Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.11.1963, Blaðsíða 12
Ófmrt er að láta skipastól BÚR rýrna og ganga úr sér A síðasta borgaxstjórnar- fundi ftutti Guðmundur Vig- fússon eftirfarandi tillögu um smíði fiskibáta tíl eflingar bæjarútgerðinnSi: „Borgarstj órnin ályktax að fela útgerðarráði og framkvæmdastjóram Bæ.i- arútgerðar Reykjavikur að taka til athugunar, hvort ekJd sé hagkvæmt til efl- ingar rekstri bæjarútgerð- arinnar, að hún láti hefja smiði 3—5 fiskibáta af nýj- ustu og fuUkamnustu gerð, og af þeirri stærö, er bezt hentar hér til sumar- og haustsíldveiða og á vetr- arvertíð". A sama fundi flutti borg- arfulltrúi AHlþýðuflokíksins einnig tillögu um að BtJR leitaði tilboða í fiskibát í stað Leifs Eiríkssonar er fórst á þessu ári. Borgarstjóri, Geir Hall- grímsson. tovaðst hafa leitað álits fonstjóra Bæjarútgerðar- innar um þetta mál og las bréf frá þdm. Kom þar fram að þeir töldu að meiri áherzlu bæri að legigja á að efia að- stöðu Bæjarútgerðarinnar tíl fiskvinnslu í landi en lögðust gegn öllum bátakaupum. Þeir Guðmund'ur og Ösk- ar töliuðu báðir og andmæltu þessu sjónarmiði. Lagði Guð- mundur einkum áherzlu á það, að árlega rýmaði skipa- stóllinn, enda væri þess ekki að dyljast, að skip Bæjarút- gerðarinnar væru orðin nokk- uð gömrjl miðað við aldur skipa yfirleitt. Taldi Guð- mundur, að sjálfsagt væri að auika skipastólinn, að minnsta kosti væri óíhæft að láta hann rýma. Óskar HaiQgrímsson txSk og mjög í sama streng. Frávisunartilllaga borgarstjóra var síðan samþykikt gegn samhljóða atfcvæðum minni- hlutans. LÓÐASKORTUR MÁ EKKI TEFJA ÍBÚÐABYGGINGAR Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Guðmundur Vigfússon eftirfarandi tillögu varðandi skipulags- og lóðamál og endur- skipulagningu tæknideildar borg- arinnar: Borgarstjóminnl er ljóst að til þess að reistar séu árlega hæfilega margar íbúðir í Reykjavík má ekki standa á skipulagningu nýrra bygg- ingarsvæða og undirbúningi lóða af hálfu borgarinnar. Borgarstjómin harmar þann seinagang, sem nú ríkir í þessum efnum, og henni er ljós sú hættulega þróun, sem af lóðaskortinum stafar, þ.e. að mun færri íbúðir eru nú reistar ár eftir ár en annars myndi og brýn þörf er á. Borgarstjórnin vill ekki una því, að íbúðaskortinn í borg- inni megi rekja til vöntunar á hygeingarlóðum og óhæfi- legs seinlætis við afhenrting'- þeirra. Til þess að bæta úr þessu vandræðaástandi vill borgar- stjórnin gera allt sem auðið er til að byggja upp að nýju tæknideildir borgarinnar, skipuiagsdeild og verkfræði- deildir. og leitast við að fá þeim n#3ga og hæfa krafta til þeirra mikilvægu verk- efna, sem þær burfa að hafa með höndum. Er borgarráði og borgarstjóra falið að vinna að þessu í samráði við borg- arverkfræðing.“ Guðmundur Vigfússon fylgdi tillögu sinni úr hlaði. og lýsti þvi öngþveiti, sem nú ríkir í skipulagsmálum Reykjavíkur- borgar. Hefði slíkt haft marg- Þjóðviljann vant- ar fólk til að bera blaðið út í eftirtalin hverfi: Skjól Hjarðarhaga Fálkagötu Tjamargötu og Laugarás. Vinsamlegast' hring- ið 1 síma 17500. DIOBMN vísleg óþægindi í för með sér,^ m. a. það, að æ oftar hefði Geir borgarstjóri gefið loforð, sem reynzt hefðu hjóm eitt. I svarræðu sinni kvaðst borgar- stjóri „játa það hreinskilnis- lega”, að ýmislegt færi miður í þessum málum. en vildi þó láta vísa tillögunni frá. Gísli Halldórsson, verkfræðingur staglaðist á því, að aldrei hefði verið unni ðeins mikið að skipu- lagsmálum og nú. og wildi sízt láta