftur og þurfti ekki lengur á kurteisi að halda. — Hvað gerði hann af sér? spurði hann blátt áfram. 19 Stúlkan hikafli og sagði svo: — Hann yfirgaf konuna sína, Tumer kapteinn. Mér þykir leitt að þurfa að segja yður þetta, en það er betra að þér vitið það. ef þér skylduð rekast á hann. Hann fór bara burt og yfirgaf hana og sneri aftur til Burma. — Jæja? sagði Tumer. Fyreta hugsun hans var sú að Morgan hefði sýnt meiri dug og fram- takssemi en hann hefði búizt við af honum. — Já, þetta kem- ur fyrir á beztu bæjum, sagði hann. — Stundum er þetta báð- um að kenna. Hún sagði í skyndi: — Jæja, haldið þér það? Hafið þér nókk- um tíma hitt hana? — Ég hitti hana aldrei. sagði hann. — Hann sýndi mér mynd af henni og talaði mikið um hana á spítalanum. Ég sá hana einu sinni á leiksviði. Hún sagði: — Það er svo erf- itt að átta sig á hlutunum þegar maður býr svona einn eins og við. Hvemig leizt yður á hana, Tumer kapteinn? Nú var hann kominn út á göt- una; eftir þvingað og þungiama- legt andrúmsloftið í húsinu var léttir að tala beint frá hjartanu £ hreinu og fersku útiloftinu. — Mér fannst hún mesta bölvuð gála sem guð hafði nokkum tfma skapað, sagði hann. — Honum leið illa hennar vegna, þótt hann vildi ekki viðurkenna það. Hann hlýtur að hafa verið kolvitlaus að giftast henni nokk- um tíma. Hún starði á hann agndofa. — Yður er ekki alvara? — Jú, mér er alvara og miklu meira en það, sagði hann. Hún sagði: — En hún var allt- af svo indæl við mömmu. — Auðvitað. Hann hugsaði sig um andartak. — Lét móðir yðar hana hafa peninga? spurði hann. Hún starði á hann. — Hvemig í ósköpunum vissuð þér það? Þér hafið talað við hana, Tumer kapteinn. — Aldrei talað við hana á ævi minni. sagði hann. — Og mig langar ekki til þess héldur. Þau stóðu þögul stundarkom. — Ég ætla að ganga með yður niður götuna, sagði hún loks. Þau lögðu af stað eftir gang- Stéttinni saman. Svo sagði hún: — Þér gætuð skrifað bróður mínum, ef þér viljið, Tumer kapteinn. Hann skrifar mér stundum og ég skrifa aftur. Ég segi mömmu ekki frá þvi nema það sé eitthvað sérstakt og það er ekki oft. Það kemur henni bara í uppnám. Hann stanzaði í sólskininu á gangstéttinni, tók upp vasabók sína og blýant. — Hvar er hann? spurði hann. — Hann á heima á stað sem heitir Mandinaung, sagði hún. — Heimilisfangið er Mandin- aung, Irrawaddy, Burma. Ef þér skrifið honum þangað, þá kemst það ömgglega til hans. Hann stakk vasabókinni á sig. — Ég hef það, sagði hann. — Það er aldrei að vita — kannski verð ég þar einn góðan veður- dag að heimsækja hann. Sem snöggvast gleymdi hann að framtíð hans var ekki sérlega löng. Hún sagði: — Jæja? Þau gengu nokkur skref þegjandi. — Fyrst svo er, þá er rétt að ég segi yður dálítið, kapteinn Tum- er. Bróðir mirm — hún hikaði andartak, en hélt svo áfram. — Bróðir minn lifir við ósköp frumstæð skilyrði, eftir því sem okkur skilst. Hann býr innanum innfætt fólk í þessu þorpi, Mandinaung. Hann býr með innfæddri konu í litlum pálma- kofa og hann á með henni tvö böm. Mamma fékk alveg hræði- legt áfall þegar hún frétti það. Herra Tumer sagði lágt: — Það er spauglaust, og gekk á- fram þegjandi stundarkom. Þannig fór þá fyrir herflug- mönnum sem ekkert gátu gert annað en fljúga flugvélum. Þeir flæktust til Austurlanda og sukku svo djúpt að taka upp lifnaðarhætti hinna innfæddu, og hurfu í hið mikla haf. Orð kom upp í huga hans. — Fjöru- lalli, hugsaði hann. — Það er það sem hann er, fjörulalli. Á götuhominu nam hún stað- ar og rétti fram höndina. — Ég ætla þá að kveðja, sagði hún. — Látið mig vita ef þér fréttið eitthvað af Phillip. viljið þér það ekki? En skrifið ekki móður minni, skrifið mér. Hún þagnaði Og bætti svo við: — Okkur kom mjög vel saman þegar við vor- um lítil og gerir enn, þrátt fyrir þetta. Hún andvarpaði. — Vesa- lings Phillip — hann gerði allt- af klúður úr öllu, ef nokkur möguleiki var á því. Herra