sér skiljast að nokkur bót væri að því að hafa skipu- lagið á einum og sama stað undir einni stjóm. Tillögunni var vísað frá með 9 atkvæðum gegn 5. Óskar Hallgrímsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna, enda löngu liðin sú tíð er Alþýðu- flokkurinn taldi sig hlyntan á- ætlunarbúskap. Starfsemi Sjálfs- bjargar fjölþætt Aðalfundi Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Reykjavík, var hald- inn 21. okt. sl. að Bræðraborg- arstíg 9. Ahugi fyrir félaginu hefur far- ið vaxandi. síðastliðið ár, og hafa á árinu gengið í félagið 28 manns og 13 styrktarfélag- ar. Og á aðalfundinum gengu í félagið 11 aðalfélaigar og 5 styrktarfélagar. Lagðir voru fram reikningar félagsins og samþykktir. Skuld- laus eign félagsins var í lok reikningsársins kr. 359.454,36. A árinu festi félagið kaup i jarðhæð húseignarinnar að Mar- argötu 2 og hefur und'irbúið þar rekstur saumastofu, með stuðn- ingi frá Erfðasjóði og Styrkt- arsjóði fatlaðra og er gert ráð fyrir að rekstur hefjist um næstu áramót. Framhald á 2. síðu. LH frumsýnir Jólaþyrna Leikfélag Hafnarfjarðar framsýnir n.k. þriðjudag í Bæjarbíói leik- ritíð Jólaþyrnar eftir Wynyard Browne Myndin er af Auði Guð- mundsdóttur og Gesti Pálssyni í hlutvcrkum siniun í Jólaþyrnum. Hefnr Gestur leikið lítið á leiksviði undanfarin ár og mun marga fýsa að sjá þennan vinsæla lcikara aftur í aðalhlutvcrki á sviðinn. Hvernig fer bankastjóri að því að eyða kaupinu sínu? Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi bréf frá nokkrum stúlkum er ekki láta nafna sinna getið en segjast vera í saumaklúbb og í 9. launaflokki, en bréfið ber það með sér að þær vinna í banka. Nánari útskýringa þarf bréfið ekki við enda skýrir það sig bezt sjálft: „Við nokkrar í saumaklúbb, sem erum þær sem skrifa bréf- in fyrir bankastjóra og erum í 9. flokki með kr. 7.150,00, er- um að velta fyrir okkur hvem- ig bankastjóri sem jafnframt er þingnaaður fer að eyða eftir- farandi kaupi: Laiin sem bankastjóri kr. 22.000 á mán. í 13 mán. kr. 286.000,00 Risna — fyrir hvað? ekki fáum við kaffi- sopa kr. 50.000,00 Bílastyrkur — við för- um í strætó kr. 50.000,00 Laun fyrir að mæta á fundi Bankaráðs (í vinnutíma) kr. 40.000,00 Þingmannalaun (unnið í vinnutíma) kr. 100.000,00 Samtals kr. 526.000,00 Skattfrjálst mun vera: Bíla- styrkur kr. 50.000,00. Risna kr. Framhald á 2. síðu. LANDSHORNASYRPA Nyrzta gróðurhús í heimi ÞtJFUM 13/11. — Nýjar gróð- urhúsabyggingar eru nú að rísa af granni að Reykjancsi við ísafjarðardjúp og er að færast nýtt líf f gróðurhúsarækt á þess- nm slóðnm. Er nngnr athafna- maður að byggja þarna garð- yrkjnstöð og heitir bann Gnð- mnndnr Benediktsson. Jarðvegur er svokaliaður kór- aisandnr og þykir vel faHinn til ræktnnar. Erfiðleikar era þó með vatn í Reykjanesi. Kaup- félag ísfirðinga hefnr rekið þarna tómatarækt um árabii og dofnaði yfir þessari ræktun upp úr 1950. Gróðurhúsarækt hófst f Reykjanesi upp úr 1930 og var þar að verki þýzkur maður að nafni Höyer sem síð- ar var handtekinn sem þýzknr njósnari á Austfjörðum í sáðari heimsstyrjöldinni. Kona þessa manns hefur ritað æviminning- ar sínar og drepur á þennan gróðurreit með skrautblómnm og avaxtaræktun, sem hún teiur vera á nyrstn mörkum hins byggilega heims. Norðar era þó gróðnrhús að Skjaldarfönn á Snæfjallastrðnd, en þar hefur verið tómatarækt um árabil. Gróðnrhúsið að Skjaldarfönn er nyrzta gróðnrhús f heimi. — A. S. Innbrot í söluskála undir Ingólfsfjalli Selfossi 13/11 — Irmbrot var framið síðastliðna nótt í Sölu- skálann Ingólfsfell undir Ing- ólfsfjalli og stolið þaðan nokkru magni af sælgæti, vindlingum og öðru tóbaki. Einnig var út- varpstæki hirt þaðaii og teppi. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni á Selfossi. Þeir sem geta gefið upplýsingar ættu að snúa sér til lögreglunnar á Selfqssi. Sunnutindur ætlar að sigla BREIÐDALSVÍK 13/11. Nýtt skip kom hingað í gærmorgun og er eign Hraðfrystihúss Breið- dæHnga. Það hlaut nafnið Sig- urður Jónsson SU 150 og var smíðað í Haugasundi í Nor- egi. Skipið er 193 tonn að stærð og hefur 600 ha Listervél og er útbúið nýtízku siglingartækj- nm. Svannr Sigurðsson verðnr skipstjóri og sigldi hann skip- inn heim. Fyrsti vélstjóri verð- ur Garðar Þorgrímsson. Allir era skipverjar frá Breiðdaisvik. Hér var nokkurskonar fagn- aðarhátíð f þorpinu og hýrgun höfð um hönd f tilcfni skips- komunnar. Er þetta fyrsti vísir að flota okkar. Sigurður Jónsson SU fer á veiðar annað kvöld og fer á línumiðin út af Berafirði og ætlar að sigla með aflann til Bretlands. Svona byrjnm við strax að efla utanríkisviðskipti þjóðarinnar. — B. E. Höfuðból mannlaust í fyrsta skipti Þúfum 13/11. — Prestsetrið í Vatnsfirði er mannlaust í vet- ur og hefur slíkt aldrei skeð um þetta höfuðból síðan land byggðist. Margir höfðingjar hafa setið þar frá upphafi eins og Þarvaldur Vatnsfirðingur, sá er drap Hrafn á Eyri. Þá má nefna Bjöm Jórsala- fara og margur bóndinn hefur elfzt að auði og velsæld á þessu bóli. Sr. Baldur Vilhelmsson er prestur í Vatnsfirði og situr nú með fjölskyldu sína að Reyfcja- nesi við Isafjarðardjúp. Hann kennir við héraðsskól- ann í vetur. Tveir opinberir embættismenn skoðuðu íbúðarhúsnæði prests í sumar og er það að verða óíbúðarhæft. Ætlunin ei að byggja ný hús í Vatnsfirði. — AB. Landlægur ósiður AKRANESI 13/11 — Land- Iægur ósiður ríkir hér í pláss- inu þar sem er greiðslutregða útgerðarmanna til skipshafna sinna við iok hverrar vertíðar. Sérstakt ófremdarástand hefur ríkt í þessum málum í haust eft- ir síidar- og humarvertíð í sumar. Þannig neituðu nokkrar skips- hafnir á dögunum að fara út á vetrarsílddveiðar nema gert værí upp við mannskapinn. Það voru skipshafnirnar á Sigrúnu AK, Haraldi AK, Höfrangi AK og Sæfara AK, Fékkst þá Ieiðrétting á þessum málum. Margir útgerðarmenn freistast til þess að halda þessum pen- ingum á vöxtum á bankareikn- ingum sínum. og ávaxta svo sitt pund. Er ýmsu borið við meðan vaxtapeningamir hlaðast upp Rétt er þó að geta þess, að Þráinn Sigurðsson, útgerðar- maður er til fyrirmyndar í þess- um málum. Hann gcrir út Önnu SI. Enda er hann nýkominn f plássið. Smygl í Þorlákshöfn Þoriákshöfn 13/11 — Nokkurt magn af smyglvamingi var gert upptækt í Þorlákshöfn í fyrri- nótt og var það matvara og á- fengi. Grunur leikur á Jökulfellinu, sem statt var þar daginn áður eða erlendu skipi, sem einnig var statt í höfninni. Málið er annars í rannsókn. Hýrgun í tilefni skipskomu DJCPAVOGI 13/11, — Tveir litlir bátar róa nú til fiskjar hér og veiða aðallega í soðið handa þorpsbúum. Mánatindur er ný- farinn héðan á vetrarsíldveiðar við Faxaflóa. Sunnutindur ligg- ur hér I klössun og er verið að mála skipið. Ætlunin er að láte hann fiska í sig á Iínumiðun- um út af Bcrufirði og hann sigli með aflann ‘ til Bretlands. Fá- skrúðsfjarðarbátarnir hafa ver- ið á þessum miðum undanfarna daga og veitt vel. Sílddarvinnu er að mestu lokið hcr í þorpinu A. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.