Tumer fór með neðan- jarðarbrautinni heim til sín og var kominn fyrir te. Hann kom þangað um fimmleytið, þreyttur og niðurdreginn. Honum til undrunar var kona hans heima og var búin að leggja á borð fyrir hann. — Mér datt í hug að þú kæm- ir heim, sagði hún. — Ég skal setja ketilinn yfir — það tekur enga stund. Hún þagnaði og bætti við: — Ég á reykta síld, ef þú vllt. Reykt sfld var hans eftirlæti; svo þreyttur og þungbúinn sem hann var, gat hann vel hugsað sér að bragða síld. Hún sauð tvær handa honum og hann borðaði þær og brauðsneið með ávaxtamauki og tvær sneiðar af kirsjuberjaköku og drakk þrjá bolla af tei og hresstist mikið við það. Það var ekki venja hans að ræða við konu sína um athafn- ir dagsins; það var langt síðan samband þeirra hafði verið svo náið. Meðan hún tók fram af borðinu og byrjaði að þvo upp, bar hann stól út í garðinn og sat og horfði á blómin og reykti og velti fyrir sér hvað hann ætti að gera. Hann var dálítið leiður yfir því sem hann hafði frétt um Phillip Morgan. Hann hafði aldrei búizt við því að pilturinn yrði nein stjama, hann fengi kannski einhverja leiðindavinnu fyrir fjögur eða fimm pund á viku; það hefði honum þótt lík- legt. En hann hafði aldrei getað ímyndað sér að hann settist að sem innfæddur í smáþorpi í Burma og honum þótti leitt að heyra það. Fátækt í Englandi í leiðindastarfi, var eitt. örbirgð í Austurlöndum var allt annað. Hann horfði á blómin og reykti hverja sígarettuna af annarri. Þetta hafði hann grun- að. þetta hafði hann ætlað að reyna að fá staðfest. Af mönn- unum þremur sem verið höfðu með honum á sjúkrahúsinu í Penzance hafði Phillip Morgan virzt verst undir lífsbaráttuna búinn. Hann hafði langað til að fá fréttir af honum þessa fáu mánuði sem hann átti eftir, ef ske kynni að hann gæti orðið honum að einhverju liði. Hann þyrfti áreiðanlega á hjálp að halda — engrar hjálpar var að vænta frá móðurinni eða eigin- konunni og lítillar frá systur- inni. Þama væri sjálfsagt verk- efni fyrir Tumer — hann vissi naumast hvera eðlis. En meinið var aðeins það, að Burma var svo fjandi langt í burtu. Fljótlega kom kona hans út til hans með annan. garðstóL sem hún setti upp hjá honum. — Ég fór 1 Verzlunarháskólann og spurðist fyrir um námskedð, sagði hún stillilega. — Ég gaeti tekið sex vikna námskeið í hrað- ritun og vélritun og rifjað upp bókhald um leið fyrir tíu gíneur. Það er á morgnana og fram eft- ir degi. En það er bara eitt, sagði hún. — Ef ég tæki slíkt námskeáð, þá gæti ég ekki eldað handa þér mat um miðjan dag- inn. — Það gerir ekkert tiL sagði hún. — Ég myndi drífa mig í þetta meðan við fáum ennþá launin mín. Eftir það gætirðu kannski fengið vinnu hálfan daginn til að venja þig við. — Það ætti ég að geta. sagði hún hugsandi. — Á morgnana. Við hefðum þá úr meiru að spila. Hún sneri sér að honum: — Ég hef verið að velta þessu fyr- ir mér, sagði hún. — Héldurðu að þú ættir ekki að fara til annars læknis? Það hlýtur ein- hver að geta gert eitthvað. Hann hristi höfuðið. — Það þýðir ekki að hugsa þannig, sagði hann. — Það er hægt að gera sér alls konar grillur til einskis gagns. Þeir gerðu allt fyrir mig, sem hægt var. Ég er búinn að vera og það er allt og sumt. Ég vil ekki standa í neinu pexi yfir því. Hún sagði: — Sagðirðu þeim frá þessu á skrifstofunni? Hann sagði henni hvað gerzt hafði. — Ég fæ mánaðar leyfi núna, sagði hann, — Eftir þaðj býst ég við að ég fari aftur að viirna og haldi áfram þangað til ég ég verð að taka mér sjúkra- leyfi. Eftir það fæ ég sex mán- aða kaup og svo er búið með það. Hún sagði: — En eru ekki einhver hermannalaun eða eitt- hvað þess háttar? Fimmtudagur 14. nóvember 1963 S KOTTA Víst gaf ég henni þjórfé, ég skildi eftir helminginn af frönsku kartöflunum mínum. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Bifreiðaleigan HJÓL